Morgunblaðið - 10.08.1965, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 10. ágúst 1965
4
Þórunn Helgadóttir
Minning
FRÚ ÞÓRtRSTN Helgadóttir
fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði er látin og verður til mold-
ar borin í dag.
Frú Þórunn leit dagsins ljós
hinn 17. sept. 1903, og ól allan
aldur sinn hér í Hafnarfirði. Hún
var af góðu fólki komin, dóttir
valinkunnra sæmdar hjóna —
frú Guðrúnar Þórarinsdóttur ætt
aðri frá Fornaseli á Mýrum og
Helga Guðmundssonar, sem var
af hinni kunnu og þekktu Hellu-
ætt í Hafnarfirði.
Þau hjón bjuggu allan sinn
búskap í Melshúsum hér sunn-
an til í Firðinum og þar var frú
Þórunn fædd og uppalin í hópi
góðra og velgefinna systkina,
sem voru fjögur er náðu full-
orðinsaldrL
Sú er þessar línur ritar minn-
ist margra ánægjustunda með
þeim Meishúsasystkinum frá
bemskuárunum.
Mjög var gott að koma að
Melshúsum, gestrisni og gleði
skipuðu þar öndvegi, og börn
og unglingar ætíð velkomin.
Frú Þórunn ^giftist 31. des.
1929 Páli Sveinssyni yfirkenn-
ara við Barnaskólann í Hafnar-
firði — Páll andaðist 1962. Bign-
uðust þau hjón eina dóttur er
ber nafn ömmu sinnar í Mels-
húsum, og heitir Guðrún, hún er
gift Sigurði Pálssyni iðn.m.
Sonur frú Þórunnar er hún
átti áður en hún giftist er Guð-
mundur Benediktsson læknir, og
er hann kvæntur Elínborgu
Stefánsdóttur. Mjög var kært
með Þórunni og börnum hennar,
og sýndu börnin og tengdabörn-
in henni mikla ástúð, og um-
hyggju í hvívetna. Við hið svip-
lega fráfall frú Þórunnar, er
því mikið skarð fyrir skildi hjá
þeim, ásamt bamabörnunum
hennar sem voru ömmu sinni
svo einkar kær.
! sínum til starfa fyrir yngstu kyn-
slóð hans, en hún hafði nú um
nokkurt árabil veitt forstöðu dag
heimili því er rekið hefir verið
hér í bæ á vegum Verkakvenna-
félagsins „Framtíðin“ og veit ég
að þeim börnum er hjá henni
l dvöldu, var ekki í kot vísað.
Félagsstörfum sinti frú Þór-
unn mikið, einkum á síðari ár-
um og var tU dæmis formaður
kvenfélags Alþýðuflokksins og
ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
gegndi hún fyrir þann flokk, en
hún hafði um áratugi verið ein-
lægur stuðningsmaður hans.
Nú síðustu árin hafði frú Þór-
unn dregið sig nokkuð út úr hinú
umsvifamikla lífi bæjarmálanna,
en átti þó enn sæti í fræðsluráði
og kom þar fram af sömu prúð-
mennsku og þeim velvilja er al-
staðar einkenndi hana.
Frú Þórunn Helgadóttir var
gift Páli Sveinssyni, yfirkennara
við Barnaskóla Hafnarfjarðar, en
hann er látinn fyrir fáum árum.
Páll var drengur góður og af-
bragðs kennari, en lézt eins og
kona hans nú löngu fyrir aldur
fram.
Að lokum sendi ég börnum frú
Þórunnar og öðru venzlafólki
innilegar samúðarkveðjur.
Elín Jósefsdóttie
Bókaskrá um forn-
norræn fræði
ÚT ER KOMXN á forlagi
Munksgiaards í Kaupmamnahöfn
skrá yifir útgáfur, bækur, ritgerð
ir, greinar og bókadóma, sem
varða fomnorræn og forníslenzk
efni og birtust á árinu 1964. Skrá
in er á ensku og nefnist „Biblio-
graphy of Old Norse-Icelandic
Studies 1964“, samtals 72 blað-
ég mun lengi geyma mér í hug.
Árið 1958 höguðu Stvikin því
svo til, að frú Þórunn Helgadótt-
ir og undirrituð voru samtímis
kjörnar bæjarfulltrúar í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar'og þá sem
fyrstu konur er þar hafa átt sæti.
Þessi atburður markaði nokk-
ur tímamót í sögu þessa bæjar
og vel vissum við stöllumar, að
ekki höfðum við tekið að okkur
vandalaust verk.
Fljótlega eftir kynni okkar frú
Þórunnar þóttist ég sjá, að þar
færi ekki sérstaklega herská
kona eða framgjörn, en hitt sá
ég jafnsnemma, að hún var rík
af manngæzku og mildi, vildi öll-
um vel og þeim bezt er smæstir
voru.
Frú Þórunn bar mjög fyrir
brjósti öll málefni æsku þessa
bæjar og varði síðustu kröftum
Búpeningur er nú frekar fá-
séður innan borgarmarkanna
og af er sú tíð, er kýrnar
gengu lausar við Miklatorg
og menn geystust á gæðing-
um niður Laugaveginn. Og
því er ekki furða að menn
hafi undrazt, er þeir sáu þess
ar tvær mjólkurlindir í
gönguferð um bæinn nú á
dögunum — og það meira að
segja á einni aðalumferðaræð
borgarinnar, Suðurlandsbraut
innL
[ síður í Skírnisbroti. f formála
segir, að skráin sé ekki tæmandi,
j en gefi hins vegar Ijósa mynd af
J því sem unnið sé í fomnorrænum
fræðum.
Skráin var tekin saman af Hana
Bekker-Nielsen, Mogens Haug-
sted og Thorkil Damsgaard Ol-
sen í samvinnu við Inger Malm-
torp hjá Konunglega bókasafn-
inu í Kaupmannahöfn, Aðstoðar
ritstjórar skrárinnar eru Halil-
dór Halldórsson, Ludvig Holm-
Olsen, Dag Strömbáck, Pall«
Birkelund, Chr. Westergaard-
Nielsen og Ole Widding. Útgáf-
an nýtur stu'ðnings frá Rask-
Örsted-stofnuninnL
Ritið hefst á ritgerð eftir 01«
Widding um Carl Christian Rafa
(1795—1864), einn helzta forustu
mann fornnorrænna rannsókn*
á síðustu öld.
Þá kemur s'krá yfir tímarit sem
getið er um í bókaskránni, og eru
þau alls 98 talsins. Næst er listi
yfir ýmsar skammstafanir, en á
bis. 27 befst sjálf bókaskráin og
tekur yfir samtals 38 blaðsíður.
Er þar getið 430 ri'tverka, lengri
og skemmri, um fornnorræn
fræði sem komu út árið 1964 á
fjölmörgum þjóðtunigum. Að lok
um er löng nafnaskrá.
Þessi bókaskrá kemur út ár-
lega og geymir einkar þarft yfir
lit yfir það sem gerist á vett-
vangi norrænna fomfræða f
heiminum.
Frú Þórimn var félagslynd.
kona og ávann sér snemma
traust samborgara sinna. Þar
af leiðandi var hún kosin for-
maður í Kvenfélagi Alþýðu-
flokks Hafnarfjarðar, og gegndi
því starfi um margra ára skeið.
Einnig var hún fulltrúi í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar eitt kjör-
tímabil, og átti þar sæti í ýms-
um nefndum, þar á meðal í
barnaverndarnefnd Hafnarfjarð-
ar, og einmitt þar kynntist ég
frú Þórunni á ný sem fullorð-
inni konu, sem reyndist vera
sérstaklega árvökul í öílu er að
barnavernd lýtur, og hafði mik-
inn hug á að reynt væri af
fremstu getu að búa sem bezt
í haginn fyrir yngstu samborg-
arana.
Á minningarstundu leyfi ég
mér fyrir hönd barnaverndar-
nefndar Hafnarfjarðar að flytja
hinni látnu heiðurskonu þakkir
og hinztu kveðju okkar allra.
Blessuð sé minning hennar.
Sólveig Eyjólfsdóttir
f DAG fer fram útför frú Þór-
unnar Helgadóttur, fyrrverandi
bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, en
hún andaðist hinn 3. þ. m. eftir
skamma legu.
Það er ekki á mínu færi, er
þessar línur rita, að rekja ættir
eða æviferil hinnar látnu, enda
er það ekki tilgangur minn, held-
ur aðeins með fáum orðum, að
minnast þess samstarfs er við
áttum um nokkurra ára skeið og
sem varð með þeim ágætum, að
-Jt Fyrsta skrefið
SÚ var tíðin að slegizt var
bókstaflega um bílana. Ekki er
langt síðan innflutningsleyfi
fyrir bílum voru seld á okur-
verði á svörtum markaði og
verð á nýjum eða nýlegum bíl-
um var blátt áfram óhugnan-
legt. Þar með er ég ekki að
segja, að bílarnir hafi orðið ó-
dýrir, þegar innflutningurinn
var gefinn frjáls. Bílar eru afit
of dýrir á íslandi, allt of dýrir.
Og vonandi var frjáls innflutn-
ingur aðeins fyrsta skrefið í þá
átt að gera hverri fjölskyldu í
landinu fært að eignast bíl.
^ Harðnandi
samkeppni
Meðan innflutningshöftin
voru ríkjandi í bílainnflutningi
þurftu umboðin ekki að veita
hinum fáu viðskiptavinum sin-
um neina sérstaka þjónustu til
þess að laða þá til sín — og
hafa þá ánægða.Þeir, sem á
annað borð höfðu aðstöðu til
þess að kaupa sér nýjan bíl,
hefðu sætt sig við að umboðs-
mennirnir skelltu á þá hurð-
um. Bílinn hefðu þeir keypt
engu að síður.
Nú er þetta breytt sem betur
fer og umboðsmenn bílafram-
leiðendanna eru byrjaðir að
sækjast eftir viðskiptavinum.
Samkeppnin fer harðnandL
★ Gætu bætt
þjónustuna
Á dögunum var ég að að-
stoða mann, sem var að kaupa
sér nýjan bíl. Komst ég að
þeirri niðurstöðu, að bílaum-
boðin gætu enn bætt þjónustu
við viðskiptamenn að skað-
lausu. Þegar við komum í vun-
boðið til þess að taka bílinn,
sem beðið hafði verið eftir í
einn mánuð, vorum við fyrst
sendir niður á tollstjóraskrif-
stofuna til þess að greiða
þungaskatt o.fl. Síðan þurftum
við að heimsækja skrifstofur
tryggingafélagsins til þess að
tryggja verkfærið — og loks
að fara inn í bifreiðaeftirlit til
þess að ná í skráningarnúmer-
in. Síðan, eftir að bíllinn var
afhentur, þurfti auðvitað að
fara með hann í bifreiðaeftirlit
ið til skoðunar.
^ Úr skrifstofu
í skrifstofu
Bílaumboðin eiga ekki að
láta viðskiptavini sína snúast í
öllu þessu. Þau eiga að veita
þá þjónustu að sjá um þessar
útréttingar fyrir væntanlega
kaupendur. Þetta kostar um-
boðin ekki mikið. sendisvein á
reiðhjóli. Það er allt og sumt.
En það eru ekki allir, sem geta
varið hálfum degi í að þvæl-
ast skrifstofu úr skrifstofu til
þess að safna undirskriftum og
stimplum opinberra aðila og
annarra. Ég get ekki ímyndað
mér að bílasali í Bretlandi eða
Bandaríkjunum byrji á að
senda væntanlegan viðskipta-
vini um alla borgina áður en
kaupin fara fram. Nei, kaupin
eru gerð á staðnum og þar er
gengið frá þessum pappírum.'
■jAr Verkefni fyrir sendil
Ég miinntist á skriffinnskuna
í dálkunum á sunnudaginn —
og ég minnist enn á hana,
Reykjavík er orðin það stór
bær, að við verðum að byrja
á að laga viðskiptalífið meira
eftir breyttum aðstæðum.
Smábæjarfyrirkomulagið hæf-
ir ekki lengur. Hvílíkir snún-
ingar og þeytingur er t.d. ekkl
í sambandi við húsakaup nú
á dögum. Kaupandi verður að
hlaupa á milli ótal aðila til
þess að borga, fá undirskriftir
og stimpla. Ég hef sjálfur stað-
ið í þessu, en ég lagði ekki á
minnið hve marga daga þetta
tók.
Kunningi minn, sem búsett-
úr er í Bretlandi, keypti hús
þar fyrir einu árL Þegar hann
hafði ákveðið hvaða hús hann
ætlaði að kaupa var allri skrif-
finnskunni lokið á stundarfjórð
ungi hjá fasteignasalanum.
Hann fékk meira að segja stórt
lán til langs tíma og frá þvi
gekk hann líka samtímis. Hann
var ekki sendur úr einni op-
inberri skrifstofu í aðra. Nei,
fasteignasalinn sá um þá hlið
málsins, eins og vera ber.
Hve miklum dýrmætum tíma
ætli eytt sé í fáranleg hlaup
á milli opinberra skrifstofa á
hverjum degi í Reykjavík? I
flestum tilvikum eru þetta
verkefni fyrir sendil á hjóli —
sendil, sem gæti sinnt þörfum
eitt hundrað manna á dag.
Fasteignasalar, bílasalar og aðr
ir slíkir eiga að veita viðskipta
vinum sínum meiri þjónustu
og betrL
Nýtt símanúmer:
38820
BRÆÐURNIR ORMSSON >
Vesturgötu 3. — Lagmu,;