Morgunblaðið - 10.08.1965, Qupperneq 26
26
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 10. ágúst 1965
Landsleikurinn í gær
Hvorugu liðinu tókst að skora
leikur hinna glötuðu tækifæra
Isl. liðið átti frumkvæðið fram I síðari hálfleik
— en Irar sóttu fast undir lokin
•
EFTIR harða haráttu og stundum hörkuleik, þar sem sára-
sjaldan brá fyrir fallegri knattspyrnu, skildu ísland og ír-
land jöfn í landsleiknum í gærkvöldi. Ekkert mark var skor-
að. Ekki skorti þó tækiíærin til að skora, en getan var ekki
fyrir hendi.
íslenzka liðið- átti nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleik,
en sóknarmenn, einkum Baldvin miðherji, voru ekki á skot-
skónum þennan dag. Eftir gangi leiksins hefði islenzka liðið
vel getað haft 1—2 marka forystu í leikhléi, en til þess skorti
getuna uppi við mark mótherjans. Sárt var að sjá hve mörg
upplögð færi runnu út í sandinn.
í síðari hálfleik voru írarnir mun meira í sókn og
þjörmuðu mjög að íslenzku vörninni. Skall hurð nærri hæl-
um við íslenzka markið nokkrum sinnum og knötturinn
small eitt sinn í þverslána og hrökk út. Eftir tækifærum íra
síðast í leiknum má íslenzka liðið vel una við jafnteflið.
Þetta var leikur hinna glötuðu tækifæra. Hann bar svip
ónákvæmni í sendingum og fums við lokaafgreiðslu í upp-
hlaupum.
Góð marktækifæri íslendinga
ísland vann hlutkestið og
kaus að leika undan hægri golu.
írar óðu að markinu en hættunni
var bægt frá og um stund var
sótt til skiptist með langspyrn-
um miklum hlaupum.
Á 8. mín. kom fyrsta tækifæri
íslands. Baldvin fær langsend-
ingu inn í vítateig frá hægri
og er einn í baráttu við mark
vörð — en tapar návíginu. Mín-
útu síðar á hann lint skot á mark
íra og Karl Hermannsson á í
baráttu við markvörð er hljóp
út og bjargaði.
ísl. liðið var mun meir í sókn
og sjaldan komust frar neitt í
nálægð við ísl. markið. íslenzka
vörnin var föst fyrir og bægði
sérhverri hættu frá, enda léku
írar einhæfa leikaðferð þar sem
miðjutríóið átti að framkvæma
allt. í>að auðveldaði ísl. liðinu
vörnina.
Á 22. mín. er hornsp. á íra.
Baldvin nær góðum skalla en
miðunin var ekki góð. Knöttur-
inn stefni í mitt markið og mark
vörður átti auðvelt um vörn.
Á 24. mín. ætlaði Ríkharður
Eyleifi góða sendingu inn í teig-
inn. frska vörnin stöðvaði hana
en Baldvin fær knöttinn — en
Sótt að marki írauna, og skall að að marki — en markvörður á auðvelt með að verja Myndir:
Sveinn bormóðsson.
Sagt eftir leikinn
Björgvin Schram form. KSÍ
Við áttum meira í fyrri hálfleik
Okikar menn hefðu átt að skora
2—3 mörk eftir gangi leiksins.
Vörnim var betri hluti liðisins, en
ileikurinn í heild var daufur, fr-
arnir eru harðir leikmenn. — Já
ég er frekar ánægður með leik-
inn.
Rikharður Jónsson fyrirliði.
Ég er frekar óánæg'ður með út
komuna. Einstaikir menn skiliuðu
sínu, vörnin var betri hluti liðs-
ins, sérstaiklega í fyrri hálfleik
en þá held ég að við hefðuim átt
að skora 1—2 mörk. Ég beld að
þetta lið geti meira og hafi verið
lasngt frá sínu besta.
Sæmundur Gíslason form.
Eandsliðsnefndar.
Við misstum tökin á bessu i
seinni hálffleik. Hefðum átt að
skora í fyrri hálfleik. Vörnin
sterkari hluti liðisins, sérstaklega
haegri vœnguriinn. írska liðið er
mjög harðsnúið.
skaut utan við mark framhjá
úthlaupandi markverðinum.
Á 25. mín. brýzt Gunnar
Felixsson upp og gefur vel fyrir.
Ríkharður hitti ekki knöttinn —
og hættan er liðin hjá.
Um þessar mundir lendir
Árni JSTjálsson í árekstri við einn
íranna og fær svo ákafar blóð-
nasir að hann verður að yfir-
gefa völlinn og Þorsteinn Frið-
þjófsson kom inn.
Leikurinn í tölum
fsland
Homspyrnur 3
Aukaspymur 10
Inuköst 35
Gefið til m^rkv. 13
Markv. grípur inní 2
Skot framhjá 9
Rangstaða 6
írland
7
9
25
15
4
10
3
Markið er mannlaust að baki írska markverðinum sem liggur.
En Baldvin (nr. 9) tókst ekki aðskora.
Þorsteinn gerði þegar nokkurt
skurk, sendi , langa sendingu
fram að marki íranna. Baldvin
á í návígi við markvörð íranna
sem hljóp á móti og nær að
skalla — en knötturinn skallar
utan við mannlaust markið.
Á 30. mín. er Baldvin 1 góðu
færi eftir hornspyrnu — en
spyrnir framhjá.
Það var sárt að sjá öll þessi
færi renna út í sandinn. ísl. liðið
hafði undirtökin í fyrri hálf-
leiknum. frarnir gripu til þess
að leika ,rangstöðutaktik“ og
tókst vel. Þeir gripu og til hörk-
unnar og voru óvægir enda fengu
þeir að fara sínu fram um það,
því dómarinn gerði engar til-
raunir til að stöðva slíkt.
Leikurinn jafnast
Á fyrst mín. ,síðari hálfleiks
átti ísl. liðið einnig góðan kafla
og var .Eyleifur þar fremstur i
flokki. Hann átti mjög gott skot,
sem var vel varið'
En smám saman óx írum ás-
megin. Á 18. min. átti J. Con-
way skot sem hoppaði á þver-
slánni og fór aftur fyrir.
En af og til náðu ísl. liðsmenn-
irnir snöggum upphlaupum.
Gunnar Felixsson lék laglega
upp kantinn á 23. mín. og með
endalínu áður en hanp gaf vel
fyrir. Hann hafði m. a. dregið
markv. úr markinu og Baldvin
átti upplagt markfæri. En hann
sendi laust skot utan við mann
laust markið.
Litlu síðar á Ríkharður við-
stöðulaust hörkixskot eftir inn-
varp — en einnig það fór rétt
utan við.
Framhald á bls. 18.
Við hefðum átt að vinna
*
— sögðu Irarnir eftir leikinri
Eftir leiikinn brugðum við okk
ur í búninigsiklefa Iranna og spurð
um þá á'lits þeirra á leiiknum.
Wiekham framkv.sitj. írska
knattspyrnusambandsins oig góð
vinur ísl. kinattspyrnumanna
sagði að lei'kurinn hefði verið
skemmti'legur og góður og hvort
liðið sem ’var hefði .með lítilli
heppni getað farið með sigur af
hól'mi. Okkar irska lið var mun
isitenkard aðilinn' undir leikslokin
og það var óheppni a'ð við feng
um ekki mark þá. Þette er fyrsti
leikur piiltanna eftir sumartfrí og
iþeir bera þess glögg merki.
Willie Browne miðvörðu. og
fyrirliði írska liðsins sagði:
— Við 'hefðum átit að vimna leik
inn með 1—2 mörkum. Ofc'kar
•lið var mik'lu sterkara undir lok
in og komst í góð færi. Þetta
var góður leikur, nokku'ð* harð-
ur en aldrei grófur.
Þassum ágæta fyrinliða fr-
anna fannst Ellert Schram standa
sig bezt íslendiniga.
ÞetJta var 13. landsileikur
Browne, sem nú er 29 ára gam-
ail. Hanm hefur áður leikið hér
— tneð iandisliðinu 1958.