Morgunblaðið - 08.09.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 08.09.1965, Síða 17
Miðvikudagur 8. sept. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 17 Guðmundur Fulk Guðmundsson Kveðja frá gömlum skips- félaga, Guðna Bjarnasyni. Þegar við bjargir brotnar brimþung úthafs bára, sorg er mér í sinni, sakna ég vinur þín. Svíður sárt í augum selta harma tára, skarð er fyrir skildi, skörp mér förlast sýn. Man ég á ungdóms árum er við saman stóðum, fiskimenn á fleyi, fagnandi ægi blám. Gull í hans greipar sóttum glaðir á óska stundu, bretti hann á sér brýrnar þú brostir við honum þá. Aldrei heyrðist æðrast oft þá syði á keipum við stjórnvölinn þá stóðstu og stýrðir með traustri mund. Þótt að bryti á boðum, ryki rok í reipum, það raskaði ei að neinu þinni traustu lund. >á varstu fyrir vestan að vaxa lítill drengur, úthafs báran ólma þér orti vöggu óð. Og nú að leiðar lokum þá lífs þíns brotnar strengur hún bauð þér votan barminn og brimþung grafar ljóð. Sigurunn Konráðsdóttir. Hjörtur Guðmundsson F. 14/8 1950. - D. 25/8 1965. Kveðja frá leikfélögum í Kópa- horfinn er sveinninn friði. Hafsins hamrammi þungi hann sigraði í lífsins stríði. vogi. Hnípinn er hópurinn'ungi Hann var svo léttur í lundu 1 leikjum og starfsins önnum, glæstur á gleðistundu glaðvær af huga sönnum. Því er þar ljós sem lýsir lömuðum hugar vonum, að okkur í friði fýsir fagnandi að mæta honum. Þér Hjörtur með huga klökk- um á heilagri alvörustund hljóðu með þakklæti þökkum þökkum hvern einasta fund. Þig kæran við kveðjum í ljóði þótt klökkvi strengina beygi, þín mynd í minninga sjóði mun geymast að hinzta degi. Þ. S. Atli, Ómar, Guðrún, Friðjón, Agú, Sverrir, Gullí, Erna Rún, Mumma, Lilja, Hafdís, Ósk, Þórdís, Steini, Tryggvi, Ari, Tóti, Álfheiður. Helga Jónsdóttir fædd 23. april 184 dáin 17. ágúst 1965. HINN 21. ágúst síðastliðinn var Helga Jónsdóttir, Faxabraut, Keflavik, jarðsungin frá Kefia- vikurkirkju. Hún fæddist í Garð bæ á Stokkseyri, og voru for- eldrar hennar hjónin Jón Þor- eteinsson, járnsmiður, ættaður frá Kolsholtshelli í Villinga- holtshreppi og Kristín Þórðar- dóttir, ættuð frá Mýrum í Viil- ingaholtshreppi. Bæði voru þau hjónin komin af merkum bænda ættum í Árnessýslu. Börn þeirra voru 4, einn bróðir og þrjár systur, og komust þau öll til fullorðinsára. Tvær systranna eru nú a lífi. Helga óist upp hjá foreldrun? sinum. Ung fór hún að vinng fyrir sér sjálf og reyndist húr frábær hvað snerti dugnað og velvirkni i hverju því starfl, sem hún tók sér fyrir hendur. Sér- staklega var hún rómuð fyrir xnyndarskap við sauma og mat- reiðslu. — Hún var kona fríð sýnum og glæsileg að ytra út- liti og í framgöngu allri. Árið 1914 trúlofaðist Helga eftirlif. andi eiginmanni sínum, Vaidi- mar Gíslasyni frá Nýjabæ í Sandvíkurhreppi. Þau fluttu ti/ Vestmannaeyja og hófu búskap t»ar árið 1918. Þar vann Valdi- mar lengstaf við húsbyggingar, enda múrari að iðn. En oft starf aði hann einnig við' sjóinn á vertíðum, eins og títt var í Vest- mannaeyjum. Alls staðar var hann eftirsóttur til starfa, enda afburða hagieiks- og dugnaðar- maður. Þau hjónin eignuðust 4 börn, og eru þau öll á lífi. Elzt er Kristín, húsfrú í Keflavík, gift Þórði Arnfinnssym, sjómanm, næstur er Jón, véísmíðameistdri í Keflavík, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, þá er Gíslína Valdís, húsmóðir í Bandaríkjun- um, gift Leslie McKeen, þau búa í Florida, og yngst er Kolbrún húsfrú í- Reykjavik, gift Ólafi Jónssyni, bifreiðastjóra. Einnig ólu þau hjónin að nokkru leyti upp tvær dótturdætur sínat, Kristínu Lindu, sem fluttist til Ameríku 8 ára gömul og Elly Helgu, sem nú avelur í Reykja- vík. Helga var traust og góð eigln- kona, umhyggjusóm húsmóðir og ástrík móðir. Hún var frá- — De Gaulle De Gaulle ræðir við Wilson, forsætisráðherra Breta, í París. Framhald af bls. 15. um atriðum er orðið erfitt að greina milli utanríkisstefnu Frakklandsforseta og komm- únista. En jafnvel þeir, sem harðast gagnrýna de Gaulle eru sannfærðir um, * að hann láti aldrei flækja sér í raun- verulegt bandalag við komm- únista. Slíkt samræmist ekki því markmiði hans að verða leiðtogi V.-Evrópu, því að til þess að geta orðið það, verð- ur hann að vera óháður bæði Bandaríkjamönnum og Rúss- um. Flestir Evrópubúar, bæði aðdáendur og g agnrýnendur de Gaulles, eru sammála um að honurri hafi tekizt einstak- lega vel að auka virðingu Frakka og sjálfstraust eftir ósigurinn í Indókína og sigur þjóðernissinna í Alsír. En einnig hefur honum „tekizt“ að útiloka Frakka nær alger- lega frá bandamönnum sínum. í París er sagt, að de Gaulle sé ekki eingöngu að reyna að auka álit Frakka með gagn- rýni sinni á Bandaríkin, held- ur felist í henni túlkun hans á því hvert heimurinn stefni. í Asíu t.d. hefur de Gaulle hvorki völd né skyldur og því telur hann sér frjálst að lýsa því yfir, að hann vilji SA- Asíu hlutlaust svæði. Hann veit að þetta aflar honum fylgis þess aðila, seih hann er sannfærður um að fara muni með sigur af hólmi j álf-unni og það er Kínverska Alþýðu- lýðveldið. De Gaulle segir, að aðgerð- ir Bandaríkjamanna í Asíu bærlega gestrisin og hafði hið mesta yndi af að taka á móti gestum og láta þá njóta alls þess bezta, sem heimilið hafði upp á að bjóða. Hún var vel gefin og skemmtileg í tali.hrein- lynd og hreinskiptin, hver sem hlut átti að máli. Skapmikil var hún nokkuð, viðkvæm og til- finningarík. Hjálpsöm var hún og greiðvikin og vildi hvers manns vanda leysa. Árið 1940 fluttu þau hjónin til Keflavíkur og bjuggu þar alla tíð upp frá því. Síðustu 2 árin var Helga al- gjör sjúklingur. Valdimar maður hennar, sem þá var reyndar orð inn heilsulítill líka, reyndist henni frábærlega vel og lagði sig fram við að létta henni sjúk- dómsbyrðina svo sem hann fram ast mátti. Einnig iögðu börnin sinn skerf fram, móður sinni og foreldrum til hjálpar. Helga andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur hinn 17. f.m. eftir stutta legu par. Ég bið Guð að blessa eigin- manninn, börn þeirra og alla ástvini þeirra. Megi þau ávallt horfa fram á veg'inn í þeirri björtu og öruggu trú. áð: „anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið.“ Björn Jónsson. raski valdajafnvæginu í álf- unni, og ekki fari hjá því að verði reknir þaðan, ef þeir leggi herstöðvar sínar ekki niður af sjálfsdáðum. De Gaulle hefur á taktein- um ráðleggingar fyrir Banda- ríkjamenn varðandi málefni Afríku og S.-Ameríku, ekki síður en Asíu. Hann segir: „Hættið hinni fáránlegu bar- áttu gegn kommúnismanum um allan heim, hann er stefna, sem mun hverfa, en lítið vant ar á að þið séuð orðnir ný- lendusinnar í nafni and- kommúnismans." Nánir samstarfsmenn de Gaulles segja, að hann hati hvorki Bandaríkin né Bret- land, en honum finnist lönd- in óevrópsk. Ekki geðjast hon um heldur sérlega vel gg ná- grönnum sínum á meginlandi Evrópu. De Gaulle lítur á sjálf an sig sem Frakkland og Frakklandi geðjast hvorki vel né illa að hlutunúm, það hugs ar aðeins um hagsmuni sína. Og hver er svo niðurstað- an? Eina brezka umsögn um de Gaulle má finna undir fyr- irsögninni „Sjónhvorfinga- maðurinn mikli“ í „The Sun- day Observer". Þar segir m.a.: „De Gaulle hefur á ný tekizt að svíkja sér leið inn á svið heimsmálanna eins og hann gerði í London á styrjaldar- árunum. Hann hefur ekki náð eins miklum völdum og hann ætlaði sér, enginn treyst ir honum fullkomlega og án stuðnings Bandaríkjanna, Þýzkalands eða Rússlands, getur hann aðeins leikið smá- hlutverk. Hann reynir sífellt að lifa um éfni fram á stjórn- málasviðinu." Börn fagna de Gaulle, er hann ekur um smá borgina La Ferriere í Vestur-Frakklandi. Aigreiðslufólk óskust ■ • Upþlýsingar hjá verkstjóranum: KJÖT & GRÆNMETI Snorrabraut 56. Blaðburðarfólk Sigtún Kleifarvegur Hraunteigur Laugarásvegur Laufásvegur II Austurbrún Snðurlandsbraut Stóragerði Bugðulækur Laugarteigur JMw^tiisirlfKfrUk SIMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.