Morgunblaðið - 29.09.1965, Side 12

Morgunblaðið - 29.09.1965, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. sept 1965 barmi kjarnorkustyrjuldar Sovézka flutingaskipið Asonov, með átta flugskeyti á þilfari, sigiir burt frá Kúbu, 11. nóvember 1962. Hættan er liðin hjá. HÆTTUÁSTANDIÐ _var skoll- ið á opinberlega. Árásar- og varnardeildir flughersins höfðu fengið fyrirmæli um að vera á varðbergi allan sólarhringinn, Ibæði á jörðu sem í lofti. Við- brögð sumra Bandaríkjamanna urðu ótti, en flestir urðu stoltir. Bandalagi.ð stóðst raunina. Macmillan hringdi til að skýra frá stuðningi sínum, þótt hann lýsti áhuga sínum á fundi æðstu manna til að ræða af- vopnun og að hlé yrði á að- gerðum beggja aðila. Adenauer, Brandt og íbúar Vestur-Ber- línar hvikuðu ekki eða kvört- uðu. Samtök Ameríkuríkja saroþykktu þegar í stað, og einróma, ályktun sem heimil- aði hafnbannið. Þrátt fyrir nokkurt hik af hálfu Kanada héitu ráð Atlantshafsbandalags- ins og de Gaulle stuðningi sín- um, eftir að hafa hlustað á út- skýringar Achesons, án þess að kvarta út af því að málið hafi ekki verið rætt fyrirfram og án þess að taka tillit til kröfu- gangna og mótmæla, sem bár- ust frá London og öðrum höf- uðborgum. Brezku blöðin voru flest neikvæð, jafnvel fremur en hin frönsku og sumra hlutlausra þjóða. Mótmælaaðgerðir friðar- sinna beindust allar að hinu bandaríska hafnbanni, án þess að minnzt væri einu orði á blekkingu Sovétríkjanna vegna eldflauganna. Bertrand Russel, til dæmis, skrifaði Kennedy: „Aðgerðir yðar gerðar í ör- væntingu .... réttlæting á þeim er óhugsandi“, en hann skrifaði Krustjov aftur á móti: „Áframihaldandi umburðar- lyndi yðar er okkar mikla von.“ Innan Sameinuðu þjóðanna, í Washington og meðal erlendu sendiráðanna var furðulega öflugur stuðningur við afstöðu Bandaríkjanna. Þetta átti að nokkru rætur sínar að rekja til áfallsins vegna undirferla Sovétríkjanna og hinna árang- urslausu tilrauna þeirra til að þræta fyrir sannanir Ijósmynd- anna og, kúgunartilraun með kjarnorkuvopnum. Ennfremur að nokkru leyti vegna þess, að heimurinn skildi, að hér var um að ræða árekstur Austurs og Vesturs, en ekki deilu Bandaríkjanna við Kúibu. Vegna þess að forsetinn valdi þá leið, að beita sem minnstu herafli í uppbafi, og vegna hinnar ákveðnu en stillingu framkomu hans. Og loks vegna hinna frábæru útskýringa Stevenson hjá Sameinuðu þjóð- unum. Klukkan 4 síðdegis þriðju- daginn 23. október, og aftur á fimmtudag, flutti Stevenson hina sannfærandi ræðu sdna í öryggisrtáði Sameinuðu þjóð- anna með ljósmyndasérfræð- inga sér við hlið. Zorin hafði komið með þær ásakanir, að bandaríska leyniþjónustan hafi falsað sönnunargögnin. Látpm þá eftirlitsnefnd frá Sameinuðu þjóðunum kanna eldflauga- stöðvarnar, sagði Stevenson. Stevenson: Allt í lagi, herra minn, leyfið mér að spyrja yð- ur einnar spumingar. Neitið þér því, ambassador Zorin, að Sovétríkin hafi komið fyrir og séu að koma íyrir langdrægum og meðallangdrægum eldflaug- um og eldflaugastöðvum á Kúbu? Já eða nei. Bíðið ekki eftir þýðingunni. Já eða nei. Zorin: Ég er ekki í banda- rískum réttarsal, herra minn .... Stevensoin: Þér eru einmitt á þessari stundu fyrir rétti al- menningsálitsins í heiminum Zorin: .... og þess vegna óska ég ekki eftir að svara spurningu sem er lögð fyrir mig að hætti sækjandans. Á sínum tíma munuð þér fá svar yðar, herra minn. Stevenson: Ég er reiðubúinn til að bíða eftir svari til dóms- dags, ef það er ákvörðun yðar. Samt sem áður var annars konar stuðningur mikilvægur — og hann lét ekki á sér standa. Sumir Bandaríkjamenn reyndu að flýja, felast eða útvega sér geislavamarbyrgi. Verðbréfa- markaðurinn féll. Mótmæli voru bitur. En símskeyti sem bárust til Hvíta hússins lýstu 10 á móti 1 stuðningi við aðgerð irnar. Að baki hinnar persónulegu handleiðslu forsetans á fram- kvæmd hafnbannsins var sú ákvörðun hans að láta ekki óþarfa árekstra eða kærulausa undirsáta magna svo hættulegt og viðkvæmt ástand að ekki yrði við neitt ráðið. Hann hafði lært það af Svínaflóamálinu, að rás atburðanna og ákafamenn gátu tekið málefni stríðs og friðar úr höndum hans. Hafn- bannið var ekki lausn sem kæmi af sjálfri sér, jafnvel ekki með flota 16 tundur- spilla, þriggja beitiskipa, flug móðurskips og sex aðstoðar- skipa, auk 150 annarra til vara. í harðorðri en óákveðinni yf- irlýsingu Sovétstjórnarinnar á þriðjudagsmorgun, sem mót- mælti hafnbanninu sem „sjó- ráni“, í tveim einkabréfum til Kennedys, á þriðjudagsmorgun og miðvikudagskvöld, og í svör Síðari hluti um hans við áskorun frá Bert- rand Russel og U Thant leit út fyrir að komið hefði verið Krustjov að óvörum, hann virt- ist leita að mótleik og vera að ráðfæra sig við æðstu valda- mennina í Kreml. Það virtist sem Sovétríkin hefðu treyst á að koma okkur að óvörum, treyst á ósamlyndi meðal Vest- urlanda og á nægilegan stríðs- ótta í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir hernaðarlegar gagnráðstafanir. Við veltum því fyrir okkur, hvort hin óákveðna afstaða þeirra endur- speglaði mögulegar deilur inn- byrðis eftir að Rússar reyndust hafa rangt fyrir sér á fyrr- greindum atriðum. En sovézku flutningaskipin 18, sem héldu enn í áttina að hafnbannsvæðinu, voru ekkert til að hlægja að. Fimm þessara skipa, sem höfðu stór lestarop, voru veitt sérstaklega nánar gætur. Framkvæmdanefndin, sem var á fundum næstum all- an daginn, þekkti bráðlega hvert sovézkt skip með nafni og hver væru grunuð um að flytja vopn. Á þriðjudagskvöld jókst spennan, eftir því sem skipin nálguðust. Robert Kennédy var sendur þá um kvöldið til að komast að því hjá rússneska ambassadornum, hvort skip- stjórum sovézku skipanna hefðu verið gefin nokkur fyrir- mæli. Hann komst ekki að neinu. „Þið, sem hélduð að hafnbann væri friðsamlegasta svarið, komizt ef til vill að öðru fljótlega,“ sagði forsetinn. Á fundi okkar á miðvikudags morgun, sem var haldinn ein- mitt er hafnbannið gekk í gildi, var tilkynnt ,að um það bil hálf tylft sovézkra kafbáta hafi sameinazt skipunum. Fyrirmæli voru undirbúin um að sökkt skyldi hverjum þeim kafbóti, sem bryti hafnbannið. Á miðj- um þessum sama fundi bár- ust fleiri fréttir. Sovézku skip- in, sem voru næst Kúbu, höfðu greinilega stanzað eða breytt um stefnu. Mönnum létti við borðið. En líkurnar á því, að til árekstra kæmi á hafinu, voru alls ekki búnar. Fyrirætlanir Sovétríkjanna voru enn ekki Ijósar. Hafnbannið hafði ekki enn verið reynt. í dögun á fimmtudag var sovézku tankskipi gefið stöðv- unarmerki og fór það í gegn, samkvæmt fyrirmælum forset- ans, eins og öll tankskip, serri ekki lágu undir gninsemdum, eftir að hafa aðeins tilkynnt hvert það væri. Það gerði einn- ig austur-þýzkt farþegaskip. í dögun á föstudág var líbanskt vöruflutningaskip stöðvað og rannsakað, en það var skráð í Panama, hafði gríska áhöfn, en var í leiguflutningum fyrir Rússa. Var þetta gert eftir að bandaríski sjóherinn hafði feng ið til þess persónulega heimild forsetans. Hann óskaði öðru fremur eftir þvi, að sovézkt skip yrði ekki stöðvað nema nauðsyn krefði, en hins vegar farið um borð í sovézikt leigu- skip til að sýna, að við meint- um það sem við sögðum. Flutn- ingaskipinu, sem rannsakað var af óvopnuðum sjóliðum, var leyft að halda áfra-m, þegar í ljós kom að það var aðeins hlað ið vöruflutningavögnum og varahlutum í þá. Hið raunverulega vandamál var ekki líbönsk flutningaskip og sovézk olíuflutningaskip heldur sovézku flutningaskipin og kafbátarnir, sem fylgdu þeim. Þau yrði að stöðva á föstudag, sagði forsetinn ,hefðu þau ekki breytt um stefnu þá. Flotinn var æstur í að sigla langt á haf út til að fara í veg fyrir þýðingarmestu sovézku skipin. Forsetinn, sem fylgdist með ferðum hvers skips á stóru spjaldi, lagði ríka áherzlu á, að Krustjov yrði gefinn eins lang- ur tími og mögulegt væri til að taka, og koma áleiðis til skip- anna, hina óþægilegu ákvörð- un. Naut hann í þessu stuðnings McNamara (varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna) og Orms by-Gore (brezka sendiherrans). Þegar honum lenti harkalega saman við flotann sá hann um að farið yrði að vilja hans. Smátt og smátt tóku góðai rréttir að berast. Á miðviku- dag bárust tilkynningar um að 16 hinna 18 rússnesku skipa hefðu stanzað, þar á meðal öll þau fimm, sem voru með stóru lestaropin. Þau lágu síðan kyrr á sjónum, eða sigldu í óreglu- legum hringum. Loks var til- kynnt á fimmtudag og föstu- dag, að þau hefðu snúið við. „Það var gaman,“ sagði einn úr hópi okkar. „Svona til til- breytingar sýna Sovétríkin við- brögð vegna aðgerða af okkar ‘hálfu.“ Bandarískar flugvélar fylgdu skipunum alla leiðina aftur til rússneskra hafna. Tak- mörkuð beiting hervalds hafði náð mesta mögulega árangri. Hættur vegna átaka á hafinu voru ekki liðnar, en þær höfðu að minnsta kosti minnkað um stundarsakir. Hættan, sem staf- aði af eldflaugunum á Kúfou, fór hins vegar vaxandi. Mc Gone ,yfirmaður leyniþjónust- unnar, tilkynnti, að fleiri hinna meðallangdrægu eld- flauga væru að verða tilbúnar, en nú hafði verið reynt í flýti að fela þær. Reiknað var með. að þær yrðu tilbúnar í lok vik- unnar, en hinar langdrægustu mánuði síðar eða svo. Allan fimmtudaginn og föstudaginn veltu forsetinn og framkvæmda nefndin fyrir sér nýjum ráðurn til að herða á pólitískum, efna- hagslegum og hernaðarlegum þvingunum gagnvart Sovétríkj- unum og þar á meðal: 1. Að herða á hafnbanninu með þyí að bæ-ta fleiri vöru- tegundum við bannlistann. 2. Fjölga lágflugsferðunum. Þær myndu ekki aðeins veita betri og nákvæmari up-plýsing- ar, heldur yrðu til að hrjá Rússa og auðmýkja Kastró. 3. Aðgerðir á Kúbu. Forset- inn heimilaði að flugritum yrði varpað út yfir eynni ,og yrði þeim beint til íbúanna. Hann fór persóulega yfir textann og myndirnar (sem voru af eld- flaugastöðvunum, teknar úr lítilli hæð) og gaf skipun um, að þeim yrði dreift, en dró skip unina svo til baka um stundar- sakir. Einnig voru enn einu sinni athugaðar leiðir til að hafa samband beint við Kastró. 4. Loftárás. 5. Innrás. Þeir, sem höfðu hvatt til þessara tveggja síð- ustu leiða vikuna áður, tóku nú upp að nýju baráttu sína. Forsetinn neitaði því að rasa um ráð fram. Undirbúningur fyrir innrás, sem og aðrar hern aðarráðstafanir, var enn í full- um gangi. Sovézk skip höfðu snúið við. Umræður fóru fra-m hjá Sameinuðu þjóðunum. En i orðsendingu til U Thants var farið alvarlegum orðum um áframhaldandi vinnu við eld- flaugastöðvarnar. Þegar blaðafulltrúi utánríkis- ráðuneytisins, Lincoln White tilkynnti þetta á hádegi á föstu- dag gekk hann skrefi lengra en afstaða Hvíta hússins var með því að minna blaðamenn- ina á setningu í ræðu forsetáns frá mánudagskvöldinu „að frek ari aðgerðir væru réttlætanleg- ar“ ef vinnu yrði haldið áfram við eldflaugarnar. Þessi athuga semd varð þegar ástæða til þess að sagt var frá því í aðalfyrir- sögnum blaðanna, að innrás eða loftárás væri yfirvofandi. í fyrsta skipti missti forset- inn stjórn á skapi sínu. Hann hringdi í utanríkisráðherrann, aðstoðarráðherrann og loks í blaðafulltrúann. Hækkaði hann röddina og tók sterklegar til orða. við hvert símtal. Þetta yrði löng barátta, sagði hann, sem krefðist varúðar, þolin- mæði og að hann yrði fyrir eins litlum utan"" að komandi Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.