Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 23
MORGUNBLADID 23 f ( MiSvfkudagur 29. sept. 1965 BRAZILÍSKUR býflugna- sérfræðingur að nafni War wick Kerr taldi sig hafa góðar ástæður til þess að flytja 20 afrískar býflugna drottningar til Brazilíu fyr ir níu árum. Þó vitað væri að afríska býflugan væri grimmdarkvikindi, var það jafnframt staðreynd að hún framleiddi 30% meira hunang en býflugur af þýzkum og ítölskum stofni gera, en þær tegundir hafa verið nær einráðar á Brazilíumarkaði í áraraðir. Og afríska býflugan hefur fleiri kosti; hún vinnur og safnar hunangi í veðri, sem gerir öðrum tegundum það ómögulegt. Þar að auki hugðist Kerr kynbæta og blanda hinar afrísku hý- flugur sínar með skap- betri býflugum. Það sem hann fékk út úr þeirri Nyienda afrískra drápsbýflugna. — Er Brazilía í hættu verði þeim ekki útrýmt? Býflugur vekja ugg í Brazilíu Kynblöndun afrískra býflugna tókst herfilega — Þær drepa nú kvikfénað og fólk í stórum stíl blöndun var slíkt tryllings- skordýr, að það ógnar nú lífi og lífsviðurværi bý- flugnaræktarmanna í átta ríkjum Brazilíu — svo ekki sé minnst á þúsundir ann- ara Brazilíubúa. Af þessum 20 afrísku bý- flugpadrottningum hafa kom- ið um 450,000 nýjar býflugur árlega, og enginn afkomend- anna hefur erft eiginleika ítölsku og þýzku býflugnanna, sem hafa feðrað hinn nýja kynstofn. Hinar nýja býflug- ur eru fljótar til reiði og jafn vel fljótari að verða að flugnasveimi. í>ær ráðast síð- an, að því er virðist af engum sérstökum ástæðum, á ítalsk- ar og þýzkar býflugur og drepa niður hverja býflugna- kúpuna á fætur annarri. Það sem verra er: kvenbýflugur hafa erft hið „illa blóð“ frá hinum nýju karlbýfiugum, og halda þær einnig þessum miklu „skapbrestum". „Við héldum að þegar þær vendust loftslaginu myndu þær verða menningarlegri", segir séra Joao Oscar Nedel, Jesúíta- prestur og einn helzti bý- flugnasérfræðingur Brazilíu. „En það þveröfuga gerðist." Afrísku býflugurnar hafa nú gjörsamlega tekið málin í sínar hendur. Þær hafa sett upp býkúpur undir steinum, í hellisveggjum, undir trjárót- um, í yfirgefnum bílræflum, almenningssímaklefum og jafnvel í umferðarljósum. Þær hafa drepið fugla, hænur, hunda, svín, hesta og fjóra menn. Fyrir fjórum mánuðum reyndi einn íbúa Caieiras, skammt frá Sao Paulo, að svæla út afríska býflugna- kúpu, sem var í strompi vín- stofu einnar á staðnum. Bý- flugurnar réðust þá sam- stundis inn í vínstofuna „í slíkum sveimi að ekki sá til sólar“, sagði einn sjónarvotta. Þær stungu vínsölumann, sem þar var staddur, unz hann féll í yfirlið, og skildu svo marga brodda eftir í skalla barþjónsins „að hann hélt að hann væri að fá hár aftur. Á næstu þremur klukkustundum réðust óðar býflugurnar á 500 manns í nágrenninu og stungu þá. Síðan héldu þær árfam för sinni að nærliggj- andi búgörðum og skildu eft- ir í slóð sinni hópa dauðra hænsna og hunda, sem engd- ust sundur og saman, og tvo hesta stungu þær svo illa að þeir gátu ekkert etið í þrjá daga. Afrísk býflugnanýlenda séra Nedels 'við háskólann í Sao Leopoldo gekk skyndilega berserksgang fyrir skömmu. Neyddu flugurnar einn aðstoð armanna hans til að leita hæl is inni í vörubíl og réðust síðan á annan mann, tvo hunda og nokkur börn. Dag- inn eftir skipaði Jesúítinn og býflugnasérfræðingurinn að drepnar skyldu þær átta af- rísku býflugnadrottningar, sem hann átti. í síðustu viku höfðu bý- flugurnar gert innrás í aðal- verzlunargötu Rio de Janeiro, Rio Branco. Fllugnasveimur á stærð við risamelónu suðaði fyrir framan 'herstjórnar- bygginguna, og afrískar bý- flugur réðust á fótgangandi borgara eftir að hafa rekið hermenn úr vélbyssuhreiðrum' og úr varðstöðvum við bygg- inguna. Meira en 60 hermenn hlutu slæmar stungur. Hverjar svo sem ástæðurn- ar fyrir skapillsku afrísku bý flugnanna kunna að vera, leita Brazilíumenn nú í ofboði að einhverri lausn á málinu. Til þessa er eina húgmyndin sú að drepa allan stofninn og það strax. „Drepum þær all- ar“, segir séra Nedel. „Ef ekki næst stjórn á þeim, munu þær leggja undir sig allar aðrar býflugur, og þær munu leggja undir sig Brazilíu." Býflugnabóndi einn í Sao Paulo, Luiz Zovaro ,sem held ur afrískar býflugur, hefur neyðzt til þess að hækka verð ið á hunangskrukkum úr 39 centum í nær 2 dollara, sök- um þess hve erfitt er að ná hunanginu úr kúpum afrísku flugnanna. Zovaro segir: „Ef ekki er ráðið niðurlögum þess ara flugna, verður' ekki leng- ur óhætt að búa í Brazilíu. Eg lít framtíðina mjög döpr- um augum.“ — Verðbólgulaus Framhald af bls. 17 imeira fram yfir skýrelur síðasta érs. Heildarframleiðsla þjóðarinnar er vitanlega lokamæliikvarðinn á hagstöðu landsins- Heiildarfram- leiðsla á vörum og þj ónustu þaut á fyrsta fjórðungi þessa árs upp í ársupphæð, sem nemur 649 milljörðum en það er 14.25% hækkun frá næstliðnum þremur mánuðum. Og í viðbót við það gífurlega stök'k upp á við, höfum við séð 9 milljárða dala aukningu á öðr- u-m ársfjórðungum og alilt bend ir til áframihaldandi vaxtar þáð sem eftir er þessa árs, og rætist þá hagyfirlýsimg Johnsons for- seta, að þjóðartekjurnar muni nema 660 milljörðum á ármu 1966. Draumar og vitranir IMý bók eftir Hugrúnu PRENTSMIÐJAN Leiftur hefur gefið út nýja bók eftir skáld- konuna Hugrúnu, Draumar og vitrar.ir. Bókin er 135 bls. að stærð, og fjalla kaflar bókarinn. ar um ýmis dularfull fyrirbrigði, eins og nafn hennar bendir til. Prófessor Jóhann Hannesson skrifar formála að þessari bók Hugrúnar, og fjallar hann þar um hina ósýnilegu veröld, sem «r bakgrunnur frásagna hennar. Prófessor Jóhann Hannesson kemst m.a. svo að orði í formála sínum, að íslendingar hafi ekki aðeins verið í snertingu við hina ósýnilegu veröld í hundruð ára, heldur hafi oft virzt sem svo, að „áhrifin frá hinu ósýnilega hafi orkað sterkar á menn en öfl hins sýnilega heims“. Og prófessorinn segir enn- fremur: „Mér er í minni kona öldruð, er sagði okkur systkinunum sögu, þegar við vorum lítil. Eins og títt er um krakka, vildum afnan fá meira að heyra. Að ævintýrin gerðust í ævintýra- heiminum, þar sem flest fór á endanum eins og það átti að fara, það varð okkur snemma ljóst. En hvað um huldufólks- heiminn, draugana, galdrana — og drauma, sem menn dreymdi? Sjálfur reyndi ég snemma að leysa vandann með eins konar skoðanakönnun; spurði fullorðna bændur, hvort til væru draug- ar og huldufólk. Voru svör á ýmsa vegu, og eitt þeirra afdrátt arlaust: Draugar eru til, en ekki huldufólk. Nokkurt mark er að draumum, ef menn kunna að ráða þá. Þegar ég sagði hinni sögufróðu Völvu frá þessari nið- urstöðu, hristi hún höfuðið. Að vefengja tilvist huldufólks, fannst henni goðgá, einfaldlega Hugrún. af þeirri ástæðu, að það var ekki gefið nema örfáum mönnum að sjá það, — það er að segja þeim, sem skyggnir voru — og jafnvel fyrir þeim gat huldufólkið gert sig ósýnilegt, horfið fyrir augum þeirra inn i hamra eða hóla“. Kvenmann vantar til þvotta og frágangs á fatnaði nemenda í Reykjaskóla á komandi vetri. Nánari upplýsingar hjá skólastjóranum. Sími um Brú. Bifvélavirkjar Viljum ráða bifvélavirkja, vélvirkja eða menn vana bílaviðgerðum. Dieselvélar hf. Suðurlandsbraut 16. — Sími 32360. Afvinnurekendur Ungur maður sem vinnur vaktavinnu, óskar eftir aukavinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 37281. F lugvirkjanemar Þeir sem hafa í hyggju að nema flugvirkjun vin- samlega hafi samband við skrifstofu Flugvirkja- félags íslands Skipholti 19 á fimmtudaginn kl. 17 — 18,30. F. V. F. L Námskeið í bókfærslu og vélritun hefst í byrjun okt.óber, kennt í fámennum flokkum. Get lánað nokkr ar ritvélar. Innritun fer fram að Vatnsstíg 3, 3ju hæð daglega, og byrjar 27. sept. Til viðtals einnig í síma 22583 daglega til kl. 7 e.h. og í síma 18643 eftir kl. 7. \ Sigurbergur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.