Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 30
MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 29. sept. 196 lærið vélritun Kenni vélritun, uppsetningu og frágang verzlunar- bréfa. Kennt í fámennum flokkum. Einning einka- tímum. Innritun og aljar nánari uppl. í síma 38383 á skrifstofutíma. RÖGNVALDUR ÓI-AFSSON. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Hjálpartæki í umferð Óskum eftir að komast í samband við fyrirtæki eða mann, sem hefur áhuga á að selja eftirfarandi á íslandi: Allskonar umferðarmerki, vegatálmanir og fjölda nýjunga varðandi umferðartækni. Tæknikunnáttu er ekki krafist, en við leitum að fyrirtæki með góð sambönd, eða einstaklingi sem hefur aðstæður og áhuga fyrir að tala máli sínu við opinbera og einka- aðila, sem þurfa á ofangreindu að halda. Umsóknir ásamt meðmælum sendist afgr. Mbl. merkt: „Hjálpartæki í umferð“. Knottspyrnu- mnður í 5-8 nrn fnngelsi? EINN af beztu knaítspyrnu- mönnum Sovétríkjanna, Juri Sevidov sem leikur með Moskvu liðinu Spartak, mun innan. skamms koma fyrir rétt, þar sem hann gæti orðið dæmdur í 5—8 ára fangelsi fyrir að hafa banað manni í bifreiðaslysi. Það var hinn kunni vísinda- maður Dimitri Riabtsiikov sem beið bana í bílslysinu en knatt- spyrnumaðurinn ók bifreiðinni. Vísindamaðurinn var 81 árs að aldri og var félagi í rússnesku visindaakademíunni. Finnar unnu Pól- verja 2-0 —ww m iui iiÉiMM«iiiiiHi wmtf Keppendur allir, 52 talsins á velli Golfklúbbs Reykjavíkur er „Bændaglíman“ fór þar fram s.l. laugardag. Myndir Sv. Þorm. „Hnúar“ voru „Hnefunum" sterkari r>' Lið Páls Asgeirs sigraði í bændaglímu Golfklúbbsins Bændur og konur þeirra. Frá vinstri Páll Ásgeir Tryggvason og kona hans Björg Ásgeirsdó ttir, Margrét Helgadóttir eg Erlendur Einarsson forstjóri. Knaftspyrnulið skorið og marið FINNAR fengu sín fyrstu 2 stig í riðli þeim er þeir drógust í i undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu er þeir á sunnudaginn unnu landslið Pólverja með 2—0 í leik sem fram fór í Helsingfors. Sigurinn kom mjög á óvart. Fyrri hálfleikur var vel leikinn af báðum liðum, með fallegum skiptingum og hröðum leik. Hvorugu liðinu tókst þó að skora fyrir hlé. Staðan í riðlinum er nú þannig að ftalía og Skotland hafa bæði 5 stig eftir 3 leiki. Finnar og Pól- verjar hafa 2 stig hvorir. en Finnar hafa leikið fleiri leiki eða 5 og eiga aðeins ólokið síðari leiknum vð Pólverja. Aðeins 8000 manns sáu leikinn — enda var hann sýndur í sjón- varpi beint frá vellinum. BRIDGE EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær sigraði ítalska sveitin í opna flokknum í Evrópumót- inu í bridge. Aðeins einn af spilurunum er úr sveitinni sem sigraði í heimsmeistarakeppninni fyrr á þessu ári og er það Giorgio Belladonna. Aðrir í sveitinni eru: Pietro Astolfi; Benito Bianchi; Viyo Gandolfi; Giuseppe Messina og Renato Mondolfo. Bridgefélag Reykjavíkur hefur satrfsemi sína á þessu starfsári með einmenningskeppni sem hefst í kvöld, miðvikudaginn 29. þ.m., spilaðar verða 3 umferðir, sem jafnframt er firmakeppni. 2. og 3. úmferð verða spilaðar fimmtudagana 7. og 14. október. Þátttaka í keppninni óskast tilkynnt í síma 1 32 87 eða 1 73 24. Tvímenningskeppni, 6 umferð- ir, hefst fimmtudaginn 4. nóv. Veitt verða góð verðlaun. Spilað verður í SILFUR- TUNGLINU við Snorrabraut. Allar keppnir félagsins hefjast kl. 20.00 og er öllum heimil þátttaka í þeim. Á LAUGARDAGINN fór fram lokakeppni Golfklúbbs Reykja- víkur á nýja velli klúbbsins við Grafarholt. Var það „hænda- glíma“ og voru bændur þeir Páll Ásgeir Tryggvason deildar- stjóri og Erlendur Einarsson forstjóri. Mikil þátttaka var í keppni og komust reyndar færri að en vildu. Voru 46 menn sam- tals í liðum hændanna en aðrir 6 þreyttu sína keppni á 4 „auka- hoIum“, svo alls voru í keppninni þennan dag 52 menn á velli G. R. if yfirburðasigur Fyrirfram var talið að lið Erlendar forstjóra SÍS væri sig- urstranglegra. En þegar á hólm- inn var komið reyndust liðs- menn Páls Ásgeirs sterkari og er keppni lauk, átti Páll 16 sigur- vegara en Erlendur 7. Keppnin var holukeppni, þannig að tveir og tveir úr hvöru liði börðust innbyrðist á hverri braut vallarins í senn. Bændurn ir, Páll og Erlendur, léku hins vegar innbyrðis keppni sín á milli að venju. Margt nýstárlegt var viðhaft varðandi framkvæmd þessarar keppni G. R. Liðunum voru gef in nöfn. Hét lið Páls „Hnúar" en lið Erlendar „Hnefar“. Hnúarnir reyndust sterkari Hnefunum. Keppnin gekk mjög vel. Voru allir keppendur mættir fyrir kl. 2 og röðustu sér 4 á hverja braut § og hofst keppnin á öllum 12 holum vallarins sem teknar hafa verið til keppni samtímis. Til þess að svo mætti verða varð að nota eldflaug sem byrjunar- merki. * Leiknar voru síðan 12 holur og réði tölu sigurvegara í hvoru liði hvorir sigruðu á fleiri hol- um, Hlaut lið Páls sem fyrr segir 16 sigurvegara, en lið Erlendar 4. í keppni bændann varð Páll hlutskarpari, og gaf liðsmönnum sínum gótt fordæmi. ic Hátíðahöld Að keppni lokinni var efnt til einskonar töðugjalda í nýja golfskálanum. Héldu þar bændur ræður, báru viðeigandi lof á liðs- menn sína og þökkuðu mótherj- unum drengilega keppni. Síðan tók form. G. R. til máls og af- henti bændum verðlaun fyrir keppnina. Bændur stjórnuðu veizlunni og nutu við það góðrar og öruggrar aðstoðar eiginkvenna sinna þe'irra Bjargar Ásgeirsdóttur konu Páls Ásgeirs og Margrétar Helgadóttur, konu Erlendar Ein- assonar. í heild tókst keppnin jnjög vel og er sýnt að þegar á næsta ári er nauðsynlegt að allar 18 hol- urnar verði teknar í notkun, því svo hefur fjölgað í Golfklúbbn- um og íþróttinni aukizt vinsæld- ir. ÍTALSKA knattspyrnuliðið Lazio frá Róm varð illa úti eftir leik gegn Foggia í 1. deildinni ítölsku um s.l. helgi. Allir liðsmenn Lazio hlutu sár — ýmist skurði eða marþletti. Það voru áhang- endur og sutðningsmenn Foggia sem veittu þeim þessa útreið eftir jafntéflisleik 1—1. Bíllinn sem þeir fóru í frá leikvanginum var grýttur og engin rúða heil í honum eftir árásina og margir leikmenn með slæm sár, þó ekki lífshættuleg. INIotið frístundirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.