Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 16
16 MOkCUNBLADIÐ Miðvikudagur 29. sept. 1965 Útgefandi: F ramkvæmdastjóri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaístræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. LYÐRÆÐII FRAMKVÆMD 'í3'ýfy■' ý Danskir lögreglumenn bera kistur hinna nxyrtu starfsbræðra sinna inn í Dómkirkjuna i Kaup mannahöfn síðastl. laugardag. Verður Bune sakaður um hlutdeild í morði? Útför lögreglumannaniia fjögurra för fram sl. laugardag SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram í Kaupmannahöfn útför lögreglumanmanna fjög- urra, sem myrtir voru á göt- um borgarinnar í fyrri viku. Mikið fjölmenni var við útför- ina, og meðal viðstaddra voru Friðrik Danakonungur, yfir- maður rikislögreglunnar, dómsmálaráðherra Danmerk- ur; forseti þingsins o.fl. Útför in fór fram frá Dómkirkjunmi í Kaupmannahöfn. Unnið er áfram að rann- sóknum á ýmsum atvikum í morðmáli þessu. Palle F. Sörensen var þegar eftir játn ingu sína, ákærður fyrir að hafa myrt lögreglumennina fjóra, en hins vegar hefur enn ekki verið endanlega ákveðið fyrir hvað félagi hans. Nor- man Lee Bune verður ákærð ur. Spurningin er sú, hvort grundvöllur er fyrir því að Bune verði ákærður fyrir hlut deild í morðunum. Bune hefur haldið því fram bæði í yfirheyrslum hjá lög- reglunni og sömuleiðis fyrir rétti, að hann hafi margsinnis beðið Sörensen um að hleypa sér út í þann mund að lög- reglubíllinn var farinn að nálg ast bíl þeirra félaga. — En Sörensen vildi það ekki, og sagði að það væri ekki hægt. Einu leíðina sagði hann vera þá, að nema staðár, og ógna lögreglumönnunum með byssum, segir Bune. Er Sörensen rétti Bune byssu úr geymsluhólfi bílsins, lét Bune hana detta á gólfið, og hann heldur því fram að hann hafi síðan stokkuð út úr bílnum á 50 km. hraða. • Framburður Sörensens Framburður Sörensens stingur í mörgum atvikum í stúf við framburð Bunes. Sörensen segir að vísu að Bune hafi margsinnis beðið um að fá að fara út úr bíln- um, er honum var ljóst orðið að þeir myndu ekki sleppa undan lögreglubílnum. — Kannske var það ég, og kannske var það Bune, sem sagði: „Þá verðum við víst að skjóta þá“, sagði Sörensen fyrir réttinum. Hann hellur því síðan fram að Bune hafi tekið byssu út úr geymslu- hólfi bílsins, en sjálfur kveðst Sösensen hafa tekið byssu sína úr leðurhylki, sem hanri bar á sér. Sörensen segir að Bune hafi verið með í bílnum unz hann nam staðar. Þeir hafi farið sinn hvoru megin út úr bíln- um með byssur í höndum. — En ég skaut báða lög- reglumennina, segir Sörensen. — Bune stakk af. Á grundvelli þessa ósam- hljóða framburða tvímenning anna er það hugsanlegt, en þó alls ekki víst. að lögreglan muni síðar ákæra Bune fyrir hlutdeild í drápunum. í því tilviki hvílir sönnunarbyrðin á yfirvöldunum. • Sanna verður fyrirfram- ákvörðun. Þetta hefur það í för með sér, að ákærandinn verður að sanna að mennirnir tveir hafi fyrirfram talað svo um með sér að fremja morðin. Ef þetta er ekki sannað, er ekki hægt að dæma Bune fyrir hlutdeild í drápunum. En ef Bune hefði haft, vit- neskju um að Sörensen hygð- ist myrða umrædda tvo lög- regluþjóna, var það skylda hans að reyna að hindra lög- brotið. Hafi hann hlaupizt á brott frá bílnum vitandi þetta, er hægt að refsa honum fyrir hlutdeild í morði. Hafi hann hins vegar farið frá bílnum án vitneskju um fyrirætlanir Sörensen, eða í þeirri trú, að hann ætlaði að- eins að tefja lögreglumennina, er naumast hægt að refsa hon um fyrir hlutdeild í morðun- um. Það sem því skiptir máli er hvort mennirnir tveir hafa ver ið búnir að tala um það sín á milli að skjóta lögreglumenn ina, eða hvort Bune hefur skil ið málin svo að þeir ætluðu að fara út úr bílnum og hræða lögreglumennina, annað hvort með því að miða á þá, ellegar að skjóta göt á hjólbarða bíls þeirræ j^ins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, afþakkaði bandaríska leikritaskáldið, Arthur Miller, boð Johnsons Bandaríkjaforseta, um að vera viðstaddur undirritun nýrra laga um stofnun sér- staks menningarsjóðs. Kvaðst Miller ekki geta þegið boð Johnsons, þar sem hann sé ~ andvígur stefnu forsetans í Víetnam. Þessi sjónarmið hins merka leikritaskálds eru athyglis- verð, ekki sízt fyrir það, að þau undirstrika hið fullkomna lýðræði, sem í Bandaríkjun- um ríkir. Stuðningur allra menntamanna og leiðtoga í menningarlegum efnum við stefnu Bandaríkjanna í Suð- ur-Víetnam, væri Johnson forseta auðvitað mjög mikils- verður, en ríkisstjórn hans gerir enga tilraun til þess að neyða menntamenn þar í landi til fylgis við stefnu sína. Óneitanlega verður gaman að lifa, þegar þær fregnir berast frá Moskvu, að merkur rúss- neskur rithöfundur hafi ekki „þegið boð um að heimsækja Kreml vegna andstöðu við utanríkisstefnu Sovétstjórn- arinnar. En kannski þarf mikla bjartsýni til að halda, að slík fregn geti borizt frá Sovétríkjunum eða öðrum kommúnistaríkjum á næstu árum eða áratugum. Arthur Miller er merkur leikritahöfundur, sem átt hef- ur sér umdeilda fortíð, en orð hans hljóta jafnan að vekja mikla eftirtekt og orðstír hans er slíkur, að eitthvert tillit hlýtur að verða til þeirra tek- ið. Hinsvegar hafa afskipti Millers af stjórnmálum ekki verið með þeim hætti, að hægt sé að taka jafn mikið mark á skoðunum hans í þeim efnum eins og þegar hann ræðir t.d. um menning- armál. Það eru ekki alltaf ótvíræð sannindi, sem listamenn segja, fremur en Stjórnmálamenn. Enginn er heilagur, og öllum getur yfirsézt, hinu merka leikritaskáldi jafnt sem öðr- um. Kjarni málsins í Víetnam er sá, hvort sem mönnum þyk ir Ijúft eða leitt, að þar sem kommúnistar beita vopna- valdi til þess að þenja út veldi sitt, verður að stöðva þá með ennþá öflugra vopnavaldi. Framsókn kommúnista í Evr- ópu var stöðvuð með öflugum hervörnum vestrænna ríkja, án þess að til ófriðar kæmi. Átökin standa tíú í Asíu, og þar munu kommúnistar einn- ig verða að læra sína lexíu. Þeir eru greinilega mjög tor- næmir, þegar um er að ræða skilning á staðföstum vilja frjálsra manna til þess að reka af höndum sér kúgunar- öflin. SNÚIÐ VIÐ Á MIÐRI LEIÐ T umræðum hér á landi og -*■ annars staðar um það stjórnskipulag, sem ríkt hef- ur í Sovétríkjunum, hafa kommúnistar jafnan haldið því fram, að í Sovétríkjunum ríkti sósíalismi, en eftir væri að stíga skrefið til fulls yfir í algeran kommúnisma, í sam ræmi við kenningar Karls Marx. Eftir öllum fregnum að dæma, virðist nú sem Sovét- ríkin hafi ákveðið að snúa við á miðri leið, hætta við að stíga skrefið til fulls yfir í komm- únisma, en fikra sig nú í átt- ina að velferðarríki, mótað af kapítalískum hugmyndum. Um þessar mundir stendur yfir í Moskvu fundur mið- stjórnar kommúnistaflokks- ins í Sovétríkjunum, og verð- ur þar aðallega fjallað um breytingar á stefnu stjórnar- innar í efnahags- og iðnaðar- málum. Allt bendir til þess, að núverandi forsætisráð- herra, Alexei Kosygin, beiti sér nú fyrir því á þessum mið stjórnarfundi, að teknar verði upp í sovézkum iðnaði vest- rænar starfsaðferðir, sam- keppni aukin milli fyrirtækja og gróðasjónarmiðið innleitt í Sovétríkjunum í mjög vax- andi mæli. Sovétstjórnin mótmælir því að vísu mjög, að hún sé að snúa við á miðri leið af braut kommúnismans, en í þessum efnum mun tryggara að taka tillit til orða Kín- verja, sem sjá glögglega hvað er að gerast í Sovétríkjunum og fordæma þá stefnubreyt- ingu, sem þar er að verða. Um þessa stefnubreytingu í Sovétríkjunum er annars ekki nema allt gott að segja. „Batn andi manni er bezt að lifa“, og lýðræðissinnar á Vestur- löndum hljóta að fagna því, að Sovétmenn eru að snúa frá villu síns vegar, og vona að fólkið, sem býr í Sovétríkj- unum og hefur orðið að þola mikið vegna rangrar stefnu stjórnarvaldanna, muni nú brátt eiga þolanlegri daga í vændum. Svo er fyrir að þakka því vestræna efnahags- kerfi, sem nú virðist í mótun í Sovétríkjunum ef treysta má fregnum þaðan. • Ólöglejs; kjötsala í Póllandi. Varsj-á 20. sept. (NTB) Réttarhöld eru nú hafin í Danzig í Póllandi yfir 44 Pólverjum, sem sakaðir eru um að hafa stolið af birgðúm kjötverzlunar ríkisins og selt á svörtum mar'kaði. Skýrt vár frá þessu í blöðum í Varsjá í dag og sagt, að meðal hinna ákærðu væru forstjórar og flestir aðrir stanfsmenn útitoús kjötverzlunar ríkisins í Danz- ig, en hún hefur með höndum dreifingu á kjöti í smærri kjötverzlanir. Hinir ákærðu eru sagðir hafa stundað kjöt- ’ þjófnað frá 1955 og gert er ráð fyrir að rúmlega 100 vitni verði kölluð fyrir í málinu. Kairó, 25. sept. NTB, • George Thompsen, ráðu- neytisstjóri í brezka utanríkis ráðuneytinu kom til Kairó í gær í þriggja daga opinibera heimsókn. Er hann hæst setti embættismaður Bretlands, sem þangað hefur komið í heim- sókn frá átökunum um Suez árið 1956. Hann mun ræða við Nasser forseta um ýmis mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.