Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 29. sept. 1965 MORCUNBLAÐIÐ % HINN 16. þm. sendi sænska | stjórnin frá sér hvíta bók um hið alkunna Wallenibergsmál- Er þar skýrt frá því helzta, sem gerzt Ihefur í þessu máli síðan 1957, er rússneska stjórnin gaf það svar við margítrekuðum fyrirspurn- um, að Raoul Wallenberg hefði látizt í rússnesku fangelsi 10 ár- um áður. Þessi nýja hvíta bók er í senn lærdómsrík og átakanleg. Það sem mestu varðar er það, að fullvíst má telja, að Wallenbeng hafi verið lifandi árið 1957, þegar rússneska stjórnin sagði hann hafa legi’ð 10 ár í gröfinni. Og einnig eru svo miklar líkur fyrir því, að hann hafi verið lifandi og á geðveikrahæli Bkammt frá Moskvu í janúar 1961, að það jaðrar við sönnun. Hin rússnesku yfirvöld hafa eft- ir því alltaf sagt ósatt í þessu máii. En hvers vegna? Um það er enginn til frásagnar vestan járntjalds, svo að kunnugt sé. Ég skal reyna a'ð skýra frá því helzta, sem fram kemur í þessari hvítu bók, en verð að etikla á stóru: Raoul Wallenberg i fæddist 1912, tók háskólapróf í arkitekt- úr í Bandaríkjunum og réðst síðan í þjónustu sænsks fyrir- tækis, sem átti viðskipti við Ungverjaland. Hann dvaldist því oft þar í landi. Vorið 1944 var starfi þessa fyrirtækis lokið í landinu, en þá réðst Wallen- berg í þjónustu sænska sendi- ráðsins í Búdapest og skyldi starf hans fólgið í því að aðstoða og bjarga ungverskum Gyðing- um, en það var þá aðkallandi vandamál- Wallenberg gekk að þessu starfi með ósérplægni og fórn- fý:i. Um áramótin 1944—45 hafði hann bjargað úr böðla- höndum um 20 þúsund Gyðing- um, séð um úthlutun matar- og meðalagjafa og staðið fyrir stofn unum margra barnaheimila í þágu þessa nauðstadda fólks. Þegar Rússar tóku Búdapest um miðjan janúar 1945 var allt í upplausn þar í borg. Menn vissu síðast til Wallenbergs 17. janúar, er hann var á leið til Malinovskijs marskálks, sem ikominn var til borgarinnar. Þá hófst leyndarmálið um Raoul Wallenberg. í fyrstu tilkynningu rúss- nesku stjórnarinnar skömmu eftir að hann hvarf segir, að hann sé „undir rússneskri vernd“ og það sé „farið vel með hann“. Síðan ríkir þögnin ein um þenn- an mann frá hendi rússneskra yfirvalda. Við ítrekuðum eftir- grennslunum sænsku stjórnar- innar kemur nú aðeins það svar: Wallenberg hefur aldrei til Rúss iands komið- Tilkynningin frá 1945 átti eftir því að vera röng. Þannig líða 12 ár. Árið 1957 snýr svo rússneska stjórnin við blaðinu í annað sinn. Þá er til- kynnt, að Walleniberg hatfi lát- izt í Ljubljanka-fahgelsinu í Rússlandi 17. júlí 1947. Við þetta hefur rússneska stjórnin haldið síðan- þvert ofan í full- vissu sænsku stjórnarinnar um, að þetta er rangt: Aðspurður um sannanif hafa Rússar vísað til vottorðs frá rússneskum fanéelsislækni. Þeir hafa vetfið beðnir að sýna þetta vottorð, en það hefur ekki fengizt. Ég skal drepa á það helzta, sem stangast á við rússnesku fullyrðinguna: Gefið er upp, að Wallenberg hafi látizt 17- júlí 1947. Full- gildar sannanir eru fyrir því, að 10 dögum síðar fóru fram víð- tækar yfirheyrslur um Wallen- berg bæði í Ljubljanka- og Le- fortovskaja-fangelsinu, og voru þar kallaðir fyrir margir fangar atf ýmaum þjóðernum. Réttar- höldin virtust 'vera mjög mikil- \ væg, þar eð startfsmenn fang- . elsanna voru ekki látnir sjá um þau, heldur einhverjir aðkomu- j menn. Heimildir fyrir þessu eru nokkrir þeirra fanga, sem yfir- 'heyr'ðir voru og komizt hafa vestur fyrir járntjald. Hefur þeim borið saman um réttar- höldin án þess að nokkurt sam- band væri þeirra í milli. Sýnir þetta, að Wallenberg hefur þótt mikilsverð persóna og verið vel þekktur í stjórnarbúðunum. Þrátt fyrir það gefur þáver*- andi utanríkisráðherra, Vysjin- Nanna Svartz. skij, sænsku stjórninni það svar mánuði seinna, 18. ágúst, að enginn kannist við þennan Wall- enberg í Sovétríkjunum- Vitnisburðir um, að Wallen- berg hafi verið á lífi milli 1950 og 60 og þá í Vladimir-fangels- inu, hafa komið úr þremur átt- um: Svissneskur maður, E. Brugger, segist hafa haft sam- band við hann á höggamáli milli klefa í því fangelsi um mána'ða- mótin júlí-ágúst 1954. Austurrískur mðaur — sænska stjórnin vill ekki birta nafn hans — segist hafa verið í sama klefa og Wallenberg í Vladimir- fangelsinu í ársbyrjun 1955. Tveir þjóðverjar, H. T. Mulle og G. Rehekampff, hafa hvor fyrir sig haft það eftir sama rússneska meðfanga, að Wall- eniberg hafi verið í fangadeild nr. 2 í Vladimir-fangelsinu rétt eftir 1950- Þessi vitni eru al- gerlega óhá'ð hvert öðru og því örðugt að rengja þau. Það sem mesta athygM vekur í hvítu bókinni er þó vitnisburð- ur hins kunna sænska lækna- prófessors Nönnu Svartz. Hún er læknir aldurhniginnar móður Wallenbergs og er því orðin riðin við þetta mál fyrir bæn- arstað hennar. Prófessor Nanna Svartz var í Moskvu á rá'ðstefnu vísinda- manna í janúar 1961. Þar hitti hún marga fremstu vísinda- menn Sovétríkjanna í lækna- stétt. Færði hún WaUenbergs- máMð í tal við einn þeirra — hún óskar ekki að skýra frá nafni hans. Vísindamaðurinn sagðist vera kunnugur þessu mláli og bætti við, að sá sem um væri spurt, væri í „mjög slæmu ástandi". Og þegar prófessor Svartz fór að tala um, áð vegna ættingja hans væri mikilvægt, að Wallenberg yrði sendur heim til Svíþjóðar, lækkaði vísinda- maðurinn röddina og sagði, að hann væri á geðveikrahæli. Sí'ð- an kallaði þessi maður á starfs- bróður sinn, og tók sá að sér að gera allt, sem í hans valdi stæði tU. þess að Wallenberg yrði send- ur heim til Sviþjó'ðar. Þessi sam- töl fóru fram á þýzku. Prófessor Svartz skýrði bæði móður Wallenbengs og Erlander forsætisráðherra frá þessu sam- tali, þegar heim kom til Sví- þjóðar, og hóf þá stjórnin nýjar aðgerðir í máUnu. í marz sama ár fór Nanna Svartz aftur til Moskvu sam- kvæmt ósk forsætisráðherrans, og voru þá aðstæður breyttar. Hinn rússnéski vísindamaður viðurkenndi að vísu, að samtal- ið hefði átt sér stað, en hér mundi vera um afleitan misskiln ing að ræ'ða, sem hlyti að stafa af því, hveru lélega þýzku hann talaði. Kvaðst hann nú ekki þekkja hi'ð minnsta til Wallen- bergsmálsins- Síðar í samtalinu kom fram, að hann hefði verið kallaður fyrir Krústjoff, sem fengi'ð hefði vitneskju um sam- taMð frá sænsku stjórninni, og hefði hann verið mjög æfur við vísindamanninn. Er skemmst af að segja, að þessi vísindamaður hefur við öll síðari tækifæri neitað fyrsta framburði sínum og því, að hann kannist nokkuð við Wallenberg eða mál hans, en skýrir framburð Nönnu Svartz með lélegri þýzkukunn- áttu sinni. Áttu þau Nanna Svartz síðast viðræður um þetta í Moskvu í júlí í sumar í vi'ður- * Raoul Wallenberg. vist sænskra og fússneskra vitna, og stóð þar staðhæifing gegn staðhæfingu. í viðtali við sænska sjónvarp- ið sagði Nanna Svartz á fimmtu- dagskvöldi'ð, að algerlega sé skot ið loku fyrir það, að um mis- skilning geti verið að ræða. Kvaðst hún oft h^a hitt þenn- an vísindamann síðan 1950, hafi þau alltaf talað saman á þýzku og skili'ð hvort annað mætavel, enda væri hér ekki neinni lé- legri þýzkukunnáttu til að dreifa. Hún kvaðst hafa heyrt, að þessi starfsbróðir sinn he.fði ratað í margs konar örðugleika vegna þessa máls. Þá er og í hvítu bókinni skýrt greinilega frá því, hvað stjórn- um hlutaðeigandi landa hefur fari’ð á milli í Wallenbergs-mál- inu- Hefur gætt aMmikillar reiði hjá rússneskum stjónarherrum í 17 viðræðum um það, einkum hjá Krústjoff, þegar máUð var tek- ið fyrir, er hann heimsótti Sví- þjóð í fyrra. Kvaðst hann ekki til Svíþjóðar kominn til a'ð standa reikningsskap gerða Stal- íns. En hann mildaðist er frá leið. Sömuleiðis sýndi Kosygin nokkra þykkju, er Erlanaer for- sætisráðherra færði málið í tal við hann í Moskvu í sumar. Upplýsti hinn rússneski stjórnar herra, a'ð í Sovétríkjunum fyrir fyndust engar skýrslur um Wall eniberg. Um ástæðuna vissi hann ekki. Erlander forsætisráðherra sagði ma. við blaðamenn í til- efni af útkomu bókarinnar: „Wallenbergsmálið og er sorgar- saga. Við vitum, að það hefur haft mikil persónuleg áhrif á alla þá, sem um þa'ð hatfa sýsl- að. Þetta er átakanlegt mál margra vandskýrðra atriða. Við höfum notfært okkur öll ■ tækifæri, sem hafa boðizt, bæði j stjórnmálaleg og persónuleg, til , þess að fá máUð tekið fyrir. ! Nákvæm athugun hefur alltaf farfð fram á öllu því efni, sem , Við höfum fengið í hendur áhrær andi það. | ... Nú höfum við lagt fram öll okkar gögn og bíðum þess, j sem verða kann. Öll hin sænska fyrirhöfn í þessu máM hefur að ' sjálfsögðu verið skýdð með hinu mikla starfi Wallenbergs til hjálpar bágstöddu fólki og sem viðleitni til að aðstoða fjölskyldu hans. En í lýðfrjálsu landi verð- ur hver borgari að geta treyst því, a'ð þjóðfélagið spari hvorki fé né fyrirhöfn til þess að vernda hann. Meðan nokkur möguleiki er fyrir hendi, verður að halda áfram þeirri viðleitni og fylgja fast eftir“. John T. Connor, verzlunarmálarábh. Bandarlkjanna: Verðbólgulaus hagvöxtur ORÐIÐ hefur hagbylting í Banda ríkjunum. Hagur þeirra hefur aldrei staðfð með öðrum eins blóma, jafnilengi í einu, án þess a’ð ófriður hafi ýtt á eftir. Hann hefur vaxið betur en nokkur kunnáttuimaður gat spáð, og bet ur en nokkur hefði getað vonað við upphaf vaxtarins, snemma árs 1961. Og við spáum áframhaldandi vexti, eftir því sem ætfð augu geta bezt sé'ð. Eftir hina ágætu útkomu síðustu 53 mánaða og hinn geysilega vöxt á fyrsta fjórð ungi yfirstandandi árs, má búast við, að eitthvað dragi úr vextin- um, það sem eftir er þessa árs og fram á árið 1966- En þótt svo verði, þá þý'ðir það ekki sama sem, að viðskiptalítf þjóðarinnar þurfi að ganga með síauknum hraðá, tiil þess að halda í horfinu. Lítum vandlega á ávinninginn síðan 1061. Ekkert gæti gefi'ð betri vonir. Til þessa dags er höfuðeinkenni núverandi hag- vaxtar ekki það, að hann hefur staðið svo lengi og náð hámarks stærð, heldur hitt, að hann hefur veri'ð skipulegur, á breiðum gruindvelli og la-us við alvarlegt jafnvægisleysi og hófleysi, sem vandræði geta hlotizt af. Bezta sönnun þess, að forðazt hefur verið hófleysi, er hinn merkiilegi stöðugleiki verðlagsins. Neytendaverð hefur hæikkað um 1.2%, sem er mjög hóflegt. Heildsölíuver'ðin hafa raunveru- lega verið óbreytt frá því sem var við upphaf vaxtarins, fyrir meira en fjórum árum. Þessi heildsöluverð hafa mjak- azt nokkuð upp, nú síðustu mán- uðina, en þó ekiki með neinum ískyggilegum hraða, og heldur ekki er búizt við, að þau geri það, þar eð samkeppnim um verð lag er svo hörð á markaðnum- Framleiðslumagn Bandaríkjanna er hæfilegt, ágóðinn er mikill og engir alvarlegir kostnaðaraukar, sökum hinna heillavænlegu á- hritfa framiei'ðiaukningarinnar í mörgurn iðjugreinum, og endur- bóta í sölu og dreifingu, svo og nýra og betri vörutegunda fyr- ir tilveriknað vísindarannsókna. Iðnaðurinn hefur veitt skipuleg um vexti mikilvægan stuðning, með því að stilla framleiðslu og vöruibirgðum í hóf. Hin mikla 14% aukning þess, sem eytt hef ur veri'ð í verskiðjur og véilar, á síðastiliðnu ári, og hin 12.5% aukning, sem áformuð er á þessu ári, hafa orðið nauðsynlegar til að mæta aukinni eftirspurn, og hafa eklki leitt af sér otffram- leiðslu. Raunverulega vinna verk smiðjur í Bandaríkjunum nú me'ð 88% krafti að meðaltaM, og eru því enn neðan við hin æsfkilegu 92%, að meðaltali. Vörumagnið er einnig yfirleitt í góðu hófi. Reiknivélar hafa gert þa'ð mögulegt að hafa hemil á efniseyðslu og gera nákvæma grein fyrir útflutningi og af- 'hending'U vara. Samt er það mála samnast, að stál'birgðir hafa vax- ið síðustu mánuðina, sökum ó- vissu um hugsanleg verkföll, en þær verður að jafna út á þessu ári og snemrna á næsta ári, og þa'ð leiðir trúlega til minnkandd stáltframilieiðslu á því tímabiM. Neytendaskuldir er annað at- riðið, sem hafa verður auga með- En skuldir, stofnaðar við veðlán og afbongamakaup, virðast vera innan sikynsamlegra takmarka. Hafa auðvitað aukizt, en það hafa Mka tekjur og eignir manna gert og hlutfalllið milli seljan- legra eigna og persónuilegra skulda hefur hækkað nokfcuð á síðustu fáum árum. En líklega er gleðillegast af öl'lu, að tekizt hefur áð vinna bug á atvinnuleysinu og skapa nýja atvimmuimöguleika. í júní- miánuði fyrir fjórum árum var hundraðstala atvinnulausra 7.1. Nú er atvinnuleysið komið nið- ur í 4.7%. Jafhvægisleysueysið í alþjóða- greiðslum Bandaríkjanna hefur verið alivarlegt álhyggjueifini í jmiokfcur ár. Johnson forseti hef- ur gert ýmsar ráðstafanir tiil að minnfca hallan — hafið sókn til að auika útfilutninginn, og aðra sökn til að auka ferðalög til Bandaríkjanna, erlendis frá, strangar hömlur á eyðslu stjóm arinnar erlendis, og fleiri ráð- stafanir hafa verfð gerðar- Með liðveizlu verzlunarstéttar innar ætla Bandarikin að sigra í baráttunni um dollarinn. Og |sá sigur kemur öllum Banda- ríkjamönnum til góða, þar eð auk inn hagvöxtur heima fyrir, ásamt nýjuim atvinnumöguleifcum fyrir |hinn sístækkandi hóp verfifærra jmanna, hvílir á þeim heil'brigða dolllar, sem þjóðin hefur ein- sett sér að varðveita. Johnson forseti hefur snúizt jvfð hagvaxtarþörfinni af fullu jraunsæi, og jafnframt hinu að ,'hafa hemil á þeim vexti. Fjár- löig hans fyrir komandi ár voru vel skipulögð og að engu leyti verðbólligufcennd. Skattastiefna hans hefur reynzt heilbrigð, ^Skattstiginn hefur lækkað, en hagvöxturinn hefur verið það mikill, að skattatekjur hafa hæbka’ð. Tekjur vom komnar fram úr gjöldum, samkvæmt svo nýlegum áætlunum sem frá sl. janúarmánuði um eitthvað 1.7 mililjarða dala- Þannig verður sá halli, sem búizt var vlð á fjár hagsárunum 1965 og 1966 alvog eðlilegur og viðráðanlegur, Viðsikiptalíffð er bersýnilega vongott. Hækkun heildarágóða upp í árshækkun, sem nemur 62.9 mfliljarda dala, eftir fyrsta fjórðumg ársins 1965 að dæma, hetfur gert viðskiptalífinu mögu- legt að setja markið hærra. Auk inn ágóði eykur vitanlega sjóðs- eign og dregur úr lánaíþörtfinni til að standast útþensilufcostnað- inn. Síðasta ytfirlit Verzlunarráðu raeytisimis gefur til kynna, að fjár maignseyðsla á árirau 1965 mun raema að minnsta kosti 50.5 rraiil- jörðum dala, sem er 12.5% eða Framhald á bk. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.