Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 1
32 siður 52. árgangur. 221. tbl. — Miðvikudagur 29. september 1965 Prentsmiðja Movgunblaðsins. Hundmðfar- ast i eldgosi — er eldfjallið Taal á FilippseYjum vaknar af svefni — Gífurlegar náttúruhamfarir ^ Manila, Filippseyjum, 28. sept. — (AP-NTB) — TALIÐ er að a.m.k. 630 manns hafi farizt, og óttazt er um líf hundraða manna, er cldfjallið Taal á Filipps- eyjum vaknaði af 54 ára svefni snemrna í morgun, sendi ösku og gjallstróka til himins og hraun niður hlíðar sínar. Eldfjallið Taal er að- eins í 64 km. fjarlægð frá Maila, höfuðborg Filippseyja. Stendur það á eyju í svo- nefndu Taalvatni, sem er 150 metra djúpt stöðuvatn og mun sjálft hafa myndazt við eldsumbrot á sínum tíma. Er vatnið í nokkur hundruð metra hæð yfir sjávarmáli, og er það mjög fjölsótt af ferða- mönnum vegna fegurðar. Eld- fjallið Taal gaus síðast árið 3911, og var þá talið að á ann- að þúsund manns hafi farizt. Miklum óhug hefur slegið á fólk á Filippseyjum við at- burði þessa. bæra að undanförnu. Er slíkt raunar ekki einsdæmi; hefur gerzt tvisvar áður, 1949 og 1953, án þess að gos yrði. Að undan- förnu hafa heyrzt torkennilegar drunur og skruðningar af og til í fjallinu, og hitastiigð í Taal- vatni hefur farið hækkandi. í>að var kl. 2,30 í nótt að stað- artíma að gosið í Taal hófst. — Töluverðum fjölda íbúa eyjarinn ar, sem fjallið stendur á, hafði áður en gosið hófst tekizt að forða sér yfir vatnið til megin- landsins, en frá eynni í land eru 8-—16 km. vegalengd. Fregnir frá flóttamönnum herma, að fólkið hafi tekið að flýja eyna um nótt- ina er hundar tóku að gelta, kett ir að mjálma og svín að hrína. Er gosið varð í fjallinu 1911 kom það íbúum eyjarinnar algjörlega að óvörum, og telja innfæddir að þá hafi 1335 manns farizt, þó engan vegin sé það áreiðanleg tala. Er gosið hófst í Taal í nótt var Viseount farþegaflugvél skammt frá því á leið til Manilla. Flug- stjóranum brá mjög í brún er hann sá gosið hefjast, og sendi Framh. á bls. 3 Maniia, 28. sept. — AP — Myndin sýnir eldfjallið Taal og var hún tekin af gjósandi fjallinu al ljósmyndara blaðsins Philippines Herald snemma í morgun. Óttast er að fjöldi manns hafi far- izt í nágrenni eldfjallsins, sem er á eyju í stóru stöðuvatni 64 km. frá Manila, höfuðborg Filippseyja. r r Samkvæmt fregnum frá Manila hefur Taal látið nokkuð á sér efhahagsstofnanir oe rad kru- SJEFFS LOGO NIDURITUGATALI Efnahagsrekstur byggður á hagnaðarvon heldur innreið sína í IJSSR — Mesta bylting í efn ahagsmálum þar síðan 1917 Shmel Yosef Agnan. Moskvu, 28. sept. (NTB-AP) PRAVDA, málgagn Sov- étstjórnarinnar, varði í dag þreinur síðum til þess að lýsa áætlun þeirri, sem Kosygin, forsætisráðherra, lagði fyrir Miðstjórn sovézka kommún- istaflokksins í gær, en í skýrslunni kunngerði Kosy- gin róttækar breytingar á skipulagningu sovézkra efna- hagsmála, og upplýsti að fram IMóbelsverðlaunin: 90 rithöfundar tald- ir koma til greina Stokkhóimi í sept. — AP. RITHÖFUNDAR frá Evrópu, Sovétríkjunum, S-Ameríku og Japan hafa verið nefndir sem hugsanlegir Nóbelsverðiauna- hafar, og er mælt að alls keppi nú um 90 rithöfunidar um Nóbelsverðlaunin í bók- menntum, en þau verða veitt í Stokkhólmi 15. okt. n.k. Segja má þó, að minna beri á tilgátum manna og umræð. um en á s.l. ári, og telja sum- ir að því valdi sá atburður, er þá varð, að franski rithöf- undurinn og heimspekingur- inn Jean-Paul Sartre neilaði að taka við Nóbelsverðlaunun um. Er það mál ýmissa að Konunglega sænska akademí |§f an hafi við þetta beðið tölu- verðan álitshnekki. Þeir 'rithöfundar, sem lík_ Framh. á bls. 31 Samuel Becket leiðslan í landinu skyldi eft- irleiðis byggjast á hagnaðar- voninni, í stað þess að vera bundin framleiðslukvótum, sem skipuleggjarar stjórnar- innar hafi áður ákveðið. Á fundi Miðstjórnarinnar í gær sagði Kosygin að Sovét- ríkin ættu að vinna betra starf og gætu það varðandi verksmiðjur sínar, bæði til þess að gleðja það fólk, sem flykktist inn í verzlanir landsins, sem nú væru fullar af óaðlaðandi varningi, og til þess að sýna hinum nýfrjálsu ríkjum að kommúnistar geti gert betur en þeir hafi til þessa gert. 'Á' Þessar ráðstafanir Sovét- stjórnarinnar í efnahagsmál- Framhald á bls. 31. Tillaga Pakistan: Allt herlið kvatt á brott frá Kasmír New York 28. sept — NTB- , Pakistan lagði í dag til að Ind j land og Pakistan skyldu kveðja all lið á brott frá Kasinír, og gæzlusveitir Sameinuðu Þjóð- anna skyldu sendar til landsins til að hafa umsjón með þjóðar- atkvæðagreiðslu þar um framtið þess. Kom þessi tillaga fram í ræðu utanríkisráðherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto, í Allsherjar þingi SÞ í dag, en fyrr í ræðu sinni hafði Bhutto gagnrýnt Sam einuðu Þjóðirnar harðlega fyrir að hafa ekki getað leyst Kas- Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.