Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 29. sept. 1965 M Bjarni Biagi Guðjón Guóm. H. G. Guöm. Guðm. Gunnar Halldór Jón iUagii^á Ver’kalýðsráðstefna á Akureyri EINS og áður hefur verið sagt Ifrá efna Sjálfstæðismenn í laun- jþegasamtökunum til ráðstefnu á Akureyri um næstu helgi. Báðstefnan verður haldin í Sjálf stæðishúsinu og hefst laugardag inn 2. okt. kl. 3 eJi. og lýkur á sunnudagskvöld. Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnu- og verkalýðsmál J og verða m.a. eftirtalin mál rædd: Þróun kaupgjalds og verðlagsmála, skipulag og starf- semi verkalýðssamtakanna, vinnulöggjöfin, framleiðsla og markaðsmál og atvinnumál á Norðurlandi. Eftirtaldir menn munu flytja erindi á ráðstefnunni: Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur; Magnús Óskarsson, vinnumála- fulltrúi; Guðmundur H. Garð- arsson, form. Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, Jón Þor- valdsson, bæjarfulltrúi; Halldór Blöndal, erindreki; Guðjón Sig- urðsson, form. Iðju, Rvík; Guð- mundur Guðmundsson ,form. Málfundafélagsins Óðins og Gunnar Helgason, form. Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Auk fyrirlestranna verða frjálsar umræður þar sem fundarmönnum gefst kostur á að ræða þau mál, sem fyrirlestr arnir fjalla um eða önnur efni, sem þeir vilja kom fram með. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna eru gefnar í skrifstof- um Sjálfstæðisflokksins á Akur eyri og Reykjavík, og er æski- legt að þeir Sjálfstæðismenn, sem hugsa sér að taka þátt í henni hafi samband við skrif- stofurnar og láti vita um þátt- töku sína. Greinargerð dóms- og kirkjumálaráðuneytis vegna r kaupa á húsi Guðmundar I. Guðmundssonar Mbl. barst í gær eftirfarandi greinargerð frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu vegna kaupa ríkissjóðs á húsi Guð- mundar í. Guðmundssonar í Hafnarfirði: NOKKUR bTaðaskrif hafa spunn izt undanfarið um kaup ríkis- sjóðs á húseigninni nr. 13 við Brekkugötu í Hafnarfirði af Guð mundi í. Guðmundssyni, þáv. ut- anríkisráðherra. Með því að ekki hefur verið farið rétt með stað- reyndir varðandi tildrög og fram kvæmd húskaupanna, þykir rétt að málsatvik verði rakin. Er Guðmundur f. Guðmunds- son tók við embætti bæjarfógeta í Hafnarfirðj 1945 fylgdi því ekki embættisbústaður og byggði hann þá sjálfur hús við Brekku- götu 13 í Hafnarfirði. Á árinu 1958 fór Guðmundur í. Guð- mundsson þess á leit bréflega við dómsmálaráðuneytið, með vísun til þess, að langt væri komið að byggja eða kaupS embættisbú- staði fyrir öll bæjarfógeta- og sýslumannsembætti landsins, að fallizt yrði á að kaupa umrætt íbúðarhús hans. Með bréfi dóms- málaráðuneytis, dags. 1. apríl 1958, samþykkir ráðuneytið, að umrædd húseign verði keypt af honum eftir árslok 1959, ef hann óski þess þá og þó eigi siðar en hann láti af embætti sem bæjar- fógeti í Hafnarfirði og sýslumað- ur Gullbringu- og Kjósarsýslu. Um ákvörðun kaupverðs segir í bréfinu, að það fari eftir mati tveggja manna og verði annnar tilnefndur af dómsmálaráðuneyt- inu, en hinn af Guðmundi í. Guð mundssyni. Geti matsmenn ekki orðið ásáttir tilnefni Hæstiréttur oddamann. Við matið verði lagt til grundvallar byggingarkostn- aður ibúðarhúsa á þeim tíma er matið fer fram að frádreginni eðlilegri fyrningu, og fullt tillit verði tekið til kostnaðar við lóð hússins og húsgrunn. Snemma á þessu ári tilkynnti Guðmundur í. Guðmundsson dómsmálaráðu- neytinu, að hann óskaði þess, að húskaupin kæmu nú til fram- kvæmda, svo sem að framan seg- ir. í byrjun apríl'sl. nefndi Guð- mundur í. Guðmundsson sem matsmann af sinni hálfu Tómas Vigfússon, húsasmíðameistara, en dómsmálaráðuneytið tilnefndi af sinni hálfu Heiga Eyjólfsson, húsasmíðameistara. í matsgerð þeirra kemur fram, að húsið Brekkugata 13 er 1325 rúmmetr- ar að stærð. Niðurstaða mats- gerðarinnar hljóðar svo: „í mat- inu höfum við tekið tillit til að- stæðna við byggingaframkvæmd ir, þegar þær fóru fram, ástand eignarinnar nú og fyrningu, sam- anber bréf dóhis- og kirkjumála- ráðuneytisins dags. 1. apríl 1958, eins og neðan greinir: „........Við matið verði lagt til grundvallaa- byggingarkostnað ur íbúðarhúsa á þeim tíma er matið fer fram að frádreginnl eðiilegri fyrningu, og fuilt tillit verði tekið til kostnaðar við lóð hússins og húsgrunn.........“ Með hliðsjón af byggingar- kostnaði, eins og hann er í dag og ástand eignarinnar metum við húsið á kr. 3.710.090.00. Samkvæmt framanlögðum reikningum eiganda á fram- kvæmdum við lóðina og önnur mannvirki, er á henni eru, fært til núverandi verðlags, metum við þær á.......kr, 1.027.000.00 Heildarmat .... kr. 4.737.000.00. Svo sem fram kemur af ofan- greindum tölum er rúmmetra- verð í húsinu metið á kr. 2.800.00. Komið hafa /ram í blaðaskrif- um, • ábendingar um, að ekki hafi verið gætt nægilega við kaupin ákvæða laga um embættisbústaði dómara. í 2. gr. þeirra laga seg- ir: „Nú verða héraðsdómara- skipti og sá er af störfum lætur, eða bú hans á hús, sem að dómi ráðherra er hæfur héraðsdómara bústaður, og skal þá ríkisstjórn- in kaupa eignina, ef viðtakandi héraðsdómari óskar, enda fáist hún fyrir hæfilegt verð að dómi sérfróðra óvilhallra manna.“ Af þessu er Ijóst, að með bréfinu frá 1. april 1958 eru teknar aðrar og meiri skuldbindingar á ríkis sjóð en samkvæmt tilvitnaðri lagagrein, þ.á.m, um matsgrund- völl. Matsmönnunum er, samkvæmt bréfi ráðherra 1. apríl 1958, bein línis fyrir lagt að meta hús og lóð miðað við kostnaðarverð hvprttveggja á þeim tíma, þegar matið fer fram. Frá þessu ber að draga eðlilega fyrningu á hús- eign og er við það miðað í mat- inu. En lóðaverðið er, samkvæmt fyrir mælum bréfsins byggt á framlögðum kostnaðarreikning- um á framkvæmdum við lóðina og önnur mannvirki, er á henni eru, fært til núverandi verðlags, eins og áður segir. Kostnaðurinn varð svo mikill vegna alveg sérstakrar mann- virkjagerðar á lóðinni, þar sem sprengt er inn í Hamarinn svo kallaða fyrir húsinu. Um þessar ákvarðanir ber ekki að saka matsmennina, heldur leiðir þær af þeim skuldbindingum, sem teknar voru á ríkissjóð með bréf- inu 1. apríl 1958. Af því er varðar val á mats- manni af hálfu dómsmálaráðu- neytisins hefur verið fundið að því, að Helgi Eyjólfsson, húsa- smíðameistari, hafi verið valinn, þar sem hann væri jafnframt framkvæmdastjóri sölunefndar varnarliðseigna, og málefni henn ar heyri undir utanrikisráðherra. Helgi er þó ekki á neinn veg svo háður utanríkisráðherra um það starf, að skert geti sjálf- stæði hans í matsstörfum eða réttdæmi, enda verður ekki vé- fengt, að Helgi Eyjólfsson er ein hver færasti ■ kunnáttumaður, sem völ er á í því efni ,sem mat- ið fjallaði um. Landamæraverðir flýja sæluna Gham, V-Þýzkalandi, 28. s'ept. — NTB. TVEIR tékknéskiV landamaéra- verðir í einkennisklæðum og með alvæpni, flúðu s.l. sunnudag ýfir landamæri V-Þýzkalands og léit uðu þar hælis sem pólitískir flóttamenn, að því er inrtanríkis- ráðuneytið í Bayern skýrði frá í dag. Sagði ráðuneýtið, að landa mæraverðirnir, sem báðir eru tvítugir að aldri, hafi flúið vegna kommúnistastjórnarinnar í Tékkó slóvakíu. 1 í UM þesar mundir stendur yfir lækkun Gclfskálahæðarinnar, þar sem Bústaðavegur liggur um hana. Er lækkun þessi gerð í þeim tilgangi að leggja þar yfir ásinn hina nýju Kringlumýrarbraut og verður lækkunin á allbreiðu svæði. Með framkvæmd þessari eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Bærinn fær lækkun fyrir stæði Kriglumýrarbraut ar og Reykjavíkurhöfn grjót til sinna framkvæmda, en það er höfnin, sem vinnur að grjót náminu þarna á staðnum. Nú er svo komið að fram- kvæmdir liafnarinnar eru komnar upp að Bústaðavegi og verður af þeim sökum lögð slaufa á Bústaðaveginn fram hjá grjótnáminu til þess það geti haldið áfram gegnum gamla veginn. Á sama tíma er verið að rífa bragga og önnur hús, er standa í vegi fyrir hinu nýja vegarstæði. Myndin sýnir hvar hinn nýi augavegur liggur út frá Bú- itaðaveginum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) HÆGVIÐRI var um allt land um; kaldast á Hornbjargs- í gær því að hæðarhryggur vita. lá yfir landinu frá norðaustri Síðdegis var að myndast ti Isuðvesturs. Lítilsháttar lægð yfir vestanverðu Græn. rigning var í vestanverðu land landshafi. Haldi hún áfram inu og þoka viða á Austfjörð- sinni þróun verður hér suð- um, hitinn 3 til 4 stig um há- læg átt í dag. degið, hlýjast á Hæli í Hrepp | Drengur uðstoður banda- j rískan fBugmann í VíeVnaan 3smn BANDARISKUR flugmaður, Gordon W. Marlowe, fór í sl. viku í árásárferð á hendur skæruliðum Viet Cong í S.- Vietnam, um 400 km. norður af Saigon. Þegar Marlowe hafði tekið þátt í aðgerðum gegn skæruliðum um stund, var flugvél hans skotin niður. Han stökk út í fallhlíf í 6 þús. fcta hæð yfir herbúðum Bandarikjamanna á þessum slóðum, en hvasst var og vind- urinn bar hann til suðurs yfir á og inn á svæðið þar sem barizt var gegn Viet Cong. Marlowe rði fréttamönn- um í Saigon í.iá því sem fyrir hann bar, fxá því að fallhlíf- in lenti á hnsakri, þar til hon um hafoi verið bjargað um borð í banciarískan fljóta- pramma. , Hann sagði m.a.: „Þegar ég var að losa mig við fallhlifina, hópaðist fólk utan um mig og ég sá að ég var skammt frá þorpi þess. Ég gat ekekrt annað gert en ganga til þeirra og heilsa þeim með handabandi. Síðan tók ég neyðarsenditæki úr töskunni, sem ég hafði spennta um mittið, og náði impii r.-iiWiw -TxiifmriniMrr sambandi við flugmann L-19 eftirlitsflugvélarinnar, sem hafði fylgzt með ferð minni í fallhlífinni. Flugmaðurinn sagði mér að halda kyrru fyr- ir í þorpinu þar til þyrla kæmi að sækja mig. Meðan ég var að ræða við hann, kom ungur Vietnam-búi í blárri skyrtu og stuttbuxum til mín. Hann endurtók í sífellu, að Viet Cong-menn væru að koma og sagði mér að fylgja sér til suðausturs. Það var einmitt' þar, sem ég hafði tek- ið þátt í aðgerðunum gégn Viet Cong svo mér fannst óvit urlegt að fara þangað. Ég gerði honum skiljanlegt að ég vildi ekki fara með honúm og hann fór, en kom aftur að vörmu spori með þrjá vopn- aða menn með sér. Þeir báru heimagerða riffla, en hugsan- legt er, að þeir séu ónothæfir, því að mennirnir ógnuðu mér ekki með þeim.“ Börnin í þorpinu hvöttu Marlowe til að halda til norð urs til árinnar og einnig fékk hann skilaboð um það frá flugmanni annarrar eftirlits- flugvélár. „Mennirnir fjórir gengu á undan mér i átt til norðurs," hélt Marlowe áfram, „en, við fyrstu bugðu á veginum, sneru þeir aftur í suður. Þa kom 12 ára drengur, sem hafði fylgt okkur eftir, greip í hand legg minn og beindi mér tii vesturs. Ég fylgdi honum og með aðstoð hans og annarra vingjarnlegra þorpsbúa, komst ég-til árinnar. Þar hitt- um við Bandarikjamenn á fljótapramma, sem sendir höfðu verið til að leita að mér. Þeir fóru með mig. út á sand- eyju í ánni, en þangað sótti mig þyrla. Þegar þyrlan hóf sig til flugs af sandeyjunni, voru liðnar um þrjár klukku- stundir frá því að ég stökk út úr flugvélinni.“ Drengurinn, sem aðstoðaði Marlowe, þorði ekki að snua aftur til þorps síns af ótta við refsiaðgerðir skæruiiða kommúnista. Hann er nú í bandarísku herstöðinni fyrir norðan áná og hafa hermenn- irnir þar lofað að hugsa vel um hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.