Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 28
28 Jtf A*WO Miðvikudagur 29. sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK — Annað? Nú fóru augnlokin upp fyrir alvöru og augun voru eins og þau áttu að sér og litu hvasst á mig. Hún rétti snöggt úr sér. Nikki! Eitthvað annað? Hvað áttu við með því? — Já, en, mamma........... — Æ, blessað barnið. Og nú fékk ég ómótstæðilegasta bros- ið sem hún átti til og hún faðm- aði mig að sér. — Elsku Nikki, hvað þú hefur verið hjálplegur. Svona yndislgeur og nærgætinn drengur. I>etta er alveg óskap- legt... og veslingurinn hann Ronnie. En þó að við getum alls ekkert gert, þá þýðir ekkert að vera að hengja höfuðið. — Ég var ekkert að hengja höfuðið, mamma. — Elskan mín! Hún kyssti mig, svo að ég gat ekki sagt neitt meira. Svo ýtti hún mér frá sér, svo að hún gæti athug- að mig vandlega með augum móðurástarinnar. Gráturinn hafði ekkert aflagað hana í framan. Það sást ekkert nema fáein tár, sem voru bara til prýði, þegar þau runnu niður eftir kinnbeinunum. Og augna- tillitið, sem ég fékk var hið eina sanna hershöfðingjaaugna- tillit. — Elskan mín, veiztu hvað klukkan er orðin? Meira en fimm. Við eigum ekki nema tæpa tvo tíma. Mona Lisa sal- urinn verður troðfullur. Fólk verður búið að borga mörg þúsund dali í inngangseyri. Hvað sem á hefur gengið, verð- um við að hugsa um áhorfend- urna okkar. Við verðum að berjast eins og hetjur. Við verð- um að leggja allt fram, sem við eigum til . . . Farðu þessvegna í rúmið .elskan, og segðu þeim hinum að gera sama. Þið megið ekki sitja og kjafta og þreyta ykkur. Við skuium fá okkur svolítinn hressingarlúr. Og áður en ég gæti neitt sagt eða gert, hafði hún ýtt mér fram á ganginn. Öll hin sátu í hnipri í setu- stofunni og jafnskjótt sem ég kom inn til þeirra, dundu á mér spurningarnar. Ég sagði þeim alla söguna og var heilar tuttugu minútur að seðja for- vitni þeirra. Þá gerðu þau öll sér þennan kvíðvænlega raun- veruleika ljósan, og þutu út, svo að ég varð einn eftir inni, ásamt Tray. Stundarkorn sat ég þarna og fann alveg á mér, að ekkert í heiminum gæti fengið mig til að fá mér þennan hressingar- blund, en svo fannst mér brátt, að allt væri þó skárra en sitja hér, svo að ég gekk aftur til herbergis míns. En til þess varð ég að fara framhjá dyrunum hjá mömmu og heyrði þá um leið, að hún var að tala í sím- ann. Mig langaði nú ekki til að hlusta á það, en röddin í henni var svo eymdarleg, að ég stanz- aði ósjálfrátt þar sem ég var kominn. K.R.-heimilinu v/Kaplaskjóls- veg. Kennsla hefst mánudaginn 4. október. Innritun dag- lega í síma: 23-500 frá kl. 1 — 5 e.h. Austurbæingar athugið, að hrað- ferð Austurbær /Vesturbær stoppar við — Ronnie, elskan, mér þykir þetta svo afskaplega leitt. ó, veslings Ronnie minn, ég gat ekki hjálpað þér. Ef þú hefðir séð, hvað stóð í þessu bréfi.... þetta var alveg vonlaust. Já, alveg vonlaust. Við verðum að taka eitthvað til bragðs, Ronnie. , Ég beið ekki eftir meiru. Það var fullslæmt, sem komið var. Ég hljóp næstum til herbergis míns. Og þegar ég lagðist út af á rúmið mitt, rann upp fyrir mér allur hryllingurinn í sambandi við frumsýninguna, og blandað- ist áhyggjunum, sem fyrir voru. Ég lá þarna og bað þess heit- ast, að eldi og brennisteini mætti rigna yfir Las Vegas, eins og forðum yfir Sódóma og Gómorra. 19 14. kafli. En því miður rigndi hvorki eldi né brennisteini, og mér var innanbrjósts eins og krúnu- rökuðum glæpamanni á leið í rafmagnsstólinn, þegar ég brokkaði með hinum til aðal- byggingarinnar. Einhvernveg- inn komst ég til búningsherberg is mömmu, en þar var allt fullt af blómum og skeytum, rétt eins og símafélagið og Jurtagarður- inn hefðu setzt þar að, og loks- ins komst ég til míns eigin bún- ingsherbergis, sem við Gino höfðum í félagi. Allt fór þetta fram samkvæmt áætlun, án þess að ég fylgdist almennilega með því. Steve Adriano stakk höfðinu inn um gættina hjá mér. Frægustu per- sónur voru þarna á ferð og flugi. Pam kom og fékk eitt- hvað lánað. Lukka kom inn og kyssti mig. Og svo, löngu eftir að ég hafði gleymt grundvallar- atriðum þess, sem ég átti að gera, heyrði ég andstyggðar hljómsveitina x þessum and- styggðar Mona Lisa sal, vera að berja eitthvað, sem ég vissi að hlaut að vera þessi and- styggðar forleikur hans Billy Crofts, enda þótt ég þekkti það alls ekki aftur. Gino í bílstjóra- búningnum var að drösla mér inn á sviðið. Þar voru Pam og Tray og Hans frændi og Lukka. Hræðilegt hnífaglamur glumdi við handan fyrir tjaldið. Og svo allt í einu var ekkert tjald lengur ,ekkert nema skjannabjört Ijós og sáldrepandi sjón mannhafsins úti í salnum. Á síðasta andartaki kannaðist ég aftur við tónlistina og gerði mér ljóst, hvað um var að vera. En um leið og ég áttaði mig, varð illt bara verra, því að þetta byrjunaratriði, sem mér hafði einusinni fundizt svo af- skaplega frumlegt, var nú í mín um augum klára-vitleysa. Þarna öskraði fólkið og fleygði hlut- um til og frá, hrinti hvert öðru og lét yfirleitt öllum illum lát- um. Þarna var ég í gaggópeys- unni minni og gallabuxum að leika óþægan strák með fótbolta í höndunum, og þarna var Lukka sem einkaritari einkarit- arans að svara í símann, þarna var Tray og lék hund, þarna var Gino og lék bílstjóra og var að fóst við eitthvert líkan, sem átti að vera bíll, og þarna var Hans frændi að leika nauða sköllóttan gamlan frænda, sem sat álútur yfir skákþraut. Og svo kom rödd leikstjórans um hátalara, þar sem hann var að kynna okkur, hvert um sig, en síðan sagði hann: — Jæja, dömur mínar og herr ar, þetta er Anny Rood og fjöl- skyldan hennar. Venjuleg fjöl- skylda, munuð þið segja: Ja, venjuleg?? — Teldu upp að fimm, mundi ég, eftir síðari „venjulegu fjöl- skylduna“ átti ég að telja upp að fimm. Einn, tveir, þrír, fjór- ir, firnjn .... þá var lamið í trumbu og við fórum af stað. Allt í einu var Tray farinn að steypa sér kollhnís kring um Pam, og allt i einu var Gino farinn að standa á höfði, Hans frændi farinn að jóðla og allt í einu —tilbúinn nú! — vorum við Lukka tekin til við okkar Hlutverk. Fæturnir á mér höguðu sér eins og þeir áttu að gera. Þvert of- an í alla skynsemi, virtust þeir lifa sjálfstæðu lífi, og þegar Lukka sendi mér bros, var mér alveg sama um, hvort hún hefði verið bæld niður eða ekki, því að ég tók að verða þess var að hatrið þarna við borðin í saln um, var alls ekki neitt hatur. Þvert á móti sýndi fólk eftir- tekt, og jafnvel velvild. Og svo varð kliðurinn að fagnaðaróp- um, þegar mamma kom inn. Hún var ekkert farin að gera. Hún kom bara inn og dró á eft- ir sér Balmainkjólinn, tvö hundruð stikur af organza. En jafnskjótt sem hún var komin inn á sviðið og hafði deplað aug unum einu sinni var enginn ann ar til á sviðinu. Brátt vorum við öll hin kom- in út af sviðinu en mamma ein orðin eftir, og söng nú fyrsta sönginn sinn. Röddin í mömmu hefði vel getað verið úr kvef- aðri kráku, en hafi svo verið, þá var hún samt meira ginnandi en nokkur rödd, sem heyrzt hafði frá upphafi framþróunar- innar, og meðferð hennar á á- heyrendunum var beinlinis grimmdarleg. Svo varð dauða- þögn en síðan ætluðu fagnaðar- lætin allt um koll að keyra. Svo var hún farin að syngja aft ur og síðan að dansa einhvern æðisgenginn dans, en tvö hundr- uð stikurnar af organza frömdu hinar ótrúlegustu listir um leið, svo tók hún að stynja upp ein- hverjum sorgarsöng, líkast Ed- ith Fiaf, en skríllinn hélt áfram að æpa og öskra. Þetta var enn draumur hjá mér, en ekki lengur martröð. Svo kom milliatriðið okkar og við vorum öll inni á sviðinu. Hans frændi jóðlaði og mamma jóðlaði, en Tray lét öllum illum látum kring um þau. Svo var mamma aftur í essinu sínu og það allt til loka atriðisins, síðan var lokaatriðið, og síðan móttak an að tjaldabaki, þar sem allar frægustu persónur heims virtust vera samankomnar, og kepptust um að votta mömmu hollustu sína. Fínt er! hugsaði ég. Þá hefur mamma náð sér upp aftur. Nú förum við að vaða í peningum. Fínt er! En nóg var nóg. Ég tróð mér fram hjá Frank Sin- atra, læddist framhjá Audrey Hepburn, forðaðist Liberace og komst loks inn í búningsher- bergið mitt. Gino var þar ekki. Líklega var hann að taka þátt í sigur- dansinum kring um mömmu. Ég settist niður fyrir frarnan speg- ilinn. Jæja, þá er ein sýningin að baki. En þá var eftir hálftólf sýningin og svo yrðu tvær sýn- ingar á morgun, ög svo.... Dá- samlegur listferill hjá Níkka Rood. Nikki Rood, þessi afar efnilegi dansari, sonur Anny Rood, þessarar glæsilegu leik- konu...... K.R.-heimiliið DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Frúarleikfimi hefst mánudaginn 4. okt. Austurbæjarskóli: mánudaga kl. 7,50 — 8,40, fimmtudaga kl. 7,50 — 8,40. Miðbæjarskóli: mánudaga kl. 9,30 — 10,15 fimmtudaga kl. 9,30 — 10,15. Kennari: Olga Magnúsdóttir. Upplýsingar í síma 19114. — Verið með frá byrjun. Fimleikadeild K.R. IMám og atvinna Stúlkur, sem læra vilja gæzlu og umönnun vangef- inna, geta komist að í slíkt nám á Kópavogshæli í haust. Laun verða greidd um námstímann. Nánari upplýsingar gefa yfirlæknir og forstöðumaður. Símar: 41504 og heima 41505. Reykjavík 27/9 1965 Skrifstofa ríkisspítalanna. íbúor Kópavogskaupstað og núgrenoi Opnuð hefur verið ný fiskbúð að Kársnesbraut 1 í Kópavogi. — Opin frá kl. 9—12 og 4—6, laugar- daga frá kl. 9—12. — Gerið svo vel að líta inn. Fiskbúðin Kársnesbraut 1, Kópavogi. Kristinn Helgason. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 45., 46. og 47. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1965 á v.b. Gæfa K.E. 111, eign Eyþórs Björgvinssonar verður að kröfu Jóns Hjaltasonar, hrl háð í skrifstofu minni að Mánagötu 5 1 Kefla- vík kl. 10 árdegis fimmtudaginn 30. sept. 1965. Bæjarfógetinn í Keflavík. Ballettskóli EDDU SCHEVING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.