Morgunblaðið - 29.09.1965, Page 31

Morgunblaðið - 29.09.1965, Page 31
Í! Miðvikudagur 29. sept. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 31 -Efnahagssiofnonír ' Framh. af bls. 1. tun eru taldar liður í mestu byltingu í efnahagsmálum þar eystra síðan á dögum byltingarinnar 1917. Aðalefni umræddrar áætlunar um nýskipan efnahagsmálanna kom fram í 15,000 orða langri skýrslu Kosygins til Miðstjórn- ar kommúnistaflokksins, sem sam an kom til funda í Kreml í gær. Er talið að fundir þessir muni standa í marga da,ga, og eitt og annað kann að koma þar á dag- inn. Káð Krúsjeffs lögð niður Fyrsta skrefið í átt til nýskip- unar er að lagt verður niður hið flókna net skipulagningaráða á einstökum svæðum innan ríkis- ins, en ráð þessi voru sett á fót af Nikita Krúsjeff á valdadögum hans. Upplausn þessarra skipu- lagningarráða, en þau eru alls 50 talsins, var því tilkynnt þremur vikum áður en eitt ár er liðið frá því Krúsjeff var steypt af sú li. í skýrslu sinni í gær gerði Kosygin það ljóst, að valdhaf- arnir í Kreml hyggist endur- skipuleggja alla efnahagsbygg- ingu landsins, og munu hin svo- nefndu „yfireftirlitsstofnanir" sem Krúsjeff lagði miklu áherzlu á, verða niður lagðar. Meðal þessara stofnana eru hin svo- nefndu „Æðsta þjóðlega efna- hagsráð" og „Ráðið fyrir efnahag þjóðarinnar", með aðsetur í Moskvu. „1 ítt hvetjandi--------“ í skýrslu sinni í gær lagði Kosygin áherzlu á að vöxtur þjóðartekna, iðnaðarframleiðsla og framleiðni hafi í heild farið minnkandi á undanförnum árum. Hann hélt því fram að mistökum í skipulagningu væri um að kenna, og hafi þau m.a. leitt til þess að framleiðsla á neyzluvarn- ingi hafi dregizt aftur úr miðað við þungaiðnaðinn. Þetta hefði tafið fyrir vexti raunverulegra tekna borgaranna, og lítt verið hvetjandi til framtakssemi, að því er Kosygin sagði. Hann bætti því við að hinar gömlu aðferðir við áætlanagérð, rekstursstjórn o. fl. gætu ekki samræmst kröf- um nútímans. Kosygin sagði þessu næst að hagnaðarvonin yrði nú nýtt í þágu fyrirtækja, og þau yrðu rekin með hagnað fyrir augum í stað þess að vera bundin af fram leiðslukvótum líkt og áður hefði verið. Þetta myndi hafa það 1 för xneð sér að fyrirtækin losnuðu Alexci Kosygin við óþarfa eftirlit og gætu tekið efnaþagslegar ákvarðanir á gruridvelli raunvefulegra fram- leiðsluaðstæðna. Verksmiðjur myndu nú geta haldið eftir stærri hiuta af hagnaði sínum til þess að þróa með sér betri fram- leiðslutækni og til þess að skapa betri vinnu- og lífsskilyrði fyrir þá, sem við þær störfuðu. Myndu verkamenn fá „bónus“ fyrir vel unnin verk, og að auki greiðslur við hver áramót, hafi þeir til þeirra urinið með störfum sínum. Óskhyggja? Kosygin sagði, fið hin svæðis- bundnu efnahagsráð Krúsjeffs hefðu leitt til „sundrungar", og lagði áherzlu á að sá hluti þjóð- ai teknanna, sem rynni til neyzlu varnings, yrði að aukast á næstu fimm árum. Sovézzki forsætis- ráðherrann vísaði eindregið á bug þeim fullyrðingum að sov- ézku endurbótamennirnir væru að færast smátt og smátt til kapítalisma. Kvað Kosygin þess- ar bollaleggingar vestrænna hag- fræðinga vera óskhyggju eina. Hann kvað umbæturnar vera árangur samræmdrar skipulagn- ingar og myndu þær styrkja stöðu kommúnismans í hinni efnahagslegu samkeppni við auð- valdskerfið, — tilraunir Sovét- ríkjanna að standa Bandaríkjun- um ekki að baki á sviði efna- hagsmála. Setja ætti nú á fót 20 stjórnar- skrifstofur til þess að koma í stað svæðisráðanna gömlu, en hvert einstakt „Sovétlýðveldi" mundi eftir sem áður hafa áhrif varð- andi skipulagningu og önnur mál, sagði Kosygin. „Breyting- arnar verða gerðar smátt og smátt, og þær fela ekki í sér nokkurt frávik frá Marx-Lenín- ískum grundvallarreglum", sagði forsætisráðherrann, og bar síðan til baka allar fregnir um að kreppa væri í efnahagslífi Sovét- ríkjanna. Kvað hann þær fregn ir uppspuna einn úr herbúðum auðvaldssinna, og væri ástæðan fyrir þessu sú að fjandmenn Sovétríkjanna væru nú orðnir óttaslegnir vegna þess að stöð- ugt færu fleiri ríki inn á braut sósíalismans í efnahagsþróunar- legu tilliti. Franileiðsla og eftirspurn Fastlega er búizt við því að Miðstjórnin muni samþykkja hina nýju skipan efnahagsmál- anna á fundum sínum annað hvort á miðvikudag eða fimmtu- dag. 174 meðlimir eru í Miðstjórn inni, og er hér um að ræða fyrstu fundi hennar í sex mánuði. Kjarni hinnar nýju stefnu eru lög um verksmiðjur og veita þau m.a. stjórnendum þeirra vald, sem áður hefur verið óþekkt í Sovétríkjunum. Frá þessu verða hinar einstöku verksmiðjur og fyrirtæki að sjá um sig sjálf, og geta þau ekki lengur snúið sér til stjórnarinnar og fengið efna- hagsstuðning. Hins vegar verða, eins og fyrr getur, veitt lán til endurbóta á verksmiðjunum, og er hér farið að vestrænum fyrir myndum. Ljóst virðist nú, að framleiðslan'muni mótast meira af hinni eiginlegu eftirspurn en áður var. Aætlun Kosygins er talin djarft spor í þá átt að aðlaga iðnaðinn kröfum nútímans, í stað þess að byggja rekstur hans á hugmynd. um, sem settar, voru fram í marxískum kennslubókum fyrir áratugum. Þeir, sem með málum fylgjast í Moskvu, telja þó að það muni taka mörg ár að hrinda fyrrgreindri áætlun í fram- kvæmd. Sjálfstæðar verksmiðjur Stjórnendur verksmiðja og fyrirtækja munu nú í æ ríkari mæli ákvarða sjálfir hversu fyrirtæki þeirra verða rekin með beztum árangri, enda þótt þeir eftir sem áður verði að halda sig innan þess ramma, sem ríkið setur. Hins vegar mun “eftirlit með framleiðni verða afnumið, og hið sama gildir um sameigin- legar ákvarðanir um launajöfn- uð og annað slíkt. Stjórnin mun eftir sem áður hafa stjórn á hversu miklu fé skal í heild varið til launa- greiðslna fyrir tækjanna, en fyrir tækin geta lagt til hliðar'hluta af hagnaði sínum til að verja til ;„bónusgreiðslna“. Kosygin, forsæisráðherra, lagði á það áherzlu í skýrslu sinni, að hagnaðarvonin mundi verða lyk- illinh að velgengni hins nýja fyrirkorhulags. Hann kvað ástand ið eins og það væri í dag ekki hvetja verkamenn efnislega til áhuga a starfi sínu. Bent er á, að í skýrslu Kosygins gæti veru- 'legrá áhrifa kenninga hins sovézka Gyðings og hagfræðings Liebermanns, sem fyrir tveimur árum vakti á sér óhemju athygli með því að varpa fram hugmynd inni Um að sovézkur iðnaður ætti að líkja eftir kapítalismanum, og nota hagnaðarvonina sem efna- Enginn fundur í Sovétríkjunum AYUB Kahn, forseti Pakist- ans hefur hafnað boði so- vézku stjórnarinnar um að ljá stað til fundar milli hans og Shastri, forsætisráðherra Indlands innan Sovétríkj- ríkjanna. Hefur hann skýrt Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, að eins og er, þá telji hann, að slíkur fund- ur mundi ekki bcra árangur. í stað þess hefur Ayub Kahn forseti hvatt sovézku stjórnina til þess að beita áhrifum sínum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að þar yrði gerð samþykkt, sem leiddi til lausnar á deil- unni um Kasmír. Samkvæmt fregnunum frá Washington kann svo að fara, að bæði Shastri og Ayub Khan heimsæki aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna á meðan núverandi þing stendur yfir. Ef þeir kæmu, myndi hagslega Iyftistöng. í skýrsiu sinni gerði Kosygin mjög harða hríð að skriffinnsk. unni í Sovétríkjunum, og kvað hann alltof marga skriffinna í landinu, sem eyddu of miklu af peningum. — Pakistan Framh. af bis. 1. mírdeiluna á 18 árum. Endurtók Bhutto þá hótun, að Pakistan myndi segja sig úr SÞ, ef ekki fyndist lausn á deilunni bráðlega — Indland og Pakistan sökuðu hvort annað í dag um liðsflutn- inga og árásir við vopnahléslín una. í ræðu sinni í Allsherjarþing- inu í dag ..vað Bhutto Kasmír hafa orðið fórnarlamb þráa og áhugaleysis. „Er vi'ð segjum að við gefum SÞ nú síðasta tæki- færíð til þess að kippa Kasmír- vandamálinu í lag, viljum við igera það Ijóst að við erum stað- ráðnir í að þessu réttlætismáli verði ekki frestað frekar og því enginn gaumur gefinn“, sagði utanríkisráðherrann. Hann taldi að gæzlusveitir þær, sem SÞ skyldi senda, ættu að vera skip- aðar hermönnum frá þjóðum Asíu, Afríku og S-Ameríku, og jafnframt þakkaði hann Kina og Indónesíu þó „óeigingjörnu að- stoð“, sem þær þjó'ðir hefðu veitt Pakistan- Bhutto lýsti sögu Kasmir- málsins í SÞ sem röð glataðra eða hafnaðra tækifæra, og við- varana, sem ekki hefði verið hlustáð á. Pakistan hefi þrás- innis snúið sér til Öryggisráð- ins á árunum eftir 1949, en land inu hefði ekki verið sinnt. Kvað hann Öryggisráðið hafa brugðist Johnson forseti áreiðanlega vilja hitta þá að máli og ræða við þá um hugsanlega lausn deilunnar. Eftirþankar Enda þótt Pakistan alveg eins og Indland hafi áður samþykkt, að Sovétríkin miðl uðu málum, er ekki talið ólík- legt, að Pakistanstjórn kunni að fá einhverja eftirþanka þar að lútandi. Ummæli hinna tveggja leiðtoga undanfarið hafa sýnt fram á, að sam- komulagsgrundvöllur virðist lítill að svo stöddu. Þá er það mjög líklegt, að það að Pa- kistanar skyldu hvetja Sovét- ríkin í hinni sjálfkjörnu mála miðlunarstarfsemi þeirra. hafi valdið óánægju á meðal Kínverja, sem eru helzti bandamaður Pakistan, bæði hvað snertir aðstoð og upp- örvun. Vitað er, að enda þótt Vest þeim skyldum, sem þáð hefði samkvæmt sáttmála SÞ, og hafi það stöugt látið undan kröfum Indverja þar til Indverjar hefðu komizt á þá skoðun, að þeir gætu hundsað Öryggisráðið. Þá sag'ði Bhutto að sú stað- reynd, að Kínverjar ættu ekki aðild að SÞ, gæfi samtökunum óraunverulegan blæ, og héldi svo áfram um einangrun Kínverja, mundi það leiða til þess að SÞ gætu ekki skipt sér á raunhæfan hátt af neinum alþjóðlegum vandamálum, og ætti þetta þó sérstaklega við vandamál í Asíu. Einn meðlima stjórnar Kasmír, sem er í indversku sendinefnd- inni á Allsherjarþinginu, hélt því fram áð Pakistan væri að reyna að vílla um fyrir þing- heimi. Á sl. 18 árum hafi Pak- istanir ráðizt tvisvar á Kasmir með báli og brandi. Sagði ráð- herrann að krafa Pakistan um sjálfsákvörðunarrétt Kasmír væri hræsniskrafa, sem Indland myndi svara á miðvikudag. Bæ'ði Indland og Pakistan sök uðu hvort annað um yfirgang og liðsflutninga við Vópnahléslín- una í Kasmír og víðar í dag, og virðist hvorugt landið ætla að skeyta hinum haiðyrtu fyrirmæl um Öryggisráðsins frá því í nótt, að báðir aðilar skyldu flytja hermenn sína til þeirra stöðva, sem þeir höfðu áður en styrjöld in brauzt út- Pakistanir héldu því fram að indverskar flugvélar hefðu gert árásir á Rajastan- svæðinu, en Indvérjar segja þetta uppspuna einn. Indverjar segja að hermenn þeirra hafi gereytt pakistönskum herflokki, sem hafi sótt fram 45 km. sunnan Gadra-vegarins, og Ayub Kahn urlönd hafi af einlægni verið þakklát frumkvæði Rússa, munu þau ekkert hafa á móti því, þótt deilan verði tekin fyir á hinum hlutlausa vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. að þeim hafi tekizt að ná aftur á vald sitt þorpi einu, sem Pakistanir hefðu tekið etftir að vopnahlé var á komið. í kvöld voru 22 af 100 vopna- hléseftirlitsmönnum SIÞ komnir til Indlands. —Nóbelsverðlaunin Framhald af bls. 1. Iegastir eru taldir að hljóta muni verðlaunin þessu sinni eru Sovétmaðurinn Konstan- tin Paustovsky; Miguel Angel Asturias frá S-Ameríku og hinn 77 ára gamli ísraelski rithöfundur Shmel Yosef Agnan. Þá hafa S-Ameríku- mennirnir Pablo Neruda og Nicolas Guillen einnig verið nefndir í þessu sambandi. Sovézki rithöfundurinn Pau stovsky, sem áður er nefndur, er einn helzti smásagnahöf- undur Sovétríkjanna éftir lát Stalíns, og margir sovézkir rit höfundar munu telja hann hinn fremsta í þessum efnum þar eystra. Tvær konur hafa einnig verið nefndar sem hugsanleg. ir verðlaunahafar, sovézka skáldkonan Anna Achmatova, og Nelly Sachs frá V-Þýzka- landi. Achmatova var nýlega „endurreist" af sovézkum yfir völdum eftir að hafa verið útskúfuð i mörg ár. Meðal annarra rithöfunda, sem rætt er um varðandi Nóbelsverðlaun, fá nefna Sim on Vestdijk, Hollandi; Mikhail Sholovkov, Sovétrikjunum; Samuel Becket, hinn fransk- írska rithöfund, og fertugan japanskan leikritahöfund, Yukio Mishikma. Frá sýningu á „Oedipus Rex“ eftir Stravinsky í óperunni í V arsjá undir stjórn Bohdan VVodiczkos. Sýning þessi vakti mjög mikla athygli víða um lö nd og hlaut óskoraða viður kenningu tónskáldsins, sem hefiir haft myndir úr henni til sýnis fyrir gesti á heimili sínu. — Textinn féll niður undir mynd inni þegar Uún birtist í blaðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.