Morgunblaðið - 29.09.1965, Page 10

Morgunblaðið - 29.09.1965, Page 10
10 MORGU N BLAÐID Miðvikudagur 29. sept. 1965 U Köfuuartæki Jacqucs Yves ul -usteau. Westinghouse hefur í smíöum annaö tæki, sem þola á þrýsting á 6—7 km. dýpi. Stefnt að nýtingu auð linda undirdjúpanna - hvaða beitu einstakar fisk- tegundir taka. Flestir þessara minni kaf- báta, sem nú eru í smíðum vestan hafs, eru eingöngu aetlaðir til vísindarannsókna. Sum fyrirtæki leigja þá stofn- unum, en önnur framleiða að- eins með sölu fyrir augum. Enn mun samt líða á löngu, þar til hafizt verður handa í stórum stíl um nýtingu auð- linda sjávarins. Stjórnarfor- maður olíufélagsins „Shell“, John H. Loudon, spáir því þó, að fjórðúngur allra olíu- og gaslinda, sem finnast munu næsta aldarfjórðunginn, muni verða á hafsbotni. „Shell“ hefur þegar yfir að ráða nokkrum kafbátum, sem not- aðir eru við rannsóknir undan ströndum Kaliforníu. >eir eru þó ekki mannaðir, en er stjórnað frá yfirborði sjávar, UNDANFARNA hálfa öld hafa vísindamenn mikið ritað og rætt um auðæfi sjávarins. Það er þó fyrst nú, að ríkisstjórnir og fyr- irtæki eru farin að gefa þessum ónýttu auðlindum gaum. í Bandaríkjunum er haf- inn nýr iðnaður. Nokkur stórfyrirtæki einbeita sér nú að smíði tækja, sem notuð verða við rannsókn- ir á miklu sjávardýpi. — Hafa þegar verið fullgerð- ir nokkrir kafbátar og köf- unartæki, sem eingöngu verða notuð í vísindaleg- um tilgangi. Spá því margir ,að athug anir á undirdjúpunum muni brátt verða umfangs- meiri en rannsóknir á him- ingeimnum. „Cubmarine“, lítill bátur, sem notaður er á litlu dýpi þ.e. 50—60 m. Hafsbotninn er viða auðug- ur af verðmætum málum, s.s. kopar og nikkel. Gert er ráð fyrir, að á hafsbotni sé meira magn olíu að finna en á þurru landi. I»á segir í greinargerð bandarísku stjórnarinnar, að á ári hverju megi veiða um 220 milljónir tonna af fiski, en það magn myndi nægja til að fullrtægja helmingnum af þörf jarðarbúa fyrir eggja- hvítuefni. Til þess, að nýta megi þessi auðæfi þarf að framkvæma margvíslegar rannsóknir. Á árunum fram til 1972 hyggst bandaríska stjórnin verja um 100 milljörðum ísl. króna til þeirra. Meginhluti fjárins fer til srrtíði og kaupa á hent- ugum kafbátum og köfunar- tækjum. Fyrir nokkrum dögum fór nýtízku, bandarískur kafbát- ur, ' „Aluminaut", í athyglis- verða reynsluför í Golf- straumnum, undir strönd Miami. Sérstök deild Westing house Eleetric fyrirtækisins, þar sem um 1500 manns starfa, hefur nú hafið tilraun ir með kafbát, „Deepstar", sem smíðaður er eftir teikn- ingum franska haffræðingsins Jacques Yves Cousteau. Þá standa fyrir dyrum rannsókn- ir í Kyrrahafi, nærri Hawaii, á vegum sérstakrar neðan- sjávardeildar General Dyna- mics fyrirtækisins. Kafbátur- inn, sem það hefur smíðað, nefnist „Asherah", og úr hon- um verður hægt að athuga, .. .............. ■* „Asherah", sem notaður veröur við rannsóknir á því, hvaða beitu fiskur vill, og hvernig bezt e*- að egna fyrir hann. m.a. með sjónvarpstækjum. Þótt nokkur bið kunni enn að verða á því, að menn afli þeirrar þekkingar, sem er nauðsynlegur undanfari nýt- ingar, þá leikur ekki lengur vafi á því, að í framtíðinni verður mikill hluti fæðu jarðarbúa — og málma, sem ekki er nóg af á yfirborði jarðar, auk olíu — fenginn úr undirdj úpunum. „AIuminaut“, þolir þrýsting á tæplega 5 km. dýpi. Báturinn er eingöngu gerður úr aluminí. Nýjar bækur frá Leíftri MORGUNBLAÐINU hafa borizt eftirtaldar bækur frá prent- smiðjunni Leiftri, sem allar eru komnar út: Sjö sögur, eftir A. Conan Doyle; Sofandi kona, eft- Ir George Alexander; Gerviaug- að (Perry Mason), eftir Erle Stanley Gardner, auk margra barna- og unglingabóka: Todda í Sunnuhlíð, eftir Margréti Jóns- dóttur; Kim og smyglaramir, eftir Jens K. Holm; Kim og leður jakkarnir eftir sama höfund; Vigga og vinir hennar eftir Irene Ravn; Hanna og Tom, eftir Britta Munk; Sagan af Tuma ' litla, síðari hluti, eftir Mark Twain; 3 fræknir ferðalangar, eftir Frank Lynge, og Fallegu ævintýrin. Sjö sögur eru eftir hinn fræga brezka blaðamann og skáld. sagnahöfund, Sir Arthur Conan Doyle sem hlaut heimsfrægð fyrir leynilögreglusögur sínar um ævintýri Sherlocks Holmes. — Ýmsar bækur hans hafa áður verið þýddar á íslenzku, svo sem Baskervillehundurinn og svo ýmsar leynilögreglusögur. Sögqr þær eftir A. Conan Doyle, sem Leiftur gefur nú út, hafa ekki áður birzt á íslenzku. Þær eru 7 að tölu og teknar úr smásagna- safni, sem höfundurinn kallaði „Sögur frá liðnum öldum“. Jónas Rafnar, læknir, þýddi sögurnar. Sofandi kona fjallar um ást og dularfull afbrot, segir á auglýs- ingatexta á bókarkápu. Aðal- persónan nefnist Elízabeth War- ing, „fögur ensk hjúkrunarkona“. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi bók- ina. Gerviaugað er eftir leynilög- reglusagnahöfundinn Erle Stan- ley Garner, og um söguna segir m.á. á bókarkápu, að hún sé „sér lega flókin saga um ljótan at- burð og hlutverk Parry Masons er hér eins og venjulega, að leysa torráðna flækju. Og honum tekst að sýkna þann, sem saklaus er hafður fyrir rangri sök. Áður hefur Leiftur gefið út bókina Forvitna brúðurin, eftir sama höfund. Ólafur Sv. Björnsson þýddi bókina. Margrét Jónsdóttir skáldkona. Barna- og unglingabækur. Fyrst skal telja Toddu í Sunnu hlíð, eftir Margréti Jónsdóttur, saga fyrir börn og unglinga (önn ur úgáfa). Bók þessi er framhald af sögunni uf Toddu frá Blá- garði. Á bókarkápu segir, að Todda hafi átt heima í Kaup- mannahöfn fram að 7 ára aldri, enda sé hún dönsk í föðurætt. Bókin lýsir m.a. viðtökunum sem hún fær heima hjá ömmu sinni í Sunnuhlíð og ýmsu sem ber fyrir augu á íslandi. Margrét Jónsdóttir, skáldkona, hefur gef- ið út fjölmargar bækur, eins og kunnugt er. Sagan af Tuma litla, eftir Mark Twam, er síðara bindi, en áður hefur Leiftur gefið út nokkr ar bækur aðrar eftir þennan heimsþekkta og vinsæla höfund. , Eins og fyrr getur sendi for- lagið frá sér tvær Kim-bækur eftir Jens K. Holm, og eru þetta tólftu og þrettándu Kim.bækurn ar, sem út koma á íslenzku. Knútur Kristinsson hefur íslenzk að báðar bækurnar. Þá er að snúa sér að kven- fólkinu. Vigga og vinir hennar, eftir Irene Ravn, er „saga af skólatelpu, sem , geymdi alvar_ legt leyndarmál". En bókin um Hönnu og Tom, eftir Brittu Munk er fimmtánda Hönnu-bókin, sem forlagið gefur út. Bókina þýddi Knútur Kristinsson. Að lokum má minnast á bók- ina >rír fræknir ferðalangar, eft ir Frank Lynge. í þeirri bók er sagt frá ævintýralegu ferðalagi Þriggja röskra drengja, eins og komizt er að orði á bókarkápu. >eim hefur verið boðið til Suður Frakklands til þess að heim- sækja frændfólk sitt, en í Paris týna þeir vegabréfum sínurn . . . Fallegu ævintýrin eru fjórtán að tölu. Myndirnar í Ævintýr þessi gerði Bjarni Jónsson. Öll eru þessi ævintýri gömul. „>au hafa haft í sér lífsmáttinn til þess að standast umrót breytinganna“, segir á bókarkápu. Tækniskóli íslands verður settur fimmtudaginn 30. sept. kl. 2 e.h. í hátíðasal Sjómannaskóians. SKÓLASTJÓRI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.