Morgunblaðið - 02.10.1965, Side 2

Morgunblaðið - 02.10.1965, Side 2
MORGUNBLÁÐIÐ Laugardagur 2. okt 1965 1061 nemandi í Menntaskól anum í Reykjavík í vetur llinn nýl reSktor, Einar Magsnús- •» son, setur skélinn i fyrsta skipti MENNTASKÓLINN í Rcykja- vík var setíur í gær í Dómkirkj- unni. Gengu nemendur og kenn- ara frá skólahúsinu og til kirkj- unnar í fylkingu undir skóla- fánum. Nemcndur í M.R. verða 1061 í vetur og kennarar 77. Hef- ur nemendum fjölgað um 131 frá sl. skólaári. Dr. Páll ísólfsson lék á orgel dómkirkjunnar meðan nemend- ur og kennarar gengu inn. Sunginn var sálmur eftir Stein- grím Thorsteinsson, en þá tók séra Jón Auðuns, dómprófastuí1, til máls. Rakti hann tengsl skól- ans við kirkjuna á liðnum öldum og fagnaði því, að setning skól- ans færi nú fram í dómkirkjunni. Að ræðu hans lokinni var sung- inn sálmur eftir Sveinbjörn Egilsson, rektor. Hinn nýi rektor skólans, Einar Magnússon, flutti því næst setn- ingarræðu sína. Hann sagði m. a.: „Og að lokum! Kæru nemend- ur, ungu konur og ungu menn, bæði þið hin eldri, sem verið hafið í skólanum eitt til þrjú ár og þið hin yngstu, sem nú hafið stigið ykkar fyrstu spor inn fyrir þröskuld hins gamla, virðulega skóla: Til ykkar allra vil ég segja þetta: Verið minnug þess, að fyrir ykkur er skólinn og fyrir fram- tíð þjóðarinnar. Verið minnug þeirrar skyldu, sem þetta leggur ykkur á herð- ar, þeirrar skyldu að rækja störf ykkar af dyggð og trú- mennsku og leggja þannig grund völlinn að iífshamingju ykkar og heill þjóðar okkar, minnug þess, að í höndum ykkar er framtíð Qkkar kæra ættlands, sem þið eigið að erfa. Páll postuli segir i bréfi sínu til Timoteusar, lærisveins síns: „Lát engan líta smáum augum á æsku þina, en ver þú fyrir- mynd trúaðra í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika". Undir þessi orð postulans vil ég taka því að þið eruð fram- tíðin. En Páll segir fleira. Hann segir þetta í bréfi sinu til Timóteusar sem ég vil á þessari stundu minna bæði sjálfan mig og ykkur á: „Haf gát á sjálfum þér og kenningunni“. Öllum er okkur vissulega nauðsynlegt að minna okkur sjálf á að hafa gát á sjálfnm okkur í hverjum hlut, hafa gát á sjálfum okkur í-bi^gsunum, orð um og gjorðum, gæta tungu ókk- ar fyrir þeim hættum, sem að okkur steðja og gæta þess að varðveita hið bezta í sjálfum okkur. Og okkur er þörf að hafa gát á kenningunni, hafa gát á að stunda námið og tileinka okkur hina heilnæmu kenningu bæði í þessum skóla og lífsins skóla, þá kenningu sem lífshamingján grundvaljöst á. Á okkar tímum er margt hverfult í þeim kenningum, sem að okkur berast. Nýjar kenn- ingar, sem sumar eru áleitnar og telja sig kollvarpa þeim sann indum, sem borið hafa uppi líf kynslóðanna, kenningar, sem reynast hjóm í lífs raun. Þannig var það einnig á dög- um lærisveinsins Timóteusar fyrir nítján öldum. Hann hafði öðlazt grundvöll fyrir lífi sínu í hinni heilnæmu kenningu, en markmið þeirrar kenningar, seg- ir Páll postuli, er kærleikur af hreinu hjarta og góðri samvizku. En margar aðrar kenningar steðjuðu að Tímóteusi, kenning- ar sem Páll kallar vanheilög ævintýri, og reyndust haldlausar, þegar á reyndi. í hinu mikla umróti okkar tima er okkur því nauðsynlegt að gerast ekki uppnæm fyrir hverjum nýjum golukenningar- þyt, sem að okkur berst. En jafnframt ber okkur að hafa opin augu og eyru fyrir hverjum nýjum sannleika og hverri nýrri hugsun, sem eflir það markmið, sem kenningunni ber að stefna að, en það er kærleikur af hreinu hjarta og góðri samvizku. Á því byggist lífshamingja okkar og framtíð þjóðar okkar. Og fyrir þvi vil ég á þessari stundu brýna fyrir sjálfum mér og ykkur öllum, ungu konur og ungu menn. Haf gát á sjálfum þér og kenningunni, og með þessum orðum lýsi ég Mennta- skólann í Reykjavík settaji og 120. starfsár hans hafið“. í ræðu sinni þakkaði Einar þeim Kristni Ármannssýni frá- farandi rektor, og Guðmundi Arnlaugssyni, sem skipaður haf- ur verið rektor nýs menntaskóla í Reykjavík, störf þeirra'í þágu M.R. Þeir Kristinn og Guðmundur fluttu stutt ávörp og þökkuðu rektor hlý orð til þeirra. Setningarathöfninni lauk með því, að sunginn var þjóðsöngur- inn. MelstGiailokkin og 5. fl. keppa í Haínarfirði í DAG kl. 2 e.h. verður haust- móti Hafnarfjarðar í knattspyrnu haldið áfram. Leika þá 5. fl. FH og Hauka og að þeim leik lokn- um, meistaraflokkur sömu félaga. Síðasti leikur haustmótsins verður svo háður á morgun. Þá verður keppt í 3. flokki. Eins og um gat í fréttum hófst haustmótið um s.l. helgi og sigr- uðu Haukar í 4. fl. 1—0; en FH í 2. fl. 3—1. Er keppnin hefst í dag hefur FH.hlotið 8 stig en Haukar 6. FH hefur skorað 22 mörk en Haukar 10 mörk. Geimíerðasýn- ingin í Bann- nsindadeild Héskólans i Einar Magnússon, rektor, flytur ræðu sína. I GREIN ,sem birtist í blaðinu I gær voru nokkrar meinlegar vill- ur. Greinin nefndist „Geimferða- sýning í Eðlisfræðistofnun Há- skólans." Geimferðasýning sú, sem Upp- lýsingaþjónusta Bandaríkjanna efnir til á næstunni, er haldin I Raunvísindadeild Háskólans, sena er sunnan við Háskólabíó. Þá eru nefndar kvikmyndakýn- | ingar, sem halda á í sambandi við sýninguna og sagt, að þær verði í Háskólabíói. Þetta mun einnig vera rangt. Kvikmynda- sýningarnar verða haldnar í húsi Raunvísindadeildarinnar, • utan ein, sem haldin verður í Háskóla bíói fimmtudaginn 7. október fyr ir skólana. Þá er í fyrrnefndri grein talað um „sjónvarpshnöttinn Syncom.“. Gerfihnötturinn Syncom er á is- lenzku nefndur f jarskiptahnöttur. Er hér tneð beðizt afsökunar á mistökum þessum. I gegnum framrúöuna og á teipu í aftursæ’j Akranesi, 1. október. STÆR8AR steinn þeyttist undan hjóli á vörubíl í fyrradag, í gegn um rúðu á fólksbíl, og meiddi telpu, cr sat í aftursætinu. 13 fyrírtæki buðu í byggingu dráttarbrautar á Akureyri Lægsta tllboð átti pólska fyrir- tækið Cepok, um 6 milljónir kr. ÞRETTÁN fyrirtæki, þar af eitt íslenzkt, sendu tilboð í bygg- ingu dráttarbrautar á Akureyri. Voru þau opnuð fyrir nokkru hjá Innkaupastofnun ríkisins og kom í Ijós, að pólska fyrirtækið Cepok átti lægsta tilboðið, sem var um 6 milljónir króna. Þetta pólska tilbo'ð miðast þó við nókkra aðra úrlausn á bygg ingu dráttarbrautarinnar en út- boðslýsing hljóðaði um, en rhið- að víð hana var tilboð Pólverja ca. 10 milljónir króna. Munur á hæsta og lægsta til- T gær var hæg suðvestiæ ' átt hér á landi, Skúrir voru rbrðvestan lands, en létt- skýjað á Austurlandi. Heitt ver um. atlt land. Síðdegis 'í gær mun- hafa vuið um 20 stiga hiti. í Danrrörku pg í suðurhluta Noiegs og Sví- þ;óðar. Þar var sól, én á Bretlandseyjum var víða dá- lítil rignirjg og 10 —,15 st. h-’ti. ; boði, miðað við útboðslýsingu, var um 10 milljónir króna. Næst lægsta tilboði'ð átti vesturjþýzkt fyrirtæki, sem á sínum tíma byggði slippinn í Stykkishólmi. Þá var -beðið um tilboð mið- að vfð að tvær og þrjár dráttar- brautir yrðu byggðar. Voru til- boðin nokkru lægri miðað við byggingu tveggja e'ða þriggja dráttarbrauta. Stendur til, að dráttarbrautir verði einnig Lýst eftlr ökumonni Trabnnt bíls UM klukkan 15.13 í gærdag varð það slys að Nýbýlavegi 52 í Kópa vogi, að dráttarvél valt út af vegarbrún. Ökumaður hennar, Sigurður Jóhannesson, Efstasundi 87, Reykjavík, meiddist á fæti og var fluttur í Slysavarðstof- una. Kópavogslögreglan telur sig hafa vissu fyrir því, að oku- maður bíls af Trabant-gerð hafi orðið sjónarvottur að slysinu er hann átti leið um Nýbýlaveg í þann mund er það varð. Er hann beðinn að geía sig. fram við l.og- regluna, svo og aðrir sjónarvott- ar, ef einhverjir eru. byggðar í Hafnarfirði og á Siglu- firði. Pólska fyrirtækið Cepok, sem er ríkiseign, hefur samfð um smíði dráttarbrauta í Njarðvík- um og í Neskaupstað. Dráttarbrautin á Akureyri á að geta tekið 10 skip upp, sejn séu 350 tonn að stærð. Telpan héi Anna Dóra Gunnl Áugsdótiir LITLA telpan, sem beið bana i bílslysi í Vestmannaeyjum s.l. miðvikudag, hét ANNA DÓRA GUNNLAUGSDÓTTIR. Hún var dóttir hjónanna Dóru Jóhanns- dóttur og Gunnlaugs Axelsson- ar, Kirkjuvegi 65, Vestmanna- eyjum. Vís’talon hækk- ar nm 2 sllg KAUPGJALDSNEFND hefur reiknað Ót vísitölu framfærslu- kostnaðijjr í septemberbyrjun 1965 og reyndist hón vera 174 st. eða tveim stigum hærri en í ágúst byrjun. Miðað er við, að 1, marz .1959 hafi vísitalan verið 100. Hækkunin stafar af hækkun á húsnæðislið, hækkun stnjör- likisverðs og‘ hitaveitutaxta. Nánari atvik eru þau, að Hjört ur Sigurðsson var á ferð í Skii- mannahreppi kl. 17,20 í fyrra- kvöld á leið til Akraness. Á móts við afleggjarann á bæn um Hvítanesi fór vörubíll fram- hjá og undan hjóíi hans þeyttist s.tærðar steinn í gegn um bílrúð- una hjá Hirti, lendti á hægri öxl dóttur hans, sem sat í aftursæti, og meiddi hana talsvert. Hrökk steinn svo í bílgaflinn og niður í sætið. Oddur. Dr. Henri Clavr prédikar í H"11- grimskii'kju DR. THEOL. Henri Ciu _r, prófessor í Nýja-testament's- fræðum o.g almennri trúarbragöa sögu við háskólann í Strasbourg, prédikar við guðsþjónustu, sem fram fer í Hallgrímskirkju á sunnudag og hefst kl. 11 f.h. Verður ræðan þýdd á íslenzku. Dr. Jakctþ Jónsson þjónar fyrir altari. Dr. Henri Clavier er mjög þekktur maður innan kiarkjunn- ar. Hefur hann i farið víða um heim og flutt fyrirlestra. Þá gat hann sér sérgtakt orð sem þátt- takandi í frelsishreyfingu Frakka i síðáfi heinisstyfjöldiimí. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.