Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 19
/ Laugardagur 2. okt. 1965 MORGUNBLAÐID 19 i EINS og sagt er frá annars staðar í blaðinu, var gerð tilraun til stjórnarbylting- ar í Indónesíu í gær og reyndu uppreisnarmenn að steypa Súkarno forseta af stóli. í fyrstu var haldið, að stjórnarbyltingin hefði tekizt, en síðari fréttir herma að Súkarno sé enn við viild í landinu og upp- reisnin hafi verið bæld nið- ur, ekki sízt fyrir tilstuðlan Nasutions hershöfðingja, sem ávallt hefur verið dyggur stuðningsmaður for setans og gegnt hermála- ráðherraembættinu í st jórn hans. Samkvæmt fréttum Mynd þessi var tekin er þeir hittust Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseti og Sukarno Indónesíu f-orseti. Súkarno er þarna að kynna dóttur sína. Forustumenn Indónesa í gærkvöldi voru það stuðn ingsmenn kommúnista, sem að byltingartilraun- Súkamo Sukarno og inni stóðu, en kommúnist- ar eru mjög öflugir í Indó- nesíu eins og kunnugt er og hefur forsetinn oft og einatt þurft, að áliti sér- fræðinga, að móta utan- ríkisstefnu sína í mikilvæg um málum í samræmi við kröfur þeirra. Sukarno og stjórn hans hafa undanfarið gengið mjög sterklega til liðs við stefnu kínverskra kommúnista í utan ríkismálum, enda þótt forset- inn hafi ávallt reynt að láta líta svo út sem stjórn hans sé hlutlaus í átökum stórveld- anna í austri og vestri. Flest- um mundi hafa þótt forsetinn ganga nægilega dyggilega er- inda kínverskra kommúnista í alþjóðamálum og því eðli- legt, að kommúnistar í Indó- nesíu launuðu honum með því að styðja við bakið á honum. En ef fréttir sem borizt hafa eru réttar, hefur sú ekki orðið raunin, heldur hafa kommún- istar þótzt sjá sér leik á borði að fella stjórn hans. Nasution Eins og kunnugt er, hefur Súkarno átt í erfiðleikum heima fyrir, ekki sízt vegna stofnunar Malaysíusamhands- ins og ágreinings Malaysíu og Indónesíu um Norður-Borneó. Hefur þjóðernistilfinning Indó nesa síður en svo fengið nægi- lega útrás í átökum þessum og margir þar í landi talið" að stefna forsetans hafi ekki bor- ið þann árangur sem til var ætlazt. Af þeim sökum meðal annars hefur forsetinn leitað skjóls og huggunar hjá kín- verskum kommúnistum með þeim afleiðingum sem nú má sjá. í tilefni þessara átaka, sem snerta líf og framtíð hundr- að millj. manna í Indónesíu og fjölda annarra í Asíulöndum, þykir Morgunblaðinu rétt að rifja upp nokkur atriði úr lífi og störfum tveggja helztu for- ustumanna þessa lands, Súk- arnos forseta og Nasutions, hermálaráðherra hans. Sukarno forseti pr ýmsu vanur eftir áratuga stjórnmála starf og langvarandi baráttu fyrir sjálfstæði Indónesíu. Hann hefur verið forseti Indó nesíu frá 1945, og jafnframt forsætisráðherra frá 1959, og honum veittist sá óvenjulegi heiður fyrir tveimur árum að vera kjörinn 'þjóðarleiðtogi Indónesa til æviloka. Achmed Sukarno heitir hann fullu nafni, en fornafnið heyrist sjaldan nefnt. Hann er fæddur í Blitar á Austur- Jövu 6. júní 1901. Var faðir hans skólastjóri þar, en móð- irin ættuð frá Bali. Sukarno var settur til mennta, og lauk emibættisprófi í verk- fræði við tækniháskólann í Bandung. En strax á gagn- fræðaskólaárunum hneigðist hugur hans mjög að stjórn- málum, ov á bað ekki hvað sízt rót sína að rekja til þess að um þetta leyti bjó hann hjá iþekktum þjóðernis- og trúarleiðtoga, Umar Said Tjokroaminoto. Gerðist hann félagi í ungmennasamtökum Jövu ,sem voru samtök rót- tæks æskufólks, er barðist fyr ir því að losa lan'dið undan yfirráðum Hollendinga. Seinna, þegar Sukarno gekk í háskólann í Bandung, fékk hann orð fyrir að vera mikill ræðuskörungur. Þegar svo kommúnistaflokkur Indó- nesíu var bannaður árið 1927, þóttist Sukarno sjálfkjörinn til að vera einn leiðtoganna 1 baráttunni fyrir sjálfstæði lands síns. Sukarno gekk í Partai Nasional Indonesia, en sá flokkur er í dag öflugasti stjórnmálaflokkurinn í land- inu, þótt nókkrar breytingar hafi verið á honum gerðar. Varð Sukarno einn af leiðtog- um flokksins og tók virkan þátt í að reyna að sameina allar stéttir undir merki „mer deka“ (sjálfstæði). Fyrir þessa starfsemi fyrir skipuðu Hollendingar hand- töku hans árijð 1930, og var hann dæmdur tll fjögurra ára fangelsisvistar, en náðaður tveimur árum seinna. Þegar úr fangelsinu kom lét Su- karno ekki á sér standa, og hóf þegar stjórnmálabarátt- una á ný. Að þessu sinni með Partai Indonesia, sem var kolfningsflokkur úr P.N.I. Varð Sukarno formaður þess flokks. En Hollendingar voru lítt hrifnir af sjálfstæðisbaráttu Sukarnos, og árið 1933 var hann enn handtekinn. Að þessu sinni dæmdu Hollend- ingar hann til útlegðar, og í þeirri útlegð var hann þar til Japanir hertóku Jövu 1942. Létu Japanir Sukarno laus- ann, og settist hann þá að samningum með leiðtogum P.N.I. . flokksins, þeim dr, Mohammad Hatta og Sutan Sjahrir. Varð það að sam- komulagi að þeir Sukarno og Hatta skyldu að nafninu til vinna með Japönum, en á bak við tjöldin unnu þeir allir að því að undinbúa sjálfstæði landsins. Þegar Japanir gáfust upp fyrir Bandaríkjamönnum í ágúst 1945 ,voru Sukarno og félagar ^hans reiðubúnir, og 17. ágúst lýsti Sukarno yfir sjálfstæði landsins. Næsta dag var hann kjörinn fyrsti forseti Indónesíu, og dr. Hatta vara- forseti. Ekki létu Hollendingar það afskiptalaust að Indónesar lýstu yfir sjálfstæði sínu Þeir sendu her þangað og hugðust ná þessari fyrri ný- lendu sinni á ný. Þeir Su- karno og Hatta hurfu þá á brott til Jogjakarta, en létu Sjahrir, sem þá var forsætis- ráðherra, um að semja við Hollendingana. En hann lá ekki ,eins og þeir, undir ásökunum um samstarf við Japani á stríðsárunum. 'Samningar tókust ekki, og næstu árin voru stöðugar óeirðir í Indónesíu. Hlé varð þó á í désember 1948 þegar Hollendingum tókst að ná borginni Jogjakarta og hand- Framh. á bls. 31 i ; ; ; - F.I.M. Framh. af bls. 10. að mig minnir, í Myndlistaskól- anum hjá Ásmundi og svo var ég líka í teikningu hjá Finni Jóns- 6yni. — En þú hefur ekki farið út til þess að læra? — Ja, ég fór til Parísar fyrir nokkrum árum með Herði Ágústs syni í kynnisferð á vegum Mynd- listaskólans og hafði mikið gott af þeirri för. Við heimsóttum ýmsa mæta listamenn, bæði í París og á Norðurlöndunum. — Hvað telur þú vera mesta nauðsynjamál höggmyndalistar- innar? — Hiklaust það áð eitthvað verði gert til þess að búa í hag- inn fyrir komandi myndhöggv- ara, segir Jón að lokum. Þá náðum við einnig tali af öðrum ungum listamanni, Arnari Herbertssyni, en hann sýnir þarna þrjár teikningar. — Hefur þú sýnt áður opinber- lega? • — Nei, þetta er í fyrsta skipti. — A hvaða skóla hefur þú gengið? — Ég hef verið í myndlista- tkólanum við Freyjugötu. Var þar fyrst veturinn 1959 og svo aftur 1963 og ’64. — En hefur þú fengizt lengi við þetta? — Já, alveg síðan ég man eftir mér. — Og þú fæst eingöngu við að teikna? — Nei, ég fæst einnig lítillega við að mála í olíu, en ég hef mest gaman af því svart-hvíta. — Hvernig er aðstaða til list- náms hér, Arnar? — Hún mætti nú vera betri held ég. Ég þekki að vísu aðeins til námsins í Myndlistaskólanum, sem er ágætur skóli ,og alltaf verið að bæta hann. — Hvaða liststefnu aðhyliist þú? — Ég er eiginlega eingöngu í abstrakt, þótt ég teikni líka öðru hvoru landlagsmyndir. — En þú ætlar að halda áfram á þessari braut, og hafa þetta að lífsstarfi? — Já, ég býst við að vera í skólanum aftur í vetur. Það lifir nú enginn á þessu eingöngu — maður verður að hafa eitthvað annað með, þótt hitt væri auð- vitað æskilegt. — Hefurðu hugsað þér að halda sjálfstæða sýningu? — Já, það gæti verið, svona seinna meir. Aldursforsetinn í hópi listmál- aranna á þessari haustsýningu, er Gunnlaugur Scheving. Við heim- sóttum hann í vinnustofu hans og röbbuðum við hann þar stutta stunl. — Mannst þú, Gunnlaugur, hvað þær eru orðnar margar FÍM-sýningarnar ,sem þú hefur tekið þátt í? — Nei, ég hef ekki tölu á því, en ég hef venjulega verið með á þessum árlegu sýningum. — En hvernig lízt þér á þessa sýningu? — Mér finnst þetta vera falleg sýning, þótt hún njóti sín ekki sem bezt þarna í Listamannaskál anum. Hann er orðinn allt of lít- ill og hrörlegur fyrir svona sýn- ingar. — Hvernig lízt þér á ungu mennina sem sýna þarna? — Mér finnst þetta vera góð sýning af þeirra hálfu, þótt mér virðist sumir þeirra vera nokkuð óráðnir ennþá. — Hefur þessi mynd, sem þú sýnir hérna, verið áður á sýn- ingu? — Já, hún var ásamt þremur eða fjórum myndum öðrum eftir mig á sýningu út í Þrándheimi. Það var sýning sem Norræna listbandalagið gekkst fyrir, — Þú lærðir út í Kaupmanna- höfn, Gunnlaugur? — Já, ég fór þangað til náms 1923. Ég hafði þá áður lært hjá Guðmundi Thorsteinssyni og Einari Jónssyni. — Já, það má segja það. Að vísu vann ég með svolítið framan af en hætti því þó bráðlega, og gat einhvern veginn skrimt af. Þetta voru þá mjpg erfiðir tím- ar og allir svo fátækir. En það getur hjálpað manni mikið á svona tímum, að þegar maður er ungur, hefur maður svo mikla aðlögunarhæfileika og-getur van izt því að komast af með lítið. — Hefur þú nokkra hugmynd um það hve mörg málverk þú hefur gert um ævina? — Nei, það hef ég ekki. Ég held að listmálarar fylgist yfir- leitt ekki með því. — Hvaða liststefnu aðhyllist' þú, Gunnlaugur? — Enga, ég er algjörlega stefnu laus maður í málaralist. — Hvernig er það að vera listmálari á íslandi? — Það fer alveg eftir því við hvað er miðað. Samanborið við það sem gerist og gengur erlend- is, þá er aðstaðan hér heldur lakari, því að þeir sem skapa sér eitthvert nafn úti, fá yfirleitt mikið fyrir myndir sínar og kom ast í góð efni. En þrátt fyrir þetta er að mörgu leyti ágætt að vera listamaður á íslandi. — Hvað villt þú segja um þessa nýju stefnu, sem kallast poplist? — Ég hef ékkert gaman af henni, en að vísu hef ég séð mjög lítið af henni. Það er nú svo, að það fylgir ýmislegt þess- ari nútímalist og maður áttar sig oft ekki á því strax. — Heldur þú að þessi nýja stefna verði eitthvað til fram- búðar? — Nei, ég býst varla við þvL Það er kannski hægt að segja, að í málaralist sé ekkert til fram búðar þetta er alltaf að breytast og nýjungar að koma fram. Menn eru alltaf að reyna eitthvað nýtt og það er í sjálfu sér lofsvert, enda þótt það takist ekki alltaf. — Þú málar mikið frá atvinnu lífinu, Gunnlaugur? — Já, ég hef alltaf gert það og haft mjög gaman af því. Ég er alinn upp í sjávarplássi og hef líka verið í sveit og maður hef- ur eiginlega haft þetta fyrir fram an augun daglega. Þess vegna hefur þetta viðfangsefni heillað mann ósjálfrátt, segir Gunnlaug- ur að lokum og þar með kveðj- um viÖ hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.