Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. okt. 1965 ** . o as ds og Bandaríkjanna 25 ára HINN 1. okótber 1941 afhenti fyrsti sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Lineoln McWeagh, ríkisstjóra íslands, Sveini Björnssyni, embættisskiiríki sin. Árið áður höfðu löndin skipzt á ræðismönnum. 1 gær var þess því minnzt að aldarfjórðungur er liðinn síðan Bandaríkin og Is- land tóku upp stjórnmálasam- band. Á þeim árum, sem liðin eru, hafa samskipti íslands og Bandaríkjanna aukizt til muna, bæði í stjórnmálalegiun, við- skiptalegum og menningarlegum efnum. Á stjórnmálasviðinu höf- um við átt margvísleg sam- skipti við Bandaríkin, bæði inn- an Sameinuðu þjóðanna og ekki síður Atlantshafsbandalagsins. Viðskipti landanna hafa aukizt mjög og verið báðum þjóðum hagkvæm. Sterk, menningarleg tengsl hafa skapast, fjölmargir ísienzkir námsmenn verið við nám við bandaríska háskóla, og bandarískir stúdentar einnig komið til náms við Háskóla ís- lands. Stjórnmálasamskipti. Sem fyrr segir tóku Banda- ríkin og ísland upp stjórnmála- samband 1940, en 1. október 1941 afhenti sendiherra Bandaríkj- anna, Sveini Björnssyni em- foættisskilríki sín. Bandaríkin urðu einnig fyrsta erlenda ríkið til þess að viðurkenna sjálf- stæði hins íslenzka lýðveldis og 14. júní 1944 afhenti þriðji sendi- herra þeirra, Louis G. Dreyfus, skilríki sín, og dvaldist hann hér á landi í rúm tvö ár. Dreyfus sendiherra hefur sent eftirfar- andi kveðju til íslands í tilefni aldarfjórðungs stjórnmálasam- bands íslands og Bandaríkjanna, og segir hann m.a. í henni: „Franklin Roosevelt, forseti, útnefndi mig ambassador sinn við hátíðahöldin í sambandi við stofnun lýðveldis 17. júni 1944. Það var einstæður og ógleyman- legur atburður. Meiri hluti ís- lenzku þjóðarinnar var staddur á Þingvelli, þegar hinn ágæti og mikilsvirti maður, Sveinn Björnsson, var kjörinn fyrsti forseti. íslands. Við höfðum ver- ið vinir síðan 1930, þegar við hittumst fyrst í Danmörku, þar sem við vorum báðir fulltniar þjóða okkar. Ég var um kyrrt ó íslandi sem sendiherra, og það gaf mér tækifæri til að kynnast og starfa með fjölda íslendinga, bæði embættismönnum og öðr- um. Var ánægjulegt að starfa með mönnum, þar sem mikl- ir mannkostir og samstarfsvilji og gestrisni voru svo áberandi“. Samskipti íslands og Banda- ríkjanna á stríðsárunum urðu að sjálfsögðu mikil, ekki sízt vegna hins fjölmenna liðs bandariskra hermanna, sem hér dvaldist, og og verður ekki annað sagt, en (það samstarf hafi tekizt með ógætum, þótt alltaf verði erfið- leikar í sambúð lítillar þjóðar við fjölmennt erlent herlið. ís- lendingar tóku þátt í stofnun Sameinuðu þjóðanna og tóku þar upp samstarf við Bandarík- in, sem og aðrar þjóðir og með stofnun Atlantshafsbandalagsins varð samstarf landanna enn meira. Má vafalaust segja, að samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins hafi verið einn merkasti þátturinn í samvinnu þessara tveggja þjóða. Atlants- hafssáttmálinn var undirritaður í Washington 4. apríl 1949 af þáverandi utanríkisráðherra ís- lands og núverandi forsætisráð- berra dr. Bjarna Benediktssyni. Þar með skipuðu fslendingar sér í raðir frjálsra þjóða báðum megin Atlantshafsins, sem verj- ast vildu með sameiginlegum vörnum ágengni hinna kommún- ísku heimsvaldasinna. Rúmum tveimur árum eftir undirritun Atlantshafssáttmálans var gerð- ur samningur milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Islands um að hinir fyrrnefndu tækju að sér varnir íslands fyrir hönd banda- fór í fyrsta sinn yfir eina milljón dala. Síðan á stríðsárunum hefur orðið veruleg breyting á þeim varningi, sem íslendingar kaupa í Bandaríkjunum. Innflutningur á matvælum, svo sem kornvöru hefur farið minnkandi, en hins- vegar hefur innflutningur á alls konar verksmiðjuvarningi og vélum farið í vöxt. Samt er það svo, að landbúnaðarafurðir eru enn stærsti liðurinn í innflutn- Sendiherrar Bíindaríkpnno Bertil Kuniholm Lincoln Mac Veagh Leland B. Morris Louis G. Dreyfus lagsins, enda var ástandið í al- þjóðamálum þá mjög ískyggilegt. Um líkt Ieyti kom varnarlið Bandaríkjanna hingað til lands, og hefur það verið staðsett hér á landi síðan. Aðalaðsetur varn- arliðsins hefur jafnan verið á Keflavíkurflugvelli, þar sem ríkisstjórn íslands hefur látið því í té aðstöðu til eftirlits og öryggis þjónustu á Norður-Atlantshafi. Auk þess hefur nokkur aðstaða verið látin í té annars staðar, svo sem á Suðausturlandi og Norðausturlandi. Segja má, að sambúðin við varnarlið Banda- ríkjanna á íslandi hafi verið hin vinsamlegasta, þótt alltaf hafi komið til nokkurra árekstra, sem ekki er óeðlilegt, þar sem dvöl erlends herliðs hlýtur að hafa einhver óþægindi í för með sér. En ljós er hinsvegar, að samskipti okkar við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hafa farið batnandi á undanförnum árum. Margþætt viðskipti. Viðskipti íslands og Banda- ríkjanna á þessu 25 ára tímabili, hafa verið mjög margþætt og farið vaxandi. Fyrir stríðið voru viðskipti milli landanna mjög lítil, en styrjöldin breytti þessu öllu, svo að á árunum 1943 og 1944 voru Bandaríkin aðalvið- skiptaland íslands. Innfluttur varningur til íslands var þá að % hlutum keyptur frá Banda- ríkjunum. Þegar styrjöldin var á enda, varð aftur breyting á þessu eins og menn vita, en aldrei hefur farið aftur í sama farið og fyrir stríðið, því æ síð- an hafa Bandaríkin verið bezti viðskiptavinur íslands og sum árin verið í fyrsta sæti í þessu efni. Sala á afurðum íslendinga til Bandaríkjanna 'hefur aukizt um 13,2% af öllum útflutningi fslands árið 1950, í 16% af út- flutningi ársins 1964. Þessar töl- ur segja þó ekki söguna nema að nokkru leyti, því að rétt er að geta krónutölu til þess að menn átti sig betur á þessum viðskipt- um. Árið 1950 var verðmæti út- flutnings íslands til Bandaríkj- anna um 56 millj. króna, en á árinu sem leið var samsvarandi tala 767 millj. króna. Aukningin árið 1963 var 22%, og stafaði m.a. af 20% verðmætisaukningu á freðfiskútflutningnum, sem nam næstum 629 millj. króna. Fróðlegt er að geta þess, að út- flutningur íslendinga á humar til Bandaríkj anna nam nær 60% af öllum slíkum útflutningi, og ingi fslands frá Bandaríkjunum, og námu t.d. 41% af heildarverð- mæti innflutnings þaðan, árið 1964. Samstarf á sviði mennta- og menningarmála. Hinn 23. febrúar 1957, var undirritaður samningur milli ís- lands og Bandaríkjanna um ýms samskipti á sviði menningar- mála, og samkv. honum var kom ið á fót menntastofnun Banda- ríkjanna á íslandi, sem starfað hefur síðan. í daglegu tali hefur stofnun þessi oft verið nefnd Fullbright-stofnunin, eftir J. William Fullbright öldungar- deildarþingmanni, sem beitti sér þegar öllu nánari og þau fóru að sjálfsögðu í vöxt, þegar banda- rískt herlið kom hingað til lands árið 1941 til að taka hér við af brezka setuliðinu, sem flutt var á brott til annarra verkefna. Þegar heimsstyrjöldin síðari var á enda og alþjóðasamskipti færð- ust smám saman í eðlilegt horf, héldust þessi tengsl ófram, en þau hafa þó tekið á sig nokkuð annan svip en á stríðsárunum. Námsmenn leita enn vestur um haf til að afla sér aukinnar menntunar, sem í sumum tilfell- um er aðeins að fá þar í landi, en auk þess eru tengsl þjóðanna á sviði ýmissa lista mjög náin og vaxandi. Um nokkurt árabil hefur Bandaríkjastjórn lagt mikla áherzlu á að kynna banda- ríska list og listamenn úti um heim, svo að þjóðir heims fengju sem sannasta mynd af Banda- ríkjamönnum. Bæði einstakling- ar og hópar fara slíkar kynning- arferðir, og hefur ísland notið góðs af þessu eins og margar aðrar þjóðir. Hingað hafa komið söngvarar, hljómsveitir, ballett- flokkar, píanóleikarar, organist- ar, kórar og svo mætti lengi telja. En í þessum menningar- og listkynningum hefur ekki verið um „einstefnuakstur" að ræða, því að íslenzkum lista- mönnum hefur einnig gefizt kostur á að ferðast um Banda- ríkin til að kynna list sína. í því sambandi er vert að minnast nokkurra vikna tónlistarferðar þeirra Björns Ólafssonar og Jóns Sen, er þeir fóru ásamt tveim bandarískum listamönnum víða um Bandaríkin. Mynduðu þeir kvartett, sem gat sér hið bezta orð. Karlakór Reykjavíkur fór einnig langa söngför um Banda- ríkin, sem einnig var líka mikil frægðarför. Um þessar mundir stendur yfir sýning á íslenzk- um listaverkum í Mainefylki. og hefur hún fengið góða dóma í blöðum., Síðast, en alls ekki sízt, skal getið íslenzka bóka- safnsins við Cornellháskóla i íþöku í New York fylki, það hef- ur lengi aukið hróður íslendinga meðal vísindamanna í Banda- ríkjunum og víðar, og það var við þetta safn, sem prófessor Halldór Hermannsson starfaði lengst. Sterk vináttubönd Af þessu yfirliti má Ijóst vera, að samskipti íslands og Banda- ríkjanna á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan löndin tóku upp stjórnmálasamband, hafa aukizt mjög mikið og orðið æ margþættari. Verður ekki annað sagt, en íslendingar hafi gott eitt að segja um samskipti sín við Bandaríkin, og er þó oft um að ræða margvíslega erfiðleika i samskiptum þjóða, sem svo mik- ill stærðarmunur er á. Bandaríkin hafa aldrei reynt að nota sér • aðstöðu sína til áhrifa á íslenzk málefni, og ekki er hægt að segja, ,að um sé að ræða umtalsverð vandamál i samskiptum þessara tveggja ríkja. Þegar minnzt er afmælis stjórn málasambands íslands og Banda- ríkjanna, munu þeir menn í báð- um löndunum, sem er annt un» vinsamleg samskipti þeirra eiga þá ósk bezta, að á næsta aldar- fjórðungi muni takast jafn góð og hagkvæm samskipti á báða bóga, og verið hefur síðastliðin 25 ár. á íslandi í aldarfjórðung Richard P. Butrick Edward B. Lawson John J. Muccio Tyler Thompson James Penfieid fyrir sérstakri lagasetningu um samningsgerðir af þessu tagi. Fullbright lagði til, að þær miklu vörubirgðir, sem Bandaríkja- stjórn átti í ýmsum löndum eftir stríð, væru seldar á mynt hlut- aðeigandi landa, og andvirðinu varið til greiðslu á námsferðum borgara þessara landa til Banda- ríkjanna, svo og til að greiða náms- og dvalarkostnað Banda- ríkjamanna í þeim löndum. Á annað hundrað íslendingar hafa orðið aðnjótandi styrkja frá Fullbright-stofnuninni frá upp- upphafi. Hingað hafa einnig kom ið Bandaríkjamenn á vegum stofnunarinnar, og hafa dvalið hér árlega við nám, tveir til átta Bandaríkjamenn. Menningar- tengsl íslands og Bandaríkj- anna hafa einnig farið vaxandi á þessu tímabili, og eiga sér djúpar rætur. Með landnámi ís- lendinga vestur í Bandaríkjun- um komust þegar á nokkur menningarleg tengsl yfir hafið, þótt erfitt væri að halda þeim uppi af margvíslegum ástæðum, en veigamest var að sjálfsögðu fjarlægðin milli landanna. En þegar löndin höfðu skipzt á sendiherrum, urðu þessi tengsl Samþykkt ný innflytj- endalög í Bandaríkjunum Þjóðerniskvótar úr sögunni Washington, 1. október, NTB. Fulltrúadeiid Bandaríkjaþings samþykkti í gær með yfirgnæf- andi meirihluta — 320 atkvæða um gegn 69 — hin nýju inn- flytjendalög Johnsons forseta, sem m.a. nema úr gildi hið gamla þjóðernis-kvóta kerfi, sem farið hefur verið eftir um val innflytjenda. Allar líkur eru taldar á því að öldungardeildin samþykki lögin í dag og fullvíst talið að það verði einnig með miklum meirihluta atkvæða. Johnson forseti mun síðan undirrita lög- in við hátíðlega athöfn við fót- stall Frelsisstyttunnar á sunnu- dag. Samkvæmt hinum nýju inn- flytj endalögum er gert ráð fyr- ir allt að 170.00Ö innflytjendum árlega og engum þjóðum eða kynþáttum þar sérlega ívilnað, en samkvæmt gamla kvótakerf- inu, sem sætt hefur mikilli og sí-harðnandi gagnrýni undan- farin ár, áttu Norður-Evrópu- búar og Bretar mun hægara urn vik að flytjast til Bandaríkj- anna en íbúar S-Evrópu og fólk frá öðrum heimsálfum. Þá er og í hinum nýju lögum gert ráð fyrir allt að 120.000 innflytjend um á ári til Bandaríkjanna frá öðrum ríkjum í Vesturálfu, en hingað til hafa engin takmörk verið sett á innflutningi manna frá þessum löndum til Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.