Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 5
Laugardag'wr "z. okt. 1965 MORCUNBIAÐIB 5 ÞEKKIRÐU LANDID ÞITT? Engir tveir, menn sjá sama hlutinn nákvæmlega eins, með því áð líta snöggvast á hann. Og ef þeir eiga svo að lýsa honum, verða lýsimgar þeirra svo mismunandi, að þriðji maður gæti efast um að báðir ættu við sama hlut- inn. I>ó veröur þetta enn at- hyglisverðara, ef tveir menm lýsa landslagi, er þeir hafa horft á samtímis. Þar sést enn glöggvar hve misjöfn er athyglisgáfa mannanna, en það er hún, sem mestu ræður um hvað festist í minni manns um landið. Sumir virðast ekki hafa séð neitt nema út- línur í landslagi, hjá öðrum hefir einhver einn staður festst rækilega í minni, en sum ir virðast hafa gefið öllu gæt- ur, smáu og stóru. A þessu má sjá hVe misjafnlega mikla á- nægju menn bera úr býtum í sumarferðum sínum- Þeir, sem hafa ríkasta athyglisgáfu njóta fegurðar landsins bezt, og stundum í því sem er lát- lausast og fer fram hjá öllum þorra manna. Þessi mynd getur skýrt það að nokkru leyti, að athyglis- gáfa og rétt viðhorf leiða í ljós fegurð, sem fer fram hjá þeim, sem altaf eru á þönum eftir því að sjá eitthvaS „merkilegt", en gefa sér aldrei tíma til að uppgötva það í því smáa og því sem næst er. Þessi staður, sem myndin er af, var til skamms tíma almannafæri í sjálfri höfuðborginni Reykjavík og var þá ósnortinn, en hefir nú verið umturnað af manna Heimula og baidursbrá i sorphauguiri hjá Fúlutjörn 1954. völdum. Þetta er grófin, sem Fúlutjarnarlækur rann um á leið sinni frá Suðurlandsbraut til sjávar. í míðju er lækurinn sjálfur, en til beggja handa ér líkt og skrúðgarður, gerð- ur af náttúrunni sjálifri og skreyttur íslenzkum gróðri, sém er mjög algengur. Þar er mikið gras og af mörgum teg undum, þar eru sóleyar og fíflar og baldursbrá, en yfir gnæfir veggur af heimulu og er eins og skógarbelti til skjóls fyrir þennan fagra gróð urreit. Lækurinn niðaði hvísl andi milli grasbakkanna, flug ur suðuðu og flugu milli blóm anna, en sterk angan gróand- ans fyllti þetta litla lækjar- drag og gerði loftið þrungið lífmagni. VÍSLKORIM FORINGJAEFNI® Hvar sem þínar leiðir lágu, í- :t þú rök og stefnu falt, þú varst ótrúr yfir smáu, yfir stærra settur skalt. Árni G. Eylands. Akranesferðir: Sérleyfisbifreiðir I>.Þ.Þ. Frá Reykjavík alla daga kl. 8:30 frá BSÍ og kl. 6:30 frá BSR, nema laugardaga kl. 2 frá BSR. •unnudaga kl. 9 e.h. frá BSR og 11:30 frá BSÍ. Frá Akranesi: kl. 8 og 12 •lla daga nema laugardaga kl. 8 og •unnudaga kl. 3 og 6. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er á leið til Reykjavíkur frá Stettin. Askja er í Leningrad. Loftleiðir h.f.: Guðríður Þorbjarnar dóttir er væntanleg frá NY kl. 07:00. Fer til baika til NY kl. 02:30 síðdegis. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 09:00. Fer til Luxemborgar kl. 10:00. Er væntanlegur til baka £rá Luxemborg kl. 01:30 í nótt. Fer til NY kl. 02:30. Viihjáknur Stefáns- •on er væntanlegur frá NY kl. 12:00 6 miðnætti. Fer til Luxemborgar kl. ©1:00. Snorri Sturluson fer til Oslóar og Helsingfors kl. 08:00. Er væntan- legur til baka kl. 01:30 í nótt. Snorri Þorfinnsson fer til Gautaborg •r og Kaupmannahafnar kl. 08:30. Er væntanlegur til baka frá Kaup- mannahöfn og Gautaborg kl. 01:30 i nótt. Hafskip h.f.: Langá fór frá Gaufa- t>org 1. þm. til íslands. Laxá fór frá Djúpavogi 30. þm. til Gravarna og Gautaborgar. Rangá er í Reykjavík. Selá fór frá Hull 29. þm. til Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Rvík Esja er á Vesturlandshöfnum á norðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21:00 í kvöld til Rvíkur. Skjaldbreið er á Norðurlands höfnum á leið til Akureyrar. Herðu breið er 1 Rvík. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fór frá Húsavík 30. til Gloucester, er vænt- •nlegt þangað 9. þm. Jökulfell fer í dag frá Grimsby til Calais. Dísarfell er á Norðfirði. Litlafell losar á Aust- fjörðum. Helgefell^ fer í dag frá Gdynia til Austfjárða. Hamrafell er væntanlegt til Rvíkur 7. frá Con- •tanza. Stapafell kemur til Rvíkur í dag. Mælifeil er á Reyðarfirði, fer J>aðan til N orðurlandshaf na. Fand- aingo fór 1 gær frá Blönduósi til London. Fisko er væntanlegt til ís- landis á morgun. H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka- foss fer frá London 1. þm. til Hull og Rvíkur. Brúarfosis fer frá Vest- mannaeyjum 1. þm. til Keflavíkur, Akraness og Vestfj a rðahafna. Detti- foss fór frá NY 23. þm. Væntanleg- ur til Rvíkur. kl. 19:30 í kvöld. Fjal'l- foss fór frá Gautaborg 30. þm. til Rvíkur. Goðafoss fór frá Húsavík 1. þm. til Kaupmannahafnar, Rús9lands og Finnlands. Gullfoss fer frá Rvík 2. þm. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss kom til Rvíkur 25. þm. frá Kaupmannahöfn. Mánafoss fer frá ísafirði 1. þm. til Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Selfoss fór frá Grims- by 30. þm. til Rotterdam og Ham- borgar. Skógafoss kom til Akureyrar 1. þm. frá Gautaborg. Tungufoss fór frá Ólafsvík 22. fm. tiJL NY. Utan skrifstofutíma eru skipafrétt- ir lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-1466. Stork- urinn sanði 'j a'ð hann hefði verið að fljúga um inn við Háskóla, þar sem guð- fræðideildin er staðsett, og séra Jakob varð doktor í háði og spéi í Nýja Testamentisfræðum á dögunum. Þarna á lóðinni, þar sem grá- gæsirnar gera gæsaskyttum til ama með því að fjölmenna á friðlýsta bletti, hitti hann mann sem var ekki í alltof góðu skapi. Storkurinn: Sæmir það þér, manni minn, að vera í slæmu skapi á þessum fallega bletti? Maðurinn í slæma skapinu: Ó, jú, ég er að hugsa um að skrifa doktorsritgerð um hégóm ann í Prédikaranum, ef það mætti verða til þess, að sumir gætu af þeirri lexíu lært. Allt er hégómi, segir Prédikarinn, og það er það sannarlega sagði mað urinn storknum. Sumir menn líta svo stórt á sjálfa sig, að þeirra eigið ég verður minna en ekkert, og taka þá kjarnorku- vísindin við, til að skilgreina, hvað er minna en ekkert, en það gat sprengt á sínum tíma margmilljónaborgir. Spéhræðsla manna er alvarlegt vandamál og lenda í henni bæði lærðir og leikir, og ekki um að sakast, því að þessi eiginleiki, sem Pré- dikarinn er að innprenta mönn- um er einhver mesta einstaklings hyggja, sem þekkist. Fæstum verður gott af spé- hræðslu. Einhvern veginn böggl- aðist þetta fyrir brjóstum manna. Veldur ógleði, jafnvel magasári, sagði maðurinn og gekk á braut inn í Bílasmi'ðju, sem hvað úr hverju verður farið að nefna sjónvarp, hvernig sem menn ann ars fara að því. Storkurinn lagði ekkert til málanna að þessu sinni, fyrst og fremst vegna þess, að hann kann ekki á það að standa í illdeilum við einn eða neinn, en með það flaug hann upp á turninn á Þjóð minjasafninu, því að ekkert get ur þó sakast, þó hann velti sé við á fluginu upp úr gömlum hlutum. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS KVÖLDÞJÓNUSTA VERZLANA Vikan 27. sept. til 1. okt. Kjörbúð Laugarness, Dalbraut 3. Verzlunin Bjarmaland, Laugarnesvegi 82 Heimakjör, Sólheimum 29—33. Holt9kjör, Langholtsvegi 89. Verzlun- in Vegur, Fr«mnesvegi 5. Verzlunin Verzlunin Pétur Knistjánöson suf., Svalbarði, Framnesvegi 44. Verzlun Halla Þórarins h.f. Vesturgötu 17a. Ásvallagötu 19. S0ebecverzlun, Háa- leitisbraut 58—60. Aðalkjör, Grensás- vegi 48. Verzlun Halla Þórarins h.f.f Hverfisgötu 39. Ávaxtabúðin, Óðins- götu 5. Straumnes, Nesvegi 33. Bæjar búðin, Nesvegi 33. Silli og Valdi, Aust urstræti 17. Silli og Valdi, Laugavegi I OG GOTI Visa eftir Sölva Helgason: Kvikasilfur það er þyngst í þessum heimi. Þetta mega þengnar vita. Það er ég, Sölvi, sem það rita. Herbergi óskast helzt í austurbænum. Uppl. í síma 12505. Volkswagcn 1961 Til sölu Volkswagen 1961. Mjög vel með farinn. Allt- af í einkaeign. Uppl. í síma 51780. Rafvirkj ameistarar Laghentur piltur á 19. ári óskar eftir að komast að sem nemi í rafmagnsiðn. Uppl. í síma 318371 eftir kl. 7 á kyöldin. Stúlka Okkur vantar ábyggilega stúlku í brauð- og mjólkur- búð nú þegar. Gott kaup. Uppl. í síma 33435. Stúlka óskast til eldhússtarfa. Uppl. á staðnum milli kl. 2 og 6 í dag. Brauðbog, Klapparstíg 14. Vantar sendil hálfan eða allan daginn. Prentsmiðjan Setberg Freyjugötu 14. Sími 17667. Unglingspiltur utan af landi óskar eftir herbergi strax. Sími 19036. Trúnaðarmál óska að kynnast konu, 35—40 ára, sem langar að stofna heimili. Tilboð með upplýsingum sendist Mbl., merkt: „Reglusemi - 2438“. Willys mótor Vil kaupa „blokk“ eða mótor í Willys jeppa, árg. ’55 (toppventla). Tilb. send ist Mbl. fyrir 9. okt., merkt: „2436“. Til leigu er geymslupláss Upplýsingar í síma 36193. Rafvélavirki óskast R&fvéEaverksfæHi S. IVielsteð Síðumúla 19 — Sími 40526 Tízkuverzlun / óskar eftir húsnæði á góðum stað, 30—60 ferm. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag, merkt: „Tízkuverzlun — 2696“. Hafnarfjörður Blaðburðarfólk vantar í nokkur hverfi í bænum. MORGUNBLAÐIÐ, afgreiðslan, Arnarhrauni 14. — Sími 50374. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar Guðmundar Vilhjálmssonar fyrverandi framkvæmdastjóra. Varaformanns Vinnuveitendasambands íslands. j Vinnuveitendasamband íslands. Trésmíðavél Nýleg Steinberg trésmíðavél, minni gerð, til sölu. Upplýsingar í síma 41525. Atvinna öskást Ungur, reglusamur maður, sem vanur er öllum al- mennum skrifstofu- og verzlunarstörfum, óskar eft- ir framtíðaratvinnu úti á landi, margt kemur til greina, vanur að vinna sjálfstætt. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt: „2692“. Okkur vanfar ræsfingakonu strax BIJSLÓD HF. við Nóatún. — Sími 18520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.