Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. okt. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Bitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ■m SAMKEPPNI OG UNDIRBOÐ I Santo Domingo MYNDIRNAR, sem hér fylgja, sýna glöggt, að þótt kyrrt eigi að heita á yfirborðinu í Santo Domingo er ólga mikil undir niðri. Ungi maðurinn á myndunum, Blanco Calcagno, 18 ára að aldri hafði forystu fyrir mótmælaaðgerðum stú- denta, er vildu ekki sætta sig við, að herlið Sambands Ame- ríkurikjanna hafði verið kom ið fyrir í nokkrum skólum í borginni. Urðu örlög piltsins þau, að vopnaður hermaður úr dominikanska þjóðvarnar- liðinu varð honum að bana. Hermaðurinn var handtekinn þegar í stað, — en að því er New York Herald Tribune hermir hafa ekki borizt af því neinar fregnir, hvernig á máli hans var tekið. Á myndunum sést hvar her maðurinn miðar á Calcagno, sem sýnilega er grunlaus með öllu um hvað fram fer að baki honum ,— þar til skotið riður af og hann hnígur í göt- una, örendur. Framsóknarflokksins uti um tískum hagsmunum Fram- sóknarflokksins. T Mbl. í gær var skýrt frá því að Sovétríkin hafa gert samning um sölu á 3000 tonn- um frystrar síldar til Vestur- Þýzkalands, á verði sem er töluvert undir heimsmarkaðs- verði. Síldarmarkaðurinn í Vestur-Þýzkalandi er fremur ótryggur, og byggist á því, hve mikil fersksíld berst á land frá vestur-þýzkum, dönskum og sænskum fiski- bátum. Sovétríkin hafa hins- vegar tryggt sér fasta samn- inga um sölu á töluverðu magni frystrar síldar, með því að bjóða hana á mun lægra verði en heimsmarkaðsverði, en ísiendingar hafa selt frysta sfld á því verði á vestur-þýzka markaðinum á undanförnum árum. Sovétríkin hafa einnig selt töluvert magn salts'Var og sykurverkaðrar síldar, sem veidd er undan íslandsströnd- um, til Svíþjóðar, og jafn- framt hafa þau boðið nokkurt magn til sölu í Bandaríkjun- um og Vestur-Þýzkalandi. Þessar fregnir berast skömmu eftir, að samningaviðræðum um nýjan viðskiptasamning milli Sovétríkjanna og ís- lands var frestað vegna þess að Sovétríkin neituðu að kaupa frysta síld, o'g vildu stórlækka kaup á saltsíld. Ljóst er að Rússar hafa aukið fiskiflota sinn og afla- magn mjög á síðustu árum. Við því er lítið að gera, þótt við eigum í harðnandi sam- keppni við Sovétríkin um sölu síldar, sem þeir hingað til hafa keypt af okkur í stór- um stfl. Öðru máli gegnir, þegar Sovétrxkin eru farin að undirbjóða okkur á gömlum og hefðbundrfum mörkuðum. okkar. Sala þeirra á frystri sfld til Vestur-Þýzkalands byggist á mun lægra verði en heimsmarkaðsverð hefur ver- ið, og mun erfitt fyrir okkur að bjóða frysta síld frá ís- landi á jafn lágu verði, og Sovétríkin bjóða hana. íslendingar eru reiðubúnir til þess að heyja heiðarlega samkeppni um markaði við aðrar þjóðir, en þeir hljóta að líta alvarlegum augum á til- raunir öflugs stórveldis til þess að undirbjóða íslenzkar framleiðsluvörur á erlendum mörkuðum. Hafa nú skjótt skipzt veður í lofti í sam- skiptum íslands og hins sov- ézka stórveldis, sem verið hafa með ágætum á undan- förnum árum. Er allt í óvissu um áframhaldandi viðskipti milli landanna og Sovétríkin verða æ umsvifameiri um söl- ur á mörkuðum okkar. Hér er um svo mikilvæga hags- muni að ræða að íslenzk stjórnarvöld og aðrir aðilar sem hér eiga hlut að máli hljóta að fylgjast með því af fyllstu gaumgæfni og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda hagsrnuni okkar. FRAMSÖKN OG SAMVINNU- HREYFINGIN Ctjórnmálaflokkar, bæði hér ^ og erlendis, hafa gjarnan leitazt við að hnýta sig aftan í áhrifamikil fjöldasamtök í von um tryggara kjörfylgi og sterkari aðstöðu til áhrifa. Sérstaklega hafa verkalýðsfé- lög og samvinnufélög orðið fyrir þessum athöfnum stjórn málaflokka, en athyglisvert er, að í flestum vestrænum löndum hafa verkalýðsfélögin og samvinnufélögin rofið tengslin við stjórnmálaflokk- ana og telja það nauðsynlegt hagsmunum sínum að vera ekki í sérstaklega nánum tengslum við einn stjórnmála flokk öðrum fremur. Hér á landi hefur það lengi tíðkazt, að verkalýðshreyfing og samvinnufélög hafa verið nátengd stjórnmálaflokkum. Fyrir tveimur áratugum voru skipulagsleg tengsl Alþýðu- sambandsins og Alþýðuflokks ins rofin, síðar tókst kommún istum að ná sterkri aðstöðu innan verkalýðshreyfingar- innar. En á síðustu árum hef- ur greinilega orðið vart vilja innan verkalýðshreyfingar- innar til þess að vera óháð öllum flokkum, og vinna fyrst og fremst að hagsmunamálum félagsmanna sinna, en taka minni þátt en áður í baráttu st j órnmálaf lokkanna. Samvinnuhreyfingin hefur frá upphafi verið mjög ná- tengd Framsóknarflokknum, og hefur sjálfsagt haft af því eitthvert gagn í upphafi, en nú er öllum ljóst, að tengsl Framsóknarflokksins og sam- vinnuhreyfingarinnar eru ekki aðeins óeðlileg, heldur eru þau samvinnuhreyfing- unni greinilega í óhag, þar sem þau valda ýmiskonar tor- tryggni í garð hennar af hálfu annarra stjórnmálaflokka. — Tengsl þessi koma m.a. fram í því, að formaður Framsóknar flokksins er varaformaður Sambands ísl. samvinnufé- laga. Nú er það almennt álit kunnugra manna, að fylgi landsbyggðina, byggist fyrst og fremst á fjármálalegu þvingunarafli, sem aðstaða Framsóknarmanna innan sam vinnuhreyfingarinnar veitir þeim. Er þetta öllum kunn- ugt, sem kynnst hafa.stjórn- málabaráttunni úti um land. Hin öflugu samtök sam- vinnumanna verða að gera sér grein fyrir því, að þetta óeðlilega samband við Fram- sóknarflokkinn er í óhag fé- lagsmönnum samvinnuhreyf- ingarinnar og er þess eðlis, að ástæðulaust er að láta það viðgangast til lengdar. Því væri skynsamlegt fyrir samvinnuhreyfinguna að rjúfa með öllu hin óheilbrigðu tengsl við Framsóknarflokk- inn,*og beina í framtíðinni át- hygli sinni og starfsorku fyrst og fremst að hagsmunum fé- lagsmanna samvinnufélag- anna, en ekki þröngum póli- ISLAND OG BANDARÍKIN T gær var þess minnzt, að lið- in eru 25 ár frá því, að stjórnmálasamband var upp tekið milli íslands og Bandaríkjanna. — Á þeim 25 árum, sem liðin eru, hafa samskipti þessara tveggja ólíku landa vaxið mjög, bæði á sviði stjórn- mála, viðskiptamála, menn- ingar- og menntamála, og verður ekki annað sagt, en þau samskipti hafi verið ís- lendingum hagkvæm. Ætla hefði mátt, að nokkrir erfið- leikar hefðu orðið í sambúð þessara tveggja þjóða, þó ekki væri nema vegna hiris mikla stærðarmunar, en svo hefur eklú orðið. Greinilegt er að hin voldugu Bandaríki vilja hafa gott samband við hið litla íslenzka lýðveldi og hafa lagt sig fram um, að svo megi verða. Bandaríkin hafa allt frá stríðslokum verið brjóstvörn hins frjálsa heims í barátt- unni gegn yfirgangi kommún- ista, og hafa íslendingar skip- að sér í þá fylkingu og veitt henni nokkurn stuðning með því að leyfa varnarliðinu að dveljast hér. Er það varla of mikil fórn af íslands hálfu til sameiginlegra varna fyrir frelsi og lýðræði í heiminum. Þegar minnzt er þess, að 25 ár eru liðin frá því, að stjórnmálasamband var upp tekið milli íslands og Banda- ríkjanna, hljóta íslendingar að eiga þá ósk bezta, að sam- búð og vinátta þessara tveggja þjóða verði með lík- um hætti næstu 25 ár og ver- ið hefur hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.