Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. okt. 1965 Bragi Einarsson: Vegurinn austur FYRIR skömmu síðan luku Aðal- verktakar við að steypa hinn ■nýja Keflavíkurveg, og er Yega- gerð ríkisins nú að ljúka við frágang vegarins. Mun hann verða tekinn í notkun síðla á þessu hausti. Þegar þeim áfanga er náð, er lokið fyrsta stórátaki íslendinga í vegagerðarmálum, og má það vera öllum nokkurt gleðiefni. Nú þegar sér fyrir endann á lagningu Keflavíkur- vegar, verður maður að vona, að strax á næsta ári verði hafizt handa um gerð Austurvegar, úr varanlegu efni. En þá vaknar sú spuming. hvort ráðamenn vega- gerðarmála séu enn þeirrar skoð unar, að framtíðarvegurinn skuli Hggja um Þrengsli og síðan Ölf- usforir eða hvort leggja eigi hann um Hellisheiði? Þrengslavegur- inn hefur þegar sannað, að lagn- ing hans var nauðsynleg, og þá fýrst og fremst vegna ört vax- andi byggðar í Þorlákshöfn. En sem framtíðarvegur milli byggð- anna við Faxaflóa, og bæja og sveita fýrir austan fjall er hann ekki það sem koma skal. Víða um land hefur vegagerðin lagt í milljóna kostnað við lagfæring- ar á vegum, í því augnamiði að stytta leið mrlli byggða, og er ekki nema gott eitt um það að segja. En ef leggja á framtíðar- veginn austur um Þrengsli, virð- ist allt í einu gilda öfugt sjónar- mið. Þar er þá stefnt að því að lengja veg milli byggða, en ekki stytta, Hveragerði lendir þá utan við alfaraleið. Og verða íbúar þess byggðarlags þá að taka á sig stóran krók til að komast á hinn nýja veg. Nýlega var sagt frá því í blöðunum, hvað varan- legt slitlag á veg kostar miðað við núgildandi verðlag. Ég mun ekki hirða um að endurtaka það hér, en vil benda á þá augljósu staðreynd að fyrir það fé sem sparast við að leggja varanlegt slitlag á 10—13 km styttri leið um Hellisheiði má ýta upp og undirbyggja nýjan veg á Hellis. heiði, og þó sennilega eiga pen- inga afgangs. Allt tal um meiri snjóalög á Hellisheiði en í Þrengsl Nómsstyrkir Evróporóðs d sviði iélagsmóla FRÉTT frá félagsmálará'ðu- neytinu: Á árinu 1966 mun Evrópuráðið veita fólki, sem vinnur að félags málum, styrki til dvalar í aðild- arríkjum ráðsins. Eru styrkirnir ætlaðir til þess að þeir, sem þeirra njóta, afli sér aukinnar þekkingar og reynslu, er komi þeim að notum í störfum þeirra. Styrkir þessir eru veittir þeim, sem vinna að hinum ýmsu grein um féiagsmála svo sem almanna tryggingum, velfer'ðarmálum fjölskyldna og barna, endurþjálf um fatlaðra, vinnumiðlun, starfs öryggi, vinnuiöggjöif, vinnu eftir liti, öryggi og heilbrigði í vinnu þjálfun og starfsvali, félagslegu stöðum o.fl- Þeir sem styrks njóta fá greidd Framhald á bts. 8 um, hefur síðan Þrengslavegur- inn var tekinn í notkun falhð um sjálft sig. Enda sjá þeir sem um veginn fara að vetrarlagi, að munurinn liggur aðeins í því, að á Hellisheiði er ekin gömul kerruslóð, en í Þrengslum er upp hækkaður vegur. Framtíðarveg- urinn austur á að liggja um Hell- isheiði og Hveragerði svo hann verði sem flestum að gagni, en hann á ékki að verða einka- vegur Selfyssinga og sveitanna þar fyrir austan, lagður án tillits til þeirrar byggðar sem risin er í Hveragerði. Hveragerði er nú ört vaxandi bær þar eru nú á milli 20 og 30 íbúðarhús í smíð- um, iðnaður hefur náð nokkúrri fótfestu, og gróðurhúsum fjölgar. N.L.F.Í. hefur um árabil rekið þar heilsuhæli af myndarskap, og er enn að auka við rekstur sinn. ölfusborgir verkalýðsins hafa risið í túnfætinum og nýtt félag, Hlað hf, er að hefja fram. kvæmdir við fyrsta Motel hér á landi. Góðir vegir hafnir og flug vellir, er það þrennt sem höfuð- máli skiptir í samgöngumálum þjóðar, sem keppir að því að ná verulegum árangri í uppbygg- ingu sinna atvinnuvega. í Hvera- gerði verður flugvöllur seint til verulegs gagns, um hafnarmál þarf ekki að ræða, því verðúr hinn nýi austurvegur sú lífæð, sem tilvera bæjarins mun byggj- ast á. Leggið hinn nýja austur veg um Þrerigsli og Ölfusforir. íslendingar geta þá fengið að sjá blómlegan bæ breytast í „Draugabæ", — bæ sem fer aftur þegar öðrum fer fram. Slíka bæi má siá yíða erlendis, þar sem skyndibreyting á vega eða jám- brautarkerfi hefur eyðilagt þann grundvöll, sem þeir byggðu á. Ef örlög Hveragerðis verða á þann veg, er það á ábyrgð þeirra sem fara með yfirstjórn vega- gerðamála á næstu misserum. B.E. — Hveragerði. Gísli Jónsson, Mundakoti Minningarorð H A N N fæddist í Mundakoti á Eyrarbakka 27. febrúar 1906, dó á sama stað 21. september 1965, í dag er hann borinn til moldar. „Mín ævi hefur verið svo sví- virðilega viðburðalaus og ómerki leg, að um hana er ekkert að segja“, sagði hann eitt sinn við mig veturinn 1960, þegar ég heim sótti hann í pvl skyni að biðja hann um blaðaviðtal. „Þú átt líklega við það, Gísli“, sagði ég, „að þú hafir aldrei lifað neinu ævintýralífi, enginn land- hlaupari verið um dagana". „Nei, enginn landhlaupari, það má víst til sanns vegar færa. Frá því ég fæddist hérna í Munda- koti og til þessa dags hef ég aldrei átt annars staðar heima; aðeins skroppið burt tíma og tíma í atvinnu". Ég geri ráð fyrir, að það sé eldri bróðirinn, Ragnar, sem mestri frægð hafi varpað á Mundakotsheimilið. Allir Islend- ingar þekkja hann, og hann kenn ir sig öðrum þræði við þetta æskuheimili sitt, heldur við það órofa tryggð og heimsækir það að staðaldri. Samt var það Gisli, á- samt fjölskyldu sinni, sem bezt skýldi hólmanum, annaðist gæzlu hans, hélt honum algrænum ár og dag, og ósködduðum, þó að fast syrfu vötn tímans allár byggðir nálægar og skoluðu burt flestu. Þegar Gísli var um ferm- ingu, 1920, voru íbúar á Eyrar- bakka um eitt þúsund að tölu, röskum tíu árum seinna hafði þeim fækkað um meira en helm- ing. Á árunum upp úr 1930 var flest fólk á bezta áldri farið burt héðan, eftir sat roskið fólk og gamalt og fáeinir unglingar. Þessi fólksflótti héðan var geig- vænleg blóðtaka fyrir byggðar- lagið, því að það var kjarninn, sem burtu fór, kjarkmesta fólkið og duglegasta. Og þó — þar kom að lokum, að mesta kjarkinn og dugnaðinn þurfti til að sitja kyrr, og kannski ekki sízt meiri átt- hagatryggð en almennt gerist: að kjósa heldur skarðan hlut og tvísýna baráttu heima en græna skóga og gróðavon á framandi slóð. Af 24 fermingarsystkinum Gísla í Mundakoti varð hann einn_eftir á Eyrarbakka, ásamt Ragnheiði frá Garðbæ. Á Ítalíu er bergfléttan talin tákn tryggðarinnar. „Þar sem bergfléttan skýtur rótum, þar deyr hún“ er orðskvið ur þar í landi. Á þessa jurt minn- ir líf og dauði Gísla í Mundakoti. Hann var trölltryggur sínum upp runa, og hann lifði það að sjá byggðarlag sitt rétta úr kútnum og blómgast á ný. Foreldrar hans voru merkis- hjónin, Jón Einarsson hrepp- stjóri, af Hlíðarætt í Skaftafells- sýslu, og Guðrún Jónsdóttir frá Mundakoti, af Bergsætt. Gísli stundaði jöfnum höndum sjósókn og landbúnað framan af ævi. Kann kvæntist góðri konu, Guð- ríði Vigfúsdóttur, sem er Eyr- bekkingur að ætt. Þau eignuðust fjóra sonu og eina dóttur, sem öll lifa, yngsti pilturinn er enn ófermdur, hin uppkomin. Fyrir mörgum árum tók Gísli að kenna sjúkdóms, sem hægt og hægt ágerðist, einhvers konar lömunar, sem þyngst lagðist á hendur og fætur. Með fáheyrðri karlmennsku og viljastyrk tókst honum þó til síðasta ævidags að sinna verkum við bú sitt, að minnsta kosti stjórna verkum, enda þótt hann gæti hvorki klætt sigra né matast af eigin rammleik síðustu misserin. Seinásta daginn, sem hann lifði var hann til dæmia allt til kvölds að sinna kartöflu- uppskerunni með fólki sínu, enda þótt hendur hans sjálfs létu ekki lengur að stjórn. Hann var þess konar hetja, sem eftirfar- andi Ijóðstef lýsir svo: „Víkingar vetrarlanda verjast meðan þeir anda“l Skylt er að geta þess, að hann stóð ekki einn. Hann átti konu sinni og fleiri vandamönnum mikið að þakka. Enda þótt svo fast væri að Gísla Jónssyni sorfið líkamlega sem hér hefur verið drepið á, og þó að andleg þolraun hans væri ósmá, slíkur kappsmaður sem hann var og vinnuglaður meðan honum entist heilsan, þá slævð- ist ekki sálarorkan né linnuíaus fíkn hans í fagrar bókmenntir og hvers konar fróðleik. Og mun hann sjaldan hafa látið þjáningar eða þreytu að kveldi bægja sér frá að lesa nokkra kafla í úrvals- bók áður en hann gengi til náða, ekki sízt ef bókin var skáldverk. Enda tel ég, að hann hafi vérið flestum mönnum öðrum, semi ég hef kynnzt, dómbærari á tiók- menntagildi skáldverka. Hann var gestrisinn með af- brigðum og framúrskarandi heimilisfaðir, virtur af öllum, sem þekktu hann. Ég votta eiginkonu hans, börn- um, systkinum og öðru vanda- fólki mína dýpstu samúð. Guðmundur Daníelsson. • Umferðarljósin Velvakanda hefur borizt þetta bréf: „Reykjavík, 29.9. 1965. Kæri Velvakandi. 1 dálki þínum í dag kvart- ar bílstjóri undan gula Ijósinu og telur af því stafa umferðar- hættu. Ég er þessum bílstjóra ekki sammála og vona, að umferð- aryfirvöld breyti hér engu um. Gagnrýni af þessu tagi stafar vafalaust af þvi ,að viðkomandi skilur ekki tilgang gula ljóss- ins, en hann er sá a.m.k. erlend is (því að hér er engum sagt neitt, heldur er eins og menn eigi að vita hlutina ósjálfrátt) að gefa bílstjórum, sem eru á ferð, tíma til þess að komast yíir gatnamót í stað þess að þurfa að snarstanza, sem oft getur verið ókleift, ef menn eru mjög nærri gatnamótum, þegar Ijósið breytist úr grænú í gult. Gula ljósið er um leið var- úðarmerki, sem á að koma í veg fyrir, að menn fari yfir á rauðu ljósL Bifreiðar, sem standa við gatnamót, mega hins végar aldrei fara af stað, fyrr en í grænu ljósi. Annar bílstjórL" • „Of langt gengið“ Vegna skrifa í dálkum Vel- vakanda fyrir nokkru um það, hvort afþakka eigi blóm á lík- kistur ,hefur honum borizt þetta bréf: „Hr. Velvakandi: Síðan ég las svar Velvakanda til Marinós hinn 17. sept. sL undir fyrirsögninni „Of langt gengið“, hefir mig langað til þess að spyrja, hvort Velvak- anda sjálfum finnist ekki „of langt gengið." Á ég þar við sleggjudóma hans um „kjafta- kerlingar" og tal hans úm „að vera með nefið niðri í hvers manns koppi og kimu“ o.s.frv. Auðvitað ræður hver og einn, hvern hátt hann hefir á við jarðarför sína eða sinna, og ef eindregnar óskir liggja fyrir frá hinum látna, er sjálfsagt að framfylgja þeim. Mér finnst setningin „blóm afþökkúð" ógeðsleg og ekki lýsa stórum sálum. Hvers vegna að slá á framrétta vinarhönd? Enginn gerir það nú orðið af hnýsni að fylgjast með dauðs- föllum, heldur er það gert a£ hlýhug til hins látna og aðstand enda hans. Nú er fyrir löngu orðið að venju að senda minn- ingarspjöld, svo að það eru yfir leitt ekki nema nánustu vinir og varla það, sem senda blóm. Ég er nú sjálf þannig gerð, að ég er aldrei fegnari eftir af- mæli á heimilinu en þegar ég er búin að hreinsa blómavasa. Þó að mér þyki blómin yndis- leg, þá eru það ekki þau, sem ég met, heldur vinarhugurinn, er fylgir þeim. Þegar ég er ölþ vil ég fallegan íslenzkan fána utan um mig; ekki annað. Vilji einhver minnast mín og sýna fólkinu mínu samúð, þá er það þakksamlega þegið í hvaða mynd sem er. Það eru býsna margir veikir í sjúkrahúáum þessa bæjar, sem hafa yndi af blómum, en fá þau sjaldan. Það ætti ekki að vera vandi j að senda sjúkrahúsum þau blÓm, sem maður vill ekki sjálfur. og gleðja þannig með þeim. Virðingarfyllst, Kona í HlíSunum". • Vilja blóm Tvö önnur bréf hefur Velvak andi fengið um þetta mál. Eru þau bæði frá fólki, sem finnst engin ástæða til þess að amast við blómum í sambandi við út- farir.. Segir í öðru bréfinu, að „leiðinlegur frekju- og fyrir- skipanatónn" sé í orðalagi út- fararauglýsinganna, þegar sagt sé: „Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á.....“ Mönnum eigi að vera í sjálfsvald sett ,hvern- ig þeir vilji sýna samúð sína, en aðstandendur eigi ekki; að fara að skipa þeim fyrir, á hvern hátt þeir eigi að gera 6 v 12 v 24 v ! B O S C H flautur, 1 og 2ja tóna. BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.