Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 15
1 Laugarctagor S. okt. 1965
MORGUNBLABIÐ
15
Þórólfur Guöjónsson
IVfisiniíig
■HINN,2. ágúst síðast liðinn and-
aðist á heimili sínu Fagradal í
Saurbæjarhreppi. Þórólfur Guð-
jónsson tæpra 73 ára. Við and-
látsfregn þessa samferðamanns
ikoma minningarnar fram hver af
annarri og minna á liðna tímann
írá því við unnum saman.
Það var veturinn 1924, að mik-
Ið fárveður geisaði yfir byggðir
Breiðafjarðar og skildi eftir
ekörð, sem seint voru fyllt. I
Fagradal á því fagra býli frá
náttúrunnar hendi, voru flest
hús meira og minna skemmd, og
ékvað bóndinn, sem þar bjó að
flytja þaðan. En pað er eins og
etundum vilji það þannig til, að
óhöpp verði til að greiða öðrum
veg til farsældar. Á þetta fagra
Ibýli fluttist vorið 1924 fjölskylda
norðan úr Bjarnarfirði, og varð
Þórólfur Guðjónsson þar bóndi
og dvaldi þar síðan.
Kynni okkar Þórólfs verða
fyrst á fundi Búnaðarsambands
Dala. og Snæfellsnessýslu, en þó
ekki náin næstu 20 árin, sem
hann býr í Fagradal, en árið
1944 boðar Þórólfur til fundar
Guðbjörg
Pálsdöttir
— IUinning
1 DAG er til moldar borin Guð-
Jaug Guðbjörg Pálsdóttir er lézt
að heimili sínu 25. þ.m. Guðlaug
var fædd í Keflavík 24. desember
1893, og ól allan sinn aldur þar.
Hún var dóttir Páls Magnússonar
útgerðarmanns frá Hjörtsbæ og
ikonu hans Þuríðar Nikulásdóttur.
Guðlaug ólst upp í stórum
systkinahópi og naut þar um-
hyggju og ástúðar bæði foreldra
og systkina, en hún þurfti ein-
mitt svo mikið á því að halda,
því ung missti hún heilsuna og
étti við stöðug veikindi að stríða
svo að segja alla tíð, þó stytti
upp á milli, naut hún þá hverrar
etundar. Yeit ég að hún hafði
olla tíð yndi af hverskonar tón-
list, og naut þess að vera í góðra-
vina hópi, þar sem kátt var á
hjalla.
Guðlaug giftist aldrei og eign-
eðist ekki börn, en við systkina-
hörn sín og önnur frændsystkini
var hún góð og mikil frænka. -
Vil ég fyrir hönd okkar syst-
kina þakka henni fyrir allt sem
húh var okkur. Ávallt var ein-
hver hátíðarbragur yfir öllu, þeg-
ar Lauga frænka kom í heim-
eókn, en svo kölluðum við hana
jafnan.
Eins var gaman að koma á
litla heimilið hennar og ávallt
var manni tekið opnum örmum,
Guðlaug átti mjög gott með að
nmgangast börn og unglinga og
korh þá vel fram, hve róleg og
kjærleiksrík hún var.
Með þessum línum vil ég svo
kveðja elskulega föðursystur.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi — hafðu þökk fyrir allt og
allt.
P. Þ. S.
í Fagradal, og mæta þar formenn
búnaðarfélaganna og fleiri. Til-
efni fundarins var að stofna
ræktunarsamband Dalasýslu. Frá
þessum málum var ekki gengið
fyrr en vorið 1945, og varð það
hlutskipti okkar að vinna saman
í stjórn sambandsins, glíma við
ýmsa erfiðleika og leystust þeir
flestir með hjálp góðs manns,
sem veitti fyrirtækinu forstöðu.
Við vorum oft á fundum í Fagra-
dal og ræddum þessi mál og allt-
af kom mér í huga gamla vísan,
að hún mætti heimfærast á þetta
heimili.
Fallegt er í Fagradal.
Flestir um það róma.
Mér fannst allt svo fallegt og
gott að lifa, þegar maður naut
alúðar þessara góðu hjóna.
í tólf ár unnum við saman og
féll aldrei neinn skuggi á kynn-
ingu okkar. Minnisstæðastur
verður mér þó síðasti fundurinn,
sem ég var á, í Fagradal. Rekst-
ur sambandsins hafði gengið með
ágætum síðast liðið ár, en full-
trúar úr tveimur búnaðarfélög-
um báru fram vantraust á stjórn
ina, og var það mál sótt og varið
af talsverðri hörku. Við Þórólf-
ur vörðum, og var þetta ekki
með öllu sársaúkalaust, því for-
maður sambandsins, sem hafði
stjórnað því í tíu ár, var að
hverfa burt úr héraðinu og
fannst okkur báðum, að hann
ætti betra skilið en kveðja hann
með vantrausti. Ég fór úr stjórn-
inni á þessum fundi, en starfaði
með Þórólfi að þessum málum
í tvö ár eftir þetta, og hann til
vorsins 1965. Okkar kunnings-
skapur hélzt samt alltaf, og hitt-
umst við oft, og alltaf var sama
glaðværðin og hlýjan, þegar
fundum okkar bar saman. Þórólf-
ur starfaði mikið að félagsmál-
um fyrir sveit sína og vann þar
alltaf af mestu samvizkusemi,
eða ég þekkti ekki annað. Hon-
um var eiginlegt að vinna að
framförum, þó það máske hafi
stundum hlotið misjafna dóma,
en ég þekkti ekki neitt nema
drengilegt í fari hans. Ég var
staddur við jarðarför Þórólfs
9. ágúst í hinu fegursta veðri,
enda var þar fjölmenni. Ég
horfði yfir þessa fögru sveit og
allar þaer framfarir í ræktun og
húsabótum, sem blöstu við, og
hugsaði ég mér, að sá, sem við
værum nú að kveðja, ætti máski
beint og óbeint mikinn þátt í
mörgum framförum, sem nú
blöstu við.
Kveðja mín til Þórólfs verður
innileg og minningin ljúf um
mann, sem ég mun ekki gleyma.
Ég óska aðstandendum Þórólfs
og sveitinni, sem hann unni, allr-
ar blessunar.
Ytrafelli 12. ágúst 1965
Guömundur Ólafsson.
EYJAFLUG
MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR
ÚTSÝNIS, FIJÓTRA
OG ÁNAGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
REYKJAVÍKURHUGVELll 22120
Vagn E. Jónsson
Gunjuar Jón Guðmundsson
Hæstaréttarlögmenn
Austurstræti 9.
Símar 16766 og 21410.
Baltækni- 09
MENNINGARSJÓÐUR hefur gef
ið út safn tækniorða í raftækni
og Ijóstækni. Bókin heitir: Raf-
tækni- og ijósorðasafn, og er
tæpar 400 bls. að stærð.
í bókinni eru rösklega 2000 ís-
lenzk orð úr rafmagnstækni og
ljóstækni, ásamt þýðingum
þeirra á ensku, þýzku og sænsku.
Orð þessi skiptast í sex kafla.
Fyrstu fimm kaflarnir eru raf-
tæknilegs eðlis. Fjórir þeirra
eru þýddir af orðanefnd raf-
magnsverkfræðingadeildar Verk-
fræðingafélags íslands. Hana
skipa eftirtaldir menn: Eðvarð
Árnason, Guðmundur Marteins-
son, Gunnlaugur Briem, Jakob
Gíslason og Steingrímur Jónsson.
ljósorðosafn
Orðaskrár þessar eru sameigin-
legar fyrir alla kaflana og fylla
síðasta þriðjung bókarinnar.
f fróðlegum formála er gerð
allnákvæm grein fyrir samningu
bókarinnar. Þar er og að finna
stutt en greinargott yfirlit um
nýyrðasmíði íslendinga á síðustu
áratugum.
Eðvarð Árnason hefur séð um
útgáfu bókarinnar og annazt
prófarkalestur. Bókin er prentuð
í Alþýðuprentsmiðjunni h.f.
Alirte
EINS og skýrt var frá í blað-í
inu fyrir skömmu, , aðstoðaði
12 ára drengur bandarískan
flugmann við að flýja frá
Víetkong skæruliðum. Flug-
vél flugmannsins, Gordons
Marlowe, hafði verið skotin
niður á yfirráðasvæði Viet
kong og hann stokkið út í
fallhlíf. Drengurinn Cao Yen,
sem er með Marlowe á mynd-
inni, vísaði honum leið á flótt-
anum. Hermenn í bandarískrl 1
herstöð hafa tekið drenginn l
að sér, því að hann þorir ekkij
heim af ótta við refsiaðgerðir J
kommúnista. I
Olsen
Síðustu árin hefur Jón A. Skúla
son setið í nefndinni í stað Gunn-
laugs Briem. — Fimmti kaflinn
(um rafmagnstækni) er þýddur
af orðanefnd Kjarnfræðafélags
íslands. Sú nefnd er þannig skip-
uð: Björn Kristinsson, Gísli Pet-
ersen, Gunnar Böðvarsson,'Stein
grímur Jónsson og Þorbjörn
Sigurgeirsson.
Sjötti og síðasti kaflinn er al-
þjóðlegt ljóstækniorðasafn. Það
er þýtt af orðanefnd Ljóstækni-
félags íslands, en hana skipa:
Aðalsteinn Guðjohnsen, Jakob
Björnsson, Jakob Gíslason, Jón
A. Bjarnason og Steingrímur
Jónsson.
Allar hafa nefndir þessar leyst
af höndum mikið starf. Sérstök
ásfæða er þó til að nefna fram-
lag Steingríms Jónssonar raf-
mgansstjóra, sem verið hefur í
öllum nefndunum og sýnt alls
Staðar hinn þekkta áhuga sinn
og dugnað. Bókinni lýkur með
íslenzkri, enskri, þýzkri og
sænskri orðaskrá í stafrófsröð.
Raufarhöfn
Lokið er við að bræða þá síld,
sem hingað hefur komið en það
eru um 190 þús. mál. Saltað hef-
ur verið í 43 þúsund tunnur í
sumar.
1 dag er verið að skipa út salt-
síld í ms. Stokksund, sem flytur
hana til Svíþjóðar. Skipið tekur
einnig tómar tunnur, sem fara
eiga til Austfjarðahafna, en þar
er tekið að bera á tunnuskorti.
— Einar.
Áki Jakobsson
hæfitaréttarlogmadur
Austurstræti 12, 3. næð.
Simar 15939 og 34290
Minning
HINN 17. júlí sl. andaðist að
heimili slnu í Lyngdal, Vest
Agder í Noregi, Aline Olsen,
eiginkona séra O.J. Olsen, sem
er vel kunnur hér á landi.
Aline Olsen var fædd 4. júlí
1883 i Farsund í Suður-Noregi.
Tuttugu og tveggja ára gömul
fluttist hún til Bandaríkjanna
og dvaldi þar um fimm ára
skeið, en hvarf þá aftur heim
til Noregs, giftist og fluttist
með manni sínum til ársdvalar
í Kaupmannahöfn og þaðan til
íslands sumarið 1911.
Þau hjónin kynntust í New
York, en O.J. Olsen fór heim
til Noregs til náms einu ári á
undan henni. Ársdvölina í Kaup
mannahöfn notuðu þau hjónin
til að búa sig undir dvöl sína
og starf hér heima m.a. með
því að læra íslenzku. Hér á
landi bjuggu þau samfellt (að
undanskilinni þriggja ára dvöl
í Noregi) til ársins 1947, en það
ár fluttust þau alfarin til Nor-
egs og settust að í Lyngdal í
nágrenni’ við Farsund, bernsku-
heimkynni þeirra beggja.
Börn þeirra hjóna voru sex:
1) Esther, kennari, gift nórsk-
um manni, búsett í Kaliforníu.
2) Ruth, gift í Noregi. 3) Harald
Wigmo, læknir, andaðist hér í
Reykjavík árið 1950. 4) Olav
Wigmo, sem ekki er heill heilsu
og hefur ávallt dvalið heima.
5) Jósef Wigmo, læknir í Sví-
þjóð, kvæntur íslenzkri konu,
Soffíu Axelsdóttur, ættaðri frá
Vestmannaeyjum. 6) Viola, gift
í Noregi.
Frá því að Aline Olsen gift-
ist, Var starf hennar að mestu
unnið 1 innan f jögurra veggja
heimilisins. Végna starfs síns
þurfti heimiiisfaðirinn oft áð
dvé)ja langdvölum að heiman, I
og lagðist þá uppeldi barnanna
og umönnun heimilisins að veru
legu leyti á herðar móðurinnar.
í þessu starfi naut frú Olsen sér
vel. Hún var mikil og skilnings
rík móðir. Hún var glaðlynd
kona og var vel sýnt um að
sjá broslegu hliðina á atvikum
daglegs lifs, en stillt í dagfari
og traust eins og bjarg, þegar
á móti blés. Hún var vel greind
og hafði ánægju af að fylgjast
vel með því, sem máli skipti af
atburðum líðandi stundar.
Þessir eðlisþættir ollu því, að
fólki leið vel í návist hennar,
enda var heimili hennar griða-
staður margra, og þeir sem
dvöldu þar seth unglingar, eiga
þaðan hlýjar endurminningar
og varanlegar. Frú Olsen var
mjög látlaus í allr.i framkomu.
Hún var of vel gefin og of vel
innrætt til þess að hún á nokk-
urn hátt hefði áhuga á því að
vekja aihygli á sjálfri sér. Sum-
um kann að sjást yfir mann-
kosti slíkra persóna, en þær eru
mest metnar af þeiíh, sem
þekkja þær bezt.
Þrátt fyrir margvíslegt and-
streymi svo sem sjúkdóm á
heimilinu og skyndilegt fráfall
elzta sonarins, Haralds, hélt frú
Olsen þreki sínu og glaðlyndi
til hinztu stundar. Síðari árin
var hún oft ein með Ólaf, son
þeirra. Milli þeirra var ávailt
náið samband. Hún skildi hann
manna bezt og hafði lag. á að
kalla á hið bezta hjá hverjum
þeim, ér hún umgekkst.
Dauöa frú Olsen bar að skyndi
le&a. Banamein hennar var
heilablæðing. Eiginmaður henn-
ar, börn þeirra og barnabörn
blessa minningu góðrar eigin-
konu og ástríkrar móður, sem
til æviloka var mi^depill. fjöl-
skyldunnar og bar hag þeirra
allra fyrir brjósti. Þeim, sem
þannig lifa og starfa, er gefið
fyrirheitið, að hann, sem sér .í
leyndum, muni endurgjalda
þeim.