Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLA&IB Laugardagur 2. okt. 1965 Sigurður A. Magnússon: Konstantín og Papandreú MARGT hefur verið skrifað um hina langvinnu stjórnarkreppu í Grikklandi, sem nú virðist hafa verið leyst í bili, og hafa þau skrif ekki öll verið tiltakanlega sannsögul. Því veldur m.a. það, að ýmis blöð og vikurit úti í ‘ heimi hafa túlkað þessi mál á mjög hlutdraegan hátt, ekki sízt bandaríska vikuritið TIME, sem er með vilhöllustu og varhuga- verðustu ritum sinnar tegundar í heiminum. Ennfremur virðast ýmsir mætir skriffinnar ekki hafa gert sér nægilegt far um að kynna sér staðreyndir grískrar stjórnmálasögu á liðnum árum. Engum heilskyggnum lýðræðis sinna blandast hugur um, að Konstantín Grikkjakonungur gerði sig sekan um vítavert frum hlaup, þegar hann vék Papan- dreú forsætisráðherra úr emb- ætti og skipaði í hans stað mann, sem ekki hafði nein skilyrði til að afla sér meirihlutafylgis á þingL Þó hann hefði til þess heimild stjórnarskrárinnar, var c hér um að ræða miðaldafram- ferði sem alls ekki samrýmist nútímaþingræðL Svipuð brögð hafa áður verið leikin með betri árangrL og má til gamans nefna, að þegar Papagos hershöfðingi, stofnandi hins hægrisinnaða Rót- tæka sambands, féll frá, var Stefanópúlos, sem nú er orðinn forsætisráðherra, yfirlýstur arf- taki hans innan flokksins. En dag inn áður en flokkurinn kæmi saman til að kjósa hann form- lega sem flokksforingja og þar með forsætisráðherraefnL skipaði Páll konungur að undirlagi Bandarikjamanna iítt þekktan ráðherra, Karamanlís, í embætt- ið, og þar með var Stefanópúlos úr leik og sagði sig úr flokknum. Stjórn Karamanlís er löngu al- ræmd fyrir hálf-fasistískar að- gerðir, kosningasvindl og annað svipað, en það er önnur saga. Ekki er að efa, að Konstantín konungur lék hinn hættulega leik í trausti þess, að hin vinsæla unga drottning og nýfædd prins- essa mundu firra hann alvarleg- um álitshnekki meðal þjóðarinn- ar vegna tiltækisins. Þar reikn- aði hann dæmið skakkt — eða kannski öllu heldur þau öfl við hirðina og á þingi sem beittu konungi fyrir sig í valdabarátt- unni. Hann hefur áunnið sér skömm og fyrirlitningu alls þorra þegna sinna, og marka ég það af viðræðum við fjölda Grikkja af öllum stéttum þegar ég dvaldist í Grikklandi fyrir skemmstu. Bragð konungs heppnaðist að því leyti, að honum tókst um síð- ir að bola Papandreú frá völd- um, og naut hann í því efni fyrst og fremst djúpstæðs ótta þjóðar- innar við blóðug átök, sem kynnu að leiða af sér borgara- styrjöld. Bæði Papandreú og þjóðin öll er minnug hins ægi- lega bræðrastríðs fyrir 15 árum, og allt var tilvinnandi að koma í veg fyrir annað sMkt. M.a. af þeim sökum hafa ýmsir af flokks- mönnum ráðherrans sagt skilið við hann og leitað málamiðlunar í bifi. Hins mega menn gjarna minnast um leið, að í desember 1944, þegar borgarastyrjöldin brauzt fyrst út, var Papandreú forsætisráðherra og átti sinn stóra þátt í að bægja kommún- istum frá Grikklandi. Hann er af öllum, jafnt samherjum sem fjandmönnum, viðurkenndur að vera einn heiðarlegasti stjórn- málamaður Grikkja á þessari * öld, og enginn hefur átt stærri þátt í því en hann að draga úr áhrifum öfgaaflanna til hægri og vinstri í Grikklandi. Tilefni stjórnarkreppunnar var þvergirðingsháttur konungs, þeg- ar Papandreú vildi víkja Garú- faljas hermálaráðherra úr emb- ættL Aðdragandi þess var í sann- leika sagt furðulegur. Eftir glæsi- legan kosningasigur 1963, þegar Papandreú hlaut fylgi yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar, var hann þvingaður til að hafa í ríkisstjórninni mann úr stjórnar- andstöðunni, Garúfaljas her- málaráðherra. Sá maður er auð- ugur bjórframleiðandL kvæntur þýzkri konu af hinni kunnu Fuchs-bjórframleiðendaætt, og eru þau hjón mjög handgengin Frederiku konungsmóður, þannig að þræðimir eru augljósir. Garú- faljas gegndi embætti sínu með þeim hætti, að hvorki forsætis- ráðherrann né aðrir úr ríkis- stjóminni fengu að stíga fæti inn fyrir þröskuld hermálaráðuneyt- isins eða hafa nokkur afskipti af því. Þessu undi Papandreú ekki til langframa og heimtaði hreina lýðræðisstjórn í landinu. Sú kenning að herinn hafi verið andsnúinn forsætisráðherranum er gripin úr lausu lofti. Yfirmað- ur heraflans í Aþenu og Attíku er nákominn vinur Papandreús Tónleikar Tom Krause — Pennti Koskimies í Austurbæjarbíói. Finnski baritonsöngvarinn Tom Krause söng í Austuxbæjarbíói fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins sl. þriðjudags- og mið- vikudagskvöld. Við hljóðfærið var landi hans, Pennti Koskimies. Það var óvenjulega glæsilegur menningarbragur á þessum tón- leikum, og kom þar flest til: mjög vandað efnisval, smekkleg niðurröðun efnisins og hrífandi frammistaða hinna samhentu listamanna. Það er sannarlega fagnaðarefni, þegar slíka gesti ber að garði, og eftirtektarvert, hve marga úrvalslistamenn frændur vorir Finnar eiga, ekki fjölmennari en þeir eru. Fyrri hluti efnisskrárinnar stóð saman af lögum eftir Hugo Wolf og Richard Strauss, og voru einkum hin fyrrnefndu eftirminnilega vel flutt og trúverðuglega. Síðar á efnisskránni voru hinir skemmtilegu söngvar Don Ciú- chottes til Dulcinée eftir Ravel og nokkur sönglög eftir Sibelius. Alla þessa margbreyttu músík höfðu listamennirnir jafnt á valdi sínu. í mörgum laganna er hlutverk píanóleikarans ekki síður kröfuhart en söngvarans, bæði músíkalskt og tæknilega, og lét píanóleikarinn hvergi sinn hlut eftir liggja. Skylt er að geta þess, að frá- gángur efnisskrárinnar af hálfu Tónlistarfélagsins var að þessu sinni með slíkum myndarbrag, að til eftirbreytni er. Birtust þar frumtextar allra laganna, sem sungin voru, ásamt listfengileg- um íslenzkum þýðingum þeirra eftir Þorstein skáld Valdimars- Sinfóníutónleikar Þá hefir Sinfóníuhljómsveitin enn einu sinni ýtt sínum þunga knerri á flot og lagt upp í sína vetrarferð. Og nú stendur þar á stjórnpalli nýr skipstjóri og þó áður að góðu kunnur, pólski hljómsveitarstjórinn Bohdan Wodiczko. Viðfangsefni á tónleikum hljómsveitarinnar sl. fimmtu- dagskvöld voru öll eftir Beet- hoven: Egmont-forleikurinn, fimmti píanókonsertinn og þriðja sinfónían. Einleikari í konsert- inum var Vladimir Askenasí. Það kom fram undir eins í for- leiknum, svo að ekki varð um villzt, að hér hafði verið tekið á hlutunum öðrum og fastari tök- um en hljómsveitin hefir aðallega átt að venjast nú um skeið; hér var að verki maður, sem vissi nákvæmlega, hvað hann vildi, og hafði bæði Jsunnáttu, þrautseigju og snerpu til að fá það fram. Sama gildir og um sinfóníuna. Það kann að mega deila um skilning Wodiczkos og túlkun á klassískri tónlist, hraðaval hans og fleira. Sumum kann að virð- ast meðferð hans á verkum hinna eldri meistara í helzt til miklum „straumlínustíl", ef svo mætti segja. En um hitt verður naum- ast deilt, að hér er naaður sem hefir yfirsýn yfir viðfangsefni sitt, og túlkun hans byggist á ákveðinni „konseption“ en engu fumi og fálmi. Þannig verður meðferðin með nokkrum hætti sannfærandL jafnvel þótt áheyr- andinn sé henni ekki sammála að öllu leyti, einfaldlega vegna þess, hve skýrum dráttum hún er mót- uð. Og þakkarverður er sá ferski og hressandi hlær, sem var á þessum tónleikum, sú óvenjulega samstilling, sem þar ríkti, og sú snerpa I átökum, sem ein er þess megnug að lyfta hljómsveitar- starfinu upp úr lognmollunni. Velkominn, Wodiczko! Askenasí tók „keisarakonsert- inn“ þeím snillingstökum, sem vænta mátti, stundum þó kannski helzt til hörðum, eins og hann væri að reyna að knýja úr hljóð- færinu meira hljómmagn en í því býr. Einleikara, hljómsveitar- stjóra og hljómsveit var innilega fagnað á þessum fyrstu sinfóníu- tónleikum haustsins. Jón Þórarinsson. — Námsstyrkir Framhald af bls. 6 an ferðakostnað o.g 350.— eða 1000.— franska franka á mánuði aftir því í hvaða landi dvali'ð er. Algengast er að styrkur sé veitt ur til 4—6 mánaða dvalar. Umsóknareyðublöð ásamt upp lýsingum fást í félagsmálaráðu- neytinu. Umsóknir skulu sendar félagsmálaráðuneytinu fyrir 16. aktóber n.k- Félagsmálaráðuneytið 23. sept. 1965. og átti drýgstan þátt í að fletta ofan af kosningasvindli Karaman lís á sínum tíma. Sögusagnir um samsæri vinstri manna innan hersins, sem kennt var við „Aspíða“ (skjöld), tekur enginn Grikki hátíðlega af þeirri einföldu ástæðu, að þær eru runnaT undan rifjum Garúfaljas- ar og hafa verið fastur liður í viðleitni hægrimanna til að koma umbótamönnum eins og Papandreú frá völdum. í annan stað hefur ekki komið fram auka- tekið orð um þetta fræga sam- særi í meira en þrjá mánuði, en það hefði áreiðanlega verið blásið upp og óspart notað gegn Papan- dreú, meðan á stjórnarkreppunni stóð, hefði nokkur flugufótur ver ið fyrir því. Ástæða þess að ég sting niður penna um þessi mál nú er „Svip- mynd“ sem birtist í Lesbókinni á sunnudaginn og bregður upp á- kaflega afskræmdri mynd af á- tökunum í Grikklandi. Þar er Papandreú nefndur lýðskrumari sem grunaður sé um einræðistil- hneigingar, og mundi jafnvel svörnum andstæðingum hans í Grikklandi ekki koma til hugar að bera slíkt á borð. Þá er því ennfremur haldið fram, að Andre as Papandreú, sonur hins aldna forsætisráðherra, sé gamall kommúnistL og mun þar stuðzt við frásögn dansks blaðamanns af því, að Andreas barðist á sín- um tima með oddi og egg gegn nazistanum Mataxas, sem var ein ræðisherra í Grikklandi á árun- um fyrir seinni heimsstyrjöld. Hve fáránleg þessi staðhæfing er, birtist kannski ljóslegast í þvl, að Kanellópúlos, núverandi for-< ingi Róttæka sambandsins og arf taki Karamanlís, var rekinn í út- legð á valdatíma einræðisherr- ans. Andreas fór til Bandaríkj- anna fyrir heimsstyrjöldina og kom ekki aftur til Grikklands fyrr en árið 1961, þegar sjálfur Karamanlís kvaddi hann heim til að veita forstöðu nýrri efna- hagsstofnun. Þeir sem eitthvað þekkja til grískrar stjórnmálasögu eru ekk- ert sérlega undrandi yfir þeim átökum sem átt hafa sér stað að undanförnu né lyktum þeirra- Slíkar sviptingar eru að heita má daglegt brauð þar syðra, en vissulega er það alvarlegt mál, þegar konungur leyfir sér að virða vilja yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinar að vettugi og bola frá völdum manni sem líkleg ur var til að færa gríska stjórnar- hætti nær þeim hugmyndum sem við hér vestan og norðan til 1 álfunni gerum okkur um lýð- ræðisstjórn. Konstantín hefði vissulega gott af þvi að komast I læri hjá tengdaföður sínum, og það mundi áreiðanlega ekki verða mörgum Grikkjum harms- efni þó hann settist að á „iý- keyptum búgarði sínum í Dan- mörku og sneri sér að búvísind- um. Hann ku vera fyrirmyndar- búmaður. Grikkjum svíður það hinsvegar mörgum sárt, að kon- ungur þeirra skuli hafa orðið til að gera ríki sitt að viðundri útá- við og púðurtunnu innávið. Sigurður A. Magnússon. In Memoriam Bróðir Henricus af reglu heilags Hfontforts f HEILAGRI ritningu lesum við þessi orð: Gætið yðar, vakið og biðjið, því að ,þér vitið ekki hvenær tíminn er kominn. (Mark. 13,33). Nú hefur drottinn kallað til sín brott frá þessum heimi hinn dygga og trúa þjón sinn bróður Henricus, af reglu hins heilaga Grignon Montforts. Við brottför hins blessaða bróður vil ég þvi minnast hans nokkrum fátæk- um orðum. Hann þarf eigi minna orða með, því sá, sem svo trú- lega þjónaði guði og hans heilögu kirkju, veit að guð umbunar þeim, sem yfirgefa föður og móð- ur og sitt heimaland og allt, sem þessi heimur hefur upp á að bjóða, til þess að fylgja Hon- um. Allt líf hins látna bróður var óslitinn dagur vinnu og erfiðis fyrir guð og kirkjuna. Amor laboris pro Deo. Bróðir Henricus hafði gert orðin „Bið og vinn!“ — ora et labora — að einkunnar- orðum lífs síns. Vinnandi hendi eða með bæn- um sínum var hinn trúi bróðir ávallt reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd þeim sem með þurftu. — Öll hin skapaða náttúra guðs unni honum: dýrin, sem hann annaðist á Jófríðastaðabúinu, börnin, sem hann lék við, og fólkið sem varð á vegi hans. Hann unni með barnslegu hjarta öllu því sem hinn almáttugi hef- ur skapað. Drottinn sagði: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu guð sjá. — Bróðir Hen- ricus var einn þessara hjarta- hreinu guðsbarna. Skyldurækinn um allt, sem staða hans krafðist af honum, og bænrækinn svo mjög umfram alla aðra menn, sem ég þekki, að hann var öllum til fyrirmyndar bæði lærðum og leikum. Eftir erfiðan vinnudag fann hann hvíld sína í bænagerð og góðverkum. — Við heilaga messugerð þjónaði hann prestin- um daglega með allri auðmýkt og sönnum guðsótta. Þessi bless- aði bróðir var sannur sonur og postuli drottins og var tryggur kenningu reglu sinnar um, hve mjög María heilög guðsmóðir get ur verið oss til hjálpar um eilífa sáluhjálp. Þeir eru margir, sem munu minnast bróður heitins, því hann eignaðist fjöldann allan af vin- um þau ár, sem hann dvaldi hér a landi. En nú hefur drottinn kallað þennan trygga þjón sinn snögg- lega úr heimi þessum. Sál hana hefur án efa verið viðbúin kall- inu, svo mjög hafði hann þjálf- að sig í dyggðum, guðsótta og góðverkum. Jarðneskar leifar hans hvíla nú í íslenzkri mold og bíða upprisu á efsta degi. Blessuð sé minning bróður Henricusar. Hvíli hann í friði og hið eilifa ljós lýsi honum. H. L. VINDUTJÖLD í öllum stærðum Framleiddar eftir máll. Kristján Siggcirss. hf. Laugavegi 13. Sími 13879. Saumastúlkur Stúlkur, helzt vanar herrabuxnasaumi óskast strax. Einnig stúlka vön herrafrakkasaumi (ákvæðisvinna ef óskað er). Upplýsingar í síma 20744 milli kl. 10 og 12 og 4 til 7 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.