Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 21
Laugardagnr 5. okt. 1965 MORGUNBLAÐID 21 ígríiur Sæmundsdóttir Se'fossi - Minningarorð Agnes Gestsdóttir [J Fædd 10. júlí 1876. II Dáin 15. maí 1965. Þó að margt hafi breytzt, síðan byggð var reist, geta börnin þó treyst sinni íslenzku móður. Hennar auðmjúka dyggð, hennar eilífa tryggð eru íslenzku byggðanna helgasti gróður. Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til að þjást ekal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi og lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður. t' I>essi hátíðaróður skáldsins frá Fagraskógi mun reynast ís- lenzkum konum óbrotgjarn minnisvarði, ekki einungis sem mæðrum heldur sem kon- um í orðsins beztu merkingu. Þær voru ekki svo fáar hús- freyjurnar á Suðurlandsslétt- unni, sem minntu mig á hinar Btórbrotnu ættmæður, sem forn- sögur okkar greina frá, þegar ég kom þar fyrst til að kynn- ast fólki fyrir rúmum 20 árum. Ein þeirra var Sigríður á Selfossi. Þrekmikil, hógvær og hljóð, en þó stórbrotin og traust í einu og öllu, og þó um leið svo af bar, hnittin í tilsvörum og -létt í máli. Hún hafði "verið húsfreyjan við fljótið mikla um áratugi. Og sannarlega bar hún þess merki á margan hátt. Það var ekki einungis dulúð hennar og sterk trúhneigð, sem fannst við nánari kynni, heldur einnig þessi hljóði kraftur hógværðar- innar, sem þó sigrar allt, eins og almættið að lokum, sem minnti á dul og djúp, straum- þunga og mátt elfunnar. En það var uim leið annað fljót og ekki ómerkara, sem hafði runnið svo að segja um foæjaíhlað hennar. Og það var fljótið helga, fljót mannlífsins, þjóðlífsins sjálf. Og það fljót var ekki síður síkvikt og breyti- legt, en Ölfusá við bakka og flúðir á leið frá jökli til strand- ar. Og kannske hafði þessi elfur þjóðlífsins hvergi örlað straumi sínum þéttar um bæjarhlað en einmitt á Selfossi, eftir að brú- in kom þar yfir móðuna miklu Og breytingin frá ferju til fólksflutninga á stórbifreiðum tuttugustu aldar á íslandi væri kannske hvergi betur skýrð frá sjónarhóli tölvísi og skýrslna, sem allt verður nú að miðast við en með því að minna á, að fólksfjöldinn á Selfossi var 20 manns þegar Sigríður kom þang að 10 ára gömul en 2000 manns, þegar hún kvaddi hinzta sinni nær níræð að aldri. En ekkert af þessu gat breytt henni. Hún var líkt og skuggsjá í lygnu móðunnar, og speglaði kyrrð fjallsins og tign annarsvegar, en fegurð himins á aðra hönd, sól Ihans og stjörnur. Sigríður Sæmundsdóttir var fædd 10. júní 1876 að Pálsbæ á Seltjarnarnesi. Faðir hennar Sæmundur Steindórsson, frá Stóru-Sandvík í Flóa var smið- ur og bóndi í senn, en móðir hennar var Soffía Einarsdóttir ættuð af Seltjarnamesi. En þau hjón voru af kjarn- miklu fólki komin í báðar ætt- ir, svo að góðir og traustir stofn ar stóðu að Sigríði á alla vegu. Erföir hennar því traustar og sterkar. En tíu ára að aldri réðst hún að Selfossi í sumardvöl til frænku sinnar Sesselju Hann- esdóttur. Siðan hefur hún aldrei átt heimili annars er hún giftist 12 árum síðar Símoni Jónssyni, sem var bæði bóndi og smiöur á Selfossi, eins og faðir hennar hafði verið um það leyti, sem hún fæddist. Þau hjón Sigríður og Símon eignuðust* 6 börn og eru 4 þeirra á lifi. En Símon eigin- mann sinn missti Sigríður 1937. í fornum sögum er getið um konur, sem byggðu skála sinn um þjóðbraut þvera. Það mun vart of sagt um Sigríði og Sím- on, svo mikil var gestkvæmdin á heimili þeirra. Mátti segja um fjöldamörg ár að allra leið- ir lægju um Selfosshlað. Og gestrisni þeirra var frábær. Stundum varð húsfreyjan að leggja nótt við dag í störfum sínum, fyrirhyggju og ' fórn- fýsi. Þar var ekki til að dreifa þægindum og birgðum nútím- ans í búri og eldhúsi, þótt bjarg álna mættu hjónin teljast. Það þótti sjálfsagt að bera á borð fyrir gestina hið bezta sem til var og á greiðslu var sjaldnast kannske aldrei minnzt. Það varð því lítt um auðsöfn- un. En þeim mun meiri varð friður og rósemi hjartans á- samt þeirri hamingju sem góð samvizka veitir. En það var á- reiðanlega dýrmætasta stáss húsfreyjúnnar á Selfossi. Hún lifði orðin úr helgum ritningum, sem segja: „Skart yðar sé' ekki ytra skart með því að hengja á sig gullskraut og klæðast viðhafnarbúningi, heldur sé það hínn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda, sem er dýrmætur 1 augum Guðs." Þannig var hún heimafólki sínu og þannig tók hún á móti gestum sínum, „Hún breiddi út lófann móti hinum- bágstadda og rétti fram hendur móti hin- um snauða. Kraftur og tign eru klæðnaður hennar." Annars er mér Sigríður minnisstæðust fyr- ir háttvísi í orðum og fram- lcomu. Það var eins og hún fyndi alltaf þau orð, sem bezt ættu við, og að hún þyrfti aldrei neitt fyrir því að hafa. Hið sama er einkenni dóttur hennar, Díu, sem flestir þekkja á Suðurlandi, þótt færri hafi séð haaa, en svo lengi hefur hún unnið við símann á Sel- fossi. Annað sem mér fannst 6- gleymanlegt var æðruleysi Sig- ríðar og hófstilling þótt hjarta hennar blæddi og örar tilfinn- ingar. ólguðu henni í viðkvæmri lund. Þar held ég fáar nútíma- konur gætu gengið í hennar spor. Eins virtist guðstrú henn- ar svo örugg og traust, að þar „Þó eik í stormi hrynur háa, því hamrabeltin skýra frá. En þegar fellur fjólan bláa, það fallið enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, hvers urtabyggðin hefir misst". þurfti naumast orð. Bænrækni og trúrækni án allrar mælgi virtist henni eins sjálfsagt og hreint loft. „Þá talaði hún fátt og friðandi og lágt." Hún hafði stundum farið um grýttar brautir sorga og von- brigða, og er það sízt furða svo löng sem leiðin var orðin. En fáir munu hafa heyrt hana bera sér uppgjöf í huga. Hún var heim.lisrækin og vann hljóð og góð að því sem hún áleít holl- ast og bezt ástvinum sínum, og allir munu hafa virt hana því meira sem þeir kynntust henni betur. Og vissulega tilheyrði hún því bezta meðal vormanna aldamótaaranna. Mér hefur um sinn fundizt það furðulegt, að enginn hinna mörgu gesta og samtíðarmanna og kvenna þessarar merkiskonu skuli hafa minnst hennar opin- berleg til hinztu kveðju. Því bið ég þá, sem betur mættu að virða á betri veg fyrir mér þótt þessi orð komi seint og séu fátæklegri en hæfir þessari ógleymanlegu konu, sem raunar aldrei sóttist eftir lofi né frægð Hún var komin hátt á sjötugs aldur, þegar við sáumst fyrst, en var ein þeirra, sem virtist standast fangbrögð ellinnar án þess að verða nokkurn tíma gömul kona. Létt á fæti, létt í skapi og létt í máli virtist hún alltaf geta veitt lið og stuðning örugg og hlýleg í senn. Ég veit líka að börn hennar mátu hana mikils og hún fann hjá þeim öruggt skjól, ekki sízt þar sem hún dvaldi hjá Áslaugu síð- ustu árin og óskabarninu henn- ar dótturdótturinni, sem hún bar svo oft á bænarörmum sem litla barnið. Hún var henni bjariur geish 'framtíðarvona og hamingju svo ekki bar skugg- ann á. Og fieiri barnabörn hennar Sigríðar man ég vel að mannksostum og gjörvileika. Síðast þegar við sáumst var vorkvöld fyrir nokkrum árum. Iimur blomgróðurs og bjarka frá gróanda þorpsins fagra við brúna, görðum þess og tímum barst fyrir mjúkum sunnanblæ. Kvöldkyrrðin var svo djúp og hlý eins og hún bezt getur orð- ið á sunnlenzku s'étlunni. Þungur niður fljótsins mikla ómaði úr nokkrrri fjarlægð líkt og niður minrjnganna frá longu liðnum árum. I slíkri ró og fegurð kýs ég nér að nema þig Signður mín, <j> þar som bú sirur vit gluggann og horfir á Uvöldroi'ann yfir austuvf]öllu:n, sem spegla him- inninn í straum'. móðunr.ar, en líka í augum þér og ínnuni sál- ar þinnnr. Vertu sæl, Þökk fyrir allt. Árelíus Níelsson LJÓÐLÍNUR þessar komu í huga mér, er ég spurði lát vin- konu minnar, frú Agnesar Gests dóttur. Það var ekki háreisti um lif hennar, en þeim mun mildara og þægilegra var að vera í návist hennai:. Mér er í barnsminni er við bjuggum í sama húsi, sem fað- ir minn, og maður hennar, Frið berg Stefánsson, járnsmiður, áttu á Isafirði, hve glæsileg ung kona hún var. Og bar hún þá reisn til efri ára. Þau fluttust til Reykjavíkur. Mörgum árum síðar hitti ég hana hér. Þá var hún orðin ekkja, hafði misst mann sinn úr spönsku veikinni — stóð ein uppi með tvo unga syni, efna lítil. Nú var hún í þann mund að Ijúka við að mennta þá, eldri soninn Óskar, sem er yfirvél- stjóri á Dettifossi, og Harald, járnsmíðameistara, búsettur á Siglufirði. — Það mun hafa verið trú hennar, og einbeittur vilji, sem hélzt í hönd, því slíkt var þrekvirki í þá daga fyrir einstæða ekkju. Ung að árum hafði hún gifzt manni sínum, Friðberg Stefáns- syni, járnsmið (sem fyrr segir), glæsilegum athafnamanni, og var það henni að vonum mikill harmur að missa hann. Er ég hitti hana hér, hafði hún eignast hús, fallegt heimili. Nokkur ár hafði hún matsölu. Mér kom það svo fyrir, að flestir sem kynntust henni, yrðu góðkunningjar hennar, og mun hún hafa verið þar mörg- um innanhandar. Hús hennar stóð þeim ávallt opið, enda var hún gestrisin með afbryggðum, og mun margur eiga góðar minningar frá heimili hennar við Ljósv'allagötu og Laufás- veg, og er ég þar ein af. ¦ Um árabil bjó Agnes með Birni Guðmundssyni, kaupm. Qg var sambúð þeirra hin á- kjósanlegasta. Hann andaðist 1954. Eftir það bjó hún hjá syni sínum, Óskari, og tengda- dóttur, sem gerðu henni ævi- kvöldið ánægjulegt. Agnes var mikil hannyrða- kona, og sást þess glöggt merki á heimili hennar; mun hún hafa kennt hannyrðir á ísafirði. Greind kona og trúhneigð Svaniaug Sigurbjörns* dóttir —- Minning „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.... Jafnvel þótt ég fari um dimman " dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér". Úr 23. sálmi Davíðs. AÐ HAFA verið KFUK-stúlka á árunum 1936—1945, er að hafa komizt í náin kynni við Svan- laugu Sigurbjörnsdóttur. Það eru ekki fáar stúlkur, sem á þess- um árum kynntust KFUK og störfum þess fyrir hennar áhrif. Svanlaugu var sérlega gefið að laða ungar stúlkur til að taka þátt í störfum, ekki vegna þess að hún vildi hlífa sér, heldur vegna þess að hún skildi þörfina staðar, því að á að vera virkur þátttakandi í hún dvaldi þar áfram til þess starfi fyrir Krist Margar hugljúfar minningar geymast um samverustundir í „Straumi", en þar hóf KFUK sumarstarf sitt, og þaðan mun Svanlaug einnig hafa átt dýr- mætar minningar. Við munum biblíulestrana, er hún á einfaldan hátt lauk upp fyrir okkur auðlegð Heilagrar hún átti kyn til, þar sem faðir ritningar. hennar var Sigurbjörn Sveins- Við minnumst hennar, sem for- son, hinn góðkunni rithöfundur, ingjans, er átti þann hæfileika að sem skrifaði Bernskuna, Geisla ná til einstaklingsins og tala og fleiri ágætar barnabækur. þannig um kærleika Frelsarans, Hvort heldur Svanlaug tók gít- að hjartað tók að brenna af þrá arinn sinn og söng, eða hún á eftir að eignast þennan sama dýr einfaldan hátt sagði börnunum mæta fjársjóð. söguna um Jesú, átti hún óskipta Svanlaug var mikill barnavin- athygli áheyrenda sinna. Hún ur, og aldrei var hún glaðari en söng af slíkri hjartans list að í hópi þeirra ungu. Hún var gædd alla langaði til að syngja með, ríkum frásagnarhæfileika, er jafnvel þá er vita laglausir voru. !#^ s. : théMmém henni á óvart, og mun heim- koman hafa verið henni örugg. Andlegu þreki hélt hún til hinztu stundar. Ætt hennar kann ég ekki að rekja, en fædd var hún 26. júní 1878 að Skúfslæk í Flóa, og voru foreldrar hennar þau hjónin Kristín Jónsdóttir og Gestur Gamalíasson, sem þar bjuggu,; voru þau af Laxár- dals- og Hörgsholtsætt. Agnes andaðist 17. septemiber í Landakotsspítala og var jarð- • sungin frá Dómkirkjunni 211. september. \ Ég þakka henni tryggð henn- ar, og bið henni blessunar Guðs á landi lifenda. Sigui-I. Guðmundsdóttir. ________i______________ Frakkar ferðast austur París, 28. sept. — NTB. ÞRÍR háttsettir menn úr frönsku stjórninni munu í næstí mán- uði fara í opinberar heimsóknir til A.Evrópu, og er héi um að ræða lið í þeim tilraunum de Gaulle forseta, að bæta samskipt in við kommúnistalöndin. Couve de Murville, utanríkisráðherra, fer til Moskvu 28. október; Val- ery Guscard d'Estaing fjármála- ráðherra, fer til Varsjár í lok október og dagana 7.—12. okt. fer Alain Peyrefitte, upplýsinga málaráðherra, til Júgóslavíu. — Fyrr í þessum mánuði var Marc Jacquet, samgöngumálaráðherra, í Budapest, og fyrr á þessu ári var Maurice Bokanowski, iðnaðar málaráðherra í heimsókn i var hún og dulræn, fátt kom I Rúmeníu. Hún taldi það ekki tímaeyðslu eða óþarfa fyrirhðfn að syngja aftur og aftur sama versið þar til börnin höfðu lært það og gátu sungið með. •Hún lét sér annt um, að eng- inn væri útundan þar sem hún var. Svanlaug bjó ekki í stórum eða ríkmannlegum húsakynnum, en fegurðarskyn hennar var óvenju næmt, og gat hún þvl öðrum fremur breytt „hreysi I höll". Á hinu litla heimili henn- ar var samræmi yfir öllu, þar ríkti friður og helgi og þar var gott að koma. Barnsleg gleði og góðvild voru svo einkennandi fyrir Svan- laugu, hún átti kærleika, sem fyrirgefur allt, umber allt, vonar allt. í huga hennar var- ekki beiskja eða kali, þó þungir sjúk- dómar og erfiðleikar mættu henni. Hún var þakklát, þakklát Guði og góðum vinum, sem reyndust henni vel, þeim öllum og afkomendum þeirra fylgja fyrirbænir hennar. Þegar við kveðjum góða vini fyllir tregi hjartað, margar KFUK-stúlkur vildu tjá Svan- laugu þakkir, hún var verkfæri í hendi Guðs til að leiða þær á þann veg, sem liggur til lífsins. Þrjár KFUK-stúlkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.