Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 2- ofct. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Guðmundur Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri
IN MEMORIAM
í GUÐMUNDUR Vilhjálmsson,
fyrrum framkvæmdastjóri Eim-
skipafélags íslands lézt í Land-
spítalanum í Reykjavík sunnu-
daginn 26. september. Hann hafði
verið fluttur í spítalann fársjúk-
ur nokkrum vikum áður. Stóðu
vonir til þess að hann kæmist á
fætur aftur en svo varð þó ekki.
Lífskrafturinn þvarr smám sam-
an, þar til yfir lauk.
Guðmundur Vilhjálmsson var
fæddur hinn 11. júní 1&91 að
Undirvegg í Keldulhverfi í Þing-
eyjarsýslu. Voru foreldrar hans
, Vilhjálmur bóndi Guðmundsson
og kona hans, Helga Isaksdóttir.
Fluttu foreldrarnir til Húsavíkur,
; er Guðmundur var kornungur,
i eða aðeins 10 ára að aldri. Réðist
j hann þá þegar í þjónustu Kaup-
: félags Þingeyinga og starfaði þar
um 14 ára skeið. Næstu 15 árin
dvaldist hann að mestu erlendis,
og var öll þau ár í þjónustu Sam-
Ibands íslenzkra samvinnufélaga,
fyrstu árin í skrifstofu sam-
bandsins í Kaupmannahöfn.
Svo sem öllum er kunnugt,
skapaði fyrri heimsstyrjöldin,
eem geysaði í Evrópu 1914-1918,
mikla erfiðleika í öllum við-
skiptum íslendinga við útlönd.
Siglingar milli fslands og Evrópu
landa urðu æ hættulegri og taf-
samari, og vöruskortur ístyrjald-
arlöndunum óx með hverju ári
sem leið. Þetta ástand leiddi .til
þess, að íslenzkir kaupsýslumenn
og raunar íslenzk stjórnvöld fóru
að beina viðskiptum sínum til
; Eandaríkja Norður-Ameríku.
Ákvað stjórn Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga, að Guð-
xnundur Vilhjálmsson skyldi
flytjast til New York og annast
þar innkaup á erlendum varn-
ingi fyrir sambandið og sölu á
útflutningsvörum, sem til Banda-
ríkjanna fóru. Dvaldist Guð-
mundur í New York um þriggja
óra skeið, og annaðist þar vöru-
kaup og sölu íslenzkra afurða.
Var á þeim árum mjög leitað til
Ihans um hverskonar fyrir-
greiðslu og aðstoð bæði af hálfu
hins opinbera og af einstakling-
um. Hafa fróðir menn mjög haft
á orði, hve frábærlega Guðmundi
Vilhjálmssyni tókst að leysa
þessi mál, sem þó voru oft og
einatt mjög erfið og vandasöm.
Eftir styrjaldarlok fluttust út-
flutningsviðskipti íslendinga í
sinn fyrri farveg, enda var hvort-
tveggja, að siglingaleið milli Is-
lands og Bandaríkjanna var mjög
löng og skipastóU Islendinga
þröngur.
f júlímánuði 1920 setti Guð-
mundur Vilhjálmsson á stofn
skrifstofu fyrir Samiband ís-
lenzkra samvinnufélaga í Edin-
Iborg í Skotlandi. Veitti hann
þeirri skrifstofu forstöðu um 10
óra skeið, við mjög góðan orð-
stir, enda þá þegar kominn í röð
fremstu kaupsýslumanna Um
allt, er að verzlun og viðskiptum
laut.
Hinn 30. desember 1929 var sú
ólyktun gerð á stjórnarfundi
Eimskipafélags fslands, að bjóða
Guðmundi Vilhjálmssyni að tak-
ast á hendur framkvæmdastjórn
félag?ins. Kom Guðmundur til
Reykjavíkur um miðjan janúar-
mánuð 1930, og tókust samning-
ar um, að hann tæki að sér fram-
kvæmdastjórn Eimskipafélags-
ins frá 1. júní 1930 að telja.
Þessu starfi gegndi hann í þrjá
ératugi og tveim árum betur.
Hann lét af störfum 1. júni 1962.
Á þeim áratugum, er Guð-
mundur Vilhjálmsson veitti
Eimskipafélagi íslands forstöðu,
gerðist meiri atvinnubylting á
íslahdi, en þekkzt hefur frá því
landið tók að byggjast. Fyrstu
starfsárin voru erfið, höims-
kreppan mikla var skollin á og
atvinnuleysi og fátækt á hverju
leiti. Og svo skall síðari hei^ns-
styrjöldin á árið 1939, geigvæn-
legri en nokkur styrjöld önnur í
sögu mannkynsins. Okkur ís-
lendingum græddist að vísu mik-
ið fé á styrjaldarárunum en við
urðum jafnframt að þola stórár
fórnir. Þau voru mörg mannslíf-
in og mörg skipin, sem við
misstum á þeim árum. Þá reyndi
vissulega á taugar og þolgæði
þeirra manna, sem stjórnuðu
rekstri Eimskipafélagsins eða
störfuðu í þjónustu þess.
Að styrjöldinni lokinni höfðu
Eimskipafélaginu safnazt miklir
sjóðir, þannig að félaginu varð
kleift að festa kaup á glæsileg-
um skipastól án þess að stofna að
ráði til verulegra skulda. Fjár-
söfnun félagsins og síðari fram-
kvæmdir hefðu vissulega ekki
orðið að veruleika, ef ekki hefði
gætt festu og framsýni Guð-
mundar Vil'hjálmssonar. Fyrir
þetta ^stendur Eimskipafélag ís-
lands og raunar öll íslenzka
þjóðin í mikilli þakkarsk,uld við
hann.
Þeir sem einhver skil kunna á
hagsögu íslands eru allir sam-
mála um, að stofnun Eimskipa-
félags íslands hafi verið einn
merkasti atburður á þeirri öld,
sem nú er rúmlega hálfnuð.
Stofnun þessa félags var ávöxtur
af bjartsýni, kjarki og ósvikinni
karlmannslund þeirra manna, er
vildu gera fsland að betra landi.
Vildu fullt sjálfstæði, aukna
menningu og aukna hagsæld. Og
það var vissulega heillaríkt
spor, sem stigið var, er Guð-
mundur Vilhjálmsson var sóttur
frá umsvifamiklum störfum í
framandi landi, og honum falin
framkvæmdarstjórn félagsins.
Eimskipafélagið átti ætíð hug
hans allan og óskiptan, og hon-
um hlotnaðist sú hamingja, að sjá
hag félagsins eflast og blómgast,
skipin stækka og fríkka. Munu
þeir fáir, sem átt hafa ríkari
Iþátt í að efla hag Eimskipa-
félagsins en Guðmundur Vil-
hjálmsson. Þekking hans, hátt-
vísi og drengskapur sköpuðu
honum traust og velvild allra
þeirra, er við hann áttu nokkur
skipti. Hygg ég, að Guðmundur
Viihjálmsson hafi aldrei eignazt
neinn óvildarmann, en það er
vissulega fátítt um menn, sem
gegna umfangsmiklum störfum.
Auk framkvæmarstjórastarfs-
ins hjá Eimskipafélaginu voru
Guðmundi Viihjálmssyni falin
tnörg önnur trúnaðarstörf. Hann
var m.a. stjórnarformaður Flug-
félags íslands um 20 ára skeið
og sat um langt árabil í stjórn
Vinnuveitendasambands íslands
sem varaformaður.
Hann var að verðleikum sæmd
ur mörgum heiðursmérkjum, inn-
lendum og -erlendum.
Árið 1924 kvæntist Guðmund-
ur Vilhjálmsson Kristínu, dóttur
hins mikla athafnamanns, Thors
Jensens. Börn þeirra eru:
Thor rithofundur, kvæntur
Margréti Indriðadóttur,
Helga, gift Magnúsi Magnús-
syni prófessor,
Guðmundur héraðsdómslögm.
kvæntur Guðbjörgu Herberts-
dóttur,
Margrét, gift Sverri Norland
verkfræðingi,
Einn sonur þeirra hjóna, Hall-
grímur, dó í æsku.
Guðmundur Vilhjálmsson yar
á yngri árum hið mesta glæsi-
menni. Hann var sannkallaður
gæfumaður, glaður og reifur í
vinahópi, orðheppinn og marg-
fróður og prúðmennska og hátt-
vísi var honum í blóð borin.
Við hlið hans í erilsömu starfi
stóð glæsileg og mikilhæf eigin-
kona, sem bjó honum fagurt
heimili styrkti hann og örvaði.
Var heimili þeirra rómað fyrir
gestrisni og glæsibrag. Þangað
var jafnan gott að koma.
■ Eimskipafélag íslands á nú á
bak að sjá einum hinna mikil-
hæfustu manna, er við sögu
þess hafa komið. Veit ég, að ég
mæli fyrir munn allra stjórn-
enda Eimskipafélagsins og starfs-
manna á sjó og landi, er ég
þakka Guðmundi Vilhjálms-
syni öll þau störf, sem hann
vann í félagsins þágu. Er það
ósk mín, að íslenzku þjóð-
inni auðnist jafnan að eiga sem
allra flesta menn, sem honum
líkjast.
Og nú, er ég að leiðarlokum
kveð þennan drengskaparmann
og vin minn, flytjum við hjónin
konu hans, börnum og 'ástvinum
öllum innilegar samúðarkveðj.ur.
Einar Baldvin Guðmundsson.
t
FRÁ því fyrir aldamót hafa orð-
ið miklar framfarir í íslenzku at-
vinnulífi. Tækniþróun hefur
fleygt fram örar en á nokkru
öðru tímabili í sögunni.
Um aldamót voru engin íslenzk
gufuskip og að sjálfsögðu engar
flugvélar, stórvirk vinnutæki
voru ekki komin til sögunnar.
Heil kynslóð hefur gengið sinn
veg og á þeim tíma hafa horfið
hin eldri form lifnaðarhátta og
atvinnurekstrar.
Við, sem nú erum miðaldra og
yngri, /búum við margvíslegar
aðrar aðstæður en fyrri kynslóð,
sem fæddist fyrjr þrem aldar-
fjórðungum eða svo.
Sú kynslóð, sem við erum nú
að kveðja á mikið lof skilið, en
þar ber misjafnlega hátt nöfn
ýmissa þeirra, sem framarlega
hafa staðið, en án efa er nafn
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Eimskipafélags íslands, Guð-
mundar Vilhjálmssonar, eitt
þeirra, er hæst ber.
Guðmundur mótaði með fram-
sýni sinni og hagsýni þróun ís-
lenzka kaupskipaflotans og flug-
mála. Aðrir munu skrifa um þá
þætti ævistarfs Guðmundar.
Guðmundur var ekki' aðeins
þátttakandi í framvindu íslenzkra
þjóðmála á sinni tíð, heldur var
hann frumkvöðull á mörgum
sviðum. Sess hans sem braut-
ryðjanda í kaupskipaútgerð og
flugmálum er vandfyllt.
Mitt þakklæti til þessa mæta
manns er meira persónulegt og á
öðru sviði.
Ég átti því láni að fagna að
starfa með Guðmundi Vilhjálms-
syni allan þann tíma, sem ég
hefi starfað hjá Vinnuveitenda-
sambandi íslands, en hann var
varaformaður þess frá því ég
réðist til þeirra samtaka.
Okkur, sem að félagsmálum
starfa, er einatt mikill vandi á
höndum að missa ekki vald a
skapsmunum okkar og rósemi,
en sá vandi var Guðmundi auð-
leystari en flestum öðrum, enda
var honum prúðmenska ríkari í
blóð borin en flestum, sem ég
hefi kynnzt.
Það er oft og einatt erfitt að
finna lausn á viðkvæmustu atrið
um í kjaradeilum, þar sem ó-
vægilega er barizt, en það var
ekki ósjaldan, að Guðmundur
ræddi við erfiða viðsemjendur
og með fágaðri framkomu og hug
vitsemi fann hann lausn, sem
báðir aðilar gátu við unað.
Guðmundur hafði yndi af sög-
um og margvíslegum sagnafróð-
leik, enda hafði hann á taktein-
um skemmtisögur og annan fróð-
leik við öll tækitæri.
Einn þáttur í fari Guðmundar
var hin óvenjulega stundvísx
hans, en aldrei man ég eftir að
hann kæmi of seint til fundar,
sem oft voru tíðir og utan venju-
legs skrifstofutíma.
Guðmundur var ekki aðeins
lánsmaður í starfi, heldur var
hann mikill hamingjumaður í
sínu heimilislífi, en heimilismað-
ur var Guðmundur mikill, þar
sem hann naut mikils ástríkis
eiginkonu og barna.
Heiðursmaður sem Guðmund-
ar er gott að minnast og ómetan-
legt að hafa átt hann að vin.
Björgvin Sigurðsson.
t
GUÐMUNDUR VilhjálmssoXi er
vissulega harmdauði öllum vanda
mönnum og vinum. Hinn fjöl-
menni hópur starfsmanna á
stóru heimili, sem hann stjórnaði
í rúma þrjá áratugi, minnist með
þakklæti og virðingu góðs hús-
bónda, sem var dáður og virtur
af þeim sem honum kynntust.
Hann var vitur maður og góð-
gjarn og háttvís og virðulegur.
•Eigi minnist ég þess, að hann
leggði illt til nokkurs manns.
Hann var glöggur og réttsýnn,
og skyggn á kjarna hvers máls.
Hann var góður samningamað-
ur, mannasættir og ávallt reiðu-
búinn að bera klæði á vopnin.
Hann hafði sérstaklega aðlaðandi
persónuleika. Mönnum leið vel í
návist hans. Drengskapur og
hreinskipti brást aldrei, enda
var hann mjög vinsæil maður.
Guðmundur Vilhjálmsson helg-
aði Eimskipafélagi íslands starfs-
krafta sína óskipta, og var ávallt
trúr þjónustuhlutverki þess. Frá-
bær trúmennska og kostgæfni
einkenndi öll hans störf.
Við þökkum ánægjulegar
stundir, gestrisni og höíðing-
skap að Bergstaðastræti 75. Við
geymum minningu um góðan
húsbónda og vottum frú Krist-
ínu, börnum og öllum aðstand-
endum innilegustu samúð.
Óttarr Möller.
t
KYNNI mín af Guðmundi Vil-
hjálmssyni hófust fyrir rúmum
aldarfjórðungi. — Að vísu
hafði ég kynnzt honum lítillega
fyrr, því mikil og trygg vinátta
ríkti með þeim Guðmundi og
föður mínum — og hélzt sú vin-
átta alla tíð meðan báðir lifðu —,
en dag nokkurn í maímánuði
1940 þurfti ég í fyrsta sinn að
leita til hans um úrlausn á að-
steðjandi vandamáli. Þannig stóð
á, að félag það, sem ég veiti for-
stöðu, Flugfélag íslands, hafði
þá skömmu áður fest kaup á
annarri flugvél sinni og hafði
hún komið til landsins með einu
af skipum Eimskipafélagsins.
Flutningsgjaldið, sem nam sex
iþúsund krónum, þurfti að greiða
áður en við fengjum flugvélina
afhenta, en fjárráð Flugfélagsins
voru mjög takmörkuð, m. a.
vegna stöðvunar, sem orðið hafði
á rekstri félagsins þá um vetur-
inn. Erindi mitt við Guðmund
var því að fara fram á greiðslu-
frest á flutningsgjaldinu fram á
sumarið eða, og það raunar öllu
frekar, að kanna hvort Eimskipa-
félagið vildi ekki gerast hluthafi
í Flugfélaginu, og þá með fram-
lagi flutningsgjaldsins, sex þús-
und krónum.
Dvöl mín í skrifstofu Guð-
mundar Vilhjálmssonar þennan
dag varð mun lengri en ég hafði
að óreyndu ætlað. Ástæða þess
var þó ekki sú, að mér sæktist
þunglega róðurinn, heldur hitt,
að Guðmundur hafði auðsýnilega
mikinn áhuga á flugmálum og
þurfti iþví margs að spyrja. Er
skemmst frá að segja, að erindi
mínu lauk á þann veg, sem ég
hafði helzt kosið og Eimskipafé-
lagið eignaðist sex þúsund króna
hlut í Flugfélaginu. Mér varð
Ijóst að ég hafði nú hitt mann,
sem hafði trú á fluginu og mundi
leggja því frekara liðsinni ef á
þyrfti að halda.
Um þessar mundir var Flug-
félag Islands enn á bernsku-
skeiði Og mikið vatn átti eftir
að renna til sjávar áður en fé-
laginu tækist að ná sæmilegri
fótfestu. Allur fjöldinn var tor-
trygginn á tilverurétt flugvélar-
innar sem samgöngutækis hér á
landi, og styrjöldin og hernám
landsins voru félaginu fjötur um
fót. En þar kom, að stríðinu lauk,
fólkið fékk vaxandi trú á ■ flug-
inu og hinni nýju samgöngu-
tækni sköpuðust möguleikar til
að sanna gildi sitt. Þörfin fyrir
auknar flugsamgöngur blastialls-
staðar við, fyrst aðeins innan-
lands en fljótlega einnig milli
landa. Verkefnin voru mörg og
þau kölluðu á margar hendur til
starfa, en þótt margt handtakið
í flugmálum okkar væri lágu
verði greitt á þeim árum, var
öllum ljóst að hin stóru átök
yrðu ekki gerð án fjármagns —
Fraimlh. á bls. 18