Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 28
2*
MQRGUNBLAV'
Laugardagur 2. okt. 1965
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
Höndin straukst aftur yfir
ljósa hárið, síðan var henni
veifað og bláu augun og drengja
munnurinn brostu. Hann gekk
út að dyrum en sneri sér þá
við.
— í>ú vildir víst gjarna vera
hér þrjár vikur í viðbót, er það
ekki, Anny? Ég gæti sett kaup-
ið upp. Fimmtíu og fimm þús-
und. Kannski sextíu! .... En ég
vil ekki vera neitt að neyða
þið. Þú hefur þetta alveg eins
og þú vilt. En hvenær sem þú
þarftæ á að halda stendur Las
Vegas þér til boða.
Svo fór hann út. Ronnie sat
bara á rúminu. Skjálfandi.
Mamma hjálpaði honum hóglega
á fætur og leiddi hann inn í
hans íbuð, og læsti millidyrun-
urfl. Hún lét hann leggjast á
rúmið sitt.
— Þarna sérðu elskan. Þetta
verður allt í frægasta lagi.
Hvíldu þig nú bara, eins og
hann Steve var að segja þér.
Við Nikki verðum að fara. Það
er rétt komið að seinni sýn-
ingunni.
Við gengum því til herbergja
okkar og mamma var jafn ró-
leg og hún hefði verið eftir góð-
an heilsubótarblund. Úr lyft-
unni sluppum við út og svo
kring um húsið, til þess að
mamma yrði ekki fyrir aðsókn
fólks.
— Nikki, elskan, ég held við
segjum hinum ekki neitt frá
þessu. Ekki enn. Ekki fyrr en á
morgun, þegar allt er komið í
lag. Veslingarnir, þau hafa haft
nógar áhyggjur og nú viljum
við, að þau sýni sitt bezta,
finnst þér ekki?
— Já, mamma.
— Já, og, vel á minnst, Nikki,
þú manst hvað hann Steve sagði
um hana Lukku. Þú veizt, að
það er ekki nema satt. Það er
leiðinlegt hvað hún er óráðþæg.
Ég er búin að segja henni það
þúsund sinnum að ef hún vill
vænta sér einhverrar framtíðar
á sviðinu, verði hún að gera sér
ljóst, að allt er undir jafnvæg-
inu komið. Þú skilur, góði minn,
að ég er áhyggjufull út af henni
á fleiri sviðum. Það er eitt-
hvað við hana.....eitthvað, sem
ég tók ekki eftir strax. Einhver
stálharka .... .ég vona, Nikki
minn, að þú sért ekki orðinn
um of snortinn ....
— Mamma! sagði ég.
— Já, en elskan, þú ert svo
ungur og áhrifagjarn. Alveg
mundi ég tapa mér ef þú létir
svona metorðagjarna.......
Nú þoldi ég ekki meira. Ég
tók á sprett og hlóp á undan
henni og á hlaupunum var ég
að hugsa: Ég hata hana. Hún er
skrímsli. Ég er sonur hinnar
EINU hins eina, og óviðjafn-
anlega skrímslis!
22
Þetta hafði Sylvita sagt.....
Einhvernveginn slarkaði ég
lega hefur hú gert enn meiri
gegn um seinni sýninguna. Lík-
lukku en fyrri sýningín, og
næstum allt fræga fólkið þyrpt
ist þangað til að sjá mömmu
aftur. Eftir sýninguna fórum við
í boðið til Mary Adriano. Pam
og Hans frændi og Lukka —
einkum þó Lukka — voru frá
sér af spenningi yfir því að
vera sigurvegarar í sigurvegara
veizlu. Kætin í þeim hafði svo
ill áhrif á mig, að ég notaði
fyrsta tækifæri til að læðast
frá þeim. En jafnvel þótt það
tækist, gat ég ekki hugsað mér,
hvemig ég mundi getað lifað
þetta samkvæmi af.
Mamma var ekki í neinum
vandræðum með sig, eins og
nærri mátti geta. Aldrei hef-
ur nein stjarna verið betur í
essinu sínu. Hún söng tímunum
-A.
URVALSVORUR
Ó.JOHNSON & KAABER HF.
saman og svo söng Judy Gar- f
land tímunum saman og svo
söng Frank Sinatra tímunum
saman, svo kom Fred Astaire
og söng og dansaði tímunum
saman, en á meðan voru ein-
hversstaðar í Las Vegas, sem
var hið raunverulega Las Vegas,
einhverjir handfljótir þrælar að
bera Sylviu út í einhverja
einkalyftu, út í einkabíl og það-
an upp í aðra einkalyftu.
Og svo var dálítið annað. Jafn
vel þótt mamma virtist hafa
gleymt því, þá mundi ég eftir
ljósmyndinni og frumbréfinu.
„Ég geymi það þar sem enginn
getuj- nokkurntíma fundið það“.
þetta hafði Sylvia sagt, en hvað
ef Sylvia, sem var nú eins og
j hún var, hafði skilið eftir fyrir-
mæli hjá Denker eða einhverj-
um öðrum, ef hún skyldi
deyja.......
En til hvers var ég að gera
mér rellu út af þessu öllu? í
guðs bænum, hvað gerði þetta
til? Hvað ég gat verið orðinn
brjálaður að vera alltaf að gera
mömmu þessar getsakir.
Þá tók ég eftir því, að Lukka
var farin að „troða upp“. Ekki
vissi ég, hvernig það byrjaði,
því að ég hafði ekki tekið eftir
neinu. En þarna var hún nú,
umkringd af vorkunnlátum
stjömum, og dansaði og söng,
eins og hún ætlaði vitlaus að
verða. Ég var í súrasta skapi,
sem ég átti til og hugsaði með
sjálfum mér: Hefur mamma á
réttu að standa eins og venju-
lega? Er þessi dansandi og
syngjandi rauðhærða vítisvél,
sem öskrar á eftirtekt áhorfend-
anna sú rétta Lukka Schmidt,
eins og einhver fyndinn maður
hefur skírt hana?
Til allrar hamingju þurfti ég
ekki að velta þessari hugsun
lengi fyrir mér, því að eins og
ég hefi mátt vita, var mamma
farin að stappa niður fæti. Nú
reis hún í miðju þessu skýi, sem
Balmain kjóllinn var, rétt þeg-
ar Lukka var aftur að búa sig
til að færast í aukana, og sagði
samkvæminu slitið, hvað okkur
snerti.
Mamma togaði mig inn í bíl-
inn til að aka aftur til Tamber-
laine. Ég var svo þreyttur, að
ég veit alls ekki, hvort ég
streittist neitt á móti eða ekki.
Mér fannst bara einhvernveg- /
inn sjálfsagt, að móðirin og
sonurinn skyldu halda hóp.
aiátir —
allir klæðast þeir KÓRÓNA fötum