Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 30
MQRGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. okt. 1965 ,ViS erum spennunni vanir1 - Segir Ellert Schram ,$eljum okkur mjðg dýrt' - Segir Ríkharður Jónsson LtEIKTJRINN, sem allir bíða eftir, verður leikinn á morgun. — Kl. 3 siðdegis ganga lið Akraness og KR til íeiks á Laugardals- vellinum og gera tilraun til þess að binda endi á íslandsmótið. Leikurinn er „auka“-úrslitaleikur, því þessi lið urðu jöfn og efst að aflokinni venjulegri keppni .Það er mikil spenna varðandi úrslit leiksins. Akurnesingar fjölmenna í bæinn og hvetja sitt lið og Skagamenn eiga alltaf stóran hóp aðdáenda í Reykjavík. — KR-ingar verja heiður höfuðborgarinnar og nú gerast ýmsir góðir Reykvíkingar stuðningsmenn KR, þó þeir að jafnaði fylgi því fé- lagi ekki að málum. En þetta er spennandi — og æsandi. Hvemig fer leikurinn? Það er spurning sem bollalögð er um allt land. Sumir síldarsjómenn taka sér frí frá veiðum og fljúga suður til kappleikja. Það skeði t.d. s.l. sunnudag er KR og Kefla vík kepptu — og því ekki nú? Guðjón Finnbogason Til að gefa svipmynd af spenn unni hringdum við í 3 menn í gærkvöldi sem við málið eru riðnir. Hugmyndin var að láta fyrirliðana tala — en Ríkharð var hvergi að finna á Akranesi um skeið. Guðjón Finnbogason, þjálfari liðsins var því kallaður. Hann var rólegur að vanda og tók sér eigi stór orð í munn. — Við skulum sem minnst um leikinn tala. Vonandi verður hann skemmtilegur og jafn. — BRIDGE UM þessar mundir er Bridgesam- band íslands að hleypa af stokk- unum firmakeppni, þar sem þátt- takendur eru 208 fyrirtæki í Reykjavík og nágrenni. Keppn- inni er hagað þannig, að fyrst fara fram þrjár umferðir hjá fjórum bridgefélögum í Reykja- vík. Eru það Bridgefélag Reykja- vikur, Bridgeféiag kvenna, Tafl- og bridgeklúbburinn og Bridge- deild Breiðfirðinga. Að þessum þrem umferðum loknum, spila 48 efstu spilararnir til úrslita tvær umferðir, en þær fara fram 20. og 27. október. Verður nánar skýrt frá úrslitum í hverju fé- lagi og loks úrslitum keppninnar eftir því sem á keppnina líður. — ★ — Framhaldsaðalfundur Bridge- sambands íslands var haldinn 1. sept. sl. og var stjórn sambands- ins kosin þannig: Sigurjón Guðmundsson, for- maður. Meðstjómendur: Krist- jana Steingrímsdóttir, Rvík; Þórður H. Jónsson, Rvík; Björn Sveinbjörnsson, Hafnarf.; Geir- laug Jónsdóttir, Borgarn.; Mikael Jónsson, Akureyri; Óli Kristins- son, Húsavík. Endurskoðendur voru kosnir: Þorgeir Sigurðsson, Rvík; Ragnar Þorsteinsson, Rvík. Á fundinum voru samþykktar tillögur um fyrirkomulag við val keppenda á Norðurlandamótið 1966, sem fram fer hér í Reykja- vík. Stjórn Bridgesambands ís- lands skipaði nefnd til að semja tillögur og áttu þeir Þórir Sig- urðsson, Júlíus Guðmundsson og Róbert Sigmundsson sæti í nefnd inni. Tillögur nefndarinnar verða birtar síðar hér í blaðinu. Við höfum að sjálfsögðu hug á að vinna. Liðið verður óbreytt — jafngott og verið hefur. Liðið sem unnið hefur fjölda leiki í röð. Ég og mínir menn gera sér þess fyllilega ljóst hverju það gildir að mæta KR. Það er meira en að mæta nokkru öðru liði. Við hér á Skaganum berum meiri virðingu fyrir KR en nokkru öðru liði, en þrátt fyrir það von- um við að þeir verði að bíða ósigur á morgun. ESIert Schram Ellert Schram, fyrirliði KR vildi í fyrstu lítið segja. -- Knattspyrnulið eru ætíð misjöfn og allt getur skeð. Stundum tekst þetta vel — stundum ver, þó allt sé reynt. En við í KR-liðinu höf- um nú verið í úrslitaleikjum í 10 ár og vitum að hverju við göngum. Við erum orðnir spenn unni vanir. — Það er sérstaklega ánægju- legt að mæta Akurnesingum. Liðin hafa oft bitizt áður. Það hefur gengið á ýmsu, en hvort liðið sem sigrar, þá skiljum við sem vinir og gáðir félagar. — Við erum með nokkurn veg inn sama lið og verið hefur und anfarna leiki. Við KR-ingaf höf- um ekki gert sérstakar ráðstaU anir vegna úrslitaleiksins. Við reynum að haga öllu á sem venju legastan hátt, því allt aukatil- stand skýtur mönnum skelk í bringu. Þessi leikur er okkur ekki annað en hversdagsbrauð. Við erum alltaf í úrslitum. — KR fer aldrei inn á leik- vang nema til að reyna að vinna. Það reynum við einnig nú — af fyllsta megni. Leikur er alltaf tapaður fyrirfram. Persónulega trúi ég alltaf á sigur fram á síð- ustu mínútu og reyni að láta liðs menn mína öðlast sömu trú, sagði Ellert, fyrirliði KR. Rikharður Jónsson Og um það bil er síðan var að fara í pressuna, hringdi Ríkharð ur, vegna skilaboða. Hann var rólegur eins og reyndasta leik- manni landsins ber að vera — og tilbúinn í hvað sem er. — Mér list vel á þetta, sagði hann. — Samt hefði ég sízt af öllu viljað lenda í svona auka- úrslitaleik. Þetta er þriðji mögu- leikinn sem KR fær til að vinna mótið. Við á Skaganum höfum ekki haft nema tvo. Einhver mundi segja: „Allt er þá þrennt er“, og þá er það möguleiki KR. En það verður erfitt. Við erum vel undir búnir og við seljum okkur dýrt. — Við gefum okkur ekki fyrr en flautað er af. Ef þeir vinna, iþá óskum við þeim til hamingju — en það verður ekki gert fyrr en að loknum leik. — A. St. Hér er glímuþjálfari drengja í Ármanni, Hörður Gunnarsson ásamt tveim yngstu piltunum, sem eru kennarans systursyn- ir. Þeir heita Hörður (sá litli) og Gunnar Hilmarssynir. Ungir og gamlir glíma hjá Ármanni Tugir diengja læra glsmu kjá glímudeildinni Glímuæfingar glímudeildar Glímufélagsins Ármanns hefj- ast í byrjun október og munu fara fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu á mánudags- og fimmtudagskvold um kl. 7 — 10.30. Verða þær tví þættar, eins og áður, annars vegar æfingatímar eldri glímu- manna og hins vegar drengja. Þeir yngri verða í tveim fyrri tímunum en eldri 1 síðari tím unum frá kl. 9. Æfingar verða við það mið- aðar, að auka þrek og þol, lip- urð og færni, jafnframt því sem leítleiki og fágun íþróttarinnar verða einn mikilvægasti þáttur Úrslit / bikar- keppni í körfubolta ÚRSLITALEIKIR bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins fer fram í dag og á morgun. Eins og áður hefur fram komið hófu 16 lið keppni í deildinni, en 1. deild ai liðin í Reykjavík voru útilok- uð frá keppninni með sín sterk- ustu lið. Leikir keppninnar hafa farið fram víðsvegar um landið og þótti forráðamönnum KKÍ þátt- takan hafa verið vonum framar og undirstrika þann áhuga sem hvarvefna vex nú fyrir körfu- knattleiksíþróttinni. Fjögur lið eru eftir í keppn- inni og unnu þau hvert um sig leiki sína á sínum svæðum. Fyrri leikurinn í kvöld er á milli 1. flokks Ármanns og liðs ísfirð- inga. í síðari leiknum mætast lið Þórs frá Akureyri og lið UMF Selfoss. Á sunnudaginn mætast fyrst þau lið er tapa sinum leikjum í kvöld en síðan er úrslitaleikur milli þeirra er sigra í kvöld. Samvinnutryggingar hafa gef- ið bikar sem um er keppt í bik- arkeppninni og mun einhver fulltrúi firmans afhenda bikar- inn á sunnudagskvöldið. Keppnin í kvöld og annað kvöld hefst kl. 20.15. þjálfunarinnar að áratugagöml- um sið Ármenninga. Þjáifari eldri flokks glímu- manna deildarinnar hefur verið ráðinn hinn góðkuiim glímu- maður Gísli Guðmundsson, sem var í röð beztu glímumanna landsins um árabil og íslands- meistari marg sinnis. Það orð fór af glímum hans, að hann glímdi einungis af fimieik, snerpu og fegurð. Þá hefur einnig ráðizt til deildarinnar sem aðstoðarþjálf- ari glímukóngurinn þekkti Rún- ar Guðmundsson, bróðir Gísla. Ekki þarf að frægja glimu hans fremur en bróður hans, því orð stír góðs glímumanns lifir. Æfingatímar vngri flokks verða nú fjórir í viku í stað eins undanfarin ár. Var þessi fjölgun nauðsynleg vegna mik- illar þátttöku og áhuga hinna verðandi glímumanna. Kennari yngri flokks deild- arinnar vorður Hörður Gunnars son, eins og áður. Helur honum tekizt á tve.m áruin að þjólfa upp stóraii hóp drengja, sem margir hverjir eru góð glímu- mannsefni. Æfingar hafa þeir sótt með ágætum og munu á síðastliðnam vetri allt að 100 drengir luúa notii tiisagnar hans. Innanfélagsmót. í lok æfii.gatímabilsins síðari hluta apríi voru innanfélagsmót Ármanns náð en það eru hiaar árlega Flokkaglíma Ármanns og Bikarglíma Ármanns í FloKkaghmunni var glímt í þrem þyngdarflokkum karla, unglingaflokki og 5 aldursflokk um drengja. Alls voru þátttak,- endur 42. Sigurvegarar í ein- stöku flokkum urðu þessir: í 1. þyngdarflokki karli: Hörður Gunnarsson; 2. flokki karla: Pétur Sigurðsson, og í 3 flokki karla: Guðmundur Freyr Haii- dórsson. í unglingaflokki sigr- aði Þorsteinn Hraundal og hlaut hann einnig Sigurjóns- skjöldinn að launum fyrir sigur í Skjaldarglímu dre.agja í Ár- manni, en skjöldurinn var gef- inn til minningar um Sigurjón heitinn Pétursson á Álafossi. Úr slit í drengjaflokkurn urðu þau, að í 1. flokki, 13—14 ára, sigr- aði Agnar Ásgrímsson; í 2. flokki 12—13 ára, Ágúst Einars- son; í 3. flokki, 11—12 ára, Sveinbjöm Garðarsson; í 4. flokki 10—11 ára, Kjartan Ólafs son og í 5. flokki, 10 ára og yngri Gunnar Hilmarsson. Verðlaunapeningar og bikar- ‘ ar voru afhentir í karlaflokkum að lokinni keppni. Bikarglíma Ármanns fór fram um miðjan maí. Tók þátt í henni 6 glímumenn. Sigurvegari varð Pétur Sigurðsson. Skemmtikvöld fyrir drengi. Skemmtikvöld var haldið í maíbyrjun fyrir yngri flokkana, og voru þár afhent sigurlaun í unglingaflokki og drengjaflokk um. Auk þess, að þrír vinninga- flestu drengimir í hverjum flokki hlytu verðlaunapeninga, vann Agnar Ásgrímsson bikar til eignar, sem glímudeildin hafði gefið í þessu skyni. Ágúst Einarsson vann einnig til eign.ar fagran silfurbikar en hann hef- ur þrívegis í roð sigrað í sínum flokki. Þá var þorsteinn Hraun dal afhentur Sigurjónsskjöidur- inn. Skemmtikvöld þetta sóttu milli 40 og 50 drengir, sem þágu veitingar í boði glímudeildarinn ar, horfðu á kvikmyndir, auk fleira efnis, er haft var til fróð- leiks og ánægju. Glímusýningar. í sumar hefur sýningarflokk- Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.