Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 31
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 2. okt. 1905
{_________________________
1
— Er gos?
Framhald af bls.
niður í 2000 fet. Ólgan í sjón-
um kom eins og í lotum, rauk
hátt upp, en lækkaði á milli. Ég
hef ekkert séð þessu líkt nema
við Surtsey og Syrtling. Er við
komum nær var greinilega um
lifandi ylgju að ræða, sem kom
úr iðrum jarðar. Ég hef flogið
um þessar slóðir mörg hundruð
sinnum bæði hátt og lágt en
aldrei séð neitt þessu líkt, sagði
Smári flugstjóri að lokum.
Um hádegið í gær flug Sigurð-
ur Þórarinsson jarðfræðingur,
ásamt með fleiri mönnum, yfir
þessar slóðir og sagði hann í við-
tali við blaðið að hann myndi
ekki, að lokinni sinni athugun,
þora að draga þá ályktun, að hér
væri um gos að ræða. Á sama
máli var Björn Pálsson. flugmað-
ur, sem allra manna mest hefir
skoðað Surtsey úr lofti. Engin
litarbreyting var á sjónum og
ekkert kom upp af staðnum, sem
benti til goss.
Sif, flugvél Landhelgisgæzl-
unnar, flaug yfir staðinn um kl.
16 í gær og staðfesti að staður-
inn væri Eldeyjarboði. Skipherr-
ann, Þröstur Sigtryggsson, taldi
ekkert benda til,. að þarna væri
um annað en eðlilegt brot á boð
anum að ræða.
Fréttamenn blaðsins flugu
yfir staðinn um kl. 15 og tóku
myndir, sem bornar voru undir
siglingafróða menn, svo sem
Helga Hallvarðsson skipherra og
virtist honum sem brotin væru
ekki eðlileg við ylgjuna, benti
m. a. á að öldufaldur félli aldrei
á neinni myndinni yfir hvítfrauð
ið, sem þarna myndaðist.
Guðmundur Sigvaldason jarð-
eðlisfræðingur flaug yfir stað-
inn með útvarpsmönnum og lýsti
því yfir að þarna væri um greini
leg eldsumbrot að ræða.
Loks er þess að geta að flug-
menn varnarliðsins af Kefla-
víkurflugvelli flugu yfir staðinn
um hádegið og sáu þá öskumökk
leggja upp af staðnum og falla
undan vindi.
Enn er órannsakað hvers kyns
rastir þær eru, sem leggja út frá
ylgjunni, en Sigurður Þórarins-
son og Börn Pálsson telja þetta
vikur rastir, aðrir að hér sé um
froðu af völdum brots að ræða.
Eastirnar leggur nokkur hundr-
uð metra frá ylgjunni. 1 sjónum.
Að þesáu athuguðu verður
ekkert um það fullyrt hvort hér
sé um gos að ræða, en á þess-
um stað myndaðist stórt eyland
árið 1783, sem um getur bæði
í Ketilstaðaannál og Höskuld-
staða annál.
í Ketilstaðaannál segir að
„upþkomu jarðeldar úr sjó fyrir
sunnan Geirfuglasker, hvar þeir
uppskutu einu stóru skeri eður
eylandi, sem strax var kongi
markað, en sökk litlu þar éftir“.
— S'ildin
Framha’d af bls. 32
Sveinbj. II GK 1000, Jón á Stapa
SH 1300, Halkion VE 2200, Þor-
leifur OF 1900, Þráinn NK 1000,
Sigurpáll GK 800, Margrét SI
1000, Halldór Jónsson SH 1400,
Búðaklettur GK 2100, Gullver
NS 1700, Jörundur II RE 1900,
Kristján Valgeir GK 900, Einir
SU 950 Vonin KE 1800, Helgi Fló
ventsson ÞH 600, Guðrún Þor-
kelsdóttir SU 800, Náttfari ÞH
1200 Heimir SU 1000, Árni Magn
ússon GK 1000 mál, Anna SI 550,
Ólafur bekkur OF 1307, Elliði GK
500, Oddgeir ÞH 850 mál Brimir
KE 8Ó0, Ásbjörn RE 332i8, Bjarmi
II EÁ 1200, Jón Kjartansson SU
1266, Eldey KE 1012, Fagriklett-
ur GK 800, Skírnir AK 950, Jón
Finnsson GK 1200, Bjartur NK
1000, Gunnar SU 450, Reykjanes
GK 500, Ögri RE 250. Sæþór OF
600, Stapafell SH 320, Framnes
1S 900, Gulifaxi. NK 750, Loftur
B.aldvinsson EA 1130, Dagfari
ÞH 400, Freyfaxi KE 300, Kefl-
víkingur KE 1500, Hannes Haf-
stem EA 1000, Guðbjörg IS 300,
Víðir II GK 450, Húni II HU 920,
Þor^ur Jónasspn EA 2000, Sig.
Bjarnason EA 800.
— Byltingarásfand
Framhald af bls. 1.
sem frá þessu skýrði — og því
jafnframt, að sá, er ætti heiður
af því að hafa komið Sukarno
til varnar væri Untong, of-
ursti, í lífverði hans. Hefði
hann notið aðstoðar „vissra
vopnaðra aðila“, er teldust til
samtaka, er nefndist „30. septem
ber hreyfingin“ og hefði verið
stofnuð til þess að hamlá gegn
áhrifum herforingja, er sætu á
svikráðum við Sukarno og þjóð-
ina. Sagði útvarpið, að oíurstinn
Dr. Subandrio, utanríkisráðh.
hefði gengizt fyrir myndun 45
manna byltingarráðs, er fara
myndi með völd í landinu fyrst
um sinn. Yrðu hliðstæð ráð sett
á laggirnar í hinum ýmsu eyjum
ríkisins.
í byltingarráðinu voru meðal
annars sagðir eiga sæti þeir
dr. Subandrio, utanríkisráðherra,
dr. Johannes Leimena, vara-for-
sætisráðherra, Omar Danu, mar-
skálkur, yfirmaður flughersins
og yfirmaður flotans, Martadin-
ata, aðmíráll, ;— sem allir hafa
verið þekktir að stuðningi við
kommúnista og ákafir hvata-
menn aukinna samskipta við
Pekingstjórnina. Síðar voru nöfn
allra byltingaráðsmanna birt og
voru þar á meðal a.m.k. tiu hers-
höfðingjar og fulltrúar ýmissa
borgaralegra samtaka, svo' sem
stúdentasamtaka, æskulýðsfylk-
inga, þjóðernishreyfinga og trú-
arflokka.
Útvarpið sagði, að undirbún-
ingurinn að byltingu gegn Su-
karno hefði hafizt í ágúst sl.,
þegar hávasr orðrómur komst á
kreik um, að Sukarno væri alvar-
lega sjúkur. Hefði verið ætlunin
að herdeildir frá austur- og mið-
hluta Jövu hefðu forgöngu um
byltinguna, er þær kæmu til höf-
uðborgarinnar til þes? að vera
við hátíðahöldin í tilefni „Dags
hersins."
★ ★ ★
Fyrst um sinn var alls óljóst,
hvað hæft var í þessum fregnum
— en er á leið morguninn, frétt-
ist, að sendiherra Japans: í Dja-
karta, Shizuo Saito, befði skýrt
utanríkisráðuneytinu í Tókíó svo
frá, að 20 herforingjar hefðu ver-
jð handteknir, sakaðir: um þátt-
töku í samsæri gegn Sukarno.
Sagði hann öflugan hervörð 'um
þöll . Sukurnos, ; e.n. vissi annars
ekki Uyað hoiutm leið. Þá var
allt með kyrrum kjörum í Dja-
karta.
Nokkru síðar fékk stjórn Mal-
áysiu upplýsingar, er hún taldi
áreiðanlegar ,um að byltingar-
ráðið hefði öll tögl og hagldir og
miðaði að þvi að taka yfirráð í
landinu algerlega úr höndum Su
karnos. Væri hann í stofufangelsi
í höll sinni. Fylgdi fregninni, að
Nasution, landvarnarráðhérra og
yfirmaður herforingjaráðs lands-
ins ög Achmed Yani, hershöfð-
ingi, yfirmaður landhersins,
hefðu verið handteknir. Báðir
eru kunnir að því að hamla gegn
áhrifum kommúnista - í stjórn
landsins — og Nasution er per-
sónulegur vinur forsetans.
**- ★ ★
Ein fyrsta ráðstöfun byltingar-
ráðsins var, að því er Djakarta
útvarpið sagði, að fyrirskipa öll-
um herforingjum landsins, er
höfðu ofurstatign og þaðan af
hærri, að segja af sér og gefa
skriflega yfirlýsingu um, að þeir
styddu ráðið. Hefði Untong, of-
ursti, tekið völd í landinu vegna
þjóðarinnar og yrði henni nú
stjórnað' af „þjóðhollum mönn-
um. Engin breýting yrði á ut-
anríkisstefnu landsins. Þá sagði,
að fréttastofnunum, blöðum og
tímaritum yrði leyft að starfa
áfram, en þau bæru ábyrgð gagn-
vart byltingarráðinu á öllu, er
þau sendu frá sér.
Er á daginn leið hættu að heyr
ast sendingar Djakarta-útvarps-
ins — og bárust þá engar fregn-
ir frá landinu, því það var al-
gerlega slitið úr tengslum við um
heiminn. Voru þá uppi getgátur
um, að byltingarráðið hefði hætt
sendingum til þess að tefja fyr-
ir því, að fréttir af atburðunum
i Djakarta bærust til Celebes og
Súmatra, þar sem deildir hersins
gerðu uppreisn árið 1958.
Nokkru síðar bárust þær fregn
ir frá Kuala Lumpur, að hers-
höfðingjarnir Yani og Panjaitan
hefðu verið skotnir í viðureign
við byltingarráðsmenn á fimmtu
dagskvöldið og Njjsution hers-
höfðingi hefði særzt alvarlega af
skotsárum og verið tekinn hönd-
um. 'Einnig hefði dóttir hans
særzt. Þá hafði heyrzt eimhvers
staðar, að Sukrano væri ekki
lengur á lífi.
En næstu fregnir af atburðum
þessum voru nokkuð á annan
veg. Útvarpið í Djakarta til-
kynnti skyndilega — eftir fimm
klst. þögn, að Nasution hefði tek-
izt að bæla niður byltingu gegn
Sukarno, forseta, — helztu bylt-
ingarráðsmennirnir hefðu verið
teknir höndum og bæði Sukarno
og Nasution væru heilir á húfi.
Nokkru síðar flutti Suharto, hers
höfðingi, náinn stuðnings- og
samstarfsmaður' Nasutions út-
varpsávarp, þar sem hann ítrek-
aði, hvað gerzt hefði. Ekki
minntist hann einu orði á Dr.
Subandrio eða Dr. Leimena —
en sagði, að kommúnistar, sem
fyrir byltingunni stóðu, hefðu
sett á listann, sem birtur var
yfir aðila byltingarráðsins, marga
menn, er hvergi hefðu nærri bylt
ingartilrauninni komið, þar á
meðal fimm hershöfðingja, sem
hefðu reynt að verjast valdatöku
Untangs. Lýsti hann yfir fullri
hollustu við Sukarno og sagði
hann heilan á húfi.
Útvarpið í KualaLumpur segir
hinsvegar í kvöld, að engan veg-
inn sé ljóst, hverjir fari með völd
í landinu, né hvað forsetanum
líði. Hafi borizt óstaðfestar fregn
ir um ,að hann sé veikur, jafnvel
í lífshættu eða látinn.
(Sjá grein um Sukarno, bls. 2)
— Rædd drög
Framh. af bls. 1
mála. Hin 17 ráðuneytin verða í
senn svæðis- og alríkisráðuneyti,
sem starfa eiga í nánu sambandi
við' tilsvarandi ráðuneyti í hin-
um 15 lýðveldum Sovétríkjanná
— hafa eftirlit með framleiðslu
málma, brennsluefnis, olíu og
rafmagns og umsjón með: fisk-
veiðum og .verzlun að auki.
Maaurov sagðþ að þetta nýja
fyrirkomulag, þar sem þrenns
konar ráðiuneyti færu með yfir-
stjórn efnahagsmálanna $etti að
tryggja ákjósanlegustii; samtvinn-'
an miðstj.valds og fruhakvæðis
þeirra, er rækju hin einstöku
fyrirtæki. Kvað hann sovézkan
iðnað þarfnast mjög dugmikillar
stjórna r— það þýddi lítt að beita
þar aðferðum, er byggðust á því
að þeyta fólki úr einu í annað,
framkvæma fljótræðishugmyndir
og skella skollaeyrum við raun-
hæfum staðreyndum og reynslu.
Tók hann sem dæmi, að í gas-
verksmiðju einni hefði verk-
smiðjustjórnin fengið frá hinúm
ýmsu stjórnarstofnunum samtals
498 markmið að keppa að með
framleiðslu og fjárfestingu fyrir-
tækisins. Hefðu hinar mörgu og
mismunandi fyrirspurnir dregið
allt ivnnuþrek og áhuga úr starfs
fólkinu.
Mazurov sagði, að þrátt fyrir
ýmsa vankanta hefði iðnaðar-
framleiðsla Sovétríkjanna þó auk
izt um 9.1% á árunum 1959—65.
Á sama .tima. hefði aukningin að-
eins verið 3.9_% í Bandaríkjun-
um, 3.5% í Bretjandi, 6.3% í
Þýzkalandi og 5.6 % í Frakk-
landi.
Mazurov er 51 árs að aldri.
Hann var áður formaður komm-
únistaflokksins í Hvíta-Rússlandi
en tók sæti í stjórn Æðsta ráðs-
ins í marz sl. Var þetta fyrsta
stórræða hans á þessum vett-
vangi. Mazurov er nú formaður
50 manna nefndar, er vinnur
að endanlegum frágangi fyrir-
ætlananna um framtíðarskipulag
iðnaðarins í Sovétríkjununi. Ber
nefndinni að taka til ath'ugunar
og umræðna allar þær tillögur,
sem fram koma á fundi Æðsta
ráðsins um breytingar á hinni
nýju skipan efnahágsmálanna.
Æðsta ráð Sovétríkjanna telur
rúma 1400 fulltrúa en stjórn þess
tólf menn.
Pravda skrifar í dag, að breyt-
ingarnar í stjórn iðnaðarins séu
svar við kröfunum um aukna
framleiðslu í samræmi við fyllstu
vísinda- og tæknikröfur tímans.
Á síðustu árum hafi komið fram
allmargir brestir á iðnaðarfram-
leiðslúnni bæði í Sovétríkjunum
og öðrum kommúnískum ríkjum.
Þróunin í landbúnaðinum hafi
ekki orðið nægilega ör og heldur
ekki í „léttari“ iðnaði.
Greinarhöfundur, Fjodor Bur-
latskí, segir ennfremur, að kapí-
talísk ríki hafi uppi mikinn áróð-
ur vegna þessara breytinga og
kalli þær eftiröpun kapitalískra
aðferða. Reyni þau þannig að
færa sér í nyt þær barnalegu og
einföldu hugmyndir, sem Vestur-
landabúar hafi um efnahagsmál,
en þær séu í stuttu máli þannig:
Áætlun og skipulagning er sósíal-
ismi — ágóði og efnahagsleg
hvatning er kapítalismi. Þess sé
hins vegar rétt 'að minnast, að
Lenín hafi, á fyrstu érunum eft-
ir byltinguna, lagt alla áherzlu á
tnikilvægi éfnalegrar hvatningar
og persónulegrar ábyrgðar fyrie
efnahagskerfi sósíalismans.
• M
- ífjróttir
Framhald af hls. 30
ur Glímudeildar Áwanns synt
í 12 skipti, bæðx glimu og foríia
leiki, við beztu undirtektir
hvort heldur -sýnt hefur verið í
Háskólabíói, að Árbæ, Jaðri eða
sérstakar sýningar hafa verxð
hafðar fyrir erxenda ferðamena
við önnur tækifæri. 1 sýningar-
fiokknum hafa verið frá 12 til
25 glímumenn hverju sinnx.
Æfingar munu fara fram I _
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar,
við Lindargötu, eins og áður seg
ir, á mánudögum og fimmtu-
dögum kl. 7 — 10.30.
Allar upplýsingar fást á skrif
stotu Ármanns, í íþróttahúsinu
v.'ð Lindargötu, sími 13356, á
máraidögum, iniðvxkudögurtí'' og
föítudögum kl. 8 — 9.30 e.h.
Þar fer innritun einnig framx
— Skipaö i
Framh. af bis. 1.
Ráðuneyti þau, sem enn er
ekki að fullu útséð um, hverjir
muni veita forstöðu, eru sjávar-
útvegsmálaráðuneytið, þar sem
Miðflokkurinn mun eiga ráð-
herraval; iðnaðarmálaráðuneytið
og varnarmálaráðuneytið, sem
Hægriflokkuriniv mun að öllum
líkindum leggja til ráðherra.
Flokkurinn frestaði í dag, föstu-
dag, vali þingleiðtaga og stjórn-
ar þingflokksins og var dráttur
sá talinn stafa af því, að fyrst
myndi eiga að fá úr því skorið,
hversu skyldi skipa í ráðherra-
embættin. Viðræður og fundir
varðandi stjórnarmyndunina
munu standa fram yfir helgi.
Stórþingið tók til starfa I
morgun og var þá haldinn stutt-
ur fundur til að skipa í kjör-
bréfanefnd. Nils Langhelle, sem
verið hefur Stórþingsforseti til
þessa, stýrir fundum þingsins
fram til stjórnarskipta. Ef allt
fer sem ætlað er, verða kjör-
bréf lögð fram til samþykktar
á miðvikudag eða fimmtudag
n.k. og fer eftir því hversu lengi
kjörbréfanefnd verður að störf-
um þeim er hún tók til við í
dag. Hið nýkjörna Stórþing kem
ur svo saman föstudaginn 8. okt.
en hátiðleg þingsetning fer fram
á laugardag. Mánudag 11. októ-
ber • verður fjárlagafrumvarpið
lagt fyrir þingið og sama dag
mun Gerhardsen forsætisráð-
herra leg'gja fram lausnarbeiðni
fyrir sig og ráðuneyti sitt og
næsta dag, 12. okt., fara svo
stjórnarskiptin fram.
Sukarno
taka þá Sukarno og Hatta.
Þótt leiðtogarnir sætu i
fangelsi varð sjálfstæðishug-
sjónin ekki fjötruð, og Hol-
lendingar neyddust til að fall-
ast á viðræður í Haag í ágúst
1949. Lauk þeim viðræðum
með því að Indónesar fengu
fullt sjálfstæoi í desember
þetta ár. Og SrLarno hélt
skömmu seinna innreið sína
í Jakarta, þar sem um 290
þúsund borgarbúar hylltu for-
seta sinn.
Síðan hefur Sukarno átt í
stöðugum erjum yið nágranna
sína. Hann hefur innlimað ný
landsvæði í riki sitt, eins og
Nýju Gíneu, og unnið að því
að skapa sundrung meðal
nágrannaríkjanna eins og i
Malasíu. Vegna samvinnu sinn
ar við kommúnista hefur Su-
karno verið sagður skoðana-
bróðir þeirra. En þeir sem
þekkja forsetann, segja að
hann fylgi aðeins einni stefnu,
þ.e. Sukarno-isma. Hann er
vinstrisinnaóur byltingamað-
ur, sem hefur vakið þjóðexn-
iskennd með þjóð sinni. Hann
hefur þegið aðstoð úr Austri
og Vestri, og reynt að verða
I hvorugum aðilanum háður,
| þótt það hajfi, ekki a.Utaf tekizt.
Nasution hershöfdingi —
hinn sterki maður Indónesíu
Sá maður, sem öðrum frem-
ur virðist hafa átt þátt í því
að kæfa niður byltingartil-
raunina gegn Súkarno forseta
Indónesíu í gær, er Abdul
Nasution hershöfðingi, og land
varnaráðherra landsins.
Nasution er 46 ára að aldri.
Hann varð foringi herráðs
Indónesíu samkv. skipun Súk-
arnos 1955 og 1959 varð hann
hermálaráðherra landsins, en
það ár endurskipulagði Súk-
arno forseti ráðuneyti sitt og
jukust áhrif hersins innan
stjórnarinnar mjög. Hefur
Nasution gegnt embætti land-
varnaráðherra síðan.
Árið 1961 var Nasution for-
maður nefndar, sem fór til
Moskvu og léiddi þessi ferð
til mikilla hergagnakauþa í
Sovétríkjunum, svo að her
Indónesíu mun nú vera vel bú
inn öflugum nýtízku vopnum.
Nasution hefur verið mjög
náinn samstarfsmaður Súk-
arnos og virðist hafa stutt
hann með ráðum og dáð. Virð
ist nú, sem Nasution hafi átt
mestan þátt í því að skipu-
leggja gagnbyltingu þá, sem
gerð var í gær, eftir að and-
stæðingar Súkarnos undir for.
ystu kommúnista höfðu nærri
því náð. völdum undir sig í
landinu.