Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 18
MORCU NBLAÐID Laugardagur 2. okt. 1965 Vex' i mestn óskast mikil vinna * \ "feksistölpar SúðarvotV 5. — Sími 30848. Ujigl’nc steSpa óskast til sendifc rða á skrifstofu vorri, fyrir hádegi. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar að Grens- ásvegi 9 mánudaginn 4. okt. kl. 1—3 e.h. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Þykktarhefill Notaður þykktarhefiil og afréttari, sambyggt til söiu. Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf. Kiapparstíg 28. — Sími 11956. Ms. Særún ES. 6 er til sölu. Upplýsingar gefa Guðni Jóhannsson, Sæ- felli, Seltjarnarnesi, simi 17662 og Einar Guðfinns- son, Bolungarvík. SendisveiHn óskast hálfan eða allan daginn. Söngmenn Vantar nokkra góða söngmenn til viðbótar. Upplýsingar í síma 1 61 14 milli kl. 7 og 8 næstu kvöld. Ka líikérínii Fóstbræður — Guðmundur Vilhjálmsson Framhald af bls. 17 „aflskeirra hlutá, sem geraskal". Flugfélag íslands hugðist stór- auka.hlutafé sitt og bauð hluta- bréf sín til sölu meðal almenn- ings. Árangur varð nokkur, en þó hvergi nærri nógu góður, enda mörg önnur verkefni, sem köll- uðu eftir fjármagni landsmanna samtímis. Okkur varð því jóst að sækjas.t yrði eftir fjármagni víðar en hjá almenningi ef ár- “angur ætti að ve.rða viðunanleg- ur. Rekstur Eimskipafélagsins hafði skilað góðum arði á þess- um árum og félagið hafði rúm fjárráð. ,Minnugir hinna góðu undirtekta Guðmundar Vilhjálms sonar, er við höfðum leitað til hans áður, lá nú leið okkar til hans öðru sinni, en nú myndu sex þúsund krónur ekki nægja. Viðfangsefnin höfðu vaxið í hlut- falli við vöxt félagsins, og vel það. Guðmundur sýndi nú hinn sama áhuga á flugmálum og'hann hafði áður gert og eftir nokkra umræðufundi, þar sem málið var rætt fram og aftur, lagði hann það fyrir stjórn Eimskipafélags- ins. Árangurinn varð sá, að Eim- skipafélagið gerðist stærsti hlut- hafinn í Plugfélagi íslands, sem félagið er enn í dag, auk þess, sem það lánaði Flugfélaginu ríf- lega fjárhæð. Með því fé gat Flugfélagið gert margt af því, s í n a fyrstu millilandaflugvél, „GULLFAXA". Að svo tókst til í þessu máli, sem að framan er greint, var duðvitað ekki verk Guðmundar Vilhjálmssonar eins. Þar þurftu fleiri um að fjalla, og þá sér- staklega stjórn Eimskipafélags- ins, ep ég hygg að á engan sé hallað þegar ég fullyrði, að þetta hafi fyrst og fremst verið þans verk. Það var hans sannfæring, að flugið ætti miklu hlutverki að gegna og að efling þess myndi ekki verða á kostnað siglinganna heldur ætti hvor samgöngutækn- in að styðja hina, báðum til styrktar. Hann vildi því vinna að vaxandi samvinnu þessara tveggja félaga, Eimskipafélagsins og Flugfélagsins, og taldi að slíkt yrði báðum aðilum, og þjóðfé- laginu í heild, til góðs. Hann gerði sér Ijóst, að flugið yrði veigamikill þáttur í uppbyggingu landsins og þessvegna vildi hann stuðla að eflingu þess. Guðmundur Vilhjálmsson var kosinn formaður stjórnar Flug- félags íslands vorið 1949 og það sæti skipaði hann til æviloka, eða í rúm tuttugu ár. Á þessú tímabili hefir félagið slitið barns- skónum og eflzt til æ stærri átaka, og nú, við ævilok Guð- mundar, er styrkur félagsins meiri en hann hefir nokkru sinni áður verið. Allir, seto eitthvað hafa fylgzt með þróun flugmála okkar, vita þó, að á sögublöð þeirra eru ekki aðeins skráðir sigrar og sældardagar heldur einnig vandamál og vonbrigði. í því öllu tók Guðmundur ríkan þátt og lagði ætíð gott til mál- anna. Guðmundur Vilhjálmsson til- heyrði þeirri kynslóð, sem tók við af aldamótamönnunum. Það var mikil gæfa fyrir þjóðina, aS hún átti þá marga fjölhæfa drengskaparmenn. sern voru þess umkomnir að taka upp merkið til áframhaldandi sóknar. Þá hóf- ust utanríkisviðskipti okkar fyrir alvöru og mikið í húfi, að þar væri valinn maður í hverju rúmi. Það nægði ekki, að þjóðin. hefði trú á sjálfri sér hún þurfti einnig að skapa sér traust ann- arra. Guðmundur var í hópi þeirra, sem þá voru falin mikil trúnaðarstörf, sem hann leysti af hendi með slíkri prýði að á hann hlóðust frekari störf á sviði utanríkisviðskipta. Hann t.ók síð- an við starfi sem forstjóri eins stærsta fyrirtækis landsins Eim- skip>afélags íslands, og því fé- lagi mun nafn hans framar öðru verða tengt. Það mun allra dómur, a5 Guð- mundi Vilhjálmssyni, hafi farizt stjórn Eimskipaféiagsins vel úr hendi. Hann átti í ríkum mæli þá eðliskosti, sem nauðsynlegir eru þeim, sem veita forstöðu jafn stóru fyrirtæki og Eimskipafé- lagið er. Hann var gæddur góð- um gáfum, hagsýni, nákvæmur og samvizkusamur svo af bar. Háttvísi hans og kurteisi var við- brugðið og framkoma hans var ætíð þannig, að vakti verðskuld- að traust og virðingu. Af þessum ástæðum, og mörgum öðrum, var hann farsæll í starfi og mikils- metinn af öllum þeim er honum kynntust. Fyrir hans mikla starf í þágu Flugfélags íslands eru honum nú, að leiðarlokum, færðar alúðar- þakkir af hálfu stjórnar og starfsmanna þess. Persónulega minnist ég með hlýhug og þakk- læti hins góða samstarfs, sem með okkur ríkti, og þess stuðn- ings, sem hann svo oft veitti mér í starfi mínu. Það var á allra vitorði, sem nokkuð þekktu til, hve ham- ingjusamt hjónaband þeirra frú Kristínar og Guðmundar var. Frú Kristín stóð við hlið hans í blíðu og stríðu og hygg ég að hann hafi jafnan leitað hennar samráðs þegar hann þurfti að ráða fram úr mikilvægum mál- um, svo mjög sem hann dáði hana og virti. Henni, börnum þeirra og tengdabörnum, bið ég þess að minningin um hinn flekklausa drengskapar mann megi verða. til að milda sorg þeirra og söknuð. Örn Ó Johnson. fer á sunnudag öku- og göngu- ferð um Stóra-Kóngsfell og Þrihnúka. Farið frá Austur- velli kl. 914. Farmiðar seldir við bílana. Bifvélavirkjar athugið Vantar 2 bifvélavirkja eða menn vana bílavið- gerðum nú þegar. Bifreiðaverkstæðið KAMBÁS Grensásvegi 18 — Sími 37534. Vélstjórar! Rafvirkjar! Olíustöðin í Hafnarfirði óskar eftir að ráða vélstjóra eða rafvirkja. Upplýsingar í síma 50527 frá kl. 17—19. Stöðvarstjóri. Tilkynning frá félaginu Heyrnarhjálp Frá og með 1. október verður afgreiðsla fyrir við- gerðir á heyrnartækjum, sem eru innflutt af okkur, aðeins á skrifstofu félagsins að Ingólfsstræti 16. Blaðburðarfólk vantar í Kópavogi Hvammana og Hdveg IHoruimbfebib Sími 40748 Sendill óskast hálfan eða allan daginn. Bæjarútgerð Reykjavíkur Byggingameistara sem er að byrja á stórhýsi vantar nú þegar góða smiði. Tilboð sendist afgr. Mbl., sem fyrst, merkt: „Góðir smiðir — 2693“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.