Morgunblaðið - 05.10.1965, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.10.1965, Qupperneq 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. október 1965 Geimferðasýningin opnuð í gær í byggingu EðEisfræðistofnunarinnar I 1 GÆR var opnuð í hinu nýja I ihúsi EðlisíræCistofnunarinnar á f IMelunum sýningin „Út í geim- 1 inn“, en hún gefur góða hug- ■nynd um framkvaemdir Zanda- níkjamanna á sviði geimrann- «ókna. Þar gefur m.a. að líta inyndir og upplýsingar um al- Iþjóðasamvinnu á sviði geim- ■visinda, líkan af Gemini geim- fari, eftirlíking af geimfara- búningi, ljósmyndir teknar úti í geimnum, líkan af Syncom- fjarskpitahnetti í fullri stærð, skýringarkvikmyndir um Syn- com-fjarskiptahnött, og bækur og ljósmynt. . u.n geimrannsókn- arstörf. Verður sýningin opin “ fyrir almenning kl. 14—22 dag- lega til 15. október og 14—19 á laugardag. Kl. 8 á kvöldin verða sýndar stuttar kvikmyndir um geimrannsóknir og á föstudag flytur dr. Þorstéínn Sæmundsson erindi um sama efni. Sýningin var opnuð í gær kl. 5 að viðstöddum gestum. Reu'ben Monson, blaðafulltrúi banda- rísku upplýsingaþjónustunnar, bauð gesti velkomna. Þá tók til máls próf. Þorbjörn Sigurgeirs- son, sem m.a. minnti á hinar öru framfarir í geimvísindum, sem mun áður en langt um líður fara að gæta í lífi okkar h'r sem annars staðar. Hingað hefði þeg- ar komið fjölmennur hópur geim fara, skotið hefði verið héðan eldflaugum til rannsókna í geimnum og nú væri opnuð þessi sýning, sem skýrði okkur frá rannsóknum Bandaríkjamanna á sviði geimrannsókna. Hér væru. góð skilyrði til geimrannsókna. fsland liggur við iaðar þess geislabeltis, sem umvefur jörð- ina, og því væri hægt að hugsa sér þetta sem endastöð geimfara. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi, James Penfield, opn- aði því næst sýninguna með stuttri ræðu. Upplýsingalþjónusta Bandarfkj- anna stendur fyrir þessari sýn- ingu og hafa starfsmenn hennar lagt í það mikla vinnu að koma henni upp. Ríkharður frá í 6 til 7 vikur RÍKHARÐUR Jónsson hinn kunni knattspyrnukappi frá Akranesi hlaut mikil og slæip meiðsli í úrslitaleik ÍA og KR sl. sunnudag. Var Ríkharður fluttur af leikvanginum til rannsóknar í Slysavarðstof- unni en síðar um kvöldið í sjúkrabifreið til Akianess, þar sem Páll Gíslason yfirlæknir, hefur haft með höndum frek- ari rannsókn á meiðslum Ríkharðar. Blaðið átti tal við Pál Gísla son iækni í gærkvöldi og spurði hann um meiðsli Rík- harðar. Páll sagði m.a.: — Það hefur brotnað þver- tindúr í (hryggjarlið. Afleiðing þess er ennfremur að liðbönd og sinar slitna. Venjulega grær þetta vel og sjúklingurinn nær fullum bata að 6—7 vik- um liðnum. Sem betur fer eru þessi meiðsl ekki í neinu sambandi við fyrri meiðsl Ríkharðar. Að vísu er erfitt að fullyrða hvort núverandi meiðsl hafi áhrif á fyrri meiðsl Ríkharðar, en það er ekkert sem bendir tli þess eins og er. _ Auk brotsins í hryggjarlið, hélt Páll læknir áfram, hefur nýra orðið fyrit: einhverju hnjaski, en það er ekki alvar- legt. Aðspurður sagði Páll Gísla son að þessi meiðsl gætu ekki orðið nema af töluverðum áverka, staðbundnum. Læknirinn var spurður um iíðan Ríkharðar og hann svar aði: — Hann er að vonum aum- ur. Hann hefur ekki kvalir af beinbrótinu í sjálfu sér, en það sem rifnar og slitnar við beinbrotið. veldur meiri ó- þægindum. Aðalatriðið er þó, sagði læknirinn, að Ríkharður ætti að ná fullum bata. Talið við lækninn beindist að slysum í íþróttum almennt. Lét Páll í ljós þá skoðun sina, að sér fyndist fullmikil harka í leik áhugamanna. Það væri alltof algengt að leikmenn væru dögum og vikum saman frá vinnu vegna slysa í íþrótt um. íþróttirnar væru leikur manna, sem ynnu aðra vinnu, og þó siys gætu alltaf hent, væri helzt til mikið um þau. Heildaraflinn 2,3 millj. mál og tunnur ELDUR HESTA Borgareyxum, 4. okt. UM hádegið sl. laugardag varð elds vart að býlinu Lambhúshóli undir Vestur-Eyjafjöllum. Kvikn að hafði í heyi í fjóshlöðu og var um sjálfsíkveikju að ræða. Hlaða þessi er talin taka um 1000 hesta og var hún full. Slökkviiiðið á Hvoisvelli var kallað á vettvang og kom fljótt, svo og dreif að sveitunga og hjálpuðust allir að við slökkvi- starfið. Moka þurfti um helm- ingi heysins út úr hlöðunni og var því verki lokið um kvöld- matarleytið á laugardag. Klukk- aa 8 um kvöldið gaus eldurinn í 1000 HLÖDU upp á ný, en þá tókst fljótt að ráða niðurlögum hans, því menn voru enn staddir á brunastað, nema hvað slökkviliðið var fyrir nokkru farið. Var það kallað út á ný og var það á verði að Lamb- húshóli um nóttina. Bruni þessi hefði getað orðið stórum alvarlegri ef ekki hefði verið logn og blíðuveður á laug- ardaginn, svo af þeim sökum var slökkvistarfið auðvelt. Mjög mikið af heyi því, sem dregið var upp úr hlöðunni, skemmdist en það hefir ekki enn verið metið. Heyið var tryggt. Hjónin Jónas Pétursson og Guð- rún Guðmundsdóttir reka bú- skap á Lambhúshóli. — Markús. INDÆLT haustveður var um allt land í gær, víðast logn eða hægur andvari og þurrt veður. Hitinn var 4 til 13 stig upp úr hádeginu, hlýjast á Rangárvöllum. Á Austfjörðum var þó þoka og einnig við AÐ því er Fiskifélag fslands upp- lýsti í gærkvöldi var heildar- aflinn á miðnætti aðfaranótt Húnaflóa framan af degi. Djúpa lægðin suðaustur af Grænlandsodda var á hægri hreyfingu ANA, svo að búast má við austlægri átt og hlýind um áfram í dag. BANASLYSIÐ Frásögn leigubilstjóranns SVO sem kunnugt er af frétt- um varð hörmuiegt dauðaslys á Langholtsvegi, á móts við húsið 159, aðfaranótt sl. laug- ardags. Ungur maður beið bana, en eiginkona hans slas- aðist, svo og bifreiðastjórinn á leigubifreiðinni Gunnar Oddsson, viðskiptafr ‘ingur. Morgunblaðið heimsótti Gunnar í gær til þess að fregna hjá honum, hvernig slysið hefði komið honum fyr- ir sjónir. Gunnari segist svö frá, að er hann hafði komið að hús- inu númer 159 við Langholts- veg, en það var ákvörðunar- staður farþeganna, hafi vant- að 10 krónur upp á þá upp- hæð, er ökugjaldið hafi num- ið. Hann hefði sagt farþegun- um, að ekki skipti máli með þessar 10 krónur, en þeir stað- ið fastir á að fá að borga þær og hafi því nokkur tími farið í það að skrifa ávísun. Meðan þau hafi verið að þessu hafi hann ekki vitað fyrr en áreksturinn varð. Ekki kvaðst Gunnar muna árekstúfinh sjálfán, háríri hafi strax misst með.l.und, en. raknað skömmu síðar úr rot- inu og þá verið fyrir ■ utan bifreiðina, Hafði hann þá heyrt neyðaróp stú’hunnar og einhvern hávaða £ talstöð bif- retiðarinnar. Mun Gunnar síðan hafa misst meðvitund að nýju, því að hann kveðst ekki muna neitt eftir sér fyrr en á sjúkrahúsinu, er verið var að sauma saman skurð, er hann fékk á höfuðið. Að heimili Gunnars hittum við einnig starfsfélaga hans, Gretti Lárusson, en hann kom á slysstað rétt eftir slysið. Grettir segir, að þegar hann hafi komið á slysstað hafi Gunnar verið með meðvit- und. Bifreið Gunnars1 hafi verið á hliðinni og þak henn- ar f .st upp að Yolkswagenbif- reið, er staðið hefði þar rétt hjá. Kvenfarþeginn I bíl Gunnars, hefði verið klemmd- Ur á milli kistuloksins og giuggakarmsins og hafi hann ætlað að ná í dúnkraft til þess að ná henni út, en á með- an hann hafði verið að sækja dúnkraftinn, hafi fólkið, er komið hefði aðvífandi reist bifreiðina við með farþeg- unum særðum í og hafi hann ekkert getað aðhafzt til þess að aftra því. Aðspurður um framkomu hinna ógæfusömu manna, er árekstrinum ollu, sagði Grett- ir, að þeir hefðu slegizt á slysstað. Ekki kvaðst hann vita, hvers vegna, en samt hafi sér skilizt, að. það hafi verið vegna áreksturs þeirra félaga. Hefðu þeir verið hinir dólgslegustu. Þá kvaðst Grett- ir hafa haft miklar áhyggjur af því, að mikið var af drukkn um mönnum á 'slysstað með logandi vindiinga, en benzín- ið hafi flotið um alla götuna. Síðar hefði slökkviliðið kom- ið og hreinsað götuna, svo að ekki yrði íkveikjuhætta. sunnudags orðinn 2,3 milljónir mál og tunnur, en var á sáma tíma í fyrra 2,5 milljónir. Aflinn sl. viku nam 247 þús- und málum og tunnum. í vik- unni er leið var saltað í rúmlega 43 þúsund tunnur, því heildarsölt un nemur um 331 þúsund tunn- um, en var um fyrri helgi rúm- lega 287 þúsund tunnur. Á sama tíma í fyrra hafði verið saltað í rúmlega 347 þúsund tunnur. Bræðslusíldaraflinn í sumar nemur 1998 þúsund málum. Gunnar Oddsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.