Morgunblaðið - 05.10.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.10.1965, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. ofrtóber 1965 Útgefandi: Framkvæmdas t j óri: Rítstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HÖRMULEGT SLYS TTið hörmulega dauðaslys, sem varð í Reykjavík um helgina, þegar drukkinn öku maður ók með ofsahraða aft- an á kyrrstæða leigubifreið, með þeim afleiðingum að ungur maður lézt, og kona hans og bifreiðastjórinn slös- uðust, hefur enn á ný undir- strikað hvílíkur glæpur það er að setjast ölvaður undir stýri á bifreið. Við og við enda slíkar bílferðir með skelfingu og hörmungum eins og nú hefur orðið. Drukkinn maður, sem situr við stýri bifreiðar er alltaf stórhættu- legur umferð og umhverfi. Töluvert virðist vera um, að menn aki bifreiðum ölv- aðir og sjálfsagt hefur lög- reglan ekki hendur í hári nema hluta þeirra, sem ger- ast sekir um slíkt brot. Nauð- synlegt er hins vegar að stemma stigu við ölvun við akstur meir en gert hefur verið, og er einfaldasta ráðið til þess sjálfsagt að refsa mönnum harðlegar fyrir slíkt en nú er gert. Með því að hafa nægilega stranga refs- ingu við ölvun við akstur, er hugsanlegt að hægt sé að stemma stigu við þessum stórhættulega leik. Ölvun við akstur er glæp- ur, sem jafnan getur haft hin- ar hörmulegustu afleiðingar, eins og nú hefur orðið og ættu allir þeir, sem freistast kunna til að aka bifreið undir áhrifum áfengis, að minnast þess hörmulega slyss, sem varð í Reykjavík um helgina. SUNDRUÐ STJÓRNAR- ANDSTAÐA Tnnan skamms kemur Al- þingi saman til fundar á ný, og líður nú á seinni hluta yfirstandandi kjörtímabils. Þingmenn, sem búsettir eru úti á landi, eru sem óðast að koma til Reykjavíkur. Athyglisvert er, að bera saman stöðu stjórnar og stjórnarandstöðu á þessu hausti. Ríkisstjórnin hefur átt við mörg erfið vandamál að glíma á liðnu sumri, og enginn vafi er á því, að stjórn arandstaðan gerði sér framan af vonir um, að ríkisstjórnin mundi ekki ráða við þann vanda. Gæfa stjórnarinnar var þó slík, að þau óvæntu vandamál, sem upp komu leystust fyrir hennar tilstilli og annarra ábyrgra aðila, en tilraunir stjórnarandstöðunn- ar til þess að gera þessi mál enn erfiðari viðfangs runnu út í sandinn. Ríkisstjórnin er því tvímælalaust sterkari eftir þetta sumar en áður, en það sama verður ekki sagt um stjórnarandstöðu Framsókn- armanna og kommúnista. Það sem fyrst og fremst vekur athygli við stjórnarand stöðuflokkana er sú stað- reynd, að þeir eru báðir mjög alvarlega sundraðir inn- byrðis, og má því búast við, að mikil starfsorka fari í að leysa innbyrðis ágreining. Stjórnarandstaðan getur því ekki að nokkru ráði sinnt því meginhlutverki sínu, að bjóða kjósendum upp á aðra stefnu en þá, sem ríkisstjórnin hefur fram að færa eða halda uppi ábyrgri gagnrýni á stjórnar- stefnuna. Framsóknarflokkurinn kem ur til þings í ennþá verra á- standi en áður. Langvinn dvöl utan stjórnar er farin að setja mark sitt á þennan flokk, sem brezkur blaðamað- ur lýsti svo í einu virtasta blaði Bretlands, að „Fram- sóknarmenn teldu sjálfa sig fædda til þess að stjórna“. í þrjá áratugi voru fáar ríkis- stjórnir myndaðar án þátt- töku Framsóknarflokksins. En nú er af það, sem áður var. Flokkurinn hefur verið utan stjórnar frá því í desember 1958, og kann því illa. Þess vegna hefur óánægjan innan hans magnast, og sérstaklega hefur formaður flokksins, Eysteinn Jónsson, tapað mjög tiltrú flokksmanna sinna, ekki síður þeirra sem sitja með honum á þingi en ann- arra. Eru þeir orðnir lítt trú- aðir á, að Eysteini muni tak- ast að leiða þá inn í ríkis- stjórn á ný. Óánægjan með forustu flokksins kemur svo fram í sundrung og klofningi bæði innan þingflokksins og hinna einstöku flokksfélaga og annarra stofnana flokks- ins. Átökin milli vinstri og hægri arms Framsóknar- flokksins aukast stöðugt, og hafa vinstri menn og hálf- kommúnistar komið upp harðsnúnum og velskipulögð- um hópi innan Framsóknar- flokksins, sem lætur engar kosningar í flokksfélögum fram hjá sér fara án þess að reyna að ota sínum tota. Ekki er ástandið betra hjá Alþýðubandalaginu, sem segja má að sé nú algerlega klofið, þótt þingmenn þess starfi enn í sama þingflokki. Deilurnar um skipulagsmál innan Alþýðubandalagsins hafa staðið í nokkur ár, og harðna stöðugt. Þær eru fyrir löngu orðnar öpiriberar, enda fara þær nú fram meira og minna fyrir opnum tjöldum. Enn er alveg óljóst hver nið- Kommúnistar útbreiða falsaðar biblíur Kommúnistar nota falsaðar biblíur í áróðursherferð sinni í Austur-Asíu, sérstak- lega þó í Suður Kóreu. í biblíufarma sem fara í gegn- um Hong Kong á leið til Kóreu, hafa erindrekar kommúnista sett skopteikn- ingar af bandariskum her- mönnum í líki friðarengla sem draga á eftir sér stríðs- axir og hauskúpur. í nýafstaðinni heimsókn til Kóreu fann séra J.M. Roe, ritari Asíu deildar brezka biblíufélagsins, 27 skopteikn- ingar af bandarsíkum her- mönnum límdar innan á hin- ar venjulegu kápur á Lúk- asar guðspjöllum. Teikning- arnar sýndu bandarískan her mann í felum á bak við eng- il, en á vængi hans voru prentuð orðin „vinskapur“ og „góðvild“ og í hendinni hélt hermaðurinn á blóði stokkinni öxi. Biblíur eða hlutar úr þeim, falsaðar af kommúnistum, eru notaðar í stórum stíl sem áróðurstæki um gjörvalla Asíu. Á seinasta ári voru 1.5 milljónir eintaka sendar til Kóreu og er biblían nú út- breiddasta bókin í landinu. Þessi útbreiðsla er fram- kvæmd af 37 farandsölum sem fá greitt fyrir biblíurnar með rauðum pipar, kartöfl- um og hvítlauk. Vinsælustu hlutar biblíunnar eru guð- spjöllin og af þeim voru meir en ein milljón eintök send tíl Kóreu á seinasta ári. Það er einmitt í guðspjöllin serh kommúnistar planta hin um and-bandarísku skop- teikningum. Önnur landssvæði í Asíu, sem stöðugt eru undir eftir- liti vegna hinna kommúnist- isku biblíufalsana eru V'iet- nam, Cambodia og Laos. Biblíur eru til á þjóðtungum þessara landa ,en útbreiðsla þeirra er mun minni en í Kóreu, eða sameiginlega um 234 þúsund eintök á seinasta ári. Eintök af guðspjöllunum námu meir en helmingi þess- arar tölu. Biblíusalar hafa stundað iðju sína á átakasvæðunum í Suður-Vietnam. Fyrir skömmu voru tveir hand- teknir af stjórnarhernum og þeir yfirheyrðir í 24 klukku- stundir og hald lagt á b.blíur þeirra. Farandsölunum tókst að sannfæra yfirvöldin um sannleiksgildi sögu þeirra og endurheimtu þeir biblíurnar og voru látnir lausir. Á myndinni hér á ofan sjást þrír meðlimir íslenzku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðun- um nú. Eru það talið frá vinstri: Hannes Kjartansson, sendiherra; Steindór Steindórsson og Krist ján Albertsson. — Á myndina vantar einn úr ísl. sendinefndinni, en það er séra Gunaar Gíslason. urstaðan verður, en eitthvað hlýtur að gerast innan tíðar, þar sem Hannibal Valdemars- son og stuðningsmenn hans hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki taka þátt í kosning- um með Sósíalistgflokknum að óbreyttum skipulagsmál- um. Þar sem bæjar- og sveita- stjórnarkosningar eru á næsta ári, hlýtur einhver niður- staða að verða að fást í þéss- um átökum fyrir þann tíma, nema um algeran klofning verði' að ræða. En varla er hægt að ségja að þingflokkur Alþýðubandalagsins sé starf- hæfur hópur, og er raunar um litla samvinnu að ræða meðal ýmissa þingmanna þar. Sú mynd, sem við fáum því af stjórnarflokkunum og stjórnarandstöðuflokkun- um nú á þessu hausti, þegar Alþingi kemur saman a ný, er að stjórnarflokkarnir hafa undir forustu ríkisstjórnarinn ar átt við ýmis vandamál að stríða á þessu sumri, sem hafa verið leyst, og eru stjórnar- flokkarnir þess vegna sterk- ari en áður, þótt margvísleg verkefni séu framundan, sem finna verður lausn á. Stjórn- arandstaðan er hinsvegar sundruð og sjálfri sér sundur þykk, og má búast við á því þingtímabili, sem nú er að hefjast, að mikill tími og starfsorka hennar fari í inn- byrðis baráttu og tilraumr til þess að breiða yfir þann djúp stæða ágreining sem þar ríkir. INDÓNESJA Ástandið í Indónesíu er enn mjög óljóst, en svo virðist þó, sem byltingartilraun kommúnista hafi verið kveð- in niður og að hægri sinn- aðir hershöfðingjar landsins hafi náð undirtökunum, en ó- ljóst er enn hver Staða Suk- arnós forseta er. Hann hefur verið mikils xáðandi í land- inu til þessa, en ekki er ólík- legt, að þessi byltingartilraun hafi breytt valdahlutföllum milli hans og hershöfðingj- anna. Bendir ýmislegt til, að Sukarnó sé nú að reyna að breyta þeim sér í vil. Indónesía er eitt af stærri ríkjum heims, telur um 100 milljónir íbúa, og hefur þess vegna alla möguleika til þess að verða eitt af áhrifamestu ríkjum Asíu a.m.k. Hinsvegar hefur stjórnarfarið þar í landi verið með þeim hætti, að það hefur ekki stuðlað að tiltrú og virðingu annarra í garð Indónesa. Hefur Sukarnó átt mestan þátt í því, en hann er vafalaust einhver á- byrgðarlausasti þjóðarleiðtogi sem nú er uppi og hefur lítið hugsað um hag þjóðar sinnar en í þess stað reynt að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Engu skal um það spáð, hver niðurstaða mála í'Indó- nesíu verður nú, en varla get- ur ástandið versnað frá því sem er, ef vold Sukarnós verða skert og lýðræðissinn- aðri öfl í landinu láta meira að sér kveða en hingað tiL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.