Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 13. október 1965 MORCU N B LAÐIÐ 19 Sveinn Kristinsson skiifar um: Gamla Bíó. Nikki. Kanadisk! Walt Disney-kvikmynd, byggð á skáldsögunni „Nomads of ©f the 'North“ eftir James Oliver Curwood. Kvikmyndir með dýr að aðal- leikendum eru sjaldgæfar, en iþegar vel tekst til, veita fiáar myndir kvikmyndahiúsagestum meiri ánægju en þær. í>etta kann að virðast kynlegt, þar sem erf- itt mun að fá dýr til að túlka fyr- ir fram ákveðnar kenndir, eða skoðanir með látbragði sínu. Þau eýna nánast engan „leik“ í al- gengasta skilningi þess orðs á leikhússmáli. — Hvernig má það ske, að vandaðar dýramyndir slá í gegn eigi síður en aðrar kvik- myndir? Kannske eru dýrin ekki svo vitlausir leikarar eftir allt sam- an. Þótt þau séu sér sjálf ekki meðvitandi um neina ákveðna túlkun, þá túlka þau þó raun- verulega lífið sjálft, án þess milliliðar, sem mennskir leikarar verða að stríða við með misjöfn- um árangri, sem sé ýmis annar- leg og ónáttúruleg viðhorf síns eigín persónuleika. Dýrin þurfa aldrei að stríða við það, sem leikarar kalla að lifa sig inn í hlutverk sín og kynnast þeim per EÓnum, sem þeir eiga að leika. — Ef vel tekst til með innstillingu dýra á kvikmyndaleikvang, hafa þau því öll efni til að sýna eðli- legri „leik“ en farðaðar stjörnur og vígahnettir af mannlegu kyni. í ofannefndri kvikmynd fara ungur hundur og uppvaxandi landibjörn með höfuðhlutverkin, en myndin er tekin í hinu til- komumikla fjalllendi norðvestan í Kanada, þar sem veiðimenn leika listir sínar í mikilfengleg- um eyðilöndum heimsskauta- anna. Þeir hittast fyrir tilviljun hund urinn og bjarnarunginn. Eigandi hundsins tjóðrar þá saman, til að sem skjótust kynni megi takast með þeim, en í fyrstu er sam- komulagið ekki upp á það bezta. Vegna slysni verður hundurinn viðskila við eiganda sinn, og reika þeir um skógana bangsi og hann, einir saman og tjóðraðir saman. Verða þá ýmsir hagmuna árekstrar með þeim. Bangsi klifr- ar gjarnan upp í tré, en seppi er jarðbundnari og sér engan tiÞ gang í slíku geimflakki. Ágrein- ingur um fæðuval veldur einnig allmikilli togstreitu milli þeirra. Seppi hneigist mjög að kjötvör- um og virðist næsta óhræddur um „kransæðar" sínar, en bangsi hneigist allt eins mikið að fæðu náttúrulækningamanna. í einum , slíkum átökum slitnar tjóður- bandið á milli þeirra, en þá þeg- ar höfðu þeir tengzt öðrum bönd um, sem reyndust öllu seigari: böndum vináttu og tryggðar. Um haustið leggst björninn í hýði og hefur uppi hrotur mikl- ar. Þá var eins og vottaði fyrir skilningsleysi í svip Nikka (svo nefnist hundurinn), því að sjálf- ur kenndi hann ekki hins minnsta syfja. — En loks viðurkenndi hann hinn ótímabæra,-órjúfandi svefn félaga síns sem óumtoreyt- anlegt náttúrulögmál og reikaði ’áfram einn um skóglendið og hjarnfennið, þar sem margskonar ævintýri bíða hans. Þar sem leik dýranna sleppir, er myndin í stíl „villta vesturs- ins“, morðkutar á lofti og blóð- streymi. í þær senur er ekki mik- ið að sækja. Gæði myndarinnar eru 'borin uppi af fagurri, ósnort- inni náttúru og frjálsum leik hinna ferfættu leikenda, sem er hrífandi fagur í sínum barnslega einfaldleik og látleysi. Þetta er ein bezta mynd, sem sézt hefur hér á landi um lifnað- arhætti og aðskiljanleg viðbrögð dýra. Vagn E. JónsSon Gunnar Jón Guðmundsson Hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9. Símar 16766 og 21410. Jón Laxdal, tónskáid ASdarmínning FÁIR hlutir eru líklegri til lang- lífis en þeir, sem listarneistann hafa í sér, svo sem snjöll vísa eða vel heppnað sönglag. Þeir eru og vísir til að halda lengst á lofti nafni höfundar síns, þótt önnur afrek kunni að þykja meiri, þegar unnin eru. Þetta er margsannað í hinni stuttu sögu íslenzkrar tónsmíðar. Tónlistar- iðkun hér á landi hefir fram á síðustu áratugi nær eingöngu verið tómstundaiðja manna, sem yfirleitt hafa verið önnum kafn- ir við óskyld störf og venjulega mikilsverðari að almennu mati. Þó hefir oft farið svo, að hjá- verkin hafa reynzt þyngri á met- unum en aðalstörfin svonefndu að dómi eftirkomendanna og verið lengur í minnum höfð. Þetta hefir enn sannazt á Jóni Laxdal tónskáldi, sem nú er sér- staklega minnzt vegna þess, að í dag eru liðin hundrað ár frá fæð- ingu hans. Hann var um langt skeið umsvifamikill kaupsýslu- maður, gegndi trúnaðar- og virð- ingarstöðum og lét sín um margt að góðu getið. Fyrir allt þetta var hann mikils metinn af sam- tíð sinni. Hitt hefir ef til vill þótt síður líklegt til að afla honum frægðar og frama, að hann var alla ævi mjög hneigður til tón- listar og fékkst í tómstundum Við að setja saman lög. Þó hefir farið svo, að nú mun Jón Lax- dal kunnastur einmitt fyrir það, að minnsta kosti meðal þeirra fslendinga, sem nú eru á miðjum aldri eða yngri. Jón Laxdal var fæddur á Ak- ureyri 14. október 1865, af norð- lenzkum ættum. Hann tók ungur að fást við verzlunarstörf, fyrst norðanlands, en síðan í Keflavík. Eftir námsdvöl í Kaupmanna- höfn varð hann verzzlunarmaður í Reykjavík og síðan, þrítugur að aldri, vbrzlunarstjóri á ísafirði og starfaði þar á annan áratug. Enn dvaldist hann um tveggja ára skeið utanlands, í Danmörku og Skotlandi, og settist að því búnu að í Reykjavík aftur og rak þar allumfangsmikla kaupsýslu eftir það til dauðadags. Hann andaðist 7. júlí 1928. Ekki eru tök á að rekja hér nánar ævi- og starfsferil Jóns Laxdals eða leggja dóm á aðal- störf hans, en hann mun hafa verið hagsýnn og dugandi kaup- sýslumaður, og víst er, að hann naut mikils trausts og virðingar samtíðarmanna sinna. Á þeim stöðum, þar sem Jón dvaldist lengst á fullorðinsárum, á ísafirði og í Reykjavík, varð hann forystumaður í vaknandi sönglífi. Var hann meðal annars einn af stofnendum og mikil stoð karlakórsins „17. júní“, sem Sig- fús Einarsson stjórnaði við mik- inn orðstír um árabil. Á fimm- tugsafmæli Jóns, 13. október 1915, stýrði hann sjálfur samsöng þessa kórs, þar sem flutt var frumsamið verk eftir hann, laga- flokkurinn „Gunnar á Hlíðar- enda“ við ljóð Guðmundar Guð- mundssonar. Annan slíkan flokk samdi hann, „Helgu ina fögru“, einnig við^ ljóð eftir Guðmund. Svo umfangsmiklar tónsmíðar voru fáar til eftir íslenzka höf- unda á þeim tíma og þóttu að vonum stórvirki. Mörg lög úr flokkum þessum nutu um langt árabil sjaldgæfra vinsælda, þótt nú heyrist þau sjaldnar en áður var, meðan söngur var iðkaður á heimilum meir en síðar hefir orð- ið. Mörg önnur lög hans hafa svo ótvírætt hæft í mark, að þau hafa verið á hvers manns vörum og orðið í fyllsta skilningi al- þjóðareign. Þar á meðal eru t.d. „Sólskríkjan", „Fuglar í búri“, „Syngið, syngið, svanir mínir“, „Sjá roðann á hnjúkunum háa“, „Oft um ljúfar, ljósar sumar- nætur“, og enn fleiri mætti nefna. Allmikið af lögum þess- 'um kom út á prenti á síðari árum Jóns, eftir að hann fluttist alfar- inn til Reykjavíkur, ýmist í heft- um eða sérprentað. Jón Laxdal var lítt lærður tón- listarmaður eins og flestir aðrir íslendingar þeirrar kynslóðar, sem hann taldist til, og fer ekki hjá því, að þess gæti nokkuð í frágangi sumra laga hans. En langlífi þeirra og vinsældir, þrátt fyrir þá ytri galla, sem á þeim eru, taka af allan vafa um, að neistinn, sem hefir tendrað þau, er ósvikinn, enda hafa þau vermt og glatt marga sönghneigða sál_ og munu væntanlega enn lengi’ gera. J. Þ. Háskólafyrir- lestur um Dante Prófessor Marco Seovazzi frá Milano flytur í boði Háskóla ís- lands fyrirlestur, er nefnist Dante den fredlöse, föstudaginn 15. október kl. 5.30 e.h. í L kennslustofu. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Öllum er heimill aðgangur. Tilkynning frá Háskóla íslands Kennsla í norsku Sendikennarinn í norsku við Háskóla íslands, Odd Didriksen cand. mag., mun hafa námskeið fyrir almenning í vetur. Vænt- anlegir nemendur eru beðnir að koma til viðtals fimmtudaginn 14. okt. kl. 8.15 e.h. í VI. kennslustofu. (Frá Háskóla íslands). 75 ára í dag: Aldís Sveínsdóttir í DAG á 75 ára afmælisdag Aldís Sveinsdóttir Hafnarstræti 37 Ak- ureyri. Hún er fædd á Skata- etöðum í Vesturdal í Skagafjarð- arsýslu, dóttir hjónanna Sveins Eiríkssonar og Þorbjargar Bjarna dóttur Hannessonar prests á Ríp. önnur börn þeirra hjóna eru: Anna gift síra Sigurjóni Jónssyni sem lengi var prestur á Kirkju- bæ á Jökuldal, Árni bóndi á Kalfsstöðum í Skagafirði, Erling- ur bóndi á Víðivöllum í Fljóts- dal, Guðrún gift Magnúsi bónda í Eyhildarholti í Skagafirði og Þormóður sem er starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Móður sína missti Aldís 9 ára gömul, þá fór hún í fóstur til Jóns bónda á Gilsbakka í Skaga- firði og Aldísar konu hans og dvaldist þar nær óslitið þangað til hún gifti sig. Á uppvaxtarárum Aldísar var lítið um menntun; að læra kverið undir fermingu þótti nógur lær- dómur fyrir stúlkur í þá daga, enda var þá talið að „bókvitið yrði ekki í askana látið“. En Jón toóndi á Gilsbakka var hagmælt- ur og greindur og heimilið hefur sjálfsagt verið með meiri menn- ingartolæ en títt var um fátækra bænda heimili á þeim árum. Aldís er gáfuð og ljóðelsk enda hagmælt sjálf, og ekki var hún gömul þegar hún var farin að stelast til að lesa allar ljóðabæk- ur, sem hún náði í, og reyndar flest annað sem hægt var að lesa. Hefur hi'm jafnan lesið mik- ið og fylgzt vel með því sem gerzt hefur i kringum hana. Arið 1915 giftist Aldís Kristni Jóhannssyni á Miðsitju í Skaga- firði. Bjuggu þau á ýmsum stöð- um í Skagafirði: Miðsitju, Borg- argerði, Hjaltastöðum og Sauð- árkrók. Þau Kristinn og Aldis eignuðust 7 börn, dreng og stúlku misstu þau á barnsaldri, en fimm bræður komust til full- orðins ára: Eiríkur cand. mag. kennari á Skagastr., Hjörleifur bóndi á Gilsbakka í Skagafirði, Þorbjörn kennari á Akureyri, Sveinn blaðamaður í Reykjavík og Jökull sem er hjá móður sinni. Mann sinn missti Aldís ár- ið 1941. Aldís er næmgeðja kona og léttlynd að eðlisfari, sterkur þáttur í skapgerð hennar er að standa jafnan með þeim sem er minni máttar og ber skarðan hlut frá borði í lífinu og hún hefur mætt fátækt og heilsuleysi með einstöku æðruleysi og jafnaðar- geði og vaxið við hverja raun. Þetta er í stuttu máli æfisaga hennar Aldísar Sveinsdóttur, konunnar sem á 75 ára afmæli í dag. Það er einnig saga fjölmargra annarra íslenzkra mæðra, sem komu börnum sín- um til manns á kreppuárunum milli tveggja heisstyrjalda. Þær ólu upp börnin sín við kröpp kjör, án þess að láta baslið smækka sig. Þær unnu mikil afrek innan fjögurra veggja. Afrek þeirra voru fólgin í því að láta matinn endast til næsta dags, þó að af svo litlu væri að taka, að það jaðraði við krafta- verk að matbúa úr litlu handa mörgu heimilisfólki, láta börnin jafnan líta sómasamlega út þó að ekki væru til neinir peningar til fatakaupa og síðast en ekki sízt að koma börnum sínum til mennta. Svo rík menntaþrá var þeirri kynslóð í blóð borin, sem ól börn sín upp á árunum eftir að ísland fékk fullveldi sitt, að æðsta takmark hennar var óefað að stuðla að því að börnin hlytu þá menntun sem foreldrana hafði hungrað og þyrst í, en orð- ið að neita sér um vegna fátækt- ar. Aldís er dæmigerður fulltrúi þessarar kynslóðar, sem nú er bráðum öll. Síðastliðin 15 ár hefur Aldís búið á Akureyri með yngsta syni sínum, sem er heilsutæpur. Dugn að hennar og framtak má marka af því, að á sl. ári keypti hún sér hús, munu þær fáar eigna- lausar konur á áttræðisaldri sem hafa kjark til að standa í slíku. í dag dvelst Aldís að heimili sínu Hafnarstræti 37 Akureyri. Ég vil að síðustu óska afmælis- barninu langra lífdaga og ánægju ■legs æfikvelds. María Þorsteinsdóttir. E.A. EEE&I Berg’s sporjárn með^sivala skaftinu sem fer vel i hendi og losnar ekki. Nú fi>t Berg’i tporjárn einnig með plast-tkaftl nm þolir þung högg. BAHCO framleiðsla Verkfærin sem endast BERG’a BIT.TENGUR :<y. BERG’a » BOLTAKLIPPUR •:Ö:j BERG’a kombinasjóns-tengub m jíjjí Agætur jjjjjjj eldhúshnifu* 11 BERG'a SLÁTURHNIFUR Umboð: Þórður Sveinsson & CO., h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.