Morgunblaðið - 13.10.1965, Síða 24
24
MORGUNBLABIÐ
Miðvikudagur 13. október 1965
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
— Alveg afskapleg, elskan, —
verri en Sylvia La Mann. Hlust
aðu nú á. Þetta kvöld í Cann-
es, þegar þú varst fullur, eftir
að hafa talað við Roger Renard,
töluðum við Lukka saman. Þú
getur ekki ímyndað þér, hvern-
ig hún var. Bókstaflega sneydd
öllu velsæmi. Hún sagði mér,
að við jarðarförina hennar
Normu, hefði ritstjóri Allsbers
boðið henni mörg þúsund dali
fyrir einhverjar hneykslisögur
um mig. Hún sagði, að ef ég
léti þig ekki giftast sér .skyldi
hún senda Allsber nógar upp-
lýsingar til að sanna, að, ég
hefði drepið hr. Piquot og
Normu og Sylviu. Vitanlega var
þetta eins og hver önnur vit-
leysa. Ég hef alltaf vitað, að
þetta með hann hr. Piquot var
slys, og eins hjá ^Normu og
Sylviu. Tóm vitleysa, auðvitað.
Og • þannig verður maður að
hugsa, eða verða vitlaus að öðr-
um kosti. En.....hvernig gat ég
varizt henni? Ég var á hennar
valdi. Ó, elskan mín, ég
að láta undan.
Hugsanir mínar streymdu í
allar hugsanlegar áttir, líkast
hitamóðum fiðrildum á heitu
sumarkvöldi. Mamma gat þá
haldið áfram að vera mamma!
Mamma, sem gat talið sjálfri
sér trú um, að þrjú morð væru
bara slys, bara af því, að þann-
ig varð henni lífið þægilegra!
Hvfer annar en mamma átti hug-
arflug, sem gat unnið svona. En
ég vantreysti henni ekki fram-
ar. Þessu var öllu lokið. Jafn
ótrúlegt og það hefði einu sinni
verið, þá vissi ég, að Lukka var
eins og mamma var að lýsa
henni. Hafði ég kannski ekki
sjálfur fundið það á mér, áður
en.....hvað það nú var..........
grænu augun og rauða hárið
hafði gert mig vitlausan?
— Nikki minn, þú hlýtur að
hafa haldið, að ég væri eitthvert
skrímsli, að fórna syni mínum
til þess að forða sjálfri mér frá
hneyksli. En ég hafði ekki gef-
izt upp. Ég var ákveðin að
hugsa út gagnárás, og það hefð’
ég gert.... En að minnsta kosti
kom ég í kring dálitlum hrossa-
kaupum. Til þess að sjá okkur
farboða framvegis, hef ég........
Mamma stóð upp af rúminu,
sveif yfir að snyrtiborðinu, tók
blað upp úr skrautgripakassa
og kom með það til mín.
— Ég lét hana skrifa þetta.
Ég vissi, að það mundi geta
komið sér vel, þótt seinna yrði.
26
Lestu það!
Ég leit á blaðið, sem var árit-
að með rithönd Lukku, sem ég
kannaðistt svo vel við.
„Ég hef hótað að selja upp-
lýsingar tímaritinu Allsber, þar
sem Anny Rood er kærð fyrir
morðin á hr. Piquot, Normu
Delaney og Sylviu La Mann,
nema því aðeins hún láti mig
giftast syni sínum. Það er ein-
göngu af metorðagirnd, að ég
vil giftast honum, því að ég
elska hann alls ekki. En jafn-
skjótt, sem hjónavígslan hefur
farið fram, sver ég að þegja yf-
ir þessum upplýsingum.
Lukka Schmidt.
varð I
Hlaðrúm henta allstaðár: i barnaher•
bergið, unglingaherbergið, hjónaher-
bergið, sumarbústaðinn, veiðihúsið,
barnaheimili, heimavistarshóla, hótel.
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVIKUR
BRAUTARHÓLTI 2 SÍMI 11940
Helztu kostir hlaðrúmanna eru:
■ Rúmin má nota eitt og eitt sér eða
hlaða þeim upp í tvær eða þrjár
hæðir.
■ Hægt er að fá aukalega: Nátthorð,
stiga eða hliðarborð.
■ Innanmál rúmanna er 73x184 sm.
Hægt er að fá rúmin með baðmull-.
ar og gúmmídýnum eða án dýna.
■ Rúmin hafa þrefalt notagildi þ. e.
koj ur, einstaklingsr úm og hjónarúm.
■ Rúmin eru úr tekki eða úr brenni
(brennirúmin eru minni ogódýrari).
■ Rúmin eru öll í pörtum og tekur
aðeiris um tvær mínútjrr að setja
þau saman eða taka í sundur.
HLAÐ
RDM
Þau rúmstæði sem hér eru auglýst,
hafa oftast verið nefnd kojur. En þar
sem kostir og notagildi þessara rúma
fara svo langt fram úr því, sem hér
hefur áður þekkzt, höfum við ákveð-
ið, til frekari áherzlu á notagildi
þeirra, að kynna þau undir nafninu
hlaðrúm.
Ég sat og horfði á þetta og
á sjálfan mig um leið. Þá var
barið á hurðina og ein kvensan
frá John Cavanagh kallaði: —
Ungfrú Rood, hér er símskeyti.
— Alveg að koma, elskan!
Mamma sveif fram að dyrun-
um, opnaði þær, tók skeytið og
kom svo upp til mín aftur, og
reif það upp um leið.
Ég var raunverulega alls
ekki að hugsa um hana.
Ég var ekki að hugsa um
eitt eða neitt. Ég var bara með
það á tilfinningunni, að þrátt
fyrir allt og allt, þá ætlaði þetta
allt saman að fara veL
— Nikki.
Röddin í mömmu kom mér
til að líta upp. Hún stóð og
starði á skeytið og andlitið á
henni var allt í einu orðið ná-
fölt — sýndist ekkert nema bein
in.
— Hvað er það, mamma?
— Ó, Nikki!
Sem snöggvast sýndist mér
eins og hún væri öll að skreppa
saman, rétt eins bg konan í
sögunni, sem varð allt í einu
hundrað ára gömul. En þetta
var bara snöggvast og svo var
hún 'strax orðin mamma aftur.
Mamma var nú eins og hún var.
Mamma gat vel talið sjálfri sér
trú um, að þrjú morð væru ekk-
ert annað en tilviljun. Þrjú
morð? Nei, fjögur voru þau. En
ég gat ekki talið mér trú um
slíkt. Einhver hafði myrt þess-
ar fjórar manneskjur. Einhver..
Ég tók skeytið og það var
rétt eins og hugsanir mínar
hefðu, fyrir einhvern rugling í
tímanum, orðið á undan því,
sem olli þeim, því að skeytið,
sem var sent frá stöð, þarna
örskammt frá, hljóðaði þannig:
„Til hamingju með afmælis-
daginn, elsku Anny taktu
nú upp gjöfina mína
Þinn elskandi eiginmaður.“
Eiginmaður! Þarna kom það.
Nú var þetta loksins að taka á
sig einhverja ákveðna mynd.
Það var ekki mamma, heldur
einhver, sem hafði verið með
henni í gamla daga, sem hafði
verið í bakherberginu þegar hr.
Piquot gerði hana afturreka.
Maður, sem hafði verið fús til
að giftast henni, ekki raunveru-
lega, heldur aðeins tH þess að
útvega henni atvinnuleyfi, ein-
hver, sem hafði tignað hana og
tilbeðið og verið einbeittur á
á því, að hvorki Piquot, Norma,
Sylvia né Lukka skyldu standa
í vegi fyrir henni, heldur skyldi
mamma alltaf vera örugg á
klifri sínu upp á þessa hættu-
legu tinda, sem á heanar máli
hétu „heima“.
Hversvegna hafði mér ekki
dottið þetta í hug, þegar ég
var orðinn þess fullviss, að hátt-
setti maðurinn var ekki annað,
en skröksaga? Hversvegna hafði
ég ekki gert mér ljóst, að þessi
„ómerkilegi litli skrípaleikari“,
sem mamma vildi ekki skiija
við, hlaut að vera einhver, sem
stóð henni nærri, einhver með-
al okkar, einhver þannig vax-
inn, að hefði hjónaband þeirra
komizt upp, hefði það orðið
ekki neitt stórhneyksli, heldur
einmitt ómerkilegt smáhneyksli
sem hefði nægt til að velta
mömmu úr þessu glæsi-hásæti
smu, og gera hana að almennu
athlægi?
— Skrípaleikarinn.... mað-
urinn, sem hafði verið settur til
hliðar þegar hann hafði lokið
hlutverki sínu, maður, sem fyr-
ir hreina tilviljun hafði fund-
izt fyrir tíu árum og mamma —
sem var nú eins og hún var,
þrátt fyrir alla eigingirnina —
hafði verið svo heiðarleg að
taka aftur í hópinn.
Þessi maður .... eini maður-
inn.... (ANNY ROOD GIFT-
IST BÍLST J ÓRANUM SÍNUM
LEYNILEGA).
Gino!
Mamma kom inn aftur. Hún
bar einn afmælispakkann, sem
var lítill og vafinn í gullpappír
með hræðilegri rauðri slaufu á
bandinu. Hún gekk ekki að rúm
inu. Virtist varla vita, að ég
væri þarna. Hún settist í stól
við snyrtiborðið og fór að taka
utan af bögglinum. Þar kom
kassi í ljós ... Hún reif af hon-
um lokið. Svo tók hún upp ekki
neinn hlut, heldur bréf. Um
leið og hún dró arkirnar út úr
umslaginu, andvarpaði hún, eins
og hún ætti bágt með andar-
dráttinn.
Ég horfði á hana reyna að
lesa það. Og ég komst hálfgert
við, því að hún var svo miður
sín, að hún hafði alveg gleymt
gleraugunum. Hún hélt blöðun-
um upp að augunum og síðan.I
armslengd frá sér og svo aftur
nærri sér. Ég stökk upp og náði
í gleraugun og rétti henni.
Hún tók við þeim þegjandi
og fór síðan að lesa.
Ég vissi, að hún vildi láta
eins og hún væri ein. Ég vissi,
að á þessari stundu var ég ekki
raunverulegur í huga hennar.
Ég sat bara á rúminu, reyndi
að horfa ekki mikið á hana,
reyndi að hugsa um annað.
Hvað annað? Var það Monika?
Loksins rankaði ég við mér
við röddina í henni.
— Nikki!
É,g sneri mér við á rúminu.
Hún sat þama bara með blöð-
in í kjöltunni. Ég gekk til henn-
ar.
— Mamma!
Hún leit á mig. Bak við gler-
augun voru þessi frægu augu
allt öðruvísi en ég hafði nokk-
urntíma séð þau áður. Þau voru
rétt eins og augun í hverri ann-
arri konu, konu, sem hafði lært,
að það er eins með augun og
með gildleikan, að hvorutveggja
verður að hafa hemil á.
— Ó, Nikki.... ég hef alltaf
vitað það. Það sé ég núna. í
öll þessi ár hef ég verið að
blekkja sjálfa mig, af því að ég
vissi, að ef ég færi að horfast
í augu við það, myndi ég sjá
að allur frægðarferill minn hef-
ur byggzt á........byggzt á . .
— Viltu lofa mér að lesa það?
Hún tók af sér gleraugun.
Hendurnar sigu hægt niður og
svo greip hún blöðin og rétti
mér þau.
Ég for með þau yfir í rúmið.
Af því að ég vissi þegar svo
mikið, sem ég hafði getið mér
til um, fann ég, að ég fór hratt
yfir, og staðnæmdist ekki hema
við eitt atvikið hér og annað
þar. „„Elsku Anny!
Ég skrifa þetta vegna þess, að
sá tími getur komið — þótt ég
haldi, að svo verði ekki — að
lögreglan þurfi að lesa það. Ef
ekki svo væri, mundi ég þegja.
En það get ég ekki, vegna þess,
að enn á ég eitt verk eftir ógert,
og ég veit ekki, hvernig það
muni takast.
Anny, elsku, dásamlega Anny.
Ég mun aldrei vita, hvort þér
hefur nokkurntíma dottið í hug,
að ég hrinti hr. Piquot. Þú viss-
ir, að ég var inni í hinu herberg
inu hjá honum Nikka, en þú
veizt, að þar voru aðrar dyr
fram á ganginn, og þú veizt, að
ég hafði heyrt, að hann var bú-
inn að spilla fyrir þér þessum
mikla möguleika þínum. En . ...
við töluðum aldrei um það og
það fór líka þezt á því. Ást
mín hefði verið lítils virði, ef
ég hefði látið þig deila sökinni
með mér. Það var því eins og
það var og Hollywood kom og
þín mikla velgengni með og allt
virtist vera í himnalagi að ei-
lífu. Vitanlega var Norma enn.
Það var sýnilegt að Roger hafði
sagt henni nóg til að gera hana
tortryggna, en það virtist ekki
gera neitt til... fyrr en þarna
um kvöldið. Og þegar hún svo
snerist gegn þér í garðhúsinu
hjá honum Ronnie, varð mér
ljóst, að hún gat eyðilagt þig.
Þessvegna var það, að ég elti,
þegar þú fórst inn í húsið, þess-
vegna hleraði ég við dyrnar, og
þegar ég heyrði hana grenja,
að hún skyldi koma upp um
þig morðinu á hr. Piquot, þá
vissi ég að allt var í voða. Það,
sem seinna gerðist, gerðist bara.
Þú fórst. Hún kom slagandi á
eftir þér. Hún sá mig ekki einu-
sinni. Næstum áður en ég vissi,
hvað ég var að gera, var freist-
ingin orðin of sterk og ég ýtti
við henni.... Seinna var auð-
velt að halda því fram, að við
tvö hefðum verið saman í garð-
húsinu .... Hann, sem elskaði
þig eins og hann gerði, hefði
aldrei farið að segja neitt.... ,