Morgunblaðið - 29.10.1965, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.10.1965, Qupperneq 3
Fostudagur 29. oMóber 1985 MORGU B§ B LAÐBÐ 3 STJVKSTflNAR NÆSTKOMANDI sunnudag veröur frumílutt á vegum leik klúbbs Grímu „LeikritiS um frjálst framtak Steinars Ól- afssonar í veröldinni“. Höfund ur leiksins er ungur Reykvík- ingur, Magnús Jónsson að mafni. Magnús varð stúdent friá Menntaskólanum í Reykja vík 1958 og hefur stundað nám í ensku og uppeldisfræði við Háskóla íslands undan- farin ár. Mun leikrit þetta vera fyrsta verk hans, sem fært er upp á leiksviðL Leikurinn verður fluttur á sama hátt og „Reiknivél" Elings Halldórssonar og „Am- alia“ Odds Björnssonar, þann- ig að leiktjöld eru engin, en Gleðskapur að Snorra Sturlusonar- og Kennedísgötu nr. 77, Rvík. Standandi á sviðinu eru Sigurður Karlsson (Steinar) og Amar Jónsson (Siggi). Umhverfis þá er songkórinn. — Sitjandi lengst til hægri er 1 eikstjóriim, Eyvindur Erlendsso n. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Ylustrá eru göfug hljóöfæri" Litið inn á æfingu hjá Grímu húsgögn og staðsetningar eru gefin til kynna með spjöldum hverju sinnL „Leikritið um frjálst fram- tak Steinars Ólafssonar í ver- öldinni" er í þremur þáttum. Gerast 1. og 2. þáttur í hús- inu „Snorra Sturlusonar & Kennedígötu nr. 77 Rvík“, en 3. og síðasti þáttur fer fram í ónefndu síldarplássi á Aust- urlandi. Leikstjórinn er Eyvindur Erlendsson, og að því er höf- undur tjáði fréttamanni Mbl. er leikrit þetta árangurinn af farsælu samstarfi þeirra beggja. Hlutverk í leiknujn eru 15 með Meistara og For- söngvara og skiptast þau nið- ur á 8 leikendur. Með - aðal- hlutverkin fara SigurðurKarls son, sem leikur togarasjómann inn, „bisniss“ hetjuna og jagúareigandann Steinar ól- afsson. Arnar Jónsson, sem leikhúsgestum er að góðu kunnur, leikur Sigga harð- svíraðan gróðahyggjumann og Júníor, sem er fremur blaut- geðja sonur útgerðarmanns á Austurlandi. Hugrún Gunnarsdóttir fer einnig með tvö hlutverk: Einn heiðvirður almúgamaður af gamla skólanum og faðir Steinars ólafssonar, leikinn af Karli Guðmundssyni. Bellu unga Reykjavíkurmey, sem á þann draum stærstan að eignast ejónvarp og Sunnu góðhjartaðan síldarkokk á mb. Sigurfara. Önnur hlutverk í leiknum eru: faðir Steinars, leikinn af Karli Guðmunds- syni, Gvendur 1. og Gvend- ur 2. og þrjár Stínur auk söngkórs, er gerir athuga- semdir við gang leiksins'öðru hvoru, á hinn ólíklegasta hátt. Aðspurður kveðst höfundur ekki vilja flokka leikritið undir ákveðna stefnu, en aug- sýnilegt er að hann er ekki með öllu ókunnugur bók- menntum „fjarstæðuleikhúss- ins“ svonefnda og hejztu spá- mönnum þess. Nokkur brögð eru einnig að því að persónur kynni sig áhorfendum og má af því og söngkómum draga þá ályktun að höfundur hafi sitthvað lært af meistara Brecht, en á það vildi höfund- ur ekki fallast, en sagði hins- vegar að hann teldi Breeht snjallastan. allra þeirra er rit- að hafa fyrir leiksvið. Óþarfi er að rekja efni leiksins hér sjón er sögu rík- ari. en líklega kemur hér fram lífsskoðun höfundar „ekkert skiptir máli“, þótt víða sé grunnt á bölsýninni, því að leikurinn er léttur og gamansamur og ákjósanleg af þreying fyrir þá, sem vilja kynna sér skoðanir hins unga, reiða höfundar. Margar skemmtilegar hug- myndir koma fram í liknum, t.d. sú, að „þeir sem eiga beztu grillin og flottustu „tíví“-in eru í bezta þjóðfé- laginu“ og er það notaleg lífs- skoðun út af fyrir sig. Athyglisverð eru einnig lokaorð Meistarans, þar sem hann dregur saman „tema“ Höfundurinn, Magnús Jónsson leiksins í fáum vel völdum orðum, og kemst meðal ann- ars svo að orði, að „ýlustrá séu göfugust allra hljóðfæra og þess vegna spili engir á, þau nema börn og aumingj- ar!“ Síðan gefur Meistarinn saman elskendurna Steinar og Sunnu og tónar yfir þeim „Yfir kaldan eyðisand“ með aðstoð söngkórs og gefur vafa laust í skyn með því, að vegur hjónabandsins sé ekki rósum stráður! et. — Grænalón Framhald af bls. 32. telja að Grænalón hefði lækkað um 20 m. Ekki var að sjá neitt umrót í jöklinum við fjallið, en jökulhnn hafði sýnilega sig- ið þar. í>á var flogið norður yfir Vatnajökul og að Grímsvötnum. Sáust vel sigsprungurnar allt í kring, eins og venjulega eftir hlaup. Gizkuðu þeir Jón og Magnús á að 60 m. sig hefði orðið í aðalkvosinni og mundi það þá vera heldur minna en í Síðasta hlaupL Magnús hefur áður verið í svokallaðri Stóru- gjá, sem myndast í hlaupum, og telur hann hana vera svipaða að stærð og síðast eða um 20 m víða og 30—40 m djúpa. Botninn í Skaftársigi hefur Iyftzt. Loks var flogið yfir Skaftár- sigið. En á undanförnum árum hefur hlaup komið öðru hverju í Skaftá og allfaf sézt eftir þau djúp hringmynduð skál norð- vestur af Grímsvötnum, á hin- um ólíklegasta stað. Hvernig, sem vatnið kemst þar á milli, fer þetta tvennt alltaf saman, sig á þessum stað og hlaup í Skaftá. Sagði Jón, að Skaftár- sigið væri einkennilegt nú, að því leyti, að það væri eins og það hefði lyfzt upp i miðjunni, en í börmunum í kring væru mjög stórar og gapandi hring- sprungur. Þetta hafi áður verið djúp skál, og hefði botninn í henni nú hækkað en gjárnar haldist í börmunum. — Wilson Framhald af bls. 1 ernissinna, Joshua Nkomo og Ndabangini Sithole, hafa afneit- að núgildandi stjómarskrá því að þeir telja, að hún muni að- eins tryggja yfirráð hvítra manna í Ródesíu framvegis. 217.000 hvítra manna og 4.000.000 þeldökkra manna 'byggja Ródesíu. Hefur brezka stjórnin krafizt þess, að ný stjórn arskrá, eða breytt, gangi í gildi Verði hún að tryggja, að meiri hluti landsmanna stjóri landinu Hvíta þjóðarbrotið hótar því hins vegar að lýsa yfir einhliða sjálf- stæði, og byggir þar á núgildandi stjórnarskrá ,sem andstæðingur stjómarinnar hafa, af augljósum ástæðum, ekki talið sig getá fylgt Þjóðviljiiin tekur upp hanzkann fyrir Kínverja Það hefur að vonum vakið vaxandi athygli manna, að pjóðviljinn halíast nú æ meir á sveif með Kínverjum í deilum þeirra við Sovétríkin, og liafa þau skrif magnast sérstaklega, eftir að einn af ritstjórum blaðs- ins fór í langa heimsókn til Kína og skrifaffi um þá heim. sókn mikla bók. Fáir þekkja kommúnista betur en samstarfs- menn þeirra innan Alþýðubanda lagsins, og í málgagni þeirra, Frjálsri Þjóð, sagði nýlega um þessi mál: ,,Allir vita, að síðan Sovét- ríkin hölluðust fil fulls að stefnu friðsamlegrar sambúðar og tóku að vinna af einlægni að þvi að setja niður deilur með friðsamlegum hætti, og stuðla að friðarástandi, bæði í Asíu og annars staðar, hefur Þjóðvilj- inn hætt að leggja þá áherzlu á friðarvilja Sovétrikjanna, sem hann gerði á tímum Stalins. Og síðan kom til algerra vinslita kommúnisfaflokka Kina og Sov- étríkjanna, og Kínverjar liafa borið Sovétrikjunum á brýn, að vinna að endurreisn kapítalism ans í landi sinu, að vinna að því að koma Viet Nam undir yfirráð bandarísks imperíalisma að þau séu í raun og veru din- dUl og aftaniossi Bandaríkj- anna — einmitt síðan hefur Þjóðviljinn æ meir tekiff upp hanzkann fyrir Kína — þrátt fyrir það, að allir vita, að milU þessara tveggja ríkja ríkir ófrið arástand, nema að vopnin eru ekki enn farin að tala.“ Sialinistar og Kína- Ikommúnistar stjórna Sósíalistaflokknum Og blaðið heldur áfram: „Allt þetta er ráðamönnum Sovétríkjanna ósköp vel kunn- ugt. Að sjálfsögðu þýðir sendi- ráð Sovétríkjanna helztu grein- ar dagblaðanna eins og önnur sendiráð, og sendir yfirboðurum sínum. En að auki kom liingað í sumar fjölmenn sendinefnd frá sovézka kommúnistaflokknum. Þeir kynntu sér ástand og sfarf semi Sósíalistaflokksins, og gáfu nákvæma skýrslu. Niðurstaða þeirra gat ekki prðið nema á eina lund: „Sósíalistaflokknum er stjórnað af gömlum Stalin- istum og Kínakommúnistum, sem gersamlega eru úr öllum tengslum við fólkiff í landinu“. Fróðlegur viinisburður Þessi vitnisburður þeirra, sem bezt eiga að þekkja Sósialista- flokkinn og þær hugsanir, sem bærast með mönnum innan hans, er vissulega mjög fróð- legur, og algerlega í samræmi við það mat, sem menn hafa lagt á skrif Þjóðviljans og stefnu kommúnistaflokksins að undanförnu. Hitt er svo annað mál, að það væri einnig ástæða til að fá upplýst hve Iengi sam- starfsmenn Sósíalistaflokksins innan Alþýðubandalagsins hafa hugsað sér að halda þeirri sam- vinnu áfram, þegar það liggur ljóst fyrir, að Þjóðviljinn og Sósíalistaflokkurinn hafa ein- dregið lagzt á sveif með mcsta stríðsæsingaríki okkar tíma. Ef marka má skrif Frjálsrar þjóð- ar, mun sú samvinna ekkl sfanda öllu lengur, og væntan. lega mun á það reyna í sveit- arstjórnarkosningunum í vor, hvort einhver alvara fylgir máli eða hvort hinir svonefndu Al- þýðubandalagsmenn láta Kína- komma og Stalinista enn hafa sig í taumi, eins og þeir hafa látið sér sæma undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.