Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. október 1965 Grímur Hákonarson, fyrrv. skipstjóri — Minning í DAG verður til moldar bor- inn Grímur Hákonarson fyrrum skipstjóri. Hann fæddist 1. sept- ember 1887 að Dísastöðum í Flóa. Foreldrar hans voru hjónin Kat- rín Ögmundsdóttir og seinni mað ur hennar, Hákon Grímsson. ÍÞau bjuggu að Dísastöðum' um langt árabil fyrir aldamót, en fluttust til Reykjavikur vorið Í902. Grímur, sem þá var á 15. ári fluttist, ásamt þremur syst- kinum með foreldrum sínum suður. Hann réðist þá um vorið sem vormaður út á Seltjarnar- nes, og heillaðist þegar af sjón- um. Hann minntist þess á efri ár um, að þegar hann horfði á skút- urnar koma lensandi inn flóann fyirir fullum seglum í útrænunni um Jónsmessuleytið, velti hann 'því fyrir sér, hvort sér myndi nokkurntíma auðnast að komast þar um borð sem háseti. Það tókst nú von bráðar. Hann réðist á kúttera, fyrst sem kokkur og síðar háseti, og stundaði sjóinn á kútterum allar vertíðir fram til vorsins 1911. Þá vildi hann breyta til .og fór austur í firði ásamt öðrum ungum manni, Jóni Sigurðssyni, og þeir réðu sig á lítinn mótorbát frá Seyðisfirði og voru einu hásetarnir á bátnum. Seinna sigldu þeir báðir stærri skipum. Jón Sigurðsson varð síð- armeir skipstjóri á glæsilegasta skipi íslenzka kaupskipaflotans m.s. Gullfossi. Hélzt góð vinátta með þeim félögum æ síðan. Um haustið fór Grímur aftur til Reykjavíkur, en í stað þess að ráða sig á skip að nýju, settist hann nú á skólabekk. Þeir tóku sig til, Grímur og yngri bróðir hans, Guðbrandur (síðar vél- stjóri á skipum Eimskipafélags íslands, dáinn fyrir mörgum ár- um) og innrituðust í Flensborg- arskólann um haustið, en á þeim árum var það algengt að full- þroska menn hæfu nám í Flens- borgarskólanum. Þeir luku báðir gagnfræðaprófi vorið 191?, og það er til marks um góðar gáf- ur Gríms, ástundunarsemi hans og einbeittni, að hann varð næst efstur á _gagnfræðaprófi þetta vor. Hann gat vel sætt sig við það þótt hann yrði ekki efstur, jafn- vel þótt sá sem það sæti skipaði væri drenghnokki innan við fermingu. Sá heitir Jón Helga- son (prófessor í Kaupmanna- höfn). Haustið 1913 innritaðist Grím- ur í Stýrimannaskólann í Reykja vík og brautskráðist vorið eftir með ágætum vitnisburði. Grímur var skipverji á islenzk um togurum í mörg ár, og höfðu þeir Grímur og eldri bróðir hans, Ólafur, afburða sjómaður, sem enn er við góða heilsu, og vel minnugur, oft gaman af að rifja upp eitt og annað frá þeim ár- um, bæði skemmtilega og alvar- lega. viðburði, og minningar um skipsfélaga og skipstjórnarmenn. Skipstjórar sem Grímur var með sem háseti og stýrimaður og minntist ávallt með hlýjum hug voru: Kristinn Magnússon, Ellert Schram, Guðmundur Guðmunds- son frá Nesi, síðar bóndi á Mó- um, Halldór Þorsteinsson og Pét- ur Maack. Skipstjóri var Grímur um skeið á togara sem hét Klemen- tína, eign Proppé-bræðra. En ár- ið 1927 fluttist hann til Banda- ríkjanna og þaðan stundaði hann sjóinn í 18 ár, fyrst frá Glou- cester í eitt eða tvö ár, en síðan frá Boston, lengst af skipstjóri á togurum. Gat hann sér þar sem annars- staðar góðan orðstír, bæði meðal þarlendra mahna og íslendinga, en á þeim árum voru margir ís- lendingar í Boston, sem stunduðu sýómennsku og á stríðsárunum voru þar einnig allmargir ís- lenzkir námsmenn. Attu margir þessara manna úr báðum hóp- unum hauk í horni þar sem Grím ur var, og þött Grímur væri að upplagi hlédrægur og virtist fremur fáskiptinn -um annarra hagi, þá hafði hann mikla ánægju af því að umgangast landa sína í Boston og einatt verða þeim að liði á einn og annan hátt. Minnist sá er þetta ritar þess, að dr. Helgi Briem, sem á stríðsárunum var aðal- ræðismaður íslands í New York, skoðaði Grím Hákonarson sem einskonar fulltrúa sinn í Boston. Það gat komið fyrir, að ræðis- mannsskrifstofan í New York þyrfti að leita upplýsinga um ís- lenzka menn í Boston, og þá var gjarnan leitað til Gríms. Hann vissi um flesta íslendinga sem þangað komu og þar dvöldu, og honum mátti treysta fullkomlega. Þótt Grímur dveldist þetta lengi í Bandaríkjunum og gerð- ist amerískur þegn, þá fór svo, að 'hann fluttist aftur heim til íslands. Eftir um það bil áratugs dvöl í Ameríku fór hann að undir- búa heimkomu sína. Hann' bað þá hálfbræður sína, Kjartan Ólafsson múrara og Kristján bónda í Bár að svipast um eftir jörð fyrir sig, því að hann hugð- ist taka sér hvíld frá sjónum þegar heim kæmi. Þeir bræður keyptu fyrir hann jörðina Auðs- holt í Ölfusi og Kjartan réðist í miklar byggingaframkvæmdir á jörðinni fyrir bróður sinn. Byggt var 40-kúa fjós og stór hlaða, allt úr steinsteypu. Grímur kom alkominn heim árið 1945 og settist að í Auðs- holti, en Kjartan hafði þá rekið þar bú í nokkur ár fyrir bróður sinn, og ráðið þangað starfsfólk, .þar á meðal bústýru, Ólöfu Jóns- dóttur frænku Gríms. Grími farnaðist vel í Auðs- holti og stjórnaði hann búi sínu af miklum myndarbrag og frá- bærri snyrtimennsku. Árið 1959 brá hann búi og fluttist til Reykjavíkur. Hafði hann þá set- ið að búi sínu í 14 ár, og var nú kominn yfir sjötugt. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur starfaði harm við segla- og segl- dúkasaum meðan heilsa entist. Hann veiktist alvarlega fyrir um það bil þremur árum, og gekk þá undir mikinn uppskurð. Fékk eftir það allgóða heilsu aftur, en fyrir um það bil hálfu ári tók heilsu hans að hraka á ný, og var auðsætt að hverju stefndi. Hann andaðist að morgni 24. október eftir stutta legu á Landa kotsspítala. Ólöf frænka Gríms fluttist með honum frá Auðsholti til Reykja- víkur ,og stóð fyrir heimilinu áfram önnur kona, sem réðist til Gríms nokkru eftir að hann sett- ist að í Auðsholti hafði með sér, þegar hún kom þangað, dreng á öðru ári. Hún féll frá nokfcrum árum seinna, en drengurinn, Gunnar Þórisson, sem nú er um tvítugt, var áfram hjá þeirn Ólöfu og Grími. Hann hefur alla tíð verið mjög hændur að fóstra sínum og virt hann mfkils, og er fráfall Gríms sár missir bæði honum og Ólöfu, sem nú er orð- inn öldruð. Hér hafa verið rakin í fáum dráttum æviatriði Gríms Hákon- arsonar. Hann var frábaer mann- kostamaður, sem allir er honum kynntust báru óbifandi fcraust til. Hann kom allsstaðar fram til 1 góðs, og þeir eru orðnir fjölmarg ir, sem notið hafa göfuglyndi hans og margskonar liðsinnis, þar á meðal og ekki sízt sá sem þess- ar línur ritar. Blessuð veri minning hans. Guðmundur Marteinsson. GRÍMUR Hákonarson, skipstjóri, var búsettur í Bandaríkjunum á árunum 1927 til 1945, en þá flutt- ist hann aftur heim. Þegar sá sem þetta ritar fór til náms til Cambridge í Massachusetts 1944 báðu margir starfsbræður föðir míns sem var togaraskipstjóri, að heilsa honum Grími, ef ég sæi hann. Sem betur fór sá ég Grím og sá hann oft. Hann bjó í Boston þar sem sem hann var togara- skipstjóri í mörg ár. Ég var ekki sá eini af námsmönnunum sem kom oft á fund Gríms, því að hann og hans heimili var alltaf opið öllum okkar. Það að vera í návist hans var alltaf róandi og sefjandi. Ég man ekki eftir því að við hefðum nokkurn tíma komið á fund Gríms öðru vísi en. hann byði okkur út að borða og þá var ekki skorið við nögl sér, því að meiri höfðingja Var ekki hægt heim að sækja. Það er margur námsmaðurinn frá Bost- on og Cambridge sem hefir borð að sína beztu máltíð vestan hafs á kostnað Gríms. Oft varð ég var við að Grímur lcgði mikið á sig til hjálpar öðrum, og þá efcki hvað sízt löndum hans sem voru hjá honum á skipinu eða stund- uðu sjó frá Boston og nágrenni. Fyrir hönd okkar nómsmann- anna og einnig fyrir hönd allra hinna sem kynntumst honum vestan hafs, vil ég þakka Grími einstaklega góða viðkynningu og þakka honum hans fórnfúsa starf við að gleðja aðra og hjálpa yfir torfærur, sem of erfitt var fyrir margan að komast yfir óstuddur. Nú hefur Grímur kvatt sína jarðnesku meðbræður hinztu kveðju. Hafi einhver átt stóra innistæðu til að taka með sér til æðra lífs, þá var það Grímur Hákonarson. Blessuð sé minning hans. V. E. Maack. island (Lag eftir V. Schiött) Vor eyjan kær, þín ískrýnd fjöll oss unað bjartan veita, hve sær og vatna fögur föll þig fagurlega skreyta. Þig gyllir svo hin glaða sól með glæstri vorsins blíðu að hýrt þín grænu brosa ból með blómaskrauti fríðu. Þá lýsa vötn og ljóma fjöll, þá leiftrar fönnin prúða, þú ljúf og fögur ljómar öll í ljóssins bjarta skrúða. Hér gefist oss hin góða tíð og gróður vel þig skreyti oss veitist Drottins blessun blíð mjög björt að öllu leyti. Sr. Finnbogl Kristjánsson. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 lag dugi skammt. Það var einmitt í landbúnaðarmálun- um sem Frakkland hefur átt erfiðast með að samræma stefnu sína stefnu hinna ríkja Efnahagsbandalagsins. Eitt er víst: stöðnun Efna- hagsbandalags Evrópu heldur áfram, á meðan að málum er svona farið, Á þessu ári munu engar ákvarðanir verða teknar varðandi banda lagið vegna fjarveru Frakka. Vonir margra um samein- ingu Vestur-Evrópu, sem fyr ir nokkrum árum virtist ekki svo langt undan, virðast eins og nú er komið jafn langt frá því að rætast og nokkru sinni fyrr, frá því að svo- nefnt Efnahagsbandalag Ev- rópu var stofnað / 19 6 6 TOYOTA TOYOTA - GLÆSILEGUR, ÞÆGILEGUR, VANDADUR JAPANSKUR BÍLL í GÆÐAFLOKKI. HENTAR JAFNT SEIVI EINKABÍLL EÐA LEIGUBÍLL. o JAPANSKA BIFREIÐASALAN Ármúla 7 - Sími 34470 0^0 Bilreiðasýning í Háskólabíói Laugardag og sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.