Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIO Föstudagur 29. október 1961 Það gildir ekki lengur: Þetta er fullgott í kjaftinn á þér Rætt við Stefán Ölafsson, veitingamann í lifSúlakaffi um Danmerkurferð, matarafgreiðslu á vinnustaði og kjötmarkað FYRIR skömmu hittum við að máli Stefán Ólafsson, veitingamann í Múlakaffi. Hann er fyrir nokkru kom- inn úr ferðalagi, sem Sam- band veitinga- og gistihúsa- eigenda gekkst fyrir til Danmerkur, til þess að sjá þar véla- og tækniútbúnað arsýningu fyrir veitinga- hús. Við bregðum okkur því inn í Múlakaffi og röbbum þar við Stefán nokkra stund, fáum fréttir úr ferðinni, ræðum kjöt- markaðsmál veitinga- manna og kynnum okkur að síðustu rekstur Múla- kaffis, sem selur allt að 400 hádegisverði á dag. — Við munum hafa verið 15 veitingamenn, sem fórum saman í þessa för, flestir með konur sínar, hóf Stefán máls. — Auk þess fóru nokkr- ir gestir með hópnum svo og þeir Lúðvík Hjálmtýsson, formaður sambandsins, og Jón Magnússon, lögfræðingur þess, en þeir sáu um allan undir- búning fararinnar og farar- stjórn. Ferðinni var eingöngu heitið til Kaupmannahafnar til að sjá þar sýningu á veit- ingahúsatækni, sem stóð í For um 1.—10. okt. sl. — Þessi sýning var í einu orði sagt stórkostleg og þar sáum við fjölda hluta, sem maður hafði ekki grun um að væru til. í almennum veit- ingahúsarekstri beinist nú allt að sjálfsafgreiðslu og nýjung- arnar eru vélar í sambandi við hana. Sem sé, að viðskipta vinurinn geti séð vöruna áður en hann kaupir hana og síðan tekið hana að eigin vild. Á sýningunni voru settar upp heilar „kaffiteríur", eins og slíkar innréttingar eru al- mennt nefndar, þótt í þeim felist öll hugsanleg tæki til matargerðar. í vélasamstæð- um, sem eru með allt að 15— 20 tækjum, er hægt að skipta um hvert tæki fyrir sig með einu handtaki og öll eru þau á hjólum. Eigi samstæðan að þjóna nýrri matartegund, eru hlutar samstæðunnar teknir í burtu og aðrir með öðrum mat artegundum settir í staðinn. Það fer stöðugt vaxandi að allar matartegundir séu lagað- ar jafnóðum og er því mikið um pönnusteikur og grillaðan mat. — Margar tegundir voru þarna af uppþvottavélum allt upp í vélar sem þvo leirtau fyrir 10 þúsund manns og var þar allt sjálfvirkt og á færi- böndum. Sjálfvirkar glasa- þvottavélar vpru þarna sem skila glösunum þurrum og gljáfægðum. Mikill fjöldi var af allskonar kaffikönnum, sem hægt var að laga í allar hugsanlegar tegundir af kaffi. — Ég skal geta þess að ég hef séð kaffiteríu, sem var sem næst alveg sjálfvirk. Frammi í afgreiðslunni var takkaborð og við hvern takka var nafn á einum rétti. Þegar þú studdir á takkann kvikn- aði ljós inni í eldhúsi og mat- sveinninn sá á samri stundu hvaða rétt var verið að panta. Hann tilreiddi þá réttinn sjóð- andi heitan og setti hann á færiband, sem flutti hann fram til stúlkunnar, sem sat við peningakassann. Þar var sá, er pantað hafði, og greiddi réttinn og fór með hann að borði í salnum. Þannig var af- greiddur fjöldi . rétta. Síðan var færiband í salnum þar sem óhreinu matarílátin voru sett og flutti það þau beint í uppþvottavélina, sem skilaði öllu hreinu og þurru í leirtaus geymsluna án þess mannshönd in kæmi nærri. Mjög fullkom- in brauðborð voru einnig á sýningunni, þar sem allt var til reiðu á borðinu. Kæmir þú inn með nokkra gesti gaztu beðið um að stúlkan kæmi með brauðborðið fram í salinn og tilreiddi brauðið eins og hver og einn gestanna óskaði. Allt álegg var til sýns á borð- inu. — Og að síðustu má ekki gleyma geislaofninum, sem ég er viss um að verði hér á hverjum veitingastað eftir fá ár. Þar tekur ekki nema eina og hálfa mínútu að sjóðhita réttinn, sem áður var hrað- frystur. Þetta virðist kannske draumórakennt, en þetta er víða orðin staðreynd í dag og hví skyldi þá langt að bíða þess að það komi hingað. — Þess skal svo að lokum getið, sagði Stefán, — að á sýningu þessari var sýndur fjöldi borðvína og hvernig þau skulu fram borin með ýmsum mat, einnig höfðu ölVerk- smiðjur þarna sýningu á sinni vöru. — Þarna var í fáum orðum sagt eitthvað fyrir alla og hlutir sýndir sem notaðir eru allt frá búri og fram í af- greiðslusal. — Ferðir sem þessar eru tví mælalaust mjög fræðandi og sitthvað merkilegt og fróð- legt að sjá? — Jú. Það var sérlega fróð- legt fyrir okkur héðan af ís- landi, sem raunar vitum ekk- ert hvað kjötmarkaður er, eða hvað það er, að geta sjálfur valið sér þá vöru sem mann vanhagar um og geta treyst því um leið að maður sé að kaupa góða vöru. Á kjötmark- aðnum er allt komið af stað kl. 6 á morgnana. Markaður ur íslendinga að horfa á, að við stöndum blátt áfram og göpum .Ekkert þras og engin hætta á að þú fáir lélegri vöru en þú hefur beðið um. Engar ólseigar beljur og engir fitu- klepraðir hrútar. Hugsaðu þér að annars flokks veitingahús, sem enga aðstöðu hefur til að bjóða mjög dýra steik á sínum borðum, getur valið sér kjöt sem hæfir í þær steikur, sem því hentar að bjóða upp á. Hér megum við þakka fyrir, og sleikja út um, að fá, áa þess að hafa nokkurt tæki- færi til að meta sjálfir, það sem að okkur er rétt. Dýru Guðjón Einarsson yfirmatsveinn, lengst t.h. og aðstoðarmatsveinar Næstur honum er Guðjón Steinsson og þá Ingvi Jónsson. hans setja matinn í ílát. Ljósm.: Sv.Þ. Stefán Ólafsson forstjóri Múiakaffis við hina ágætu kaffi- könnu. gagnlegar fyrir veitingamenn og margir fengu þarna fjöl- þættar upplýsingar, sem þeir tóku með sér heim, sumir gerðu jafnvel pantanir í vél- ar, sem þeir sáu þegar, að gátu orðið þeim til gagns. Auð vitað þarf ýmsu að breyta í veitingahúsum þeim, sem hér eru fyrir, til þess að hægt sé að notfæra sér alla þessa tækni. Sumstaðar er það hægt, annarstaðar er hægt að hag- nýta sér eitthvað, en þeir sem ráðast í nýbyggingar veitinga- húsa hafa áreiðanlega mjög mikinn hag af sýningu sem þessari. Og breytingin kemur innan tíðar. Sjálfvirknin mið- ar að því að spara vinnukraft. Tæki þessi eru mörg mjög dýr, en víða er hægt að not- færa sér mörg þeirra með það\ miklum vinnusparnaði að hag ur er að. — En þú sagðist hafa skoðað Kjötmarkaðinn í Kaupmanna- höfn, Stefán. Var þar ekki þessi hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu árum, sem fyrst og fremst felast í því að nú er kjötið ekki lengur boðið upp, eins og áður tíðk- aðist, líkt og gerist enn á fisk- mörkuðum í Þýzkalandi og Englandi. Þú kemur inn í einn allsherjarsal þar sem allar mögulegar kjöttegundir hanga. Og inn í þennan sal ganga kjötkaupmennirnir kl. 7.30 að morgni og þangað koma einn- ig veitingamennirnir. Hver kaupandi hefur sinn stimpil meðferðis og nú gengur hann og skoðar það sem á boðstól- um er. Þegar hann hefur fund ið það, sem hann girnist og þarf yfir daginn, stimplar hann sína vöru, þegar því er lokið hverfur hann á brott og innkaupunum fyrir daginn er lokið. Síðan er vara hans tek- in og send til fyrirtækis hans, hvort sem það er kjötverzlun eða veitingahús. Þetta er raun ar svo stórkostlegt fyrir okk- matsölustaðirnir, sem selja sínar steikur á annað hundrað krónur fá sama kjötið hér og veitingahús, sem ekki getur selt sína steik yfir 60 krón- um. Sama hráefnið! En þarna á Kjötmarkaði Kaupmanna- hafnar er sú fínasta vara, sem ég hef nokkru sinni séð. Frágangur allur er með svo einstakri snyrtimennsku að unun er að, hvergi blóðblett- ur, hvergi ögn af óhreinind- um eða allt sullandi í vatni, eins og víða sést. Þarna vinn- ur hvert vinnslu- og sölufyrir- tæki fyrir sig. Þarna gætu Búrfell, Sambandið og Slátur- félagið öll unnið hlið við hlið og selt sína vöru i fullkotn- lega eðlilegri samkeppni, sagði Stefán að síðustu um þennan kjötmarkað. — ★ — Er hér var komið máli okk- ar tókum við að ræða um hvort hægt væri að gera eitt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.