Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. október 1965 Ndbelshafarnir í eðlis- og efnafræði NÓBELSVERÐLAUNIN í eðl- is- og efnafræði voru veitt einura japönskum og þremur bandariskum visindamönnum. Eðlisfræðingamir þrír hlutu verðlaunin fyrir framlag þeirra til kvantafræðinnar, en talið er að uppgötvanir þeirra muni hafa djúptæk áhrif á hin ýmsu svið atómvísinda, og jafnframt gera mönnum kleift að framleiða mun smærri rafeindareikna en hingað til. Efnafræðingurinn hlaut verðlaunin fyrir rann- sóknir á blaðgrænu og fyrir framleiðslu á ýmsum mikil- vægum gerfiefnum. Eðlisfræðingarnir, sem verð launin hlutu eru Japaninn Sin-itiro Tomonaga, 59 ára prófessor við háskólann í Tokyo. Tomonaga hefur unn- ið sjálfstætt að rannsóknum sínum, og ekki haft neitt sam- band við bandarísku vísinda- mennina, en hefur þó komizt að sömu niðurstöðu og þeir. Tomonaga er annar Japaninn sem Nóbelsverðlaun hlýtur. Dr. Richard P. Feynman er 47 ára og hlaut menntun sina í tækniskólanum í Massa- chusetts og tók þar doktors- próf árið 1942. Á stríðsárun- um vann hann við kjarnorku- rannsóknir í Los Alamos í New Mexico. Hann starfar nú við tækniskólann í Pasadena í Californíu. Dr. Julius Schwinger er einnig 47 ára, hlaut menntun sína í Colum- bia-háskólanum í New York en starfar nú við Harvard-há- skólann. Kvantafræðin er ein grein eðiisfræðinnar, en grunvöll- inn að henni lagði danski vis- indamaðurinn Niels Bohr og samstarfsmenn hans; rússnesk bandaríski vísindamaðurinn George Gamow, sem kurrnur er fyrir snjallar bækur fyrir almenning um vísindi, og rúss neski vísindamaðurinn Landau, sem hlaut Nóibels- verðlaunin íyxir nokkrum ár- um. Kenningar Bohrs voru með al annars þær, að ljós eða rafgeislar hefðu sömu bylgju- eiginleika og rafeindageislar. Hvernig mátti það vera að raf eind gæti samtímis vðrið bylgja og efnisögn? í>etta er spurning, sem leitað hefur á atómvísindamenn síðan kenn- ing Bohrs kom fram. 1 þessu sambandi hafa þremenning- arnir, sem í ár hlutu Nóbels- verðlaunin, unnið við að rann saka rafeindir og geislabeltið sem umlyk’ur kjarnannn. Vís- indamenn þessir hlutu verð- launin m.a. fyrir uppgötvun vísindalegra aðferða til að reikna út og mæla víxlverk- un mili rafeinda og geisla- belta. Aðferðir þeirra hafa haft djúptæka þýðingu fyrir rannsóknir á ýmsum sviðum atómvísindanna. Vísindamenn imir unnu sjálfstætt að rann- sóknum sínum og án nokk- urrar beinnar samvinnu hvor ir við aðra ,en komu þó fram með sömu niðurstöður og kenningar. Dr. Feynman kveðst reynd- ar oft hafa hitt dr. Schwinger Dr. Richard P. Feynman ward inngöngu í hinn merka skóla Massachusetts Institute of Technology. Fljótlega kom í ljós að hann hafði óvenju- legar gáfur til að bera og að- eins tvítugur að aldri lauk hann þaðan doktorsprófi. Við efnafræðirannsóknir hefur á ráðstefnu og þeir þá skipzt á skoðunum, en um samvinnu milli þeirra hafi aldrei verið rætt. Feynman kveðst ekkert hafa vitað um Tomonaga eða verk hans fyrr en árið 1949. Um framlag sitt til kvanta- fræðinnar segir Shcwinger, að rannsóknir hans séu eingöngu fræðilegar og komi ekki til með að hafa mikla hagnýta þýðingu. Menn eru yfirleitt á annarri skoðun um þetta mál, því talið er að niðurstöður Nóbelshafanna muni leiða til þess, að hægt verði í framtíð- inni að byggja mun smænri rafeindareikna og ýmis elekt- rónisk tæki en hingað tiL Þegar það fregnaðist, að Bandaríkjamanninum Ro'bert Burns Woodward hefði verið veitt Nóbelsverðlaunin í efna fræði fyrir árið 1965, vakti það óskipta ánægju meðal vís indamanna. í tvo áratugi hef- ur verið litið á dr. Woodward sem undramann á sviði efna- fræðinnar og í jafn langan tíma hefur hann þótt líklegur til að hreppa Nóbelsverðlaun- in. Dr. Woodward starfar við efnarannsóknarstofu í Har- vard-háskólanum og til hans hafa vísindamenn flykkst víðs vegar að til að fá tækifæri til að vinna undir stjóm þess manns, sem að margra áliti er merkasti efnafræðingur heimsins. Útnefning hans að þessu sinni kom því fáum á óvart og töldu margir að þessi heiður hefði hlotnazt honum vonum seinna. 16 ára gamall fékk Wood- Dr. Sin-itiro Tomonaga Dr. Robert Burns Wootlward Dr. Julius Schwinger Woodward sýnt ótrúlega hug- kvæmni og snilld og hefur honum oft verið líkt við skák meistara sem skipuleggur marga leiki fram i tímann. Rannsóknir hans hafa ein- kennzt af stefnufestu og ör- yggi, en hans höfuðstarf hefur Framhald á bls. 22. Áætlunarbílar ekki sjoppur í gær var í dálkum Vel- vakanda rætt um sóðaskapinn, sem virðist svo víða áberandi hjá okkur. f>ar var aðeins drep ið á nokkur atriði, en að sjálf- sögðu nær þessi löstur miklu viðar. Tökum t.d. opinber farar- tæki, og þá áætlunarbíla. Yfir- leitt þrífa bílstjórarnir bíla sína, þó undantekningar séu þar á. >að sér maður, þegar lagt er upp að morgni. En hve langt hefur verið ekið, þegar bíllinn er orðinn allur útataður í papp- írssnifsum, tómar gosdrykkja- flöskur rúlla eftir gólfinu og drasli er hrúgað ósnyrtilega upp í netunum? Auk þess eru sætin í bilum, sem ekki eru nema nokkurra mánaða gamlir, iðulega þegar orðin blettótt og iila farin. Ég var nýlega staddur í Dan- mörku og ferðaðist þar dálítið um í stórum langferðabílum með hópi af fólki. Heitt var í ve'ðri og víða stanzað. Það var því ekki óeðlilegt, að fólkið fengi sér ís eða gosdrykk, til að svala þorstanum. En svo ætluðu margir með þetta inn í bílana, eins og siður er á íslandi. — Nei, því miður, þa'ð er ekki leyft að vera með mat og drykk í bílunum, sögðu bílstjórarnir. Þið verðið að borða á'ður en við leggjum af stað. Við stönzum við veitingastaði, ef fólk er svangt, en vi’ð getum ekki leyft það að vagnarnir séu notaðir sem matarstaðir. Þetta skildu að sjálfsögðu allir, þegar þeim hafði verið á það bent. Og í rauninni kærir enginn sig um áð sitja í sætum, blettuðum af matarleifum með kóka kóla blettum éða sinnepi og tómatsblettum eftir pylsu- át. í rauninni ættu íslenzkir langferðabílstjórar að taka upp þennan sið hinna dönsku kollega sinna. Áætlunarbílar eru ekki neinar sjoppur. Orðið blautt og dimmt Fyrsta óveðurskaflanum á þessu hausti virðist nú aflétt og komið sæmilegasta véður aftur. En skelfing hefur þetta viku slagveður breytt miklu. Áður en það dundi yfir okkur var fallegt haustveður, gulnað lauf í görðum, tært loft og haustmild veðrátta. Nú, þegar hægt er að líta aftur í kring- um sig fyrir vatnsvéðri og rign ingu, er allt orðið blautt, svart og eitthvað leiðinlegt. Það hef- ur dimmt yfir. ^ Annað hvort allt eða ekkert Þegar svo er komið, er tími kominn til að fara að búa um sig inni við, sitja í hlýjunni og lesa bækur éða sækja leik- hús, hljómleika og listsýningar. Leiksýningar og listaverkasýn- ingar getur maður sótt þegar maður hefur tima til og bezt hentar. Aftur á móti er það verra með hljómleikana. Þá verður að ákveða að haustinu og sækja allt sem upp á er boð fð og þau kvöld, sem ákveðin eru hverju sinni, eða missa af öllu. Þetta er óneitanlega mikill ókostur og útilokar bæði þá, sem ekki hafa efni á að sækja svo marga hljómleika og það kostar ekki svo lítið hjá stórum fjölskyldum, og einnig þá, sem vinna oft á kvöldin og geta ekki ákveðið að haustinu hvaða kvöld þeir kunna áð hafa laus. Fyrir nú utan það að þetta tek- ur alveg valfrelsi af fólki bæði um hljómlistina og listamenn- .ina. Ég er einn af þeim, sem hefi gefizt upp á að reyna að sækja hljómleika, þar sem morgunblöð eru unnin á kvöld in og því ekki hægt að binda sig fyrirfram. Þá sjaldan ég hefi reynt að komast á hljóm- leika hjá Sinfoníuhljómsveit- inni t.d. og það er aúðvitað þegar þeir hafa upp á eitthvað að bjóða, sem girnilegt er, hefi ég ekki getað fengið miða nema stundum í verstu sætum. Þetta fyrirkomulag er víst nauðsynlegt, til að hljómsveit eins og Sinfóníuhljómsveit geti starfáð, en fyrirkomulagið „annað hvort skal það allt í ykk ur eða ekkert" er samt ákaflega hvimleitt. Þegar um fasta frumsýning- armiða í leikhúsum er að ræða, gegnir öðru máli. Þá geta þeir sem vilja og hafa tækifæri til látið skammta sér leikrit og daga. Þeir fá sér fasta frum- sýningarmiða (og er reyndar 1 sjálfsvald seW hvort þeir sleppa þeim, ef illa stendur á), en hin ir sjá þá bara áðrar sýningar og velja sjálfir. Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti timinn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Qrmsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.