Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ 17 Föstudagur ?•. október 1965 í BARCELONA EFTIR JÓHANN HJÁLMARSSON. BARCELONA, 13. okt.: Ég vaknaði snemma einn sunnudagsmorgun í Barce- lona og fór út til að virða fyr- ir mér borgina. Ég gekk eftir Römblunum, fjölförnustu strætum borgarinnar áleiðis til hafnarinnar. Rétt hjá hinni gríðarstóru styttu af Kólumbusi, sem horf ir út á sjóinn, voru menn með stórar myndavélar á hjól um að taka myndir. Fólk virtist hafa mikinn á- huga á að fá af sér myndir, og það var mikil samkeppni milli myndasmiðanna afS lokka til sín viðskiptavini. Menn stiltu sér hátíðlega upp í góða veðrinu: minning frá Bareelona, borg gleðinnar. Ekki er hægt að setjast svo á bekk í Barcelona a'ð ekki komi skóburstarar og vilji gera mann fína til fótanna. Ég var í nýburstuðum skóm frá hótelinu, en skóburstari einn þóttist hafa séð rykkorn á öðrum skónum mínum, og ætlaði að veiða mig. Ég varð áð byrsta mig til að fá hann á braut. Skóburstarar er fjöl- menn stétt á Spáni, líklega jafn fjölmennir og skækjurn- ar, sem koma út úr skúma- skotum, þegar fer að rökkva og bjóða vöru sína. Hvað það er ólíkt að sitja hér á bekk og sleikja sólina I staðinn fyrir að húka inni 1 stofu heima, þar sem haust- rigningarnar eru gengnar í gadð. En það er ekki fjarri að ég sakni rigningunnar, væt- unnar, drungalegu fjallanna. Svona erum við öll miklir ís- lendingar, sama hvert við förum. Við erum vist alltaf með heimþrá nema þeir menn sem aldrei rennur af, og vita þess vegna hvorki í þennan heim né annan. Spænska sólin fer mildilega um andlit manns, og fólkið er vinalegt og umfram allt í góðu skapi. í svo ljómandi skapi að þess þekkjast varla dæmi á fslandi. Þáð er hægt að gera sér margt til dundurs í Barcelona. Veitingastaðirnir eru heimar Götumynd frá Barcelona fyrir sig, þeir hljóta að vekja okkur fslendingum svo mikla forvitpi að við þurfum að fara í marga þeirra. En ekki sé ég að neinn sé drukkinn, menn eru letilegir yfir kon- jaksglasi sínu og virðast ekki þurfa áð drekka neinum sorg um eins og halda mætti að ís lendingar stunduðu. Og það er mikið talað. Það er svo mikið taláð að ég, þykist ekki fyrr hafa heyrt meira talað sfðan ég lenti í klónum á Iistmiálara á fslandi sem þurfti endilega að fræða mig og fleiri um grænmetis- át. Barcelonabúar elska sam- ræður, og hjá þeim virðist allt vera mikilvægt sem ger- ist. Þeir eru ekki þumbaraleg ir eins og fslendingar, sem leysa ekki frá skjóöunni fyrr en eftir nokkur glös af asna eða einhverju álíku. Römblurnar eru orðnar full ar af fólki eins og þær eru reyndar alla daga. Og þvilík umferð. Hvernig á maður að venjast öllum þessum bílum. Þetta er þó betra en í París: Það er huggun. Það er erfitt að ná í leigu- bil hér. Leigubílstjórar virð- ast mjög uppteknir menn, enda kostar lítið að láta þá aka sér um strætin. Þeir ríf- ast mikið við aðra bílstjóra, ef þeim þykir ekki umfer'ðin ganga nógu greiðlega, svo maður furðar sig á þvi að ekki skuli allt lenda í logandi slagsmálum. En það er nauð- synlegt að tala, tala. Buna út úr sér reiðinnar býsnum. Daginn, sem ég kom til Barcelona var rigning. Ég beið lengi eftir leigubíl, loks ins birtist einn, og mikið lá þeim blessaða manni lítið á. Hann hafði gleymt að raka sig og ég efast ekki um að honum hefði fundist sjálfsagt að ég biði þarna með tösku mína og ritvél þangað til næsta dag. Nú var hin margauglýsta spænska sól að hamast við að skína. Og það var hátíðis- dagur í Barcelona. Þegar fór að kvölda og all- ir voru orðnir þreyttir á að ganga, fóru sumir í kvik- myndahús að sjá ómerkilegar stríðsmyndir. Aðrar kvik- myndir virðast ekki ganga i kvikmyndahúsum hér. En í leikhúsi einu var verið að sýna leikrit eftir Claudel, og þar var löng bfðröð eftir mið um. Guði sé lof, hugsaði ég, hér eru einhverjir, sem vilja horfa á Claudel og minntist þess að vinur minn, Þorvald- ur Helgason hafði sagt mér margt fallegt um þetta „Skip Kolumbusar" franska skáld, kaþólikkann sem lærði af Rimbaud, vildi ekki vera kaþólskur, en varð það samt þrátt fyrir að hann ætti í harðri baráttu vi’ð trúar löngun sína árum saman. Ég var að horfa í búðar- glugga, því annars væri ég ekki íslendingur og þar var margt fallegt að sjá: armbönd, slæður, ermahnappa, ýmis- konar klæðnáð og skemmti- leg leikföng. En þar bar líka margt ómerkilegt fyrir augu. fnnan um blæðandi líkneskjur af Kristi, voru ómerkileg málverk, sem tæplega væru sýningarhæf hjá myndlistar- mönnum í Reykjavík, og er þá mikið sagt. Nú veit ég að myndlistarmenn verða reiðir, því þeir eru fljótir að stökkva upp á nef sér og langræknir méð afbrigðum. En þeir um það. Um leið og fór að skyggja og ég var búinn að horfa mig þreyttan á skip Kólumbusar, eða réttara sagt eftirlíkingu af því, þá fór borgin að breyta um svip. Meira líf færist nú í krárnar og þangað fóru að tifa vafasamar dömur, sem sendu mönnum lokkandi augnanáð. Á stóru torgi, sem mig minn ir að heiti Alþýðutorgið, safn aðist fólk saman undir stór- um pálmum og drakk bjór úr heljarstórum glösum. Börn léku sér í rykinu þótt komið væri að háttatíma, og þetta voru vel klædd og falleg börn sem var stranglega gætt af elskulegum foreldrum. Óvíða sér maður eins Viðkunnanlegt fólk eins og á Spáni. Það er eins og allt breytist við að fara yfir landamæri Spánar og Frakklands. Það er eins og áð kom.a út úr myrkrinu, eins og Vilhjálmur frá Skáholti sagði stundum. Manni léttir. Að geta drukkið svona mik ið af bjór og étið svona mikið það er ofvaxfð mínum skiln- ingi. Spánverjar eru alltaf áð éta, stundum þegar komin er nótt eru þeir að háma i sig einhverja rétti. Ætli þeir hafi ekki mat með sér í rúmið? Spænski maturinn er lík- lega góður, ég hef ekki van- ist honum ennþá, en það er merkilegt hvernig Spánverj- ar gera máltíðina að dálítilli hátíð. Það eru bornir fram margir réttir, og að lokum eru étnir ávextir. Enginn virð ist finna á sér af vininu, sem jafnan er drukkið með. En nú eru kóladrykkir orðnir vinsæl ir á Spáni. Spænskir hótel- menn virðast njóta þess að stjana við gestina, ræða við þá um matinn og um hitt og þetta. En í Frakklandi eru þjónar oft súrir á svipinn, þeir eru leiðir á starfi sínu eða hafa bara ekki fengið neitt að drekka. Ég læt færa mér kaffi og konjak óg furða mig á því að ég skuli vera staddur hér, og það skuli vera kominn mið ur október. Hvernig ætli veðr ið sé heima núna? Á götunni Fernando er krökkt af fólki eins og alls staðar í þessari borg. Þetta er gata, sem er einkennandi fyr- ir Barcelona: löng og mjó. Börn skæla og börn hrópa. Á morgun er venjulegur mánu- dagur. En hugsar nokkur Spánverji um það? Ég veit að á morgun við sömu götu mun svörtum hundi vera stillt út í glugga. Hann mun sofa í hálmi sínum. Vill einhver kaupa hann? Það er spurning in. En eflaust munu menn klappa honum, ef þeir verða í góðu skapi í fyrramálið og eiga leið um Fernanda. — Alþingi Framh. af bls. 8 í ramleiðsluráði landbúnaðarins, A.S.Í., Sjómannafélagi Reykja- víkur og Landssambandi iðnað- armanna og mælzt til þess, að þeir skipi fulltrúa í nefnd, sem hefur það verkefni að finna sám- komulagsgrundvöll um vgrðlagn- ingu landbúnaðarvara framvegis. Þeir aðilar, sem hér eru nefnd- ir, skipuðu áður fulltrúa í 6 manna nefndinni. Líklegt er, áð ríkisstj. skipi 7. manninn, sem verði þó jafnframt formaður nefndarinnar. Bændasamtökin hafa nú þegar tilnefnt fulltrúa af sinni hálfu og Landssamband iðnaðarmanna, að ég held. Ekki er að efa, að Alþýðusambandið og Sjómannafélag Reykjavíkur munu einnig tilnefna fulltrúa í nefndina og getur hún væntan- lega bráðlega tekið til starfa. Það er mikið atriði, að samkomulag verði um endurskoðun þeirra laga, sem verðlagnihg landbún- aðarins byggist á. Það er nauð- synlegt, áð skilningur verði gagn kvæmur milli framleiðenda og neytenda. Sanngirni þarf að ráða á báða bóga. Það er von mín, að svo geti orðið og á þessu stigi megi takast að afgreiða löggjöf, sem verðlagning landbúnaðar- vara verði byggð á eftirleiðis. Ég legg til, herra forseti, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og hv. land búnaðarnefndar. Ágúst Þorvaldsson (F) sagði að það hefðu verið sár vonbrigði fyrir bændur þegar Alþýðusam- bandið skipaði fulltrúa sínum að hætta störfum í 6 manna nefnd- inni, og væri þar um að ræða hreint lögbrot af hálfu Alþýðu- sambandsins. Ekki lægi Ijóst fyrir af hvaða ástæðu þessi ákvörðun var tekin, því ekki hefði komið til djúptækur ágrein ingur innan nefndarinnar. Með þessum ráðstöfunum sínum hefði Alþýðusambandi'ð komið í veg fyrir að bændur hefðu samnings- rétt um kjaramál sín. Sér væri ljóst að ríkisstjórninni hefði ver- ið mikill vandi á höndum er grundvöllur undir 6 manna nefnd ina hefði vérið rofinn og kvaðst vera ósammála leiðum þeim er hún valdi, einkum hvað varðaði viðmiðunarkerfið þáð er hag- stofan hafði til viðmiðunar. Hannibal Valdimarsson (K) sagði, að Alþýðusambandið hefði gert grein fyrir afstöðu sinni með tilkynningu er gefin hefði veri’ð út strax eftir að ákvörðun um það hefði verið tekin að það tæki ekki þátt í störfum sex manna nefndarinnar. Kerfi þetta hefði verið mjög umdeilt af bændum sjálfum og væri því þorri þeirra þakklátir Alþýðu- sambandinu fyrir að rjúfa sam- starfið, því að með því væri mál ið tekið til endurskoðunar. Sex manna nefndin hefði ekki haft neitt úrslitavald í verðlagsmál- um landbúnaðarins, heldur hefði það verið ríkisstjórnarinnar. Þá sag'ði Hannibal að nú færi sí- vaxandi hluti verðs á landbúnað- arafurðum í milliliðakerfið og væri það réttmæt krafa neytenda og bændá^að rannsókn færi fram á hvort dreifingarkostnaður þyrfti að vera svo hár og hefði nefndin ekki átt þess kost að fá það mál rannsakað að nokkru f—^x gagni. Bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar væri ófullnægjandi úrlausn og þessum málum þyrfti að skipa í eðlilegt horf annað hvort með nýrri löggjöf eða að bændum væri fengin bein samn- ingsaðild við ríkisstjórnin um verðlagningu landbúnaðarafur'ða. Að lokinni umræðu Hannibals var umræðum um málið frest- að. f gær birtist hér í blaðinu frétt af byggingu húss Búnaðarbankans á Sauðárkróki, sem nýlega er hafin. Hefir Gunnar Hansson teiknað húsið og er hér birt mynd af teikningunni, en hún féll niður í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.