Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. október 1965 MJög Jöfn keppni í fyrri fíálfleik en ísl. liðið féll saman í þeim siðari Rut og Sigríður Sigurðardóttir fá bezta dóma fyrir leik sinn ÍSLENZKA kvenalandsliðið tapaði fyrri landsleik sínum við Dani í keppninni um það hvort liðanna öðlist rétt til þátt- töku í lokakeppninni um heimsmeistaratitil í handknattleik kvenna, en sú keppni fer fram 7.—13. nóv. n.k. Urslit leiksins í gær urðu þau að Danir unnu með 16 mörk- um gegn 9 og það er meiri munur en svo að hægt sé að gera sér nokkrar vonir um að ísl. stúlkurnar hefni fyrir ósigur- inn í síðari leiknum sem fram fer á laugardaginn. Leikurinn í gær var skemmtilegur og framan af mjög jafn. Mikil stemning var ríkjandi í húsinu og húsið sem rúmar á annað þúsund manns var næstum fullsetið og er það óvenju- leg aðsókn að kvennahandknattleik í Danmörku, segir frétta- maður Mbl. á leiknum. Sigríður Sigurðardóttir átti sérlega glæsilegan leik í fyrri hálfleik en var síðan „lögð í einelti" af danska liðinu og eftir að hennar naut ekki lengur við var broddurinn úr ísl. liðinu Rut Guðmundsdóttir í markinu, sýndi hún og sérstaklega góða markvörzlu, varði m.a. glæsi- lega vítakast. — ★ tsl. kallkór og grískur. Á þessa leið segir Poul Prip Andersen ritsjóri íþróttafrétta Berlingske Tidende frá leiknum en hann var þar fréttamaður Mbl. Og hann segir ennfremur: Meðal áhorenda voru margir fslendingar sem hér búa og kváðu oft við kallkórar: „Áfram ísland“. Þá var í röðum á'horf- enda allt gríska landsliðið í knatt spymu, sem lék við Dani á mið- vikudag (jafntefli varð 1—1). Grikkirnir hvöttu ísl. stúlkurn- ar mjög. Þeir búa á sama hóteli og ísl. stúlkurnar og vildu hvetja þær til dáða móti Dönunum. Þetta setti skemmtilega stemn- ingu í salinn. ísland nær forystu. Danimir skoruðu mjög fljótt mark og sóttu alistíft um stund. En ísl. stúlkurnar vörðust vel og •áttu sínar sóknarlotur. Er skammt var liðið á leik jafnaði Sigrí'ður Sigurðardóttir með' Frá leiknum í gær. Frida Jensen kemst í skotfæri á línunni og ísL stúlkumar fá ekki vai-izt. A Jafn leikur- En þá náðu fsL stúlkurnar aft- ur valdi á leiknum og skoruðu tvö mörk í röð (Sigrún Guð- mundsdóttir og Sigríður Sig.). Síðan náðu Danir að skora, 6—4 Hér er grísk-íslenzk vinátta á mynd. Það er kvennagullið Sidiris í gríska landsliðinu og tvær ísl. stúlknanna, Vigdís Páls dóttir (í miðið) og Sigrún Guð mundsdóttir. Þau höfðu það að asmeiginlegu markmiði að sigra Dani — en hvorugum aðilan- um tókst það. og enn minnkaði Sigríður bili'ð í 6—5. Danir ná aftur 7—5 en Sylvía Hallsteinsdóttir skorar svo staðan er 7—6. ísl. liðið var í sókn er flautað var til leikhlés. ★ Sigríður elt Sigríður Sigurðardóttir var langbezt íslendinga 1 þessum hálfleik og vöktu langskot henn- ar hrifningu og almenna athygli. Eftir hlé höfðu Danir endur- skipulagt leik sinn. Ein fékk það hlutverk að gæta Sigríðar hvert sem hún fór. Tókst henni að slíta Sigríði úr tengslum við aðrar í liðinu og þar með var broddurinn úr ísl. li'ðinu. Danska liðið átti þrjú stangar- skot í upphafi síðari hálfleiks en tókst svo þar á eftir að skora þrjú mörk ísspð svo staðan varð 10—6. Var þá útséð um úrslit leiksins. Vigdís Pálsdóttir skoraði svo 7. mark íslands en danska liðið nær að skora svo staðan er 11—7. Þá tókst Sigríði Kjart- ansdóttur að skora 11—8 en næstu fjögur mörk skora Danir svo staðan er 15—8. Þá skorar Elín GuÖmundsdóttir fyrir ís- land, en Danir höfðu síðasta orð- ið, svo leik lauk 16—9. Liðin Og þegar á leið leikinn komu yfirburðir danska liðsins vel í ljós. Sigurinn hefði raunar getað orðið stærri, ef Rut Guðmunds- dóttir í markinu hefði ekki átt syo stórkostlegan leik sem hún sýndi. Hún stóð í markinu allan leiktímann og varði oft með sér- legum glæsibrag. Undir leikslok varði hún m. a. vítakast með glæsibrag. Það var ekki um að sakast vi'ð hana þó danska liðið sigraði. Framhald á bls. 31. glæsilegu langskoti og litlu síðar 5—2. náði hún forskoti fyrir ísland með öðru slíku. Það var eina skiptið í leiknum sem ísland hafði forystu. AÍlur hálfleikurinn var mjög vel leikinn af báðum liðum ,og var yfirleitt jafn. Danska liðið jafnaði 2—2 og skoraði síðan þrjú næstu mörk svo staðan var Toni Rösseler skoraði 5 mörk Dana. Héx lyftir hún knettinum yfir Rut, sem kemur fnam móti henni. — Myndir Norðfoto. Leikaðferðin mistókst og liðið náði aldrei sínu bezta — VIÐ erum óánægð með úrslit leiksins og allan gang hans af okkár hálfu, sagði Sigurður Bjamason, farar- stjóri ísl. kvennalandsliðsins, er við náðum tali af honum í gærkvöldi á Grand hótel þar sem landsliðið býr. Sigurður var þá nýkomin úr kaffisam- sæti er liðinu var haldið í Lyrigby-höllinni. Þar voru ræður haldnar eftir leik og fjórir nýliðar ísl. liðsins fengu sitt landsiiðsmerki. í því hófi talaði Ásbjörn Sigurjónsson af íslands hálfu og mæltist vel. ■ — Við erum mjög ánægð með móttökurnar, en óánægð sem fyrr segir með gang leiks ins. Stúlkurnar vom taugaó- styrkar og tókst aldrei að sýna þann leik sem þær þó vissulega eiga að geta. Allt of lítil 'hreyfing var á liðinu. —- Við höfðum æft sérstak- lega ákveðna leikaðferð fyrir þennan leik. Liðinu gekk mjög illa að ná henni þegar til leiksins var komið. Það skorti fyrst og fremst á hreyf- inguna í liðinu. — Og Sigríður lögð í ein- elti? — Já, algerlega í síðari hálf leik. Tókst Dönum að slíta hana úr tengslum við liðið að mestu. Hún var þó óhepp- in líka. Henni tókst að kom- ast inri á línu en hitti ekki markið. Einnig reif hiún sig lausa tvívegis Og komst út í homin í skotfæri en mistókst að skora. Sigurður sagði að ísl. liðið hefði bæði verið heppið og óheppið. Óheppið með áður- nefnd mistök hjá Sigríði en heppið t.d. að Danir áttu fjög ur hörkuskot í stangir. — Og nú hafið þið sýnt öll trompin. Eruð þið þá ekki svartsýn fyrir síðari leikinn? — Við ætlum að breyta til. skipulagðrar og fyrirfram ákveðinnar leikaðferðar. Þær eiga að leika frjálst, nota ein- staklingskraftana. I leiknum. nú skoraði Sigurlína t.d. ekk- ert mark og Sylvia aðeins eitt. Þessar stúlkur eru vanar að brjótast í gegn á eigin spýtur og skora mörg mörg í hverj- um leik. Sigrúnu Ingölfs tókst heJdur aldrei að brjótast í gegn nú. Margar sendingar mistókust og liðið missti knöttinn. En danska liðið skoraði aðeins tvívegis úr hxaðupphlaupum, en þau hafa verið sterkasta tromp liðsins. — Þið eruð miklir vinir grísku knattspyrnu landsliðs- mannanna? — Já, þeir búa hér á sama hóteli. Þeir buðu okkur á landsleikinn og við lærðum að hrópa „Áfram Grikkland" á grísku og gerðum það óspart. Svo buðum við þeim á okkar leik og þeir komu og hróp- uðu á íslenzku „Áfram ís- land“. Sigurður lét vel yfir dvöl- inni hjá Dönum. Meðal áhorf- enda að leiknum í gær var Gunnar Thoroddsen sendi- herra, og hann hefur boðið liðinu til hádegisverðar á sunnudaginn. öllum líður vel og biðja fyrir kveðju hejm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.