Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ II hvað þessu líkt hér í höfuð- borg okkar .Stefán taldi frá- leitt, en við ákváðum að bregða okkur í tvö kjötsölu- fyrirtæki hér í borg og vita hvort við mættum sjálfir velja okkur þó ekki væru nema nokkrir lambsskrokkar. Viðlét um verða af þessu. Við feng- um að velja nokkra gimbrar- skrokka. En okkur virtist sem til þess væri ætlazt að við værum ekki að hangsa við valið og var fyllilega gefið í skyn að þetta væri ekki hinn venjulegi verzlunarmáti sem hér tíðkaðist. Til þess væri hvorki húsrými og auk þess bannaði heilbrigðiseftirlitið að kaupendur mættu velja vöru sína sjálfir. Þeir máttu, er bezt lét, standa fyrir framan bi jvjsthátt grindverk og benda á voruna úr nokkurra metra fjarlægð, eins og það er nú aðgengilegt fyrir kaupandann, sem er að velja sér vöru í dýr er steikur, sem síðan eru seld- nr vandlátum gestum fyrir hátt verð. Okkur varð ekki annað að orði en þetta: „Nei, Molbúahátturinn ríður hér ekki við einteiming, þegar mat vara er annars vegar“. verið að ganga frá hádegis- verði fyrir 400 manns. Það gengur svo greiðlega, sem tækni okkar leyfir hér á landi, enn sem komið er. Sérstaka athygli okkar vekur, er jeppi kemur akandi upp að bakdyr- um eldhússins og maður snar- ast inn og tekur matarílát, svipuð og engjafötur voru hér áður fyrr, og fer með þær út í jeppann. Við sjáum að starfslið eldhússins hefur rað- að sér upp við langt borð og alúmínskálar ganga þar fyrir hvern mann og matarskammt- ur er settur í þær. Hver setur þar sinn bita, yfirmatsveinn- inn kjötið, sá næsti kartöfl- urnar, hinn þriðji sósuna, sá fjórði grænmetið og fimmti annað meðlæti en sá sjötti gengur frá ílátunum hverji uppi á öðru þar til fimm eru komin saman og er þá hand- fangi skellt yfir allt saman. Þannig eru engjaílátin tilbúin og fimm matarskammtar í kippu. Þessa nýbreytni tók Múlakaffi upp fyrir atvinnu- rekendur, sem eru með hópa starfsmanna fjarri matsölu- stöðum og fjarri heimilum Sjálfvirk uppþvottavél, sem skilar þúsundum diska á ör- akanimri stundu. — Já, mér var oft hugsað heim er ég var á dariska kjöt- markaðnum, sagði Stefán. -— Hvers vegna er ekki hægt að hafa einhverja örlitla sam- líkingu við þetta hér á landi? Því í ósköpunum þUrfum við á öld véla, háþróaðs þrifnað- ar og sóttvarna að lifa stöð- ugt eftir þessu mottói ís- lenzkra matvöruframleiðenda: „Þetta er fullgott í kjaftinn á þér“. í sumar urðum við veit- ingamenn að vera á þönum um allt land til þess að reyna að ná í þær kjötvörur, sem okkur vanhagaði um. Þess eru dæmi að sama veitingahúsið hefur orðið að fara á allt upp í sjö staði til þess að ná sér í kjöt fyrir 150 manna veizlu. Hvernig halda menn svo að þetta hráefni hafi verið? Og hvað halda menn að þetta hafi kostað? Þetta var á þeim tíma sem ferðamannastraum- ur var mestur og mat þurfti eð hafa til með litlum fyrir- vara. En ég spyr, segir Stefán ennfremur, — hvað er því til íyrirstöðu að við getum haft vöruskipti á lambakjötinu okkar, sem flutt er út í tonna- tali, og ýmsum erlendum kjöt- vörum, sem hér eru alls ekki fáanlegar? Það vanhagar hér um ýmsar kjötvörur á ákveðn um árstímum, t.d. svínakjöt fyrir stórhátíðir. Það er eng- tnn kostur að fá það, þótt hreint gull sé í boði. Við tökum undir það með Stefáni. Það eru ekki til orð sem fá lýst þeirri þröngsýni, sem hér á landi ríkir í mat- vöruframleiðslu. — ★ — En nú vendum við okkar kvæði í kross og göngum til eldhúss í Múlakaffi. Þar er Matartækjasamstæða á stórri kaffiteríu, svipuð þeim er voru til sýnis í Forum. starfsmanna. Það gefur auga leið að það er erfitt fyrir at- vinnurekendur að koma starfs mönnum sínum hverjum til síns heima til að þeir geti snætt hádegisverð, þegar unn- ið er í úthverfum borgarinn- ar eða jafnvel utan við hana og allt að 10 til 15 kílómetrar á vinnustað fyrir þá sem lengst eiga. Atvinnurekendinn finnst því borga sig að kaupa matinn í umbúðum sem þess- um og gefa starfsmönnunum hann og spara um leið flutn- ing og stóran hluta vinnutím- ans, sem færi í að flytja'- mennina heim . — í sumar komst þessi þjónusta hjá okkur upp i 200 hádegisverði á dag, segir Stef- án. — Ég hef fyrir alllöngu reynt að fá fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum til að geta fengið matarbíl til að anna þessari þjónustu. Ég hafði af því spurnir að þetta tíðkaðist í Ameríku, en mér telst til að fullkominn bíll, búinn hita- tækjum og öðru er til þessa þyrfti, myndi ekki kosta inn- an við 700 þúsund krónur. Með þessum bíl mætti anna 1000 manns og maturinn úr bílnum yrði ódýrari en fram- reiddur í veitingahúsi, en dýr- ari en sú þjónusta sem við veitum nú, enda myndi verk- tökum þá sparast flutnings- kostnaður, því bæði þurfa þeir að sækja matinn og flytja ílát- in til okkar aftur og verða að hafa komið þeim til okkar fyr ir kl. 3 dag hvern. Þegar við fylgdumst með engjafötuflutningnum úr Múla kaffi nú fyrir skemmstu snar- aðist Ágúst Sigurðsson inn í eldhúsið og sótti mat fyrir 40 manns og yar það fyrir fyrir- tækið Verk hf. Það tók aðeins 3—4 mínútur að fylla ílátin og Ágúst stóð ekki lengur við en tók hann að halda á ílátun- um út í bílinn og flytja nokkr ar mjólkurhyrnur serii bornar eru fram með matnum. Guð- jón Einarssori, yfirihatsveinn, var sýnilega orðinn vanur þessari afgreiðslu og hafði samstilltan hóp sér við hlið. — ★ — Að síðustu spyrjum við Stefán nokkurra spurninga um hið unga fyrirtæki hans. — Múlakaffi hefur nú verið rekið í rúm 3 ár. Þetta þótti æfintýri þegar það byrjaði að ætla sér að reka matsölu á þessum stað. En þetta hefur þokazt áfram og nú borða 300—400 manns hjá okkur há- degisverð og um 100 manns á kvöldin. Svo stendur kaffisala og aðrar viðlíka veitingar yfir frá kl. 7.30 á morgnana til 11.30 á kvöldin. Við höfum að eins lokað fjóra daga á ári, jóladag, páskadag, hvítasunnu dag og föstudaginn langa. Ég væri því hlynntur að veitinga- menn tækju sig saman um að einhver staður hefði opið einnig þessa daga, því alltaf geta verið einhverjir, sem ekki fengju mat á heimili þessa daga sem aðra. — Og hvað er svo nýjast í vélakostinum? — Ég er búinn að festa kaup á nýrri uppþvottavél, sem verður hið mesta þarfaþing og sparar mér mikla vinnu. Hing að komin mun hún kosta yfir 100 þúsundir króna ,en hún getur lika þvegið upp 500 diska á stundarfjórðungi. Nýj- asta vélin, sem ég hef fengið hingað er kaffivélin, eða kaffi kannan. Ég dreg enga dul á það að þar til við fengum um. Síðan hitar vélin vatnið upp í 96 gráður og flytur það gegnum kaffið og allar þessar ristar á einni mínútu. Við þurfum aldrei að vera með gamalt eða seytt kaffi og það þarf ekki að laga meira en notað er. Það má laga allt nið- ur í 1 líter. En þessi kanna kostar 70 þúsund krónur, hvort sem menn trúa eða ekki. Hún hefur gerbreytt kaffi- neyzlunni hjá okkur og svo verður nýtingin á kaffinu miklu betri. Ég held að álitið á kaffinu okkar hafi alveg snúizt við með tilkomu henn- ar. — Þá erum við að fá tvö ný kerfi fyrir afgreiðslu á mjólk og vatni. Þetta eru mikilvægir hlutir, þegar hundruð manna afgreiða sig sjálfir, að þurfa ekki að vera að mjatla þessum vörum í þá í könnum. — Að síðustu get ég svo sagt þér frá þorramatnum, sem við hér í Múlakaffi get- um hælt okkur af að fer mjög vaxandi. Við höfum þá ný- breytni að afgreiða þorramat- inn í kössum og senda heim á heimili fólks. Þú getur hringt til okkar og fengið heim til þín þorramat fyrir þann fjölda manns sem þér sýnist, en afgreitt er fyrir hvern og einn í sérstakan kassa. Þessi matarskammtur kostaði í fyrra 95 kr. og þá voru í kassanum 14 tegundir af þorramat. Auk þess hafa verið haldnir þorrafagnaðir á laugardagskvöldum í húsinu hjá okkur og þar hefur þá verið hægt að hafa þorrablót með öllu, sem því heyrir til. — ★ — Með þessu ljúkum við sam- talinu við hinn unga og áhuga sama veitingamann. Hann hef ur brotið upp á vinsælum ný- mælum og við vonum að hin allsráðandi matvælayfirvöld hana vorum við orðlagðir fyr- ir vont kaffi, enda þurfti allt- af að laga hér mikið í einu. Þessi kaffikanna er ein sinnar tegundar hér á landi af þess- ari stærð. Aðrir hafa fengið sér minni könnur sömu gerð- ar. í könnunni eru tveir geym ar, hún er raunar með tvö kaffikerfi. Kaffið er sett í þar til gerðan hatt sem er ofan á könnunni og lokaður með 3 ristum mismunandi fíngerð- F.inn af sinrfsmönnum Byggingarsamvinmufélags Reykjavík ur, Friðjón að nafni, tekur við matarílátunum hjá Dýrfinnu Valðemarsdóttur. þessarar þjóðar geri honum kleift að sinna starfi sínu svo til fyrirmyndar megi verða. En til þess verða æðstu menn þjóðfélagsins, sem með þessi mál fara, að leggja af þeim sjálfbirgingshætti, sem þeir hafa óspart látið frá sér heyra á vettvangi alþjóðar, að lamba kjötið sé fullgott í kjaftinn á þeim sem kaupa vilja mat á íslandi. — vig. Matartækjasamstæðá, þar sem hvert tæki út af fyrir ság er á hjóium og hægt að skipta um í samstæðunni að vild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.