Morgunblaðið - 29.10.1965, Page 16

Morgunblaðið - 29.10.1965, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. október 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn GuSmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. VEGA TOLL URINN ¥^egar végalögin voru sam- þykkt á Alþingi 1963, hlutu þau stuðning þing- manna úr öllum flokkum. í þeim er heimild um álagn- ingu vegatolls til þess að standa undir kostnaði við gerð varanlegra vega í land- inu. Tveir þingmenn Reykja- neskjördæmis, Jón Skaftason, þingmaður Framsóknarflokks ins, og Geir Gunnarsson, þing maður kommúnista, fluttu á Alþingi árið 1960 frumvarp um Reykjanesbraut, og í greinargerð fyrir því frum- varpi bentu þeir á vegatoll,, sem tekjuöflunarleið til þess að standa straum af kostnaði við Reykjanesbraut. Þessar staðreyndir er rétt að hafa í huga í sambandi við umræðurnar um vegatollinn á Alþingi í fyrradag. Þingmenn allra fiokka samþykktu 1963 heimildina um vegatoll. Þing- menn Framsóknarflokksins og 'kommúnista bentu á vegatoll sem tekjuöflunarleið vegn'a Reykjanesbrautar fyrir að- eins fimm árum. Það er glöggt dæmi um starfsaðferðir Fram sóknarmanna og kommúnista, að nú, þegar vegatollurinn er kominn til framkvæmda, og mikil óánægja á Suðurnesjum vegna hans, skulu þinir sömu menn og studdu vegatoll 1960 og 1963, reyna að firra sjálfa sig hluta af þeirri ábyrgð, sem þeir bera á honum. Fyr- ir rúmlega viku flutti Jón Skaftason ræðu á fjölmenn- um fundi í Keflavík, þar sem hann lýsti því afdráttarlaust yfir í síðari ræðu sinni, að hann væri fylgjandi vegatolli á Reykjanesbraut. í umræð- um á Alþingi í fyrradag, reyndi sami maður að snúa við blaðinu og mótmælti vega tollinum .Þetta heitir á ís- lenzku máli, að bera kápuna á báðum öxlum, og hefur aldrei þótt sæmdarauki. Stjórnarandstæðingar, sem greiddu atkvæði með heimild um vegatoll 1963, og bera því ábyrgð á honum til jafns við aðra þingmenn, hafa reynt að gera vegatollsgreiðslur varn- arliðsins tortryggilegar, og nota þær sem árásarefni á ríkisstjórnina, en ljóst er, að í þeim efnum hafa þeir ekk- ert til síns máls. Af augljósum hagkvæmnisástæðum greiðir varnarliðið árlega ákveðið gjald milli 300 og 400 þús. kr. til Reykjanesbrautar, og gegn því gjaldi fær varnarliðið af- hénta vegatollsseðla, sem bif- reiðar þess afhenda við toll- skýlið hverju sínni. Að ári liðnu mun svo þetta vegatolls gjald varnarliðsins verða end- urskoðað í samræmi við um- ferð þess um veginn. Hér er því á engan hátt verið að mis- muna varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli og öðrum þeim, sem um Reykjanesbraut aka. Kjarni málsins í sambandi við Reykjanesbraut er einfald lega sá, að ef ekki hefði verið gengið út frá þessari tekjuöfl- unarleið í upphafi, hefði ekki verið hægt að ráðast í lagn- ingu Reykjanesbrautar. Og það er athyglisvert, að engin mótmæli komu fram gegn þessari fyrirhuguðu tekjuöfl- unarleið, fyrr en vegurinn hafði þegar verið lagður. — Hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr, verða þeir að gera sér grein fyrir, að íslend- ingar hafa ekki efni á að leggja vegi fyrir 260 til 270 millj. króna úr steinsteypu án þess, að þeir, sem um þá vegi aka, hjálpi til með að standa undir þeim kostnaði með greiðslu nokkurs gjalds, meðan verið er að greiða nið- ur þau lán, sem tekin hafa verið vegna þessarar vega- gerðar. En enginn vafi er á því, að þegar Suðurnesjamenn fara að nota Reykjanesbraut, munu þeir sannfærast um, að miklu hagkvæmara er fyrir þá að hafa fengið hinn nýja og glæsilega steinsteypta veg, jafnvel þótt þeir þurfi að greiða nokkurt gjald til þess að aka um hann, heldur en notast við malarveg af gömlu gerðinni. En vissulega er sérstök á- stæða til að veita athygli til- raunum manna eins og Jóns Skaftasonar og annarra slíkra til þess að snúa við blaðinu í sambandi við vegatollinn. Það er lítill sómi að því að hafa lýst stuðningi við vegatollinn á fundi í Keflavík fyrir rúm- lega viku, og standa svo upp á Alþingi í fyrradag og láta í það skína, að viðkomandi sé nú raunverulega andstæður honum. TAKMÖRKUN VERÐBÓLG- UNNAR 17'erðbólgan hefur verið erf- ’ itt vandamál viðureignar hér á landi í áratugi, og hefur engum ríkisstjórnum, sem hér hafa setið að völdum, tekizt að leysa það vandamál að nokkru ráði. Þó má vissulega segja með nokkru sanni, að á síðustu tveimur árum hafi grundvöll- urinn verið lagður að sam- eiginlegum aðgerðum ríkis- stjórnar, verkalýðsfélaga og atvinnurekenda til þess að hafa hemil á verðbólguvextin um. Þeir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið undanfarin HvernSg verður Efnahags-; bandalaginu bjargað? Couve de Murville, utan- ríkisráðherra Frakklands hélt ræðu í vikunni sem leið, þar sem hann gerði Efna- hagsbandalag Evrópu að umræðuefni sínu. Vart verð- ur annað sagt, en ríkisstjórn- ir annarra landa Efnahags- bandalagsins hafi orðið felmtri slegnar við þessa ræðu, því að þar krafðist utanríkisráðherrann þess, að vald yfirnefndar Efnahags- bandalagsins yrði skert veru- lega og að neitunarvald hinna einstöku þátttökuríkja í málefnum bandalagsins héldist áfram. Hvorttveggja er hinsvegar í fullkomnu ó- samræmi við það, sem Róm- arsamningurinn svonefndi gerir ráð fyrir ,en hann er einskonar stjórnarskrá Efna- hagsbandalagsins. Ræðu sína flutti Couve de Murville í franska þinginu, og þær ályktanir, sem helzt verða dregnar af henni eru þessar: Frakkland mun ekki ganga aftur að samningaborð inu, svo lengi sem hin 5 ríkin í bandalaginu lýsa því ekki yfir, að þau sætti sig við endurskoðun Rómarsamnings ins. Embættismenn Efnahags- bandalagsins í höfuðstöðvum þess í Brússel munu nú og almennt þeirrar skoðunar, að með þeirri stefnu, sem fram kom í ræðu franska utanrík- isráðherrans sé endir bund- inn á hugsanlega lausn á einu erfiðasta vandamáli Efnahagsbandalagsins, en það var að finna lausn á land búnaðarmálunum, sem öll ríki Efnahagsbandalagsins gætu sætt sig við. Hin nýju viðhorf, sem nú hafa skapazt, hafa hinsvegar i för með sér, að hin ríkin Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakk- lands. 5 innan Efnahagsbandalags- ins önnur en Frakkland, munu nú eiga auðveldara með að koma sér saman um sameiginlega stefnu í fram- tíðinni. Þá hefur sú uppá- stunga, sem að vísu hafði skotið upp kollinum áður, nú hlotið meira fylgi og orðið raunverulegri, þ.e. að halda Efnahagsbandalaginu áfram en án Frakklands. í Haag kom það viðhorf greinilega fram, að ræjða franska utanríkisráðherrans mundi mjög verða til þess að auka enn á deilur innan bandalagsins. Þá kom sú skoðun einnig fram þar, að De Gaulle hygðist ekki ein- ungis þvinga hin bandalgs- ríkin til þess að endurskoða Rómarsamninginn samkvæmt eigin óskum, heldur einnig þvinga þau til þess að ganga að áformum hans um endur- skipulagningu NATO. í Róm var haft eftir áreið- anlegum heimildum, að ítalska sendinefndin myndi á fundi Efnahagsbandalagsins, sem fyrir dyrum stóð í Bruss el, beita sér ákveðið gegn endurskoðun Rómarsamnings ins. Fyrstu viðbrögð stjórnar- innar \ Bonn voru að lýsa því yfir, að viðhorf hennar væru þegar kunn fyrir löngu, en þau væru að virða Róm- arsamninginn. Það virðist hinsvegar koma fram í af- stöðu Bonnstjórnarinnar, að þá fyrst sé þess von að lifni yfir viðræðum um framtíð Efnahagsbandalagsins milli ríkisstjórnanna 6, er forseta kosningarnar verða, afstaðnar í Frakklandi en þær eiga að fara fram hinn 5. des. n.k. ★ Síðastliðinn mánudag hófst svo í Brússel fundur ráð- herranefndar Efnahagsbanda lagsins og tóku Frakkar ekki þátt í honum, en þeir hafa ekki tekið þátt í störfum Efnahagsbandalagsins frá því 30. júní s.l. Á þessum fundi hafa „fimm ríkin“ þegar skorað á Frakkland að hefja þátttöku í störfum Efnahags- bandalagsins og hafa stungið upp á því, að fundur ráð- herranefndarinnar verði hald inn 28. til 29. nóv. n.k. Það fylgdi hinsvegar þessari frétt að óliklegt þætti að Frakk- land muni taka þessari’áskor un. Þá hafa ,,fimm ríkin" einn ig á þessum fundi náð sam- komulagi um sameiginlega stefnu í landbúnaðarmálum, en sökum þess að Frakk- land þarna undanskilið, er eins víst, að þetta samkomu- Framhald á bls. 14. tvö ár, hafa verið með allt öðrum hætti, en hingað til hefur tíðkazt, og sýna glögg- lega, að forustumenn verka- lýðshreyfingar og atvinnurek enda gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíl ir í sambandi við lausn verð- bólguvandamálsins. — Þessir kjarasamningar hefðu þó varla tekizt með þeim hætti, sem raun-varð á, ef ríkisstjórn in undir forustu Bjarna Bene- diktssonar hefði ekki lagt sitt lóð á vogarskálina, og jafn- framt skapað það pólitíska andrúmsloft í landinu, sem gerði þessa samninga mögu- lega. Það er óumdeilanleg staðreynd, að vísitala neyzlu- vöruverðlags, sem hækk- aði um 25,4% á árinu 1963, hækkaði ekki nema um 3,8% á samningstíma júní-sam- komulagsins. Og vissulega vænta menn þess, að þeir kjarasamningar, sem gerðir voru í sumar, leiði ekki til verulegra verðlagshækkana í landinu umfram þær, sem augljóst var fyrir, að mundu leiða af launahækkunum. Það eru því mikil öfugmæli, þegar því er haldið fram af stjórnarandstæðingum, að ekkert hafi verið gert til þess að hafa hemil á verðbólgunni. Þvert á móti hefur grundvöll- urinn verið lagður að tak- mörkun verðbólgunnar með samstarfi ríkisstjórnar, verka lýðshreyfingar og atvinnurek enda og þegar nokkuð áunn- izt. Hitt er svo annað mál, að Framsóknarmenn hafa eng- ann þátt átt að því, að það samstarf hefur tekizt, og þeir hafa beitt sínum áhrifum fyrst og fremst til þess að magna verðbólguna, en ekki til þess að draga úr henni. En svo ábyrgðarlausan leik for- dæmir allur almenningur í landinu. STJÓRNAR- MYNDUN ERHARDS 'tjórnarmyndun er lokið í Vestur-Þýzkalandi og gekk rfiðlega. Þrátt fyrir mikinn gur Erhards kanzlara í osningunum ,hefur hann átt erfiðri innanflokksbaráttu ið tvo áhrifamikla menn, !onrad Adenauer og Franz osep Strauss. Stjórnarmyndun Erhards irðist benda til þess, að Ad- enauer og Strauss hafi beðið lægri hlut .Þeir hafi ekki féng ið kröfum sínum framgengt. En þó er það skoðun margra, að Erhard standi veikari eftir þessa stjórnarmyndun en áð- ur, og margir spá því, að stjórn hans muni ekki sitja út þetta kjörtímabil. Það hefur verið óskemmti- legt að fylgjast með tilraun- um Adenauers, fyrrverandi kanzlara, til þess að grafa undan völdum og áliti eft'r- manns síns. Þetta hefur Aden auer dyggilega gert, og greini lega orðið töluvert ágengt. En óneitanlega er það frem ur leiðinlegt, þegar gam ir menn, sem hafa sett óafmáan- lega mark sitt á veraldarsög- una og sögu þjóðar sinnar, eins og Adenauer hefur gert, lifa sjálfa sig eins og raunm virðist vera um Konrad Ad- enauer nú. Skemmtilegra hefði verið fyrir Adenauer sjálfdn, að setjast á friðar- stól og lifa fjarri skarka a stjórnmálanna í ellinni. Hann hefur ekki valið þann kost- inri, en orðið hálfgert ur>n- reisnarafl í flokki sínum. Sú staðreynd hefur sett sérstæð- an blæ á vestur-þýzk stjórn- mál síðustu ár-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.