Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 29. október 1963 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Hann leit snöggt á bróður sinn. — Ég hélt ekki, að þið væruð neitt eitt fremur én ann- að — bara afskiptasamir um það, sem ykkur kæmi ekki við. Það stendur ekkert um lögreglu á bílnum ykkar, og hvernig átti ég þá að vita það? Honum gramdist þetta enn. Ég var á sama máli um þetta. — En ég vildi samt fá að vita, hvað þér áttuð við með því, að þér skylduð fá „hvern lögga- skratta í nágrenninu“ til að rífa kofann í tætlur. — Ég meinti ekkert með því. Ég var bara vondur. — Ég gæti líklega gefið skýr- ingu á þessu ,greip bróðir hans nú fram L Ég leit sem snöggvast fast á hann. — Gott og vel, hr. Bark- er, látum oss heyra yðar skýr- ingu. Ég býst nú ekki eitt and- artak við að trúa henni, en hún getur verið góð til að skrifa hjá sér. Röddin í honum varð eins og gaddavír. — Ég er nú ekki viss um, að það sé viðeigandi fyrir lögreglumann að tala þannig við löghlýðna borgara. — Ekki ef þér sannið mér fyrst, að þér séuð löghlýðinn borgari. En ég er að bíða eftir skýringunni yðar. □-------------------------□ 12 □-------------------------□ í>að skein engin blíða út úr augunum í honum, er hann starði á mig langa stund, en svo varð allt í einu hatrið að umburðarlyndi. — Síðast þegar bróðir minn kom heim — því að hann er einskonar sjómaður — þá var honum beinlínis rænt niðri við (VÖRUORVAL.)' ----------- ORVALSVÖRUR JOHNSON & KAABER HF. höfnina, þegar hann kom í land. ■ Honum var troðið inn í lokað- am bíl og ekið burt af einhverj- um mönnum, sem hann þekkti alls ekkert. Það gerði hann vondan — bálvondan .... ekki satt, Chuck? En þetta var bara leikur skal ég segja yður....... leikur, sem við lékum þegar við vorum litlir .. kúrekar og Indíánar.......eða hvað það nú er kallað. Tortryggnin í mér hlýtur að hafa verið engu miður áberandi en vartan fræga á nefinu á Cyr- ano de Bergerac, og hann flýtti sér að halda áfram: — Gott og vel, látið þér bara ógert að trúa mér, en satt er þetta nú samt. Ég held því fram, að ég viti hvar bróðir minn er, hvaða sér- stakan dag, sem þér viljið til nefna ... og ég hef sannað það, hvað eftir annað. En þetta er bara leikur, sem ég get ekki ætl azt til, að þér skiljið. Ég hallaði undir fatt og horfði á hann andartak, en sneri mér síðan að bróðurnum. — Þér heyrið betur frá okk- ur, hr. Barker. Við getum fund- ið yður eftir heimilisfanginu á skírteininu, er ekki svo? — Hann verður hjá okkur, tók listamaðurinn fram L Ég lét sem ég sæi hann ekki. — Hvar getum við náð í yður hr. Barker? — Ég verð hjá þeim, svaraði hann, önugur. — Vel klárað, Chuck! sagði ég. — Vel klárað! Ég vona, að þér hafið ekkert á móti því, að ég kalli yður Chuck? Ef þeir kærðu mig fyrir yfir- manni mínum, yrði ég að setja upp skilti sem einkaspæjari eft- ir hálfan mánuð. En það var engin hætta á, að þeir færu að kæra mig! Saunders skilaði honurn skír- teininu og bræðurnir gengu, snöggir í bragði, áleiðis að gulu hurðinni. — Hr. Barker! kallaði ég og átrti þá við hvorn þeirra ,sem vera vildi. — Ég gerði höfuð- bendingu á Jaguarinn. — Þér ætlið víst ekki að skilja hann þarna eftir, vona ég? Það væri leiðinlegt að þurfa að fara gang- andi alla leið til Paddington að sækja hann! Ég mundi kippa honum fyrir hornið í yðar spor- um. Ég hafði gaman af þessu og svo sátum við í bílnum og horfð u má þegar sjómaðurinn ók bílnum burt. — Þú náðir í númerið af trog- inu? sagði ég. — Það gæti ver- ið gaman að vita, hver á hann og kannski bæta einhverjum við þennan glaða hóp okkar. Fáum mínútum síðar kom Jordan Barker og gekk feimnis- lega í áttina til okkar. Ef hann var að reyna að sýnast kæru- laus, þá tókst honum það ekki betur en vel. Um leið og hann gekk framhjá okkur, sendi hann okkur píslarvættisbros. Svo hljóp hann upp tröppurnar, hras aði á þeirri neðstu, en hvarf að lokum inn í húsið. Saunders snuggaði. — Ekki er ég hrifinn af honum, þessum! —" Ég er nú enn ekki farinn að vera hrifinn af neinum, svar aði ég, — nema vera skyldi Al- bert HaU. Ég seildist eftir mynd Bark- ers í aftursætinu og skoðaði hana mér til ánægju. Saunders leit líka sem snöggvast á hana og lét þá skoðun í ljós, að hún væri „bara góð“. Ég var hálfleiður. — Það er leitt ef hann verður að hætta við þetta, sagði ég, — það eru ekki svo margir almennilegir listamenn orðnir eftir í landinu. — Jæja, hvað eigum við nú að gera? sagði ég eftir nokkra þögn. Hann leit á úrið sitt. — Hálf þrjú. Þú ættir að fá eitthvað að éta. — En þú sjálfur? — Ég sleppi því í dag. Hef enga lyst. Ég horfði enn á búsið? Ef ég hefði mátt missa vinstri hand legginn í mér, hefði ég gjarna vilja fórna honum fyrir að fá að vita, hvað var að gerast þar innan veggja. Eitt var ég sann- færður um: bróðurástin þarna var orðin eitthvað slitin, og ef mér ekki skjátlaðist því meira, var þarna skammasenna í gangi á .þessari stundu. Þegar Jordan Barker hafði hlaupið svona snögglega út úr bílnum var það bersýnilegt, að hann hafði átt von á að þurfa að gera upp við einhvern, og lítill vandi að geta sér til, hver þessi einhver var ,en bróðir hans hafði — heldur en að giga á hættu, að hann segði okkur ofmikið — blandað sér í málið áður en það var orðið um sein- an. Mér fannst því einsætt, að hvert sem misklíðarefni þeirra kynni að vera, þá væri það í einhverju sambandi við málið, sem ég hafði til meðferðar. Væri bróðirinn hvergi nærrL þá var Chuck Barker líklegur til að bogna og játa, ef við gengjum á hann ... til dæmis með því að toga í nokkrar negl- ur inni. í skrifstofunni minnL — Við skulum fara á stöð- ina, sagði ég ólundarlega .—■ Mér finnst einvhrenveginn við vera búnir að sitja hér nógu lengi. — En hvað um þennan klúbb? Ættum við að athuga hann úr því að við erum hér í nágrenn- inu? — Hann er sennilega stein- dauður á þéssum tíma dags. .. betra að fara þangað um mið- nættið, þegar allt er í fullum gangi. En við gætum vitanlega athugað hann að utan. Veiztu, hvar hann er? Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Skerjaí sunn- flugvallar Lynghagi Lindargata Vesturg. II Austurbrún Kjartansgata Hringb. frá 92 121 Tjéirnargata Suðurlandsbraut Skipholt II Oðinsgata Tómasarhagi Kirkjuteigur Skólavörðustígur Leifsgata Laugarásvegur llltrgíuatMaMlí SIMI 22-4-80 BIJTASALA BIJTASALA GOLST EPPABIJT AR Seldir með miklum atslæffi næsfu daga VEFARINN HF, Ármúla 7, jarðhæð, s'imi 36935

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.