Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 18. nóv. 1965 Stjóm Vetrarhjálparinnar. T.h. Kristján Þorvarðarson, Magnús Þorsteinsson framkvjstj., Garð. at Svavarsson form., og Þorkeil Þórðarson. Vetrarhjálpin hefur starfsemi sína Söfnun hefst 13. des. VETRARHJÁLPIN í Reykja- vík hefur nú hafið vetrarstarf sitt að nýju. Á fundi með frétta mönnum i gær skýrðu forráða- menn Vetrarhjálparinnar frá því, að þeir gerðu sér ljóst að tii þess að geta veitt öiiu því fólki, sem leita mun tii hennar nú fyrir jólin, einhverja aðstoð, yrði hún að njóta meira örlæt- is af hendi borgarbúa en nokkru sinni fyrr, því að nú væri mikil nauðsyn að hún yki aðstoð sína frá því sem verið hefði. Yrði nú hafður sami háttur á og áð- ur, að skátar heimsæktu heim- ili borgarinnar, en undanfarin ár hefði skátasöfnunin verið lang stærsti hluti Vetrarhjálpar- innar. Væri nú reiknað með að söfnunin hæfist 13. desember nk. Þeir gerðu einnig grein fyrir starfseminni á síðasta ári. Sögðu þeir, að það mætti segja að hún hefði verið starfrækt allt árið 1964, því að hún hefði auk þess að veita bágstöddum fjölskyld- um aðstoð fyrir jólin sem væri höfuðtilgangur hennar, þá hefði Herferð gegn hnngri: 613 þús. kr. um sl. helgi 613 þús. kr. um s.l. helbgi .. 555 FJÁRSÖFNUN Herferðar gegn hungri fór fram á eftirtöldum stöðum um síðustu helgi, — söfnunarfé talið í þúsundum, í- búafjöldi staðanna innan sviga: Þorlákshöfn (400 íb.) kr. 22 000. Fáskrúðsfjörður 650 íb.) kr. 80.000, Ólafsvík (900 íb.) kr. 38.000, Hveragerði (730 íb.) kr. 44.000, Dalvík (960 íb.) kr. 45. 000, Neskaupstaður (1500 íb.) kr. 150.000, Seyðisfjörður (800 íb.) kr. 89.000, Húsavík (1800 íb) kr. 90.000, Mosfellssveit (800 íb.) kr 55.000. Söfnun er yfirleitt ekki að fullu lokið á fyrrgreindum stöð- um. Bankar og sparisjóðir, þar sem annars staðar, halda áfram að taka við framlögum til mán- aðamótanna. hún einnig hjálpað nokkrum fjöl skyldum. sem orðið hefðu fyrir alvarlegu brunatjóni. Þeir kváðu Vetrarhjálpina hafa veitt 786 fjölskyldum og ein- staklignum einhverja hjálp fyr- ir síðustu jól — annaðhvort mat væli eða nýjan fatnað og all- margar fjölskyldur hefðu feng- ið hvort tveggja. Mætti fullyrða að yfir 3000 manns hefðu feng- ið einhvern jólaglaðning frá Vetrarhjálpinni. Matvöruávísun um hefði verið úthlutað til 564 Conception, Chiie, og Monte- video, Uruguay. 17. nóv. — AP — NTB. VINSTRISINNAÐIR stúdentar hræktu á Robert F. Kennedy, öidnngardeildarþingmanna, hróp uðu til hans ókvæðisorS, og köstuðu eggjum, grjóti og pen- ingum að honum, er hann heim- sótti háskólann í Chile í gær, þriðjudag. Höfðu vinstrisinnaðir stúdentar varað Kennedy við að heimsækja skólann. Stúdcntarnir hrópuðu „launmorðingi" og „snautaðu heim til þín“ að Kenn- edy og sungu þjóðsöngva Kúbu og Chile. — I gær hrækti 25 ára gamall maður í andlit Dean Rusk, utanrikisráðherra Banda- ríkjanna, er hann var að leggja blómsveig a ð minnismerki í Montevideo í Uruguay. Robert Kennedy varð að bíða í 20 mínútur áður en stúdentarn- ir í Chileháskóla þögnuðu, en talið er að meðal þeirra hafi verið um 100 stúdentar, sem hlynntir eru kommúnistum. Kennedy spurði, síðan hvort einhverjir stúdentanna vildu ganga fram og ræða málin við sig, en vinstrisinnnuðu stúdent- arnir æptu til hans, að hann skyldi sjálfur koma. Er Kennedy fjölskyldna og einstaklinga en þeim skipt niður eftir fjölskyldu stærð og ástæðum. Þá hefðu um 2000 borgarbúar notið góðs af fataúthlutun Vetrarhjáipar- innar. Alls hefði vetrarhjálpinni borizt á síðasta starfsári 148 nýjar hjálparbeiðnir. Að lokum skýrðu þeir frá því, að úthlutun Vetrarhjálpar- innar hefði á síðasta ári numið röskum 600 þúsund krónum, en þar af hefði matvælum ver'ð úthlutað fyrir 214 þús. krónur en nýjum fatnaði fyrir rúmlega 350 þús. krónur. Önnur úthlut- un 60 þús. krónur. hugðist ganga til þeirra, reyndu stúdentar þessir að sparka í hann, sumir þeirra hraektu á hann og en aðrir brendu banda- riska fána í öðrum enda leik- fimisalar háskólans, þar sem fundiur þessi var haldinn. Margir stúdentar reyndu að þagga niður í vinstrimönnum, og sumir hlupu fram í miðjan sal- inn og skoruðu á þá að slást. Kennedy yfirgaf þá salinn, umkringdur aðstoðarmönnum sínum og blaðamönnum, sem reyndu að vernda hann. Fyrir utan bygginguna kom hópur stúdenta til Kennedy’s og Ettheí, konu hans, og báðu þau afsökur,- ar „á þessu skammarlega fram- ferði.“ Þessi stúdentahópur tók sér síðan stöðu fyrir utan leikfimis- salinn, ög er kommiúnistar og vinstrimenn gengu út, sló í harð- an bardaga og var beitt grjóti og bareflum. Kristilegt mót Á fimmtudaginn kl. 14,30 hefet hér í Reykjavík kristilegt mót sem Biblíufélagið Varðturn- inn stendur að. Mótið verður haldið í félagsheimili Rafveit- unnar við Eilliðaár og lýkur á sunnudag. Þá kl. 15,00 verður fluttur opinber fyrirlestur er nefnist „Stjórn heimsins á herð- um friðarhöfðingjans" og verð- ur það fulltrúi Biblíufélagsins Varðturninn hér á landi, Laurits Renboe, sem mun flytja hann. Á þessu móti verður sama dag- skrá og á öllum þeim mótum, er Biblíufélagið Varðturninn hefir skipulagt víða um heim síðastliðið sumar og sem hafa verið nefnd ,,Orð sannleikans". Mótsfulltrúar eru væntanlegir frá Akureyri, Vestmannaeyjum, Keflavík og fleiri stöðum. Kaffi tería verður starfrækt á móts- staðnum alla dagana og gerðar hafa verið ráðstafanir, þanmg að hægt verði að framkvæma skírnarathöfn á laugardag. (Frá Móttökunefnd Votta Je- hóva). I GÆR var ágæt vetrar- Víðast var vægt frost en veðrátta hér á landí, hæglát þó sumstaðar hátt í 10 st. A- og NA-átt. Dálítil él voru frost í innsveitum nyrðra. á NA-landi og á Ströndum en Horfur eru á svipuðu veðri yfirleitt léttskýjað annars áfram. staðar. Hrækt á Robert Kennedy og Rusk Kommúnistar í hópi stúdenta í Chile efndu til uppþots Yfirlýsing frá hrepp- stjórum Kjósarsýslu VEONÁ skrifa þeirra, sem átt hafa sér stað í sambándi víð veit- ingu sýslumannsembættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetans í Hafnarfirtíi, vilj um við undirritaðir hreppstjórar ; í Kjósarsýslu taka það fram, að við höfum eigi mótmælt embættis veitingunni og berum fyllsta traust til dómsmálaráðhrrans, Jóhanns Hafsteins, svo og til hins nýskipaða sýslumanns, Einars Ingiinundarsonar. Ólafur Bjarnason, Brautarholti, hreppstjóri Kjalarneshrepps. Gísli Andrésson, N-Hálsi, hreppstjón Kjósarhrepps. Sigsteinn Pátsson, Bilkastöðum, hreppstjón Mosfellshrepps. Saniþykkur framánrituðu a 'ð' því leyti, að ég vefengi að engu leyti rétt dómsmálaráðherra til þessarar embættisveitingar og ber hið fyllsta traust til hins ný- skipaða sýslumanns, Einars Ingi- mundarsonar. i Guðniundur IUugason, Borg, hreppstjóri Seltjarnarneshrepps. (Sent öllum dagblöðunum). Kopavogur AHAUFUNDUR Sjálfstæðis- kvennafélagsins Eddu, Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 24. þ. m. ki. 20:30 i SjálfstæSis- húsinu ■ Kópavogi. 303 þúsund málum landað á Raufarhöfn R- ufarhöfn, 17. nóvember: UM 77.300 mál síldar hafa bor- izt hingað síðustu viku og hefur þá verið tekið á móti alls 303 þúsund málum hér á þessari ver- tíð. Bátarnir hafa kki komið hing- að með síid í tvo daga, en nú mun von á nokkrum bátum. Hér er nú þróarrými fyrir 10 þúsund mál, en verða 14 þúsund á morg- un, þar sem brædd eru 4 þúsund mál í verksmiðjunni á sólarhring. Segja má, að þessi síðasta hrota hafi fært líf í tuskurnar hér, flest ir voru að leggjast í vetrardval- ann eða þá að elta rjúpur upp um heiðar. Nokkrir smærri bátar róa héð an með línu og handfæri og hef- ur afli þeirra verið sæmilegur að undanförnu, aðallega þorsk- ur og ýsa. — Einar. Hreyfillinn bilaði ■ lendingu — segir fulltrúi Rolls Roys f FYRRADAG efndi Ftugmanna- félag íslands til fundar, og bauð þangað fulltrúa Rolls Royce verk smiðjanna, en hann var hér staddur vegna Canadair flugvél- arinnar, sem hlekktist á í lend- ingu á Keflavíkurflugvelli. Skv. upplýsingum frá formanni fé- lagsins, Guðlaugi Helgasyni, hef- ur Flugmannafélagið í hyggju að koma upp sinni eigin rannsóknar nefnd, sem gæti verið hjálpleg við athugun á öllum óhöppum, þó að Loftferðaeftirlitið hafi -að sjálfsögðu slíkar rannsóknir á hendi. Gæti þessi fundur verið visirinn. Sagði Guðlaugur, að Kert Norris, fulltrúi Itolls Royce hefði á fundinum skýrt frá því, að atlar líkur væru á að hreyfill nr. 3 hafi bilað í aðflugi eða lend- ingu, áður en flugvélin fór út af. Byggði hann það á því að far- þegar og flugfreyjur sáu reylc leggja frá hreyflinum í aðflugi, sem bendir til þess að hann hafi verið að bila og að fremsti hluti hreyfils er nær heill, en aftur- hlutinn mikið bráðnaður. En. Guðlaugur tók fram, að endan- lega verði ekki fullyrt fyrr en búið er að taka hreyfilinn allan í sundur, hvað það hefur verið sem gerðist. Zambia óskar efft- ir brezku herliði Lusaka, 17. nóv. — NT'B. KENNETH Kaunda, forseti Zamibiu (Norður-Ródesiu) ósk- aði eftir því í dag að Bretar sendu herlið til þess að gæta raf- orkuversins við Kariba-stífluna i Zambesi-fljótinu, sem skiptir Zambiu og Ródesíu. Kaunda sagði á blaðamanna- fundi að gripi Ródesía til aðgerða gegn Kariba-raforkuverinu, sem sér Zambíu fyrir nær öll-u raf- magni, sem landið notar, hefði FÉLACSHEIMIU í kvöl<± Opið hús Föstudag: Bridgekvöld heimdallar 1 ____. .. Zamíbía rétt til þess að biðja önnur lönd um aðstoð, ef Bretar vildu ekki veita umbeðn.a hern- aðaraðstoð. Kaunda upplýs,ti að Zambíu hefði þegar boriz,t til- boð um stuðning annarra rikja, en hann vildi ekiki skýra frá því. hvaða ríki þar væri um að ræða. Er Kaunda var spurður hvort hér væri um að ræða kommiún-. istaríki, svaraði hanin aðeins; „Það eru menn þar líka“. Enda þótt allt Kariba-raf_ onkuverið, en við það er stærsita stífla í heimi, sé sameign Ród- esíu og Zamibíu, eru rafsitöðv- arnar sjálfar Ródesíumegin. Er öflugur ródesískur hervörður við stöðvanar, og hermenn frá Zam- 'bíu hafa sézt Zambíumegin við stífluna. í London var sagt í dag að þang að hefði engin formleg beiðni borizt um að senda brezkt herlið til Kariiba-vensins. Er þv£ ekki Ijést hvont Kaunda forseti óskar efitir hernaðaraðstoð þessari þeg- ar í stað, eða hvort hann vill að hrezkt herlið grípi í taumuna e£ Ródesía hefiur einhverjax að- gerðir við raforkuverið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.