Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. nóv. 1965 tiafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði: Bæjarfógetaembæ ttið í Hafnarfirði AÐ UNDANFÖRNU hefur verið gerð hörð atlaga að dómsmála- ráðherra, Jóhanni Hafstein, fyrir veitingu hans á embætti bæjar- fógetans í Hafnarfirði og sýslu- manns í Gullbringu- og Kjósar- sýslu. öll forysta í árásum á dóms- málaráðherra út af embættisveit ingu þessari hefur verið í hönd- um tveggja mikilsvirtra lögfræð inga hér í bæ, þeirra Jóns Finns- sonar, dómarafulltrúa og Árna Gunnlaugssonar, hrl. Með hliðsjón af því mikils- verða lífsstarfi, sem báðir þessir menn hafa valið sér, að vera verðir laga og réttar í landinu, er meiri ástæða til þess að taka skrif þeirra alvarlegar heldur en ýmislegt annað, sem séð hefur dagsins ljós á síðum Þjóðviljans og Tímans að undanförnu. Það vill oft henda, að deilt er um embættaveitingar hér á landi og má segja að stundum er ástæða til. Þegar slík mál eru rædd, er nauðsynlegt að gera sér, hleypi- dómalaust, grein fyrir vissum grundvallaratriðum og hefð, sem skapazt hefur í þessum efnum. Almennt munu einstaklingar þannig gerðir, að þeir keppa eftir því að fá störf, sem skapa þeim sem bezt lífsskilyrði. Það er einn ig almennast, að fólk þurfi að vinna sig upp, þ.e. að sitja í lakari störfum á yngri árum, sýna dug sinn og starfshæfni í von um að geta síðan orðið hlut- gengt til veigameiri starfa og embætta. Með þetta í huga hafa margir ungir menn tekið við störfum út á landsbyggðinni eða almenn- um stöðum, þótt launalág væru, í þeirri von, að skapa sér síðar, með reynslu og starfshæfni, rétt til betri stöðu. I 5. gr. laga nr. 36/1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, er hverjum þeim, er stöðu ráðstafar, gert að skyldu að auglýsa hana í Lögbirtinga- blaði, venjulega með 4 vikna fyrirvara. Að loknum umsóknarfresti um stöðu þá, sem hér um ræðir, höfðu 3 þjónustumenn ríkisins lagt inn umsóknir sínar um stöð- una, þeir Björn Sveinbjörnsson, settur bæjarfógeti í Hafnarfirði; Einar Ingimundarson, bæjarfó- geti á Siglufirði og Jóhann Gunn ar ólafsson, bæjarfógeti á ísa- firði. Starfsaldur hvers þessara um- sækjanda í þjónustu ríkisins, skv. heimild í bókinni íslenzkir samtíðarmenn, er sem hér segir talið í aldursröð: 1. Jóhann Gunnar Clafsson, óslitið í 25 ár, þar af sýslu- maður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Isafirði í 22 ár. 2. Einar Ingimundarson, óslit- ið í 21 ár, þar af bæjar- fógeti á Siglufirði í rúmlega 13 ár. 3. Bjöm Sveinbjörnsson, óslit- ið í 20 ár, þar af settur sýslu maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði í 9 ár. Með hliðsjón af þeim grund- vallarreglum, sem gilt hafa um veitingu embætta get ég verið sammála þeim, sem því hafa hald ið fram, um það, að það sé eink- um þrennt, sem hafa ber í huga, þegar valið er á milli umsækj- enda, það er: hæfni, starfsreynsla og starfsaldur. Ég hygg, að enginn, sem til þekkir, efist um, að hver sem er, af ofangreindum umsækjendum, hefur þá hæfni og starfsreynslu, sem nauðsynleg er til þess að gegna þessu embætti, en ef iitið er til starfsaldursins, hefði mátt telja eðlilegt, að umsækjendur hefðu komið til greina við veit- ingu embættisins, í þeirri röð, sem þeir eru taldir upp eftir starfsaldri. Dómsmálaráðherra hefur þegar gert opinberlega grein fyrir skoð- un sinni á því, hversvegna hann ekki valdi þann af umsækjend- um, sem lengstan átti embættis- feril að baki. En að honum frágengnum átti Einar Ingimundarson næstan rétt. Það hefði engum komið á óvart þótt menn gæti greint á um mat ráðherrans á því að ganga fram hjá þeim, sem lengstan átti em- bættisferil að baki og deilur risið upp um það mat hans, á sama hátt og menn hefur greint á um þá ráðstöfun fyrrv. bæjarfógeta, Guðmundar I. Guðmundssonar, að ganga framhjá elzta starfandi fulltrúa við embættið, Kristni heitnum Ólafssyni, er hann gerði tillögu um, að Björn Sveinbjörns son yrði settur í embættið 1956. Þeir sem haft 'hafa forystuna nú í árásum sínum á dómsmála- ráðherra, hafa þó ekki kosið að deila á dómsmálaráðherra fyrir þetta mat hans, heldur hafa þeir vailið sér það hlutskipti að vega að honum fyrir það eitt að haifna þeim umsækjandanuim, sem skemimstan átti emlbæittisferil. f öllu því moldviðri sam- þykkta, mótmæla, opinna bréfa og ritgerða sem þyrlað hefir ver ið upp í máli þessu, hafa persónu legar tilfinningar manna til Bjöms Sveirnbjörnssonar verið þungamiðjan í málflutningi þeirra, en þau ópersónulegu grundvallarsjónarmið, sem ráða ættu við veitingu embættis ver- ið látin víkja. Þannig heldur einn greinar- höfundiur því fram í grein dags. 8 nóvemlber sl., „að siðferðilegur réttur Björns Sveiríbjörnssonar til embættisins hafi verið haf- inn yfir allan efa“, og annar lýs- ir því, sem skoðun sinni í opnu bréfi dags. 14. nóv., að Bjöm hefði ekki þurft að víkja fyrir Jóhanni Gunnari Ólafssyni. Þessi fullyrðing beggja er rök studd með þvi, að hin langa 9etn ing Björ-ns 1 emibætti hafi skap- að honum þennan rétt Sé það trú þeirra, sem því haida fram, að Bjöm sé eini emibættismaðurinn í landinu, sem bar þetta emlbætti með réttu, þá hlýtur það jafnframt að vera shoðun þeirra, að áetæðulaust hefði verið að auglýsa stöðuna til umsóknar, enda þá orðið skríp>a- leikur einn. í kappi sínu við að verja „hinn siðferðilega rétt“ ganga því þessir mætu menn fram hjá þeirri lagalegu skyldiu sem lögð er á herðar veitingarvaldinu, að auglýsa lausar stöður, til þess að gefa öðrum verðugum embæ<ttis inönnum kost á að koma til greina við veitingu þeirra. Hafsteinn Baldvinsson. Ég hefi aldrei fengið skilið þá skoðun þeirra manna, sem þvl hafa viljað halda fram, að ís- lenzk lög eða réttarvenjur geti brotið í bága við siðgæðishug- myndir atonennings. Á hinn bóginn getur verið um það að ræða, að lög vanti til þess að fullnægja þeim siðferðishug- myndum. Það mætti með sama rétti spyrja: Var hinn siðferðilegi réttur, annarra uimsækjenda en Björns Sveinbjörnssonar, til em- bættisins eitthvað vafasamur? Ég hygg, að það verði örðugt verkefni þeim mætu mönnum, sem nú standa fremstir í aðför- inni að dómsmálaráðherra, að fá almenning til þess að trúa því, að það sé sfðleysi, að veita em- bætti í samræmi við grundvall- arreglur íslenzks réttar, og að hinn siðferðilegi réttur sé í and- stöðu við þann rétt. Fleiri embættisveitingar hafa farið fram, sem snert hafa Hafn- fir'ðinga, þótt ekki hafi þá verið brugðizt við eins og nú er gert, og vil ég þar tilnefna héraðslækn isembættið í Hafnarfirði. Um það embætti sóttu m. a. Bjarni Snæbjörnsson, læknir, Framh. af bls. 19 Komið á daginn Lögreglan hefur nú tekið af skarið og stöðvað strætis- vagn — og talið hausana út úr honum. Thni var kaminn til þess að hafa afskipti af strætis- vögrvunum. Ég segi þetta ekki vegna þess að mór sé eitthvað I nöp við „strætó“, síður en svo. SVR gegnir mjög þýðingar miklu hlutverki í okkar borg og hefur fylgzt furðuvel með þróuninni og þensdu borgarinn- ar. En það hljóta að vera tak- mörk fyrir því hve mörgium má troða inn í einn og sama vagn- inn, iþótt stór sé. Þetta hefur nú komið á daginn. — Svarið hjá SVR ætti auðvitað að vera það að setja fleiri vagna í ferðim- ar út í fjölmennustu hverfin yf- ir háamnatímann. Það hefði auð vitað aukakostnað í för með sér — og ég skil mæta vel, að for- ráðamenn SVR séu stundxim hikandi við að bæita við auka- útgjöldum, því ekki eru öll dag blöðin hikandi við að ráðast á SVR og stjórnendur borgarinn- ar, þegar hækka verður far- miðagjaldið — sem óhjákvæmi lega hlýtur að íylgja í kjölfar annarra hækkana. „Kappaksturs- vagnar“ En SVR á ekki að svara með því að reyna að fjölga ferð um hvers vagns um sig. Þessir „kappaksturs-vagnar“ fara víst nógiu hratt um götur borgarinn- ar. Mér skilst að allir afsaki strætisvagnastjórana með því, að áætlunin hjá þeim sé of ströng. Ég held ,að lögreglan geri það líka — a.m.k. hef ég aldrei séð strætisvagn stöðvað- an fyrir of hraðan akstur, en margsinnis hef ég fylgt strætis vagni eftir til þess að mæla hraða hans — og sjálfur hef ég verið stöðvaðuir af lögreglunni á minni hraða en ég hef kom- izt á í iþeton hraðamælingum. í fáum orðum sagt: Ég er hræddur við strætisvagnana í umferðinni. Lögreglan ætti líka að kasta tölu á sálimar í Kópavogs- og Hafnarf j arðarvögnunum — og nýja ratsjáin hlýtur að sjá stætisvagnana, eins og önniur ökutæki. ÍC „Dæmalaust fallegt“ Og hér bemur annað bréf frá Erni Snorrasyni um raf- virkjana og þeirra launamáL Yfirskrift þessa bréfis er: ORÐSENDJNG TIL ÁRNA BRYNJ ÓLFSíSONAR, RAF- VLRiKJAMEISTARA. „Þér skriifið langa grein og ágæta í Mbl. á föstudaginn í tilefni greinarkorns, sem ný- lega kom hjá Velvakanda. Þér segið, að þar hafi verið „vikið harkalega að iðnaðarmönnum" — og seinna segir að ég hafi talið mig færan um „að ráð- ast á.“ Mér finnst, að ég hafi hvor- ugt gert. Ég var harðánægður með þetta allt. Ég lagði til að fleiri stéttir tækju upp sama hátt. Um þetta allt erum við vafalaust sammála. Þér viljið alls ekki heyra orðið „uppmæling". Ég notaði nú orð þetta af því að mér fannst það svo dæmalaust fall- egt. Finnst yður það ekiki líka? Þér segið í grein yðar, að ég hafi ekki kunnugleika á þess- um málum. Það er hárrétt. Ég hef bókstaflega ekkert vit á þeim. En af því að breytingar hafa nú verið gerðar á kaup- greiðslum, iþá datt mér í ein- feldni minni í hug, að e.t.v. yrðu breytingar þessar til hækfcunar, og þá nefndi ég hækkun frá 100-200 króna. Eig- inlega finnst mér ekkL á tím- um sem þessum, að ég gæti tekið minna upp í mig, en kannski hefði verið nær sanni, að ég hetfði í staðinn látið stökkið ná frá 100 kr. til 179,50. — Vinsamlegast, Örn Snorra- son.“ Læknar f fyrra bréfi Arnar minnt- ist hann á að læknar ættu að taka upp þessa títtnefndu upp- mælingu, en ég sagðist ekki vilja leggjast undir hnífinn hjá uppmælingarsfcurðlæfcni. Kunn ingi minn, löglfræðingiur, hringdi til mín daginn eftir — og benti mér á að verða mér úti um LögbirtingabLað nr. 61 — hvað ég gerði. Þar er bixt gjaldsfcrá Lækna- félags Islands — og má segja, að það sé eins konar uppmæl- ing. Satt að segja vildi ég efcki gera neitt af þeirra verkum fyr- ir þann pening, sem þeir taka. Til dæmis að telja hvítar blóð- fruimur fyrir 66 krónur. (Eng- in tímatakmörk eða önnur eru tilgreind — mjög óiðnaðar- mannslegt. Sennilega eiga lækn ar að telja þar tid þeir eru arðnir þreyttir, eða að ákveða sjálíir hvenær þeir hafa talið fyrir 66 krónur). Og það kostair 560 krónur að láta tafca úr sér „aðskotahkiiti“, sem eru „djúpt í holdi“. Annars kosta læfcnis- verkin allt frá 41 krónu upp i 940 krónur — og við, sem ekki þolum að sjá blóð mundum efcki gera neitt af þessu fyrir hetoningi hærri upphæðir —• nema þá helzt að gefa fjarvist- arvottorð, en það kositar 70 krónur. Það kostar sem sé lífca að skrópa. Að lofeum ítreka ég það (til þess að koma í veg íyrir mis- skilning) að það er efcki upp- mælingartaxti rafvirkja, sem ég var að segja frá. Þess vegna ætti enginn að óttast að raf- virkjarnir fari að krufcka I fólfc — og þá þarf ekki að ótt- ast (fyrr en e.t.v. þegar þeir koma með reikninginn). if Lesið fyrir blinda Vegna bréfs frá lesanda um lestrarhjálp fyrir blinda, sem birtist hér i dáikunum á óög- unium, hringdi Gísli Sigudbjörna son, forstj. Elli- og hjúkrunar. heimilisins Grundar og sagði mér, að undanfarin ár befðu námsmeyjar Kvennaskólans oft komið að Grund til þess að lesa fyrir blinda og sjóndapra. Rétt er að geta þessa, ekki vegna þess að hér sé fundin farmtíðariausn málsins, heldur vegna þess að sjálfsagt er jafn- an að geta þess, sem vel er gert. Kaupmenn - Kaupf élög Nú er rétti tíminn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræburnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.