Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. nóv.1965 MAÐURINN JOHN F. KENNEDY HÉR FER á eftir síSari hluti samtals þess, sem Kenneth Harris, blaðamaður brezka stórblaðsins „THE OBSERV- ER“ átti við Theodore Soren- sen nánasta samstarfsmann ^Cennedys fyrrum Bandaríkja- forseta, i 11 ár. í viðtali þessu dregur Sorensen upp mynd af persónuleika og skapgerðarein kennum forsetans, en Soren- sen lét fyrir skemmstu frá ser fara ævisögu forsetans, sem hann hefur ritað. Fyrri hluti viðtalsins virtist hér í blaðinu 14. nóvember sl. Harris: Hvaða áhrif hafði það á Kennedy, að hann var ríkur? Sorensen: Hann var fæddur til auðæfa og hann var óhrædd ur við að eyða peningum, en hánn hafði engan áhuga á að eignast meira af þeim. Hann leit á þá sem kvöð.' I>eir úti- lokuðu ekki, að hann gat um- gengist fólk, sem bjó við það hlutskipti, að eiga ekki nóg af þeim. >eir komu ekki inn sektartilfinningu hjá honum, Andartakshvíld á stjórnarskrifstofunni. Kennedy í hinum fræg a ruggustól sínum. Viðtal við Theotiore Sorensen, nánasta ráðgjafa Kennedys forseta eins og auðæfi gera h]á sumu fólki, þannig að sektartilfinn- ingin aftrar því frá því að nota fjármuni sína til þess að hjálpa öðrum. Þar sem hann þurfti aldrei að hugsa um pen inga, kom það að sjálfsógðu oft fyrir, að hann hafði enga peninga á sér. Ég varð' oft að borga fyrir hann og láta hann borga mér aftur siðar. Hann var ekki höfðingja- sleikja. Ég held, að það hafi aldrei hvarflað að neinum, að hann ætti slíkt til. Ég tel, að ef hann hefði orðið eingöngu að umgangast það fólk, sem auðæfi hans hefðu vel getað bundið hann við, þá hefði hon um leiðzt það. Sumt ríkt góðgerðafólk fer afvega í því að reyna að lifa þannig. Ég man eftir því, að einu sinni var hann mjög undr andi yfir því, að ég fór heim- leiðis í strætisvagni í stað þess að taka leigubíl. í langan tíma, yður að segja, álitu margir hér í landi, að hann væri eilít- ill pabbadrengur. Hann var aldrei pabbadreng ur að minnsta kosti ekki í þeim skilningi, sem ég skil það orð, þ.e.a.s. sá sem aldrei tekur alvarlega þau vandamál, sem lífið leggur okkur á herðar og gerír skemmtanir að aðaltak- marki sínu. Hann naut lífsins. Hann hafði gaman af því að skemmta sér á sama hátt og öll fjölskylda hans gerir. Hann hafði næga möguleika til þess á meðan hann var barh að skilja, hvað lífið getur verið skemmtilegt og hann sá nógu miklar þjáningar innan fjöl- skyldunnar til þess að skilja, að þjáningar eru nokkuð, sem fólk verður að komast yfir og sigrast á, ef það getur, en ekki bera með sér líkt og sárabindi. Um það leyti, sem hann komst á fertugsaldur, hafði hann orðið fyrir meiri þjáning um og harmi, en hann hafði nokkra löngun til þess að geyma í minni sér, og — ég á enn við þann tíma, sem hann var ókvæntur — ef hon- um var boðið í samkvæmi, þá hefði hann farið. Enginn vafi lék á því, að hann grunaði, að vegna adrealinsskorts gæti svo farið, að þeir dagar, sem hann nyti fullrar heilsu, yrðu senn taldir. Allt þetta gerði hann dálítið viðvaningslegan á yngri árum hans. Ég er ekki viss um, að hann hafi þá verið búinn að taka ákvörðun um, hvort hann ætti að leggja stjórnmál fyrir sig. Vegna þeirra takmarkana, sem heilsa hans setti honum annars vegar og hins vegar vegna þeirra áhugamála, sem auðæfi hans ásamt forvitni hans og ánægju af að kynnast fólki, gátu skapað honum, þá var til staðar mikil freisting fyrir hann að halda áfram að vera milljónamæringurinn og viðvaningurinn. Mér virtist sem svo seint sem 1953 hafi farið fram innri barátta í huga John Kennedy’s, barátta milli þess að vera áfram aðeins á- hugamaður og viðvaningur á sviði stjórnmála og þess að verða raunverulegur stjórn- málamaður, á milli þess að láta lokkast af hóglífi, eins og ég segi í bók minni og þess að verða lagasmiður. Mér er sagt, að hann hafi ekið eins og glanni að nóttu til? Hann ók hratt, þegar hann var að flýta sér. Einu sinni, þegar hann var nýorðinn öld- ungadeildarþingmaður, man ég eftir því, að hann var að aka út úr borginni og fór fram úr hámarkshraðanum. Lögreglan stöðvaði okkur og þá kom í ljós, að hann var hvorki með veskið sitt né ökuskírteini og gat ekki fundið skrásetningar skírteini bifreiðarinnar. Til allrar hamingju þekktu lög- reglumennirnir, hver hann var, annars hefði verið farið með okkur beint til næstu lög- reglustöðvar. Þessar ökuferðir til flug- vallarins. Ef hann var að flýta sér, var hann vanur að taka mig með til þess að ræða við mig um ýms mál á leiðinni allt fram til síðustu mínútu. Hann var einnig vanur að taka með sér aðstoðarmann ,,Muggsy“ O’Leary til þess að sjá um farangurinn, leggja bílnum og annað þess háttar. ,,Muggsy“ — eftirtektarsamur náungi — var ekki vanur að sitja í framsætinu hjá honum við þessi fremur óvenjulegu tækifæri. „Dauða sætið“ var hann vanur að kalla framsæt- ið. Nú, sjálfur kýs ég að lifa, en valdi ,,dauðasætið“ vegna þess að ég gerði mér ljóst, að ef ég sæti ekki þar heldur í aftursætinu, þá myndi Kenne- dy stöðugt vera að snúa sér við til þess að tala við mig, um leið og hann ók, sem með þeim hraða, sem Kennedy var vanur að aka á, gæti vel orð ið lífshættulegt. En hann lét fljótlega af slíku sem þessu. 1953 man ég eftir, að hann lagði bílnum sínum fyrir framan umferðarmerki í Washington, þar sem á stóð □- -□ Síðari hluti □---------------------------□ ,,Bannað að leggja bifreiðum". ,,Þetta er það, sem Hamlet á við með ósvífni embættis- manna“, sagði hann. Hann varð hins vegar miklu nærgætnari, er frá leið. Hvað yfirvöldin snertir, þá varð hann ekki aðeins á móti hverskonar misnotkun af hálfu þeirra, sem hátt eru settir, heldur einnig á móti allri af- skiptasemi, sem embættismenn kunna að gefa tilefni til, enda þótt þeira fari fullkomlega rétt að. Hann olli lögreglunni í New York eitt sinn miklum áhyggjum í nóvember 1963, þegar hann sendi burt lögreglu lið það, sem venjulega fylgdi honum leiðina frá flugvellin um til borgarinnar. Hann hafði komið á aðalumferðartíman- um og hélt að með því að æða í gegnum umferðina í fylgd lögreglumannanna, myndi hann tefja fyrir umferðinni og þar með öllum þeim, sem venju- lega halda heimleiðis á þessum tíma. En vegna þess að hann hafði ekki fylgd lögreglunn- ar með sér, tafðist hann illa sjálfur. Hverjir voru gallar hans? Mjög rikt fólk kann t.d. að hafa góðar hvatir og að vera örlátt í eðli sínu, en veit ein- faldlega ekki nægilega mikið um hvemig lifi annarra er háttað, til þess að koma nær- gætnislega fram við það ailt- af. Til dæmis þegar Kennedy varð undrandi yfir því, að þér skylduð fara heim með strætis- vagni. Hann var í raun og veru mjög elskulegur, enda þótt hann virtist stundum ónærgæt- inn. Hann var því vanur, að sér væri þjónað, vanur forrétt- indum og gerði sér það ekki alltaf ljóst að hann mætti það. Hann bað mig oft um að út- vega sér skjal varðandi eitt- hvert málefni sama sólarhring en tók það síðan sem sjálf- sagðan hlut, ef mér tókst það. Þetta olli mér ekki miklum á- hyggjum, vegna þess að það var mitt starf og hann hafði rétt til þess og mér var mjög vel kunnugt um, að hann hlífði sjálfum sér aldrei. Annar ókostur hans var, að hann var raunverulega vaxinn upp úr því að vera forseti, áður en hann- varð það. Þegar ég fyrst fór að vinna fyrir hann — árið 1953, á sama tíma og ég skynjaði eins og ég sagði yður, að fram færi með honum innri barátta á milli þess að verða aðeins áhugamað ur á sviði stjórnmála eða virki legur stjómmálamaður — þá held ég, að hann hafi meira hugsað um sigurinn í stjóm- málum en um hugsjónir. Ég held, að þessi áherzla á það að sigra hafi að nokkru leyti átt rót sína að rekja til eðlilegrar árásargirni, þeirrar löngunar sem sérhver af Kennedyættinni hefur til þess að að standa sig og einnig til þess að geta sýnt, að hann hefði eitthvað annað en pen- inga að leggja til stjómmála. Hvað sem öðru leið, þá breytt- ist þetta. Ég man eftir atviki, er við vorum í Vestur-Virginíu á meðan á kosningaleiðangrin- um 1960 stóð. Það var mikið um atvinnuleysi þar á meðal námuverkamanna. Ég lét hann fá nokkrar tölur um þá, áður en við fórum til þeirra. Hann var auðsýnilega áhyggjufull- ur vegna talnanna, en var þó alveg rólegur. En síðan fór hann út úr bílnum og fór inn í braggann, þar sem einn þess ara atvinnulausu námumanna bjó. Þegar hann kom til baka, og steig inn í bílinn, var hann mjög alvarlegur. Hann sagði ekkert, en hristi aðeins höfuð- ið. Ég fann miklu meira af þessu tagi í fari hans á síðari árum, sem ég starfaði með honum en hinum fyrri. Hann hafði í raun réttri mjög djúp- ar tilfinningar og framar öðru hugsaði hann um hið mann- lega í einstaklingnum. Hvers vegna fór hann að taka þátt í stjórnmálum í fyrsta lagi? Ég held, að ástæður hans til þess hafi verið mismunandi. Einhvers staðar sá ég það í tímariti, að haíin hefði gert það til þess að sýna föður sín- um, að hann gæti eitthvað eða til þess að skara fram úr bróð ur sínum, sem dó — eða halda við gamalli fjölskylduvenju eða — hvað um þetta? — til þess að hefna fyrir íra. Hann bara hló og gerði gys að þessu. Staðreyndin er sú, að þcgar hann var á þeim aldri, sem menn fara að hugsa um hvað þeir ætli sér að verða, var Jue, eldri bróðir hans búinn að leggja undir sig stjórnmála- sviðið, en svo vill til, að hann var á yfirborðinu miklu líkari því, sem fólk heldur um Massa chusetts stjórnmálamann, kraftalegur, opinskár og litrík ur. A þessum tíma sagði hann mér, að hann væri að hugsa um að verða annaðhvort lög- fræðingur, sagnfræðiprófessor eða ganga í utanríkisþjónust- una. Hann gegndi um tíma á- kveðnu starfi við Stanford Business School, en varð fljótt leiður á því. En þegar Joe eldri bróðir hans dó, breyttist allt. Ég hefði aldrei farið út i stjórnmál, ef Joe hefði lifað, sagði hann. En Joe er dáinn, svo að það varð mögulegt fyrir hann að fara að taka þátt i stjórnmálunum í Massachus- etts. „Alveg eins og að ég fór út í stjórnmálin, er Joe dó “ sagði hann einu sinni, ,,myndi Bobby bróðir minn, ef eitt- hvað kæmi fyrir mig einhvern daginn, koma í minn stað og gefa kost á sér til þess em- bættis, sem ég hef“. Eg veit, að það er erfitt að tala um bandarísk stjórnmál og nota hugtök in ,,íhaldssamur“ (Conser- vative), vinstri sinnaður ' (Labour) eða frjálslyndur, Liberal), en gætuð þér gefið mér nokkra hug- mynd um, hvernig skoð- unum hans var háttað? Hann lagði alltaf áherzlu á það, að hann væri hagsýnn frjálshyggjumaður; hinn frjálsi maður með frjálsar skoðanir. Hann áleit sig ekkert hafa að sækja til þeirra frjáls- lyndra manna, sem eru það af hugmyndafræðilegum orsök- um og sem hann kallaði ,,at- vinnufrjálslynda“, sem, enda þótt þeir séu vinstra megin í stjórnmálum, geta verið bundn ir af fræðikenningum og ein- skorðaðir í skoðunum og éta upp skoðanir leiðtoga sinna án tillits til staðreynda lífsins. En hann áleit sig engu að síð ur vera frjálslyndan. Ég man eftir því, að í bréfi, sem hann skrifaði mér 1959, sagði hann: Orðið íhaldsmaður gefur margt til kynna sem ég hef enga löngun til að vera kenndur við . . . Ég þekki of marga íhaldsmenn í stjórnmálum, sem ég á ekkert sameiginlegt með. Við höfum minnzt aðeins á galla hans. Þegar þér lít ið til baka og hugsið um hann, hvað mynduð þér álíta, að hefði verið mesti styrkur hans? Sem einstaklings eða sem íorseta? Hvorttveggja. Það er auðvitað ekki ha:gt Framhad á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.