Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. nóv. 1965 MORGUNBLAÐID 3 ERLENDIS frá berast þær fregnir, að Vetur konungur sé skollinn á í allflestum löndum Norur-Evrópu, og hafi víða snjóað mikið. Þar hafa menn nú axlað skíðin sín og eru byrjaðir að renna sér niður brekkurnar. Þess vegna er þess að vænta, að íbúar þess- ara landa verði undrandi, þegar þeir frétta, að það land sem kuldalegast nafn ber af öllum löndum veraldar, skuli nær algjörlega hafa sloppið við heimsókn vetrar konungs. Hér hefur hann aðeins drepið niður litla fingri og valdið nokkrum frostum undanfarið og aðeins haft það í för með sér, að is hefur lagt á Tjörn- inni. í mörg herrans ár hefur það jafnan verið fastur fylgi- fiskur íssins á Tjörninni, að mikill fjöldi barna og ungl- Sveinn Þormóðsson ljósmyndari var tvímælalaust maður dagsins þama við Tjormna, þvi að allir vildu láta hann mynda sig. Loks lét hann undan þeim og safnaði þeim saman í einn hóp, en litlu munaði að ísinn gæfi undan þunga barnanna, áður en þau gætu forðað sér. A HÁLUIVIÍS Þetta eru þær stöllurnar, Kristín Sigurðardóttir, Angelika Pétursdóttir og Kristín Gústafsdóttir, en þær telja skauta- íþróttina skemmtilegasla allra íþrótta. inga hafa þyrpzt þangað til þéss að renna sér á skautum. Þó héfur skautaíþróttin aldrei átt hér miklu fylgi að fagna sem keppnisíþrótt — að vísu var nokkrum sinnum keppt í henni hér fyrir nokkrum ár- um, en núna síðari árin hefur það algjörlega lagzt niðuA Aftur á móti væri það vel íhugandi fyrir íþróttafélög að taka þessa íþróttagrein aftur á dagskrá, því að hinn mikli fjöldi barna og unglinga sem fjölmennir niður á Tjörn, hvenær sem tækifæri gefst, sýnir ljóslega að skautaíþrótt- in á ennþá miklum vinsæld- um að fagna hér, enda leit á hollari íþrótt. Þegar sólin skein sem hæst á heiðum himni þar sem stjörnuhröp urðu 15 sinnum á klukkustund, gengum við nið ur á Tjörn í gær til þess að fylgjast með því er þar færi fram. Á bakkanum bak við Iðnó stóð stór lögregluþjónn í fullum herklœðum og horfði vökulum augum út á ísinn, þar sem hundruð barna renndu sér á skautum eða stígvélum. Við snerum okkur að lögregluþjóninum og spurð um: — Haldið þið vörð héna í dag? — Já, já, ekki veitir af, svaraði hann. ísinn er hvergi nærri nógu traustur ennþá. Þið sjáið, að hérna við bakk- ann er hann ekki frosinn enn, og börnin virðast hafa mjög gaman að því að sulla hér í vökunum. Þarna rétt hjá okkur var hópur barna önnum kafinn við að reima á sig skauta og það mátti greinilega lesa til hlökkunina af svip þeirra. — Djöfilli verður gaman að fara aftur á skauta, sagði einn strákhnokkinn hressilega. — Það er bara verst að skaut- arnir eru orðnir of litlir. Nú rak hann augun í ljós- myndarann, hnippti þá í fé- laga sinn, hýreygur mjög og sagði: — Ha, ha, ha. Ég er viss um að ísinn tarotnar und- an þessum. Litlu síðar sáum við hvar þeir félagar stigu út á ísinn og renndu sér hreyknir burt frá bakkanum. Við stóðum enn nokkra stund á bakkanum hjá lög- regluþjóninum og virtum fyrir okkur börnin á skautun um. Við sáum, að nokkrir krakkar höfðu bundið saman treflana sína og renndu sér síðan í halarófu — með mis- jöfnum árangri þó, því að við og við varð nokkrum fóta- skortur og féllu á ísinn. Sá, sem teymdi lestina, fékk þá óspart orð í eyra. — Þú mátt ekki fara alltaf þessa eintómu hringi. Það er ómögulegt að fóta sig svona, kölluðu hin föllnu til hans og það var ekki laust við að grenjju gætti í röddinnL En leiðtoginn lét skammirn ar ekkert á sig fá, heldur hrópaði á móti: — Hvað er þetta, krakkar mínir, hafið þið aldrei verið í „rússibana“ áður. Svo hélt leikurinn áfram og við sáum seinast til þeirra, þar sem þau fóru hvern hring inn á eftir öðrum kringum Tjarnanhólmann. Við héldum áfram göngu okkar um ísilagða tjörnina og fyrr en varði renndu þrjár hnátur upp að okkur og stað- næmdust fyrir framan okkur. Þetta voru þær Kristín Sig- urðardóttir, Angelíka Péturs- dóttir og Kristín, allar saman í 12 ára A Melaskólanum. Þær voru komnar til þess að foxvitnast um hvað við vær- um að gexa. Hópur barna hafðl bundið saman treflana sina og rendu sér í halarófu um alla Tjörnina. Við leiddum spurninguna hjá okkur en spurðum þær í þess stað, hve lengi þær hefðu kunnað á skautum. Þær sögð- ust hafa lært á skauta, þegar þær voru níu ára, og áð þeim þætti skautaíþróttin skemmti- legust allra íþrótta sem þær hefðu stundað. Fleira kváðust þær ekki hafa að segja okkur og renndu sér í burt frá okkur, en við héldum aftur til lands meðan ísinn brakaði ógnvænlega undan fótum okk ar. J STAKSTHIVAR Ródesía Atburðimir í Ródesíu hafa vak ið mikla athygli og umtal viða um heim, og erlend blöð mikið skrifað um hina einhliða sjálf- stæðisyfirlýsingu stjómar Ian Smith. Bandariska stórblaðið New York Herald Tribune ræðir þetta mál í forustugrein fyrir nokkrum dögum og segir þar: „Þegar Ian Smith, forsætisráð- herra, rauf tengslin við Bretland, líkti hann sjálfum sér við George Washington. Og sjálfstæðisyfir- lýsingu Ródesíu likti hann við sjálfstæðisyfirlýsingu Bandarikj- anna á sánum tíma“. Þessi líking er móðgun, bæði við minningu Washingtons og við sögulega bandaríska heimild. Bandaríkjamenn rufu tengslin við brezku krúmina til þess að setja á stofn þjóð frjálsra manna. Smith og hans menn hafa gert uppreisn til þess að koma í veg fyrir að Ródesía yrði frjáls og til þess að viðhalda stjóm fámenns hvits minnihluta gagnvart hinum svarta meirihluta. Með því að vísa á bug kröfum Wilsons, forsætisráðherra um að Ródesía yrði að skuldbinda sig til hægfara þróunar í átt meirihluta- stjómar, ef landið ætti að fá sjálfstæði, hafa Smith og menn hans ekki aðeins rofið tengslin við Bretland, heldur og einnig við mikinn hluta hins siðmennt- aða heims. Það sem hér er um að ræða, er ekki aðeins Ródesia sjálf, heldur það grundvallar- atriði, að hvítir menn geta ekki um allan aldur neitað íbúum Afríku um sjálfstjóm. Þetta er grundvallaratriöið, sem yfir- gnæfandi meirihluti aðildarrikja Sameinuðu þjóðanna hefur þegar sýnt í verki, að þau vilja halda á lofti“. Hvert er' vandamálið? Vandamálið er það, hvernlg breyta eigi yfirlýsingunni frá Sailsbury án blóðsúthellinga og með eins litlum fjárhagslegum og efnahagslegum erfiðleikum og hægt er að komast af með. Refsi- aðferðir Bretlands, sem studdar era af Randaríkjunum og öðrum þjóðum, geta varla borið ávöxt þegar í stað. Ródesía kann að fá stuðnáng frá Suður-Afríku og frá lendum Portúgala, Angólu og Mosambique Ródesía getur einnig gripið til gagnráðstafana með því að stöðva flutning á kopar frá Zambíu, sem er hinum vestræna heimi mikilvægt. Aðrii taka völdin Þessi barátta kann vel að verða löng. Um síðir munu efna- hagslegar aðgerðir hafa sin áhrif. Það bezta sem hægt er að búast við er, að hinir skynsamari i hópi hvítra manna muni að lok- um ná undirtökunum og komast að skynsamlegu samkomulagi, sem Bretland hefur boðið, og sem Smitli hefur algerlega hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.