Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. nóv. 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
HEILBRIGÐ GAGN-
RÝNI EÐA
ÆSINGASKRIF?
Iumræðunum um veitingu | Björn hefði haft pólitískar
embættis sýslumánnsins í skoðanir Einars, en Einar
Gullbringu- og Kjósarsýslu
og bæjarfógeta í Hafnarfirði,
hefur kennt ýmissa grasa.
Týnd hafa verið til rök með
og móti þeirri veitingu og
- dómsmálaráðherra, Jóhann
Hafstein, hefur gert grein
fyrir sjónarmiðum sínum op-
inberlega. Slíkar umræður
eru heilbrigðar og eðlilegar í
lýðræðisþ j óðf élagi.
En þetta er því miður ekki
nema önnur hlið málsins.
Jafnframt hefur verið haldið
uppi mjög ógeðfelldum sví-
virðingarskrifum og skipu-
lagðar hafa verið aðgerðir,
sem eru þeim til lítils sóma,
sem að þeim hafa staðið.
Um það verður ekki deilt,
að stöðuveitingar hér á landi
hafa um langt skeið verið
meira og minna pólitískar, og
er alkunna að á þeirri venju
ber Framsóknarflokkurinn
fyrst og fremst ábyrgð. Að
vísu er þetta ekki eins dæmi
hér á landi, sumsstaðar er
þetta viðurkennt og viðtekin
venja, og jafnvel skipt um
fjölda embættismanna er
stjórnarskipti verða, eins og
t.d. í Bandaríkjunum. En hér
á landi hefur almenningsálit-
ið í stöðugt ríkara mæli snúizt
á þá sveif, að ekki mætti hafa
hliðsjón af stjórnmálaskoðun-
um umsækjenda við stöðu-
veitingar og er það vel.
Jóhann Hafstein, dómsmála
ráðherra, mun vera eini ráð-
herrann hérlendis fyrr og síð-
ar, sem af hörðustu andstæð-
ingum hefur verið hælt fyrir
það, að brjóta blað í þessu
efni og skipa í embætti án
þess að láta stjórnmálaskoð-
anir hafa áhrif á sig. Engu að
síður er nú að honum ráðizt
og því haldið fram, að hann
hafi misbeitt valdi sínu í póli-
tískum tilgangi. Vissulega
ber almenningi að veita það
aðhald, sem nauðsynlegt er
til að ráðamenn misbeiti ekki
valdi sínu, en ekki má þó
þessi „hugsjón“ leiða til
þeirra öfga, að menn ímyndi
sér að pólitísk sjónarmið ráði,
. hvenær sem einhver ráðherra
skipar pólitískan samherja.
Slíkt er auðvitað fráleitt.
Að því er æsingaskrif Tím-
ans varðar, þá væri t.d. fróð-
legt að sjá framan í þann
mann, sem í alvöru héldi því
fram, að Tíminn mundi hafa
gagnrýnt veitingu til Einars
Ingimundarsonar í stað
Björns Sveinbjörnssonar, ef
skoðanir Björns. Engum heil-
vita manni dettur í hug að
Tíminn hefði þá haft neitt við
veitinguna að athuga, enda
leggur það blað pólitískt mat
á alla hluti sem kunnugt er.
Um þessa embættisveitingu,
eins og raunar flestar aðrar,
má deila. En það er embættis-
skylda ráðherra að veita stöð-
ur sem þessa, og hann verður
að meta allar aðstæður. Eins
og áður segir hefur Jóhanni
Hafstein, dómsmálaráðherra,
tekizt að haga stöðuveitingum
þannig, að jafnvel andstæð-
ingar hans hafa borið á hann
mikið lof. Árásir á hann fyr-
ir misbeitingu pólitísks valds
eru því gjörsamlega úr lausu
lofti gripnar og ósæmandi
með öllu. Þess vegna mun
almenningsálitið líka kveða
niður róginn á hendur hon-
um, enda á Einar Ingimund-
arson eftir að sanna það með
störfum sínum, að hann er
vel til þess fallinn að gegna
þessu mikilvæga embætti, og
munu aðrir ekki sinna sín-
um störfum betur en hann.
ATHYGLISVERÐ
BRÉFASKIPTI
Dréfaskipti kommúnista-
stjórnanna í Moskvu og
Peking sem nú hafa verið gerð
opinber eru hin athyglisverð-
ustu. Bera þau greinilega með
sér að soðið hefur upp úr í
samskiptum þessara tveggja
forysturíkja heimskommún-
ismans. Pekingstjórnin hefur
nú beinlínis borið það á Sovét
stjórnina að hún gangi erinda
Bandaríkjanna í Vietnam!
Þetta er svo þung ásökun,
að greinilegt er að deilurnar
milli kínverskra og rúss-
neskra kommúnista eru komn
ar á hærra stig en nokkru
sinni fyrr. Rússnesku komm-
únistarnir virðast nú hafa
gert sér það ljóst að þeir eiga
engra annarra kosta völ en að
taka upp hina „hörðu línu“
Krúsjeffs gagnvart Peking-
stjórninni.
Nú síðast hafa kínverskir
kommúnistar sakað leiðtoga
Sovétríkjanna um að útbreiða
lýgi og óhróður um kín-
verska kommúnistaflokkinn.
Segir um þetta á þessa leið
í bréfinu frá Peking:
„Þið talið fjálgir um sam-
einaðar aðgerðir. Hverju sæt-
ir það þá, að þið skuluð í sí-
fellu dreifa and-kínverskum
áróðri og útbreiða óhroður
Hvalirnir, sem flæktust upp í Thamesána, voru margir
hverjir stórir. Hér sér á hvalavöðuna synda í ánni.
Hvalveiðar í Thames
ánni voru stöðvaðar
— er á dacjTrin kom að görmil
lög eigna drottningu hvalina
FYRIR nokkru varð óveður
á Norðursjó þess valdandi að
um 30 hvali rak undan veðri
inn í ósa Thames-árinnar, og
í miðjum klíðum kemur lög-
gæzlumaður hennar hátignar
með áttræð lög uppá vasann.
Enginn hafði munað eftir
þessum lögum, en veiðarnar
voru stöðvaðar.
héldu þeir síðan áfram ferð
sinni töluverðan spöl upp
ána. Vakti þetta mikla at-
hygli í Bretlandi, og þó sér-
staklega í Eondon.
Maður að. nafni Billy
Smart, sem er forstjóri eins
frægasta fjölleikahúss Bret-
lands, sá sér strax leik á
borði. Hér var tækifærið til
þess að ná í hvalhjón fyrir
fjölleikahúsið. Smart réði
atvinnukafara og hvalveiði-
mann að nafni John Sadler
til þess að fanga hvalina.
En þetta reyndist erfiðara
verk, en talið hafði verið. í
þrjá daga voru hvalirnir eltir
um fljótið án árangurs. Loks
tókst þó að þrengja svo að
nokkrum þeirra, að hægt var
að hefjast handa um að ná
þeim. En rétt í þeim svifum
að böndum hafði verið kom-
ið á einn hvalanna, birtist
einn af löggæzlumönnum
Hennar hátignar, Englands-
drottningar, með 80 ára gömul
lög uppá vasann, þar sem
skýrt er fram tekið að „öll
dýr, lifandi eða dauð, sem
finnast í Thamesánni, til-
heyra drottningu Englands".
Nú nagar Billy Smart sig í
handarbökin yfir því að hafa
ekki vitað um þessi lög, því
þessi umfangsmikla hvalveiði
kostaði hann um 130 þús. ísl.
krónur. Jafnframt er hann
furðu lostinn yfir því, hvað
enska * konungsfjölskyldan
vill með þessa hvali hafa.
I
;
um Kína, og hreinar lygar
meðal bræðralagsflokkanna
og í alþjóðlegum lýðræðisleg-
um samtökum, og án afláts
standa í leynilegu stjórnmála
makki við ýms kapítalistísk
lönd, sem miðað er gegn
Kína?“
Þessu bréfi kínversku
kommúnistanna lýkur með
yfirlýsingu um það, að þeir
muni ekki treysta félögunum
í Moskvu.
Þessar beizku ásakanir og
háværu deilur milli kín-
verskra og rússneskra komm-
únista eru nú blákaldar stað-
reyndir, sem óhjákvæmilega
hljóta að hafa stórpólitískar
afleiðingar, og áhrif á gang
alþjóðamála á næstunni.