Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 18. nðv. 1965 MORGUNBLAÐID 17 Halla Haraldsdóttir við eitt málverk sitt, sem nefnist „S ildarvinna". Málverkasýning hús- móður á Siglufirði f GÆR og í dag var „Mosaik" myndasýning í húsakynnum Æskulýðsheimilis Siglufjarð- ar. Sýndar voru 26 myndir eftir frú Höllu Haraldsdóttur, húsfrú, Siglufirði. Myndir þessar eru mjög sér- kennilegar, vel gerðar og skemmtilegar. Listakonan sagði mér að hún hefði einna mestan á- huga á að gera myndir úr at- vinnulífinu, og þá auðvitað síldarvinnu, enda ber mikið á „síld“ á sýningunni. Hún segist fyrst byrja á því að rissa grunnlínur myndanna á kartonpappír, síðan málar hún með sterkum vatnslit- um á venjulegan brúnan lím- pappír, sem hún síðan rifur í smáagnir, eftir því sem við á. Og útkoman er að mínu viti úndursamleg og fögur listaverk. „Indversk stúlka“ Það er erfitt að segja hvaða mynd er fallegust, því allar eru fallegar og jafnvel gerð- ar, en einna mestan „aðdrátt- arkraft“ fannst mér mynd, er listakonan kallar „Indversk stúlka“, svo og „Móðir og barn“ hafa. Aðspurð kvaðst listakonan hafa stundað nám í Handíða- skólanum á árunum 1951 og 1952, en þó kvaðst hún mest hafa lært á gagnrýni og leið- sögn listakonunnar Barböru Árnason, en Barbara hafi ver- ið sér mjög hjálpleg, og þakk- aði hún henni það sem komið væri. Frú Halla Haraldsdóttir er ung kona, ffedd á Siglufirði, og gift hinum kunna skíða- kappa Hjálmari Stefánssyni, skrifstofustjóra, og eiga þau þrjá sonu, 2ja — 6 og 10 ára gamla. Umtöluð sýning er sölusýn ing, og hafa margar myndir þegar selzt. Þetta mun vera önnur sýn- ing á myndum eftir Höllu, en sýndar voru myndir eftir hana á „Cafe Scandia“ á Akureyri 1963. — S.K. Nœsta árbók um Rangárv.sýslu NÆSTA ÁRBÓK ferðafélagsins | verður um Rangárvallasýslu og skrifað hana. Er .handrit ' tilbúið og kemur bókin út í vor. Frá þessu skýrði Jón Eyþórsson, rit- stjóri Árbókar í ,,sviðamessu“ Ferðafélagsins sl. sunnudag. Þar næsta Árbók verður um Sprengisand og ritar hana Hall- grímur Jónasson. Er meginhluti hennar tilbúinn í handriti. Verða í báðum þessum bókum litmyndir og svart hvítar mynd ir. Þá stendur fyrir dyrum að ljósþrenta Árbókina frá 1933, sem Pálmi Hannesson skrifaði um Landmannaleið. Er Offset- prent að gera tilraunir með ljós- prentun á myndunum í bókinni. Á sl. ári gaf Ferðafélagið út fallegt kort fyrir ferðamenn af Þórsmörk í 4—5 litum og verð ur það til sölu á næsta ári. Hefur einnig komið til greina að gera syipað handhægt ferða- kort af Kerlingafjöllum. En slík kprt eru til mikils hagræð- is fyrir þá sem leggja leið sína um þessa fallegu staði. Fyrir 2 árum var ferðakortið af íslandi endurprentað í 10 þús. eintökum, en hefur selzt svo vel, að sýnt þykir að það endist ekki næsta sumar og verður að endurprenta meira næsta vor. Bdðstefna um fjdmdl sveitarfélaga EINS OG áður hefur verið skýrt frá í Sveitarstjórnarmál- um, efnir Samband íslenzkra sveitarfélaga til þriggja daga ráðstefnu um fjármál sveitarfé- laga 1 Tjarnarbúð í Reykjavík dagana 22. til 24. þ.'m. Mánudaginn 22. nóv. flytur Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra erindi um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og Bjarni B. Jónsson, deildar- stjóri í Efnahagsstofnuninni um fjármál og áætlunargerð sveit- arfélaga. Þriðjudaginn 23. nóv. flytur Eggert G. Þorsteinsson, félags- málaráðherra, erindi um sam- starf ríkis og sveitarfélaga um húsnæðismál og Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóri i fé- lagsmálaráðuneytinu, um láns- fjármál og tekjustofna sveitar- félaga. Miðvikudaginn 24. nóv. flyt- ur Guðlaugur Þorvaldsson deild arstjóri í Hagstofu íslands er- indi um ársreikninga sveitarfé- laga, heimsóttar verða Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar og efnt til sýningar á bók haldsvélum. Seinasta dag ráðstefnunnar verður viðræðufundur þátttak- enda og stórnar Sambands ísl. sveitarfélaga um efni og árang- ur ráðstefnunnar. Fjöldi þátttakenda er þegar orðinn meiri heldur en gert var ráð fyrir að sæktu hana. Pólsk- ísSenzkur viðskiptasamn- ingur HINN 15. nóvember var undir- ritaður í Reykjavík samningur um viðskipti milli íslands og Póllands fyrir tímabilið 1. októ- ber 1965 til 30. september 1966. Samkvæmt vörulistum, sem samið var um, er gert ráð fyrir, að ísland selji Pólverjum eins og áður saltsíld, freðfisk, fi"jki- mjöl og síldarmjöl, lýsi og salt aðar gærur auk fleiri vara. En frá Póllandi er ráðgert að kaupa járn og stálvörur, þar á meðal dráttarbrautir, timbur, kol og koks, vefnaðarvörur, efnavórur. Fjölmenn drshótíð Sjállstæðis- fdlks ó norðonverðu Snæfellsnesi sykur, vélar og verkfæri bús- áhöld og skófatnað auk fleiri vara. Af Islands hálfu undirritaði samkomulagið Emil Jónsson, ut anríkisráðherra, en af hálfu Pól verja, Stanislaw Stanislawski, forstjóri í utanríkisviðskiptaráðu neytinu, formaður pólsku samn inganefndarinnar. Samninganefnd íslands skip- uðu: Þórhallur Ásgeirsson, ráou neytisstjóri, formaður; Björn Tryggvason, skrifstofustjóri Seðlabankans; Árni Finnbjörns- son, framkvæmdastjóri Sölumið stöðvar hraðfrystihúsanna; Gunn ar Flóvenz, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS; Pétur Pétursson, forstjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins og Björgvin Guðmundsson, fulltrúi í við- skiptamálaráðuneytinu. (U tanríkisráðuney tið, Rvík, 15. nóvember). s Helgi Tómasson Helgi Tómasson ballet-dansari fær fróbæra dóma í USA LAUGARDAGINN 13. þ. m. héldu Sjálfstæðismenn á norðan- verðu Snæfellsnesi, þ.e.a.s. Grund arfirði, Ólafsvík og Hellissandi, árshátíð sína í félagsheimilinu Röst á Hellissandi. Hátíðahöldin hófust með sam- eiginlegu borðhaldi, sem hátt á þriðja hundrað manns tóku þátt í. Ávörp og ræður fluttu dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, og Emil Magnússon fram- kvæmdastjóri Grundarfirði. Leik ararnir Bessi Bjarnason og Gunn ar Eyjólfsson fluttu skemmtilþátt og Aðalheiður Rósa Emilsdóttir, Grundarfirði og Árni Helgason, Stykkishólmi, lásu upp. Síðan lék danshljómsveitin Omo fyrir dansi af miklu fjöri. Á meðal allmargra boðsgesta voru báðir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins í Vesturlandskjör- dæmi, Sigurður Ágústsson og Jón Árnason. Ennfremur kom þarna fólk innan úr Dölum og sunnan af Mýrum. Gerður var mjög góður rómur að máli ræðu- manna og þóttu þessi hátíðahöld takast mjög vel í hvívetna. Sýndi þessi fjölmenna samkoma hversu traust fylgi Sjálfstæðisflokksins á Snæfellsnesi er, svo sem jafnan fyrr. HELGI Tómasson hefur dansað með Harkness ballettflokknum í Bandaríkjunum síðan í nóvem- ber 1964, en þá kom flokkur þessi fyrst fram i Hvíta húsinu og dansaði þá fyrir Johnson forseta og forseta Filipseyja, sem var i heimsókn vestra. Áður en Helgi byrja’ði að dansa með þessum flokki, hafði hann starfað með Joffrey-balletflokkn um og ferðaðist með honum á vegum bandarísku stórnarinnar víða um heim. Fyrir skömmu barst bláðinu í hendur ballet- gagnrýni úr bandaríska stór- blaðinu The Washington Post. Gagnrýnandi blaðsins, Jean Battey, fer mörgum fögrum orð- um um balletflokkinn og þó sérstaklega um frammistöðu Helga Hún segir meðal annars: „Balletflokkurinn hefur til að bera ótal atriði, sem vert er að dásama; þróttmikla karl-dansara, einkat smekklega sviðsetningu og uppgötvun ungs dansara —- Helga Tómassonar — sem án efa mun verða stjarna morgundags- ins“ .... Tómasson, hinn ungi og framúrskarandi dansari, er einn stórkostlegasti karl-dansari, sém ég hef nokkurntíma séð. Stíll hans er lýrískur, ekki íburð- armikill, og dans hans í ballettn- um „Daphnis and Chloe“ var það skáldlegur og hrífandi að hann skapaði eitt af þssum fágætu augnablikum í töfraheimi leik- hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.