Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 15
Fimmtuctegur 18. nóv. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
15
Vakandi eftirlit með notkun
skordýraeiturs nauðsynlegt
Hér er í undirbúningi reglugerð
um meðferð eitusrefna í
garðyrkju og landbúnaði
BÓK bandaríska höfundarins
Eachal Carson, „Silent Spring“,
hefur síðan hún kom fyrst út
fyrir fáum árum vakið menn til
umhugsunar um þá miklu hættu,
sem notkun ýmiss konar eitur-
efna, einkum skordýraeiturs,
getur haft í för með sér fyrir allt
líf á jörðinni. Bók þessi er nú
komin út hjá Almenna bókafélag
inu og nefnist í þýðingu Gísla
ólafssonar „Raddir vorsins
iþagna.“
Rachel Carson var talin vel
menntuð kona og athyglisgáfa
hennar var mjög skörp. Hún
iagði stund á dýrafræði og erfða-
íræði og skrifaði mikið um nátt-
úrufræðileg efni. Hún lézt á síð-
astliðnu ári. Áhugi hennar á
þeirri hættu, sem stafað getur af
notkun eiturefna, vaknaði fyrir
nokkrum árum, þegar hún eitt
sinn kom til sumardvalar á æ'sku
stöðvar sínar í Pennsylvaníu í
austanverðum Bandaríkjunum.
Hún veitti því þá athygli, að
söngur fugla var mun minni en
áður hafði verið. Brátt fékk hún
að vita hverju þetta sætti. Eitur-
efni, sem dreift hafði verið til
eyðingar á skordiýrum, höfðu orð
ið fuglunum að bana. 1 fimni ár
aflaði hún sér síðan upplýsinga
um öll Bandaríkin, Athuganir
þessar um meðferð skordýraeit-
iuts leiddu í Ijóg, að fuglar, fiskar
og jafnvel stærri skepnur höfðu
veikzt eða dáið vegna mistaka
við dreifingu efnanna eða sökum
vanþekkingar þeirra, er með
efnin fóru. Réttmæt ályktun
hennar var þess vegna sú, að notk
un slíkra efna væri mjög ábóta-
vant og mikið skorti á skilning
manna á því, að þessi efni
deydcju ekki einungis skordýr,
heldur einnig fugla, fiska .hús-
dýr og jafnvel einnig menn. f
bók sinni „Raddir vorsins þagna“
nefnir höfundur mörg sönn og
áþreifanleg dæmi þessa.
Víti til varnaðar
Eitt gleggsta dæmið er útrým-
lng með DDT svonefndrar hol-
lenzkrar álmsýki, er sveppir
valda á álmviði. Eitrið myndaði
húð á blöðum og berki trjánna.
Á haustin felldu trén lauf, en
Jaufin eru fæða ánamaðka. Ána-
maðkarnir eru aftur á móti fæða
fugla. Ánamaðkarnir söfnuðu i
sig DDT, sem varð fjölda fugla,
einkum þrasta, að bana. Margir
þeirra fugla, er ekki drápust,
urðu ófrjóir. Annað mjög athygl-
jsvert dæmi er hið gífurlega
tfiskadráp í Coloradofljótinu í
Texas. Frá efnaverksmiðju nokk-
urri, sem framleiddi DDT, benz-
enhexaklórið, klórdan og toxa-
fen auk annars skordýraeiturs,
lágu holræsi út að fljótinu. Dag
einn voru ræsin skoluð með vatni
undir háþrýstingi. Við það barst
út í fljótið þvilíkt magn af skor-
dýraeitri, að urmull fiska drapst
á mörg hundruð kílómetra löngu
svæði í fljótinu. Einna skelfileg-
ust er þó lýsingiin á því, þegar
aldríni og dieldríni, en bæði
þessi efni teljast hættulegt skor-
dýraeitur, var dreift skeytingar-
lítið yfir 60-70 þús. hektara lands
í Michigan og Illinois. Á þessum
svæðum drapast skömmu síðar
slíkur fjöldi fugla, katta og
hunda, að með fullum ólikindum
þótti. Þó kastaði tólfunum í stór
borginni Detroit, en þar var eitr
inu dreift yfir íbúðarhverfi.
Litlu síðar bar þar á undarleg-
um veikindum meðal ibúanna.
Fulltrúar þeirra yfirvalda, er
báru ábyrgð á aðgerðum þessum
þveirneituðu, að minnsta kosti
í byrjun, að um eitrun gæti verið
að ræða. Rachel Carson hefur
hins vegar leitt svo sterk rök að
hinu gagnstæða, að ekki verður
hjá því komizt að ætla, að um
stórkostlega eitrun hafi verið að
ræða. Enn mætti nefna fleiri
dæmi úr bók Carsons. Hér verð
ur þó látið við nema að sinni,
enda þótt af nógu sé að taka.
Enn litil notkun á Islandi
Um þessar mundir mun sjálf-
sagt fjöldi íslendinga lesa bók
Rachelar Carsons. Því vaknar sú
spurning, hvernig þessum málum
sé farið hér á landi. Kannski er
þessi spurning ekki sízt áleitin
þeim, er lesið hafa ágæta grein
Jóns Jónssonar, jarðfræðings, í
nýútkomnu hefti af Náfctúrufræð-
ingnum. Jón Jónsson hefur rann-
sakað manna mest grunnvatnið
hér á landi. í fyrrnefndiri grein
varar hann mjög við afleiðing-
um þess, ef grunnvatnið kynni
að spillast af óhreinindum, en
vegna gljúpra hraun- og berg-
sprungna í kringum þéttbýlið,
á Reykjanesskaga er því mjög
hætt. Og hvað ef það yrði meng-
að eiturefnum fyrir fáfræði og
mistök?
Mbl. hefur í þessu sambandi
leitazt við að fá upplýsingar um
notkun eiturefna og þá aJveg sér
staklega skordýraeiturs hér á
landi. Fróðastur manna um þetta
er eflaust Þorkell Jóhannesson,
læknir, sem að undanförnu hef-
ur unnið á vegum landlæknis,
dr. med. Sigurðar Sigurðssonar,
að söfnun gagna um notkun
slíkra efna og lagt fram drög að
reglugerð um eftirlit með þeim.
Við hittum Þ-orkel að máli og
lögðum fyrir hann nokkrar spurn
ingar að þessu lútandi.
— Telur þú, Þorkell, að notk-
un skordýraeiturs hafi verið til-
tölulega eins mikil og uggvæn-
leg hér á landi og ráða má af
bók Rachelar Carsons að verið
hafi í Bandaríkjunum?
— Bók Rachelar Carsons á ná-
lega eingöngu við um bandarísk-
ar aðstæður á þeim árum, er hún
samdi bókina. Hér á íslandi hef-
ur að mínu viti ekki verið not-
að líkt því eins mikið að til-
tölu af þessum efnum og í
Bandaríkj'unum. Svipaða sögu
er að segja um nágrannalönd
okkar í Evrópu, Danmörku, Sví-
þjóð, Holland og England, þar
sem ég hefi nokkurn kunnug-
leika á þessum málum. í þess-
um löndum er þó að sjálfsögðu
haft vakandi eftirlit með no-tkun
hvers konar skordýraeiturs og
sölu á því.
— Hvemig er eftirlitið með
sölu og meðferð skordýraeiturs
háttað -hér á landi?
— Ekki er hægt að segja að
nokkurt slíkt eftirlit sé hér til.
Við svo búið má ekki standa. Er
enginn ágreiningur um það, enda
er úrbóta von.
— Hefur skortur á eftirliti með
skordýraeitri komið alvarlega að
sök til þessa?
— Þessu er vandsvarað. Mér
et ekki kunnugt um, að nokkur
hafi látið iífið vegna eitrana af
völdium þessara efna. Hitt er þó
staðreynd, að oft hefu-r veiið
farið með minni gát með skor-
dýraeitur hér á landj en vera
bæri.
— Hvernig þá?
— Sem dæmi má nefna, að
við úðuin garða hefur úðinn bor-
izt á skepnur og vegfarendur
eða inn í hús manna um opna
glugga undan vindi. Notkun skor
dýraeiturs í gripahúsum hefur
einnig verið ábótavant.
— Svo er að skilja af bók
Rachelar Carsons, að leifar skor-
dýraeiturs geti fundizt í marvæl
um, ef meðferð slíkra efna er
á-bótavant?
— í Bandaríkjunum gilda
ströngustu regl-ur um hið mesta
magn af ýmiss konar skordýra-
eitri, er vera má í matvæium,
sem ætluð eru til sölu almenn-
ingi. Heita má, að þessa-r regl-ur
h-afi orðið strangari ár frá ári,
og eru nú þung viðurlög, ef þær
eru brotnar og upp kemst. Hér
á landi hefur lítið eða ekki ver
íð að því bugað, hvort efni eins
og t.d. DDT og aldirín eða benz-
enhexaklórið (lindan) finnist í
mjól-k og mjólkurvörum, græn-
meti, eggjum eða kjötmeti. Væri
þetta þó mjög athugandi, enda
eru þessi efni næsta stöðug og
geta safnazt fyrir í líkamanum
við langvarandi neyzlu fæðuteg-
unda, sem mengaðar eru pess-
um efnum. Slíkar rannsóknir
myndiu og leiða í ljós betur en
nokkuð annað, hvort meðferð
skordýraeiturs af þessu tagi sé
verulega ábótavant hér á landi.
— Er það þá réfct, sem sagt
er, að allt fólk, er býr í menn-
ingarlöndum Evrópu og Ameríku
beri í sér eitthvert magn af skor-
dýraeitri?
— Ekki veit ég það. Hi-t-t er
þó víst, að svokölluð klóruð kol
(Le/7oð upplýsinga
hjá Þorkeli
Jóhannessyni
lækni
vetnissa-mibönd, en til þeirra telj
ast einmitt DDT, aldrín og bmz
enhexaklórið, hafa fundizt í
nok/kru magni í fituvef manna,
bæði fyrir austan haf og ves-tan.
Erfitt er að kveða á um, hvort
heilsu manna sé hætta búin af
þessu. Allir ættu þó að geta ver-
ið sammála um, að harla óæski-
legt sé að skordýraeitur safnist
í líkama manna og dýra, lafn-
vel þótt í litlu magni sé. Gegn
þessu ber að sporna og þá ekki
sízt vegna þess, að frásagnir
Rachelar Carsons um dauða og
ófrjósemi fugla af völd-um DDT
og skyldra efna verði varla vé-
fengdar.
— Svo er að skilja, að ald-rin
og dieldrín séu mun kröftugri eit
urefni en DDT. Hafa þessi efni
verið notuð hér á landi?
— Mér vitanlega hefur a-ldrm
einungis verið notað hér lítillega.
Bæði þessi efni, sem eru ná-
skyld að gerð og verkuin, eru
mun viðsjárverðari en DDT.
Meira er þó um vert, að þau eru
með ólíkindum stöðug og ófyrir-
gengileg í jarðveginum. Sem bet
u-r fer, eru nú lagðar strangar
hömlur á notkun þessara efna
í mörgum lönd-um.
— Rachel Carson nef-nir á ein-
u-m stað í bók sinni, að arsen og
a-rsensamibond, sem notuð eru til
ulrýmingar á skordýrum, geti
valdið krabbameini. Hvað seg-
iiðu mér um notkun arsensam-
banda hér á landi?
— Ég held, að notkun arsen-
sambanda hór á landi sé mjög
ííta, í garðyrkju virðist arsen
Rachel Carson, höfundur bófc
hugar að fuglunum í garði si
mjög.
ekki hafa verið notað i fjölda
mörg ár. Arsen getu-r valdið
breytingum í húð, er geta leitt
til myndunar krabba-meins. Sums
staða-r erlendis, þar sem námu-
gröiftur er mikill, geta arsensam-
bönd borizt í grunvatnið og
mengað það.
Verja þarf vatnið
Við þökkum Þorkeli fyrir
greið svör og ræðum við Jón
Jónsson, jarðfræðing, u-m hætt-
una á því, að grunnva-tnið meng-
ist eiturefnum og óhreinindum.
Jón hefur nýlega ritað grein í
Náttúpufræðinginn, o-g bent á,
að náið samband sé -milli sprungn
anna og lindanna á Reykjanesi
og mjög mikið kalt vatn streymi
einmitt eftir sprungum suðvest-
ur eftir skaganum og um hin
umgu berglög á þessu svæði. Af
því leiði að hætta kunni að vera
á því að óhreinindi komizt í
grunnvatnið, sé ekki fyllstu var-
úðar gætt.
Af því tilefni spurðu-m við
Jón, hversu helzt mætti
varna því að eiturefni mengi
jarðvatn, sem síðan rennur í ár
og vatnSból. Hann sagði, að gæta
þyrfti allrar hugsaniegrar var-
úðar á þessum sprungusvæðum
og hreinlega banna notkun hvsrs
kyns eiturefna á vissum svæð-
um, sem liggja það nærri vatns
bólum að hætta geti verið á ferð
lun. Svo lítið sé vitað um þessi
efni og alls engar tilraunir ver;ð
g'erðar m-eð það hvernig jarð-
vegurinn heldur þeim. Hér er
hann mjög laus í sér og þvi
sennilega mjög slæmur hvað
þetta snertir. Því sé sjálfsagt að
loka viðkvæmum svæðum, sem
liggja þannig, að hætta geti ver-
ið á að frá þeim berizt í vat-ns-
bóli-n.
Hér á íslandi hefur semsagt
enn sem komið er ekki verið
notað líkt því ains mikið af
þessum eiturefnum og t Banda-
ríkjunu-m. DDT hefur verið not
að hér mikið. Þetta er stööugt
efni ,sem eyðist seint, en þar á
móti kemur að ísland er strjál-
byggt land og þynningin því mik
ii, þó eitthvað af því berizt út í
árnar. Slíkt verður að vega og
meta. Þorkell leggur í greinar-
g-erð sinni til, að DDT verði í
næstmesta hættuflokki, sem nær
yfir svoköll-uð „eitruð efni“.
Verður þá strangt eftirlit ‘ moð
notkun þess, miðað við það sem
nú er. Aldrin og dieldrin eru
meðal efna, sem lagt er til að
v-erði settar mjög strangar regl-
uj' um, en aldrin hefur aðeins
verið notað hér í smá-um stíl.
Bæði þessi efni voru mikið not-
uð í Danmörku, en eru nú alveg
>önnuð.
Þeir sem 1-esa bókina „Raddir
vorsins þagna“, staldra vafa-
laust við ýmis fleiri af þeim efn-
um, sem þar eru nefnd og hafa
valdið tjóni og spyrja hvort
þessi efni séu nokkuð á ferðinní
hér á landi. Eitt af þeim er klór-
dan, sem notað er á grasbletti og
talið hættulegra en DDT. Þetta
er eitt af klórsambönd-um kol-
arinnar „Raddir vorsins þagna“.
num, en þeim hefur fækkað
vatnsefna, og sum þeirra hafa
verið notuð hér í litlum mæii.
Paration er annað, sem eitfchvað
lítilsháttar hefur verið notað
sem plöntulyf, en lagt er til að
verði eitt af þeim efnum, sem
fer í mesta hætfcuflokk í reglu-
gerð þeirri sem er í smíðum og
verður þá farið með það sem
háeitrað.
Sem betur fer eru efni þessi
yfi-rleitt aðeins lítið notuð enn
og í undirbúnirtgi ströng regiu-
gerð um meðferð þeirra og eft-
irlit með notk-u-n. Þó yfirvöldin
virðist ætla að ta-ka þessi mál
fyrir í tima, þá verður hver
maður að gera sér grein fyrir
hættunni af þessum nýjiu efnum,
sem heim-uinn hefur ekki fengið
tí-ma til að kynnast, áðu-r eu ein-
stakli-ngurinn er dærndua ti-1 að
lifa með þeim.
Eiturefni i hverri mannveru
Talið er að hver manneskja í
heiminu-m hafi nú þegar ei-tthvað
að þessu-m eiturefnum í líka-ma
sínum. Hún geti ekki koinizt hjá
því, fremur en aðrar lífverur.
Ekki dugi þó einstaklingurinn
viti ekki til að hann hafi nokk-
urn tíma haft með höndum eða
komið í námunda við þessi efni,
Nálega alls staðar, þar sem -nat-
jurtir eru framleiddar, er skor-
dýraeitri úðað eða sáldrað yfir
akra og ræktað land. Og a/fleið-
ingin er sú, að nálega hver mál-
tíð, sem neytt er, er meriguð
klórsamböndum kolvatnsefna.
segir Rarhel Carson. Og hún
bendir á að til að finna DDT-
laus matvæli þurfi að fara til
fjarlægra og afskekktra land-
svæða, sem enn hafa ekki eign-
ast hlutdeild í me-nningunni. Og
það sem verra er, maðurinn
veit ekki hvað þessi efni kunna
að gera og í hve ríkum mæli
þau flytjast áfram með fóstri
til afkomenda og safnast upp í
það að vera manneskjunni skað-
leg eða gera hana ófrjóa.
Höifur. / ;r bendir einnig á
mengun vatnsins með skordýra-
ei-tri, þar sem ofiboðslegu synda-
flóði af því sé nú daglega veitt
út í ár, sem renna til sjávar, og
þar blandast þetta öðrum úr-
gangsefnum. Þar í liggur hætta
á mengun alls vatns á jörðunni,
sem nú þegar er orðið í það
minnsta fyrir mannkynið og því
svo dýrmætt.
Og þessari grein vil ég ljúka
með lokaorðum Julians Huxleys
í formála umræddrar bókar;
„Það afhroð, sem dýralífið í nátt
úrunni hefur goldið fyrir áhrif
eyðingarlyfjanna, er í sannleika
harmleikur. En það er annað og
m-eira. Það er líffræðileg-ur Harm
leikur. Það er stór liður í ferli.
sem maðurinn hefur komið eí
stað og er í vaxandi mæli nS
spilla og eyðileggja það ból sem
hann byggir. Vér verðum að
hafa hemil á þeim, sem standa að
notkun eyðileggingarlyfjanna, ef
vér eigum að geta stöðvað þetta
ferli.“
— E. Pá.