Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 28
Lang stæista og fjölbreyitasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 264. tbl. — Fimmtudagur 18. nóvember 1965 Ollu fé slátrað á bæ í Skagafirði Wokkror kindur reyndust vera með garnaveiki Sauðáriiraki, 17. nóvemiber. í ÐAG var lógað óllu sauðfé á bænnm Brennigerði, Staðar. hreppi, Skagafirði, en þar hafði fyrir nokkru orðið vart við garnaveiki. Héraðsdýralæknirinn á Saiuð- árkróiki, Steinn Steinsson, tjáði fréttamanni blaðsins, að iíkur bentu til þess, að fimm kindur Ibóndans af 74, sem lógað var, íbefðu verið með veikina, þó ekki f'ulirannsakað enn, Auk þess var 8 kindum slátrað nú fyrir nokkru, en þær þóttu grumsam- legar og reyndust sjö af þeim veikar. 1 dag var nokkrum kindum slátrað af næstu bæjum, en þær reyndlu&t heilbrigðar. Að öðru leyti saigði dýralæknirinn heilsu far 'búpenin.gis mjög gott. — Jón. Skortur á svart- olíu yfirvofaudi á Raufarhöfn Raufarhöfn, 17. nóvember: HÉR F.K að verða skortur á svart olíu fyrir sildarverksmiðjuna, sem starfar nú allan sólarhring- inn. Ef ekki rætist fljótlega úr má búast við að verksmiðjan verði að grípa til venjulegrar gasolíu, sem ætluð var veiðiskipunum og er einnig talsvert dýrari og minni hitagjafi. Olíufélögin bera því við, að þau hafi ekki skip til flutninga á svartolíu sem stendur, en hafa iofað bót og betrun. — Einar. Ný kirkja fyrirhuguð í Laugarásnum ÁSPRESTAKALL er að undir- búa hugmyndasamkeppni um kirkju fyrir sóknina. Ekki hefur kirkjunni endanlega verið valinn staður, en til grt'ina munu koma tveir staðir í Laugarásnum. Mun kirkjan annað hvort standa á há- hæðinni e'ða við svokaliaðan Biskupsstein, milli Laugarásveg ar og Vesturbrúnar, að því er sóknarpresturinn, sr. Grímur Grímsson, upplýsti Mbl. um í gær. Ákveðið hefur verið að þarna verði kirkja og safnaðarheimiii. Sjálí kirkjan verði ekki stór, rúmi 250—300 mcnns, enda ekki líkindi til áð söfnuður á þessum stað verði stærri en 5000 manns. Sóknarnefnd hefur valið af sinni hálfu menn í dómnefnd fyr Gluggogægir sendur heim til föðurhúsu Neskaupstað, 17. nóv. UNDANFARIN kvöld hefur fólk hér í bænum orðið vart við, að einhver ókunnur mað- ur hefur lagzt á glugga á heimilum og kíkt inn. Svo var komið, að kvenfólk þorði ekki að vera eitt heima á kvöldin vegna ágangs þessa gluggagægis. Lögreglan hér reyndi að fylgjast með athöfnum þessa manns og stóð hann svo að verki í gærkvöldi við þessa þokkalegu iðju. Reyndist maðurinn vera ungur Reykvíkingur og var hann í dag sendur flugleiðis heim til föðurhúsanna. — Ásgeir. ir hugmyndasamkeppnina, þá I>ór Sandholt, arkitekt, Hjört Hjartarson og Henry Hálfdánar- son. Og Arkitektafélagið hefur valið af sinni hálfu arkitektana Guðmund Þór Pálsson og Geir- harð Þorsteinsson. líarður árekstur varð í fyrrakvöld við Skeiðhól í Hvalfirði (svonefndan Staupastein). Femt slas- aðist og bílamir skemmdust mikið. — Ljósm. M!bl.: Sv. Þ. 46 skip mei tæp 50 þúsund mál GOTT veður var á síldarmiðun- um á þriðjudag og aðfaranótt miðvikudags oig góð veiði á svip- uðum slóðum og áður. Samtals fengu 40 skip sam- tals 49.350 mál. Sigurborg SI 1500, Víðir II. GK 700, Brimir KE 800, Akurey RiE 1500, Vigri GK 1200, Faxi GK 1300, Sæþór OF 900, Arnar RE 1000, Guðbjörg GK 1000, Hólmanes SU 1250, Gullberg NS 900, Bára SU 1000, Björg NK 1000, Snæfell EA 1400, Gróitta RE 1000, Barði NK 1050, Heimir SU 1100, Akraiborg EA 1100, Snæ fugl SU 1050, Oddgeir ÞH 1200, 7 manna nefnd fjallar um afurðasölulöggjöf MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frcttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu: Það er yfirlýstur vilji ríkis- stjórnarinnar að samstarfi verði aftur komið á milli framleiðenda og neytenda um verðlagningu landbúnaðarvara. Fyrir því hefur landbúnaðar- ráðwneytið hinn 10. þ. m. skipað nefnd sjö manna, er hafi það verkefni að leita eftir samkomu- lagsgrundvelli milli frapaleiðenda og neytenda, sem afurðasölulög- gjöfin yrði byggð á, og koma fram með tillögur í því efni. í nefndina voru skipaðir þessir menn: Ólafur Björnsson, prófessor, formaður nefndarinnar, tilnefnd- ur af ríkisstjórninni, Hannibal Valdimarsson, alþingismaður, til- nefndur af Alþjóðasambandi ís- lands, Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. aliþingismaður, tilnefndur af Stéttarsambandi bænda, Gunn ar Guðbjartsson, formaður Stétt- arsambands bænda og Einar Ól- afsson, bóndi, Lækjarhvammi, tilnefndir af Framleiðsluráði iand búnaðarins, Sæmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Sjómennafélagi Reykjavíkur, og Otto Schopka, viðskiptafræðing- ur, tilnefndur af Landssambandi iðna ðarmanna. Jarðgasið eystra ekki talið hafa hagnýtt gildi Egilsstöðum, 17. nóvember. NÝLEGA hafa borizt jarðhita- deild raforkumálaskrifstofunnar umsagnir sérfræðings, frá Lund- únaháskóla um niðurstöður rann sókna á jarðgasi, sem fundizt hef- ur í Lagarfljóti og nágrenni þess. Sérfræðingurinn telur litlar líkur á, að jarðgasið hafi hagnýtt gildi, en segir jafnframt, að nán- ari rannsókna sé ef til vill þörf. Þá hvetur hinn brezki sér- fræðingur til mikillar varúðar við frekari rannsóknir, t. d. bor- un, þar sem mikil sprengingar- hætta stafar af þessari gasteg- und. Þá hafa verið hér á ferð menn frá raforkumálaskrifstofunni til að gera frekari athuganir á jarð- gasinu. — Steinþór. Helga RE 1100, Hafþór R)E 450, Björgvin EA 1200, Þórður Jóns- son EA 1200, Sveinibjörn Jakobs- son SH 800, Hannes Hafstein EA 1200, Höfrungur III. AK 600, Vonin KE 1200, Ingiber Ólafssom II. GK 16001 Reykjaborg RE 1300, GulMaxi NK 1200, Helga Guðmundsd. BA 1300, Stapafell SH 500, Helgi Flóventss. ÞH 1300, Framnes ÍS 800, Krossanes SU 600, Ásbjöm RE 1000, Reykja nes GK 900, Ól. Friðbertsson ÍS 500, Fróðaklettur GK 1450, Gtiðm. Péturs ÍS 1500, Bjartur NK 1600, Siglfirðingur SI 800, Siguirkafi GK 800, Loftur Baid- vinssom EA 1200 og Sigurvon RE 1300 mál. Spariskír- teini ríkis- sjóðs upp- seld Fyrir tveimur dögum var hafia sala verðtryggðra spariskírteina rikissjóðs í öðrum flokki þessa árs. Nam flokkur þessi 28 milljón um króna. Sala skírteinanna hefur gengið mjög greiðlega og eru þau nú uppseld hjá öllum söluaðilum. Hefur ekki verið hægt að sinna öllum pöntunum um skírteini. Eins og kunnugt er seldi ríkis- sjóður verðtryggð spariskirteini fyrir 47 millj. króna sl. vor, Sömuleiðis voru seld spariskír- teini fyrir 75 millj. kr. í des- ember 1964. Hefur ríkissjóður þannig selt spariskírteini fyrír samtals 150 millj. króna frá byrjun desember sl. árs. Ók aftur undir vörubíl HARÐUR árekstur varð um kl. 19.30 á móts við bæinn Borgar- tún við Akranes. Þar ók ungur piltur fólksbíl aftur undir kyrr- stæðan vörubíl, sem var þar vinstra megin á þjóðveginum. Fólksbíllinn er talinn svo til ó- nýtur eftir áreksturinn og fjaðra hengsli á vörubílnum brotnuðu. Hentist hann áfram 5—6 metra við höggið. Pilturinn, sem ók fólksbilnum, skarst á enni og kinn og var gert að sárum hans í sjúkrahúsinu á Akranesi, en honum var leyft að fara heim að aðgerð lokinni. Um það leyti er áreksturinn varð mætti fólksbíllinn bláleitum Bedford-vörubil og er ökumaðúr hans beðinn að hafa samband við lögregluna á Akranesi. Ranaslysið STÚLKAN, seim beið 'bana í bíl- slysirau við Litlu-Fellsöxl í Skila- mannahc.rppi, sl. þriðjudag, héit Margrét Halldórsdóttir, til heim- iiis að Hagamel 27, Reykjavik. Margrét fæddist 16. janúar árið 1940 í Norður-Þingeyjair- sýslu. Hún starfaði í skrifstofiu Hótel Borgar í Reykjavík. 19 ára piltur hefur gefið sig fram NÍTJÁN ára piltur hefur gefið sig fram hjá bæjarfógetaem- bættinu í Hafnarfirði og skýrt frá því, að hann hafi lent í á- flogum að Hlégarði við hafn- firzka piltinn, sem lézt s.l. sunnudag vegna áverka á höfði, að því er talið var. Um dánar- orsök er ekki unnt að fullyrða enn, þar sem krufningarskýrsla hefur ekki borizt embættinu. Sá, er gaf sig fram, telur sig og hinn látna hafa lent í áflog- um upp úr kl. eitt aðfararnótt sUnnudags. Ber pilturinn, að hann hafi ekki átt upptökin að áflogunum og hið sama ber vitni einnig. Hann gaf sig fram þegar hann las frásagnir blaðanna um lát piltsins og að það væri talið stafa af áverka á höfði, er hann hefði hlotið vegna hnefahöggs. Sem fyrr segir verður ekki ljós dánarorsök hafnfirzka pilts- ins fyrr en niðurstaða krufning- ar liggur fyrir. Miklar vitnaleiðslur hafa far- ið fram í rannsókn málsins og fjöldi dansgesta, sem voru að Hlégarði umrætt kvöld, hefur verið yfirheyrður. Að ósk rannsóknarfulltrúans í málinu verður nafn hins látna pilts ekki birt að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.