Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 18. növ. 1965 Akureyrarkirkja 25 ára á sunnudaginn kemur Um 1700 Lionsmenn frá Evrópulöndum, komu saman nýlega á þing sem haldið var í Tivolihijómleikasalnum í Kaupmanna höfn og mættu þar fulltrúar Lionsklúbba hér á landi, en ís- lendingar hafa ekki fyrr en nú átt fulltrúa á þessu þingi, svo- nefndu Evropa-Forum Lionsmanna. Á myndinni, undir ís- lenzka fánanum sjást fjórir íslenzku fulltrúanna af sex og eru talið frá vinstri: Jón Sólnes bankastjóri, Eyólfur K. Sigurjóns son endurskoðandi, en hann er umdæmisstjóri Lionsklúbb- anna á íslandi, þá Pétur Ólafsson forstjóri og Þór Guðjónsson veiðimálustjóri, — Á myndina vantar Sigurð Njálsson for- stjóra og Ólaf Tryggvason' úrsmið. Lionsmenn í Evrópu eru nú um 70,000 (á Islandi rúmlega 1000) en samtals eru Lions- menn í heiminum um 800.000. Þrír iðnaðarmenn heiðraðir á Iðnþingi, þinginu lauk á laugardag Hátíðahöld ÞF.GAR Hrafnagilskirkja var flutt frá Hrafnagili í Eyjafirði til Akureyrar 1863 höfðu bæjar- búar lengi þráð, að kirkjan væri reist á staðnum. Lokið var við að reisa kirkjuna 26. maí 1862. Þeim atburði fögnuðu bæjarbú- ar svo sem getið er í sögu Ak- ureyrar: ... var þá fagnaðar- veifa á hverri stöng og siglutré, fallbyssum var skotið, blóma- krans festur upp og gleðiópin hljómuðu." Yfirsmiður var J. Chr. Stephánsson. Kirkjan var fullgerð um mitt sumar 1863. Þessi hlýlega, látlausa timbur- kirkja var í innbænum, og yar hún sóknarkirkja Akureyringa í 77 ár. Margir Akureyringar minn ast enn þessa musteris. Þegar hætt var að nota kirkjuna, var hún rifin, og nú bíður gamli kirkjugrunnurinn eftir því, að þar rísi kapella. Vonandi kemur þar aftur guðshús áður en langt um líður. Minjasafnið á Akur- eyri, sóknarnefnd og sóknarprest ar hafa áhuga á því að flytja gamla kirkju á kirkjustaðinn, sem í senn gæti varðveitt hinar sögulegu minjar gömlu kirkju- húsanna og þjónað hlutverki sínu við helgar kirkjuathafnir. Mörgum árum áður en núver- andi kirkja á Akureyri var reist, var farið að ræða um það í sókn- arnefnd og á safnaðarfundum, að gamla kirkjan væri illa staðsett fyrir fjölda bæjarbúa og ónóg fyrir söfnuðinn við mörg tæki- færi. Stofnað var Kvenfélag Ak- ureyrarkirkju, en formaður þess var frú Ásdís Rafnar, vígslubisk- upsfrú, og var aðaláhugamál fé- lagsins að hvetja tii nýrrar kirkjubyggingar. Á sóknarnefnd arfundi í skrifstofu séra Friðriks J. Rafnars, vígslubiskups, 22. sept. 1938, var bygging kirkjunn- ar ákveðin. Vígsla kirkjunnar fór fram sunnudaginn 17. nóv. 1940, 26. sunnudag eftir trinitatis, og var hún vígð af þáverandi biskupi íslands, herra Sigurgeir Sigurðs- syni. Þá skipuðu sóknarnefndina: form. Kristján S. Sigurðsson, tré- smíðameistari, ritari Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstjóri, Stein CAPRICCIO italien eftir Tschai- kovsky, píanókonsertinn eftir Grieg og þriðja sinfónía Carls Nielsens (,,Espansiva“) voru við- fangsefni Sinfóníuhljómsveitar- innar á tónl.eikurn hennar í sam- komuhúsi Háskólans sl. fimmtu- dagskvöld. Um þessi verk má segja, að minnsta kosti tvö hin fyrst nefndu, að þau gera meiri kröfur til flytjenda en hlustenda. Lagasyrpa Tschaikovskys er slíkt léttmeti, a'ð hún er rétt á mörk- um þess að vera tæk á efnisskrá alvarlegra tónleika, og er það því aðeins, að glæsileiki hljóm- sveitarbúningsins. sem er helzti kostur verksins, fái notið sín í meðft-rðinni. Ekki verður annað sagt en áð það hafi orðið hér, eftir því sem framast má búast við. Ef frá er talin ónákvæm tón- myndun hjá blásturshljóðfærum (hornum) á stöku stað og sé sanngjarnt tillit tekið til fámenn- is strengjasveitarinnar, var flutn-i ingúr verksins óvenju áheyrileg- ur sökum þeirrar samstilltu spennu, sem í honum bjó og ber að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka hljómsveitarstjóranum, Bohdan Wodiczko, og því upp- eldi, sem hljómsveitin hefir sætt af hans hendi undanfarnar vikur. Einleikari í konsert Griegs var landi hans, píanóleikarinn Kjell Bækkelund, og gerði hann hlut- grímur Jónsson, fyrrv. bæjarfó- I geti, Jakob Karlsson, forstjóri og Brynleifur Tpbíasson, mer.nta- skólakennari. Kosin var serstök byggingarnefnd til að starfa með sóknarnefndinni, og nefndina skipuðu: Tómas Björnsson, kaup maður, Snorri Sigfússon, skóla- stjóri, frú Ásdís Rafnar, frú Rann veiíf Þórarinsdóttir og frú Elísa- bet Friðriksdóttir. Aðalverkið tók 16 mánuði og kostaði kirkjan þá rúmar 300 þúsund krónur. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði kirkjuna og fylgdist með byggingu henar af miklum áhuga sem og forráðamenn safnaðarins. Byggingarmeistarar voru Ásgeir Austfjörð, Bjarni Rósantsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni. Sömuleiðis þeir feðgar Guðmund ur Óskarsson og Stefán Reykja- lín, sem hafði sveit menntaskóla- nema til að grafa fyrir kirkj- unni og annast byrjunarfram- kvæmdir. Við tréverk og aðra vinnu innanhúss voru Kristján Aðalsteinsson, Ólafur Ágústsson, Indriði Helgason, Ósvaldur Knudsen, ásamt öðrum ágætum iðnaðarmönnum þessa bæjar. Kirkjunni bárust. strax á vigsludegi gjafir, m.a. Hammond- orgel frá Vilhjálmi Þór, sem ver- ið hafði áður í sóknarnefnd en var nú fluttur úr bænum.. And- virði þess kom síðar sem fram- lag í pípuorgelið, sem nú er í kirkjunni, og er hið stærsta í landinu, 45 raddir. Kirkjuvígslan var áhrifarik og mjög hátíðieg. Talið er, að nokkuð á annað þúsund manns hafi verið þar saman komið. Auk biskups og vígslubiskups.og þá- verandi forsætis- og kirkjumála- ráðherra, Hermanns Jónassonar, voru viðstaddir 10 prestar, sem aðstoðuðu við vígsluna. Á org-, elið lék Sigurgeir Jónsson, sem verið hafði organisti kirkjunnar frá 1. júlí 1911, og var hann org- anisti í 30 ár. Kirkjukórinn söng undir stjótn hans, en Kantötu- kór Akureyrar söng undir stjórn Björgvins Guðmundssonar lagið „Faðir vor.“ í 25 ár hefir Akureyrarkirkja þjónað hlutverki sínu og verið sífellt endurbætt og prýdd með verki sínu gó'ð skil, þótt naum- ast nægði til að blása æskilegu lífi í þetta langlúða verk. Nýr konsertflygill frá Steinway & Sons, dýr gripur og mikill, var vígður við þetta tækifæri og olli undirrituðum sárum vonbrigðum. Tónninn er að vísu allmikill, en lóðmuilulegur og hrár, og vantar allan ljóma, sem ætti að mega vænta í svo vönduðu hljóðfæri. Vafalítið batnar gripurinn eitt- hvað við notkun, en þó má mikið vera ef ekki væri réttast, að fá honum skipt nú þegar fyrir annað og betra bljóðfæri. Þriðja sinfónía Carls Nielsens er ójafnt verk. Fyrsti þátturinn er stórum rismestur. En síðan er eins og alltaf halli undan fæti, og eru einkum tveir síðustu þættirnir bragðdaufir og svip- litlir. í öðrum þætti eru ofnar inn í tónvefinn tvær söngraddir, textalausar, og farið með þær líkast því sem skrifað væri fyrir hljó'ðfæri. Hér voru söngvararnir (Guðxún Tómasdóttir og Guð- mundur Jónsson) ekki nefndir í efnisskrá og hafðir að tjaldabaki, en raddir þeirra látnar heyrast í hátölurum og magnaðar óeðli- lega. Betur hefði farið, a'ð söngv- ararnir hefðu verið á sviðinu (t.d. meðal blásaranna í hljóm- sveitinni), en hátalarakerfið fengið a'ð hvíla sig Jón Þorarinsson. ýmsu móti. Má óhikað telja hana eitt allra veglegas.a og mesta guðshús í þessu landi. Tekur hún urn 450 manns í sæá. Auk kven- féiags.r.s, sem áður en geTið en núverandi formaður þess er frú Þórhildur Steingrímsdóttir, starf ar æskulýðsfélag við kirkjuna. Formaður þess er Sigurður Sig- urðsson, verzlunarmaður, og frá 1947 hefir verið starfræktur sunnudagaskóli bæði í kapellu og kirkju. Á þessu tímabili hefir Akureyrarkirkja beitt sér fyrir ýmsum merkum nýjungum í safn aðarstarfinu, og mætti í því sam- bandi nefna æskulýðsstarfið, kirkjuvikur og kirkjulega tón- list. Kirkjukór Akureyrarkirkju var formlega stofnaður fyrir 20 árum og hefir hann haldið marg- ar söngskemmtanir auk hinnar venjulegu þjónustu við messu- gerðir. Formaður kórsins er- frú Fríða Sæmundsdóttir. Prestur kirkjunnar var séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, til ársins 1954. Séra Pétur Sig- urgeirsson kom fyrst sem aðstoð- arprestur til hans 1947, en árið eftir varð hann sóknarprestur, þegar ákveðið var með lögum, að tveir prestar skyldu þjóna kirkjunni. Séra Birgir Snæbjörns son varð sóknarprestur 1960, en séra Kristján Róbertsson hafði verið prestur 1954—60. Enn fremur hafði séra Sigurður Stef- ánsson, vígslubiskup^ aukaþjóa- ustu í nokkra mánuði og séra Jósep Jónsson, fyrrv. prófastur á Setbergi. Jakob Tryggvason hefir verið organisti kirkjunnar frá 1. júlí 1941. Björgvin Guð- mundsson, tónskáld, var organ- isti meðan Jakob var við fram- haldsnám í Englandi. Sóknarnefndin er nú þannig skipuð: form. Jón Júl. Þorsteins- son, kennari, ritari Bjarni Hall- dórsson, fyrrv. skrifstofustj., Finnbogi Jónasson, aðalbókari, Jón Sigurgeirsson, skólastjóri og Ólafur Daníelsson, klæðskera- meistari. Gjaldkeri er Kristinn Jónsson, forstjóri, og kirkjuvörð ur Dúi Björnsson, sem einnig er kirkjugarðsvörður. Safnaðarfull- trúi er Kristinn Þorsteinsson, deildarstjóri. Stundum er kirkjan kölluð Matthíasarkirkja, þótt hið rétta nafn hennar sé Akureyrarkirkja. En þjóðskáldið okkar, séra Matt- hías, var prestur á Akureyri í 14 ár, 1886—1900. í kirkjunni er minningartafla um hann, og þar star.da orðin úr nýárssálminum: „í sar.nleik hvar sem sólin skín, er sjálfur Guð að æita þín.‘! Á sumrin hefir kirkjan verið opin vissan tíma dag hvern, og þang- að Ijitar fjöldi manns til að eiga h;jóða stund, þót.t ekki sé við aimenna guósþjónustu. Sl. sum- ar var fjöldi slíkra gesta um 3000. Kapellan er aðalfundarstaður æskulýðsstarfsins. Birgir Helga son, söngkennari, Rafn Hjaltalín, kennari, og Sigurður Sigurðsson, form. ÆFAK, eru ráðnir við það yfir vetrarmánuðina. Árið 1962 var ráðizt í miklar framkvæmdir við endurbætur á kirkjuhúsinu, um sama leyti og pípuorgelið kom. Síðan hvíla á kirkjunni miklar skuldir, sem væntanlega verða greiddar á næstu árum. 25 ára afmælisins verður minnzt á sunnudaginn kemur. Há tíðamessa hefst kl. 1,30, en að henni lokinni gengst Kvenfélag henni lokinni gengst Kvenfélag Akureyrarkirkju fyrir kaffisölu að Hótel KEA. — Siðan hefst samkoma í kirkjunni kl. 5 síð- degis, þar sem prófasturinn, sr. Benjamín Kristjánsson, mun rekja sögu kirkjunnar, kirkjukór inn syngur, Jakob Tryggvason leikur einleik á orgel og Unnur Halldórsdóttir líknarsystir flyt- ur erindi um líknarstarf og sál- 27. IÐNÞINGI íslendinga lauk sl. laugardag kl. 3. A fundi iðn- þingsins á laugardagsmorgun flutti Sigurður Kristinsson, for- maður Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði erindi um starfsemi félagsins, en það er nú stærsta iðnaðarmannafélagið á landinu og heldur uppi þróttmikiu og öflugu félagsstarfi. Þá var sam þykkt að sæma heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli þá Engil bert Gíslason, málarameistara í Vestmannaeyjum, Kristin J. Magnússon, málarameistara í Hafnarfirði og Þórodd Hreins- son. húsgagnasmíðameistara í Hafnarfirði. Ennfremur sam- þykkti iðnþingið að gera þá Guðjón Magnússon, skósmíða- meistara í Hafnarfirði og Guð- mund Helga Guðmundsson, hús- gagnasmíðameistara í Reykja- vík, að heiðursfélögum Lands- sambands iðnaðarmanna, en þeir áttu báðir sæti í stjórn Landssambandsins um árabil og hafa lengi staðið í forustu sam- gæzlu á vegum kirkjunnar. Hún mun vera eina konan á íslandi, sem er sérstaklega menntuð til þessa starfs, og mun hún bráð- lega taka sérstaka vígslu og hefja störf í Hallgrímssókn í Reykjavík. Prestur og sóknar- nefnd Akureyrarkirkju hafa mikinn hug á, að hjúkrun í heimahúsum og sálgæzla og sádu sorgun verði upp tekin innan safn aðarins og á vegum kirkjunanr og starfið verði unnið af sér- menntuðum líknarsystrum (dia- konissum). Mikil og góð reynsla er þegar fengin í mörgum ná- grannalöndum vorum. taka iðnaðarmanna. Iðnþingsfulltrúar sátu hádeg- isverðarboð bæjarstjórnar Hafn arfjarðar en síðan var fundum haldið áfram og kosið í stjórn Landssambandsins, og í ýmsar milliþinganefndir. Vigfús Sig- urðsson, húsasmíðameistari 1 Hafnarfirði var kjörinn for- setti Landsambandsins til eint árs í stað Guðmundar Haildórs- sonar, sem lézt á árinu. Þá var kjönnn í stjórnina Sigurður Kristinsson, Hafnarfirði og end urkjörnir þeir Jón E. Agústs- son, málarameistari og Þórir Jónsson framkvæmdastjóri, ei» þeir áttu báðir að ganga úr stjórn. Aðrir í stjórn eru Tómas Vigfússon, húsasmíðameistari, Ingólfur Finnbogason, húsa- smíðameistari og Þorbergur Friðriksson, málarameistari. — Endurskoðendur voru kjörn.r þeir Helgi Hermann Eiríksson og Sigurður Ámason. Ennfrem- ur var kosið í ýmis önnur trún- aðarstörf fyrir Landssamband- ið og í milliþinganefndir. Að loknum kosningum tóku ýmsir iðnþingfulltrúar til máls og þökkuðu forsetar þingsihs góða fundarstjórn, Hafnfirðing- um góðar móttökur, framkv. stjóra og stárfsliði Landssam- bandsins vel unnin störf og árn uðu nýkjörnum forseta og stjóm Landssambandsins heilla í starfi. Að lokum sleit forseti iðnþingsins, Sigurður Kristins- son, þinginu og óskaði iðnþing- fulltrúum góðrar heimferðar. Eftir þingslit hafði iðnaðar- málaráðherra Jóhann Hafstein síðdegisboð fyrir iðnþingfull- trúa. Sinfóníutónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.