Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 18. nóv. 1965 Langt yfir skammt eftrr Laurence Payne . — Ég segi ekki, að þér hafið reynt það, en hinsvegar, að þetta gæti hafa veitt yður vald. yfir henni. — í>að gerði það bara ekki, sagði hann illskulega. Við skul- um reyna að vera svolítið raun sæir. — Gott og vel, það skulum orðið vísari um einhver leyndar- við vera. Við skulum athuga, til dæmis að taka, þriðjudagskvöld ið var. Hvernig var með það? Þér komust í hörkurimmu við imgfrú Twist og kunningja hennar, og hann reyndi að skjóta yður. Þessi einfalda núning léttir óþægindi kvefsins fljótt og gefur stefnró Eru þou Htfu kvtfuóT Nefið ■tiflað? Hábinn «ár og andar- dráttur arfiður? — Náið Vick VapoRub á brjáat barncint, háb og bafc undir ovofnin. þoasi beogiiogi áburður fráar á tvo vogu f oonn: I Cegnnm I nefió 1 Við likanuhítann gofur Vick VapoRub frá §ir fróandi gufur, •om innandaat við oérhvorn andardrátt kiukkutfmum sam- an og gora hann frjálsan og óþvingaðan. í 2 ma Samtímb verkar Vick VapoRub boint á húðina oine og heitur bakstur eða plástur. þessi tvöföidu fráandi áhrif haldast aila nóttina, létta kvef- ið — og gefa svefnró. Vick VapoRub aðeins VapoRub 30 □- Væri þetta ekki satt, var hon um innan handar að þræta fyrir það, rétt eins og hann þrætti fyr ir allt annað, og enginn hefði liðið neitt við það. En þarna kom ég honum að óvörum. Augu hans runnu eftir veggnum fram hjá höfðinu á mér og mín augu á eftir. Og ég sá svart kúlugat í veggnum. Ég hreyfði mig ekk- ert en horfðist aftur í augu við hann. — Jæja, sagði ég rólega, — þetta er hlutur, sem jafnvel þér gætuð orðið í vandræðum að gera grein fyrir, hr. Dane. Dróg uð þér kúluna út aftur? Hann svaraði engu en sat bara kyrr og klóraði flauelseyrun á Snooky, með ólundarsvip. Saunders var risinn á fætur og ég heyrði smell þegar hann opn aði hnífinn sinn og fór að kanna þetta. Hundurinn urraði ofur- lítið að honum. — Hr. Dane. sagði ég. — Eitt er enn, sem bannað er í þessu bölvaða landi, er það að skjóta á náunga sinn. Haldið þér ekki, að það gæti verið ráðlegt að segja okkur frá þessu. Enda eng in ástæða til að halda, að hann gefist upp fyrir fullt og allt þó að honum mistakist einu sinni. Honum gæti tekizt betur næst. Þér gætuð líka fengið hann sett án fastan fyrir morðtilraun. Það er full-alvarleg ákæra, eins og þér vitið. Dane lauk úr glasinu og setti það frá sér. — Þetta er mál, sem mér einum kemur við. — Ef þér finnist á morgun með kúlu í höfðinu, kemur það mér við, og enda þótt ég hafi enga ástæðu til að elska yður neitt sérstaklega, þá kæri ég mig ekkert um að fá annað morð til meðferðar í viðbót við hitt, sem fyrir liggur. —Mér kæmi það ekkert á óvart þótt sami maðurinn reynd ist hafa staðið fyrir báðum. — Við skulum í bili ganga á svig við þann möguleika, að þér verðið myrtur. er það ekki? — Hann svaraði þvermóðsku- lega: — Ég ætla ekki að koma fram með neina kæru. Ég fór aftur að verða önugur. — Ég er ekkert að biðja yður að koma með neina kæru. Segið okkur aðeins, hver maðurinm er, og svo sjáum við um hitt. Höndin á Saunders var kom- in rétt undir nefið á mér. Ég leit til hliðar til þess að sjá, hvað um væri að vera, og í lófa hans lá byssukúla. Ég tók nana milli fingranna og sýndi þeim hana. — Hér er David Dane og það er Úrsúlu Twist að þakka. Er það ekki rétt hjá mér? Hann starði á kúluna stundar korn og kinkaði svo ólundar- lega kolli. — Gott og vel, exns og þér viljið. En það or bara i ekkert líkt því eins alvarlegt og þér viljið vera láta. Ég leit á hann hæðnislega. — Hversu alvarlegir getum við þá orðið? — Barker og Úrsúla voru ný- búin að trúlofa sig og hann kom hér og fór eitthvað að slefa um, að ég væri að reyna að draga hana á tálar. Hefði öðruvísi verið í pottinn búið, hefði mér fundizt þetta hlægilegt, en nú lét ég mér nægja að senda honum alvar- legt augnatillit. Hann virtist vera orðinn mæddur yfir þessu öllu. — Hann fór að æpa að mér og segja mér að láta hana í friði, og hún æpti að honum að láta mig í friði, og ég æpti að þeim báðum og sagði þeim að halda sér saman. — Rétt hjá yður. — Þá tók hann þennan bvssu skratta upp úr vasanum og fór að veifa henni eins og vitlaus maður. Auðvitað ætlaði hann sér aldrei að skjóta úr henni — heldur var hann bara að leika hinn ásótta elskhuga. En þá réðst hún á hann og ætlaði að taka af honum byssuna og þau brutust eitthvað um og skotið hljóp af — og skemmdi vegg- fóðrið hjá mér! Og það var heint ekki svo vitlaust, hugsaði ég og leit á veggfóðrið. — En það hefði nú hæglega getað eyðilagt skyrtubrjóstið yð ar, sagði ég — Hefði yður þá verið sama? — Ég var ekkert hræddur. ef þér eigið við það. Hann hefði aldrei farið að skjóta á mig með köldu blóði. — Þá hefur það eitthvað ver ið farið að hitna þegar hann skaut Úrsúlu. — Hver segir, að hann hafi skotið hana? — Þér sjálfur. — Ég hef ekki nefnt það á nafn. — Þér gáfuð það í skyn. Ég var dálitla stvind að athuga kúl- una heldur en gera ekki neitt, en sagði þá, hægt: — Mér finnst hr. Dane, að órökstudd ásökun um að reyna að draga stúlku á tálar sé heldur lítilvæg ástæða til að skjóta á einhvern. Hvað finnst yður? Ég sá ekki á honum svipinn, því að það var farið að dimma og hann sneri baki að glugg- anum en mér fannst hann svara með einhverju skældu brosi. — Þar er ég yður sammála. En það getur nú orðið erfitt að finna vit út úr slíku. Ég þarf ekki að minna yður á, að Oth ello drap konuna sína, einmitt af svona „lítilvægri" ástæðu, og við teljum hann allir vera allra bezta nátrnga. — Og samt, flýtti ég mér að segja, — ógnaði Chuck Barker yður af nákvæmlega sömu á- stæðu, ef trúa má yðar orðum. Nú ættuð þér að fara varlega, hr. Dane, annars farið þér of- mikið að nálgast réttu ástæðuna fyrir kúlunni í veggnum þarna. Hann starði á mig og var sýnilega orðinn eitthvað ruglað- ur í þessu öllu ,en tók það ráð að taka glasið sitt og blanda í það aftur. Hann snerti slökkvara við dyrnar og ljósið síaðist gegn um lampahlífina með öllum götun um á. Nú fór að gerast vistlegra þarna inni, þar eð mikill hluti stofunnar gerðist ósýnilegur, en þó var góð birta á þurrkaða hausnum. sem hékk niður úr lampagrindinni og starði á okk- ur skorpinn og óhugnanlegur. Hann kveikti sér í vindlingi og ég gat séð á ofurlitlum handaskjálfta og kipringi kring um munninn, þegar hann bar eldinn að, að hann var í all- miklum spenningi. Hann gekk aftur út að glugg anum og stóð þar og sneri í okk ur baki og horfði út á hálfdimm an himininn. Það var eitthvað í honum að hrynja saman, — það var næstum hægt að sjá það, rétt eins og vatnsleka á harðan stein, sem vinnur á hon um að lokum. Hvaða snöru, sem hann kynni að hafa búið sjálf- um sér, þá var hún nú farin að herða að, og hann var að reikna út, hversu lengi enn hann þyldi að láta hana herða að, og ef til vill væri þetta rétta stundin til að sleppa sér og taka afleið- ingunum. Ég fór með einlæga þakkar- bæn fyrir að vera ekki staddur í skónum hans, og náði mér í vindling. Svo sátum við Saund- ers þarna eins og tveir lög- taksmenn, sem bíða eftir að veizlimni ljúki, svo að þeir geti farið að flytja burt húsgögnin. Jafnvel Snooky virtist ekki vera ósnortinn af þessum spenn- ingi. Hann lá með gljáandi haxxs inn milli framlappanna og leit á Dane, eins og honum fyndist ákvörðun hans snerta sig líka. — Ég get ekkert sagt yður, fulltrúi, sagði Dane loksins, án þess að hreyfa sig. — Getið ekki eða viljið ekki? Hann sneri sér að mér, spennt ur eins og bogastrengur. — Æ, í guðs bænum látið þér mig í friði. Ef þér trúið ekki því, sem ég hef sagt yður, þá skuluð þér fara að tala við Jord an 3erker . . . hann er enn í fullu fjöri, er ekki svo? Hvers- vegna níðast á mér fremur en honum? Ég stóð hægt upp. Hann starði á mig uppglenntum aug- um og augnlokin titruðu ein- kennilega. Ég fann til með- aumkvunar með honum. Ekki veit ég hversvegna. —Myrtuð þér Úrsúlu Twist, hr. Dane? sagði ég lágt. — Nei. Ég tók upp hattinn minn. — Ef eitthvað er, sem þér teljið okkur þurfa að vita, þá áminni ég yður alvarlega um að láta ekki dragast að segja okkur það. Ég gekk hægt til dyranna og heyrði hundinn skondra yfir gólfið fyrir aftan mig. Þegar ég leit við, sat hann fyrir fram an Dane og horfði upp á hann, og dillaði ofurlítið rófunni. Augnaráðið var biðjandi. Ég spurði: — Að hverju vor uð þér að leita í svefnherberg- inu hennar Úrsúlu í gærmorg- un? — Ég var þar alls ekki. — Hundurinn yðar var þar að minnsta kosti. — Hann slapp frá mér og þaut upp stigann — ég varð að elta hann. — Þá voruð þér þar! Hann svaraði engu. Með svarta hárið og í silkiskyrtunni og þröngu buxunum hefði hann vel getað verið spænskur dans- arL —Þekkið þér Yvonne Lav- alle? — Já, það geri ég. — Hvað mikið? — Hún er umiboðsmaður minn. — Var umboðsmaður yðar, væri kannski réttara að segja. Hann stirðnaði upp. — Hvað eigið þér við? Hefur nokkuð komið fyrir hana? — Ja, hún er bara horfin. Minnizt þess, hr. Dane. Þér gætuð líka horfið snögglega. Og svo yfirgáfum við hann þarna sitjandi, með hundinn vxð fætur sér. Manninum leið sýnilega illa. Við læstum úti- dyrxxnum hægt á eftir okkur. En þá stakk ég lyklinum fxá Úrsúlu í skráargatið og dyrnar opnuðust samstundis. — Eins og fyrir töfrasprota, tautaði ég v:ð sjálfan mig. Þegar við komum út á götu.na og sáum bílinn hans bak við okkar bíl, sagði ég. — Ég vil láta elta þennan mann. Þegar ég kom aftur á stöð- ina, drollaði ég í eina tvo tíma yfir brauðsneið og bolla af köldu te, og hugsaði. Ég hafði fengið borgaraklæddan lög- reglumann frá Putney til að eita Dane, svo aó ég þurfti ekki að hugsa um það frekar. En eg hefði líka gjarna viljað hafa eyra með honum líka, því að ég þóttist viss um, að síðan við fórum frá honum, hefði sím- inn hans ekki stanzað. En eg fæ aldrei að hlusta í símann hjá mönnum. Því lengur sem ég hugsaði um það, því sannfærðari varð ég um, að David Dane hefoi drjúgar tekjur af fjárkiígun. Mér datt í hug, að hefði hann orðið vísari ixm einhver leyndar- mál Úrsúlu eða ávana hennar, þá yrði maður af hans tegund ekki lengi að setja á hana þum alskrúfurnar, og þar eð extur- lyfjanautn er hlutur, sem engin stúlka vill láta mömmu sína vita um þá hefði hann ekki þurft mikið að hafa íyrir að veiða Úrsúlu í net sitt. Mér datt ennfremur í hug, hvort hún hefði eftir trúlofun þeirra Jord an Barkers, játað veikleika sinn fyrir honum og jafnvel einnig trúað honum fyrir því að Dane væri að kúga út úr henni fé, og þá var meíra en mögulegt, að Berker hefði verið áð gera upp við Dane — óg þá ekki úr vegi að vera vopnaður. Saunders kom inn til að til- kynna mér, að ungfrú Jeanette Mushrove hefði fxmdizt einhvers staðar í Edinborg. Hún var þar skólastjóri í framhaldsskóla. Saunders hafði nú ekki getað náð í hana sjálfur, af því að hún hefði verið farin í ferðalag eitthvað upp í fjöll en hann hafði gefið Edinborgarlögregl- unni allar nauðsynlegar upplýs- ingar og þeir höfðu lofað að tala við hana þegar hún kæmi heim aftur. Þegar Saxmders hafði skilað boðum sínum, dokaði hann við með æsing í augunum. — Er nokkuð á seyði hjá þér? spurði ég. — Já, ég held ég hafi fundið nokkuð sem kynxii að veröa að gagni. — Ætlarðu að segja mér frá því? — Ja, ég skal segja þér, að þegar ég varð að lita gegn um það, sem ég hafði krotað xxiér til minnis, rakst ég á þetta íxaln og svo lagði hann minnisbókina sína fyrir framan mig og par var einn staður merktur x, sem hann benti mér á. Ég las: ,,William Lamotte“. Já, einmitt það! Hann hélt áfram. — Hann er sá, sem átti byssuna upphaf- lega ... og tilkynnti, að henni hefði verið stolið í september sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.